Viðskipti innlent

Stöðva umferð á föstudaginn

Fjarskiptaumferð um CANTAT-3 sæstrenginn verður stöðvuð næstkomandi föstudag og gert ráð fyrir að hann verði sambandslaus fram undir lok þessa mánaðar.

Í tilkynningu Farice kemdur fram að áætlað sé að viðgerðarskipið Pacific Guardian verði komið á bilunarstað CANTAT-3 sæstrengsins næsta laugardag, en viðgerð á að ljúka 22. janúar samkvæmt áætlun. „Vegna erfiðra aðstæðna og veðurskilyrða kunna dagsetningar þessar að breytast,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×