Viðskipti innlent

Eimskip kaupir Alla Geira

Eimskip hefur keypt að fullu fyrirtæki á Húsavík sem það átti fyrir meirihluta í.
Eimskip hefur keypt að fullu fyrirtæki á Húsavík sem það átti fyrir meirihluta í. MYND/KK

Eimskip hefur keypt alla hluti í flutningafyrirtækinu Alli Geira hf. á Húsavík. Seljendur eru fjölskylda Aðalgeirs Sigurgeirssonar heitins sem stofnaði fyrirtækið fyrir 50 árum og Hannes Höskuldsson.

Fyrir átti Eimskip hf. rúmt 51 prósent í fyrirtækinu sem sameinaðist Skipaafgreiðslu Húsavíkur fyrir nokkrum árum. Starfsmönnum fyrirtækisins hefur þegar verið tilkynnt um söluna en 33 starfa hjá Alla Geira hf. Gert er ráð fyrir óbreyttri starfsemi hjá fyrirtækinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×