Viðskipti innlent

Bættu við gjaldeyri í lok árs

Nettóstaða viðskiptabankanna í erlendum gjaldeyri jókst um rúmlega 80 milljarða króna í desember og var 188,5 milljarðar króna í árslok, að því er fram kemur í morgunkorni Glitnis.

Gjaldeyrisstaðan er sögð jafngilda tæplega 23 prósentum af eigin fé bankanna. „Og hefur það hlutfall ekki áður verið jafn hátt,“ segir Glitnir. Samkvæmt reglum Seðlabankans má nettóstaða hvers banka ekki fara yfir 30 prósent af eigin fé nema tilgangurinn sé að verja eiginfjárhlutfall bankans. „Líklegt er að slík undanþága hafi verið veitt einhverjum bankanna þriggja og má telja líklegast að það sé Kaupþing.“

Í morgunkorninu er velt upp þeirri spurningu hvort fleiri bankar kunni að fylgja fordæmi Straums-Burðaráss og færa eigið fé sitt yfir í evru. „Þróun gjaldeyrisjafnaðarins gæti gefið vísbendingu um að slíkt ferli sé í gangi hjá einhverjum bankanna.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×