Slóvenar ánægðir með nýjar evrur 10. janúar 2007 07:45 Fjármálaráðherra Slóveníu flaggar hinni nýju mynt landsmanna sem tóku upp evrur úr veskjum sínum um áramótin. MYND/AFP Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Slóvenar gengu formlega í myntbandalag Evrópusambandsins á nýársdag og varð Slóvenía 13. landið af 27 aðildarríkjum ESB til að taka upp evru sem gjaldmiðil. Slóvenía er eina landið af þeim tíu löndum sem gengu í myntbandalagið fyrir þremur árum til að taka upp evrur. Að sögn Seðlabanka Slóveníu hefur innleiðing evrunnar gengið mjög vel fram til þessa en landsmenn hafa fram til mánudags í næstu viku til að venjast evrunni sem gjaldmiðli. Þá verða þeir að leggja tólarnum, gjaldmiðli sínum, og taka upp hinn nýja gjaldmiðil. Landsmenn eru ekki óvanir umskiptum á gjaldmiðlum því Slóvenar tóku upp tólarinn árið 1991 þegar þeir lýstu yfir sjálfstæði frá fyrrum Júgóslavíu. Þá eru Slóvenar síður en svo ókunnir evrum því margir landsmenn fara í verslunarferðir til Ítalíu og Austurríkis, sem eru með evrur. Þá hafa stjórnvöld í Slóveníu hægt og bítandi vanið landsmenn við nýja gjaldmiðilinn allt frá mars á síðasta ári með verðlagningu vara í báðum gjaldmiðlum. Andrej Bajuk, fjármálaráðherra Slóveníu, segir vonir standa til að umskiptin hafi jákvæð áhrif á efnahagslífið og lífskjör landsmanna. Taldi hann breytingarnar geta gengið yfir á næstu sex til tólf mánuðum. Bajuk sagði ennfremur að innganga Slóvena í myntbandalag ESB sýndi fram á styrka efnahagsstöðu landsins miðað við hin löndin á Balkanskaganum. Geti svo farið að Slóvenar verði fyrirmynd þeirra nágrannalanda, sem horfi til þess að taka upp evruna. Rúmenar og Búlgaría, sem gengu í ESB á síðasta ári, hafa sömuleiðis sótt um aðild að myntbandalaginu. Að sögn Bajuks þurfa stjórnvöld landanna hins vegar að taka sig á í peningamálastjórn ætli þau að uppfylla strangar kröfur myntbandalagsins og taka upp evruna sem gjaldmiðil. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Slóvenar gengu formlega í myntbandalag Evrópusambandsins á nýársdag og varð Slóvenía 13. landið af 27 aðildarríkjum ESB til að taka upp evru sem gjaldmiðil. Slóvenía er eina landið af þeim tíu löndum sem gengu í myntbandalagið fyrir þremur árum til að taka upp evrur. Að sögn Seðlabanka Slóveníu hefur innleiðing evrunnar gengið mjög vel fram til þessa en landsmenn hafa fram til mánudags í næstu viku til að venjast evrunni sem gjaldmiðli. Þá verða þeir að leggja tólarnum, gjaldmiðli sínum, og taka upp hinn nýja gjaldmiðil. Landsmenn eru ekki óvanir umskiptum á gjaldmiðlum því Slóvenar tóku upp tólarinn árið 1991 þegar þeir lýstu yfir sjálfstæði frá fyrrum Júgóslavíu. Þá eru Slóvenar síður en svo ókunnir evrum því margir landsmenn fara í verslunarferðir til Ítalíu og Austurríkis, sem eru með evrur. Þá hafa stjórnvöld í Slóveníu hægt og bítandi vanið landsmenn við nýja gjaldmiðilinn allt frá mars á síðasta ári með verðlagningu vara í báðum gjaldmiðlum. Andrej Bajuk, fjármálaráðherra Slóveníu, segir vonir standa til að umskiptin hafi jákvæð áhrif á efnahagslífið og lífskjör landsmanna. Taldi hann breytingarnar geta gengið yfir á næstu sex til tólf mánuðum. Bajuk sagði ennfremur að innganga Slóvena í myntbandalag ESB sýndi fram á styrka efnahagsstöðu landsins miðað við hin löndin á Balkanskaganum. Geti svo farið að Slóvenar verði fyrirmynd þeirra nágrannalanda, sem horfi til þess að taka upp evruna. Rúmenar og Búlgaría, sem gengu í ESB á síðasta ári, hafa sömuleiðis sótt um aðild að myntbandalaginu. Að sögn Bajuks þurfa stjórnvöld landanna hins vegar að taka sig á í peningamálastjórn ætli þau að uppfylla strangar kröfur myntbandalagsins og taka upp evruna sem gjaldmiðil.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira