Frásagnir af andláti krónunnar eru ýktar 10. janúar 2007 07:45 Ásgeir Jónsson forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings Óli Kristján Ármannsson skrifar „Frásagnir af andláti krónunnar eru dálítið ýktar,“ segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings og telur að ef til vill hafi verið ofmetin í umræðunni áhrifin af því ef fjármálafyrirtæki færðu eigið fé sitt yfir í erlenda mynt. Taki hins vegar mörg fyrirtæki upp á því að gera upp í evrum segir hann að hlutabréfamarkður hér breytist og færist undan áhrifavaldi Seðlabankans. „Það eitt að innlánsstofnun færði eigið fé sitt í erlenda mynt hefur ekki úrslitaáhrif á miðlun peningastefnu Seðlabankans,“ segir Ásgeir og bendir á að ef erlendur banki myndi kaupa íslenskan, eða hefja starfsemi hér, væri hann með erlent eigið fé. „Eftir stendur að útlán og innlán einstaklinga og fyrirtækja í krónum verða óbreytt. Vaxtaleiðnin í gegnum bankakerfið, frá stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans yfir í ákvörðun um útlánavexti bankanna verður sú hin sama.“ Að sumu leyti segir Ásgeir gæti jafnvel peningamálastefna Seðlabankans virkað betur ef bankarnir væru með erlent eigið fé vegna samspils gengishreyfinga og Basel-reglna um eiginfjárhlutfall banka. En það þýðir að í hvert sinn sem krónan hækkar, lækkar eiginfjárhlutfall bankastofnana mælt í innlendri mynt og kostnaðurinn við innlend útlán eykst á eiginfjárgrunni. Við þetta mun eigið fé í erlendri mynt vinna með peningamálastefnu Seðlabankans og mögulega auka virkni peningamálaðgerða. Þetta er algerlega öfugt við það sem nú er, þar eigið féð er í innlendri mynt en stór hluti efnahagsreiknings í erlendri. Þannig til að mynda jók gengishækkun krónunnar 2004-2005 eiginfjárhlutfall íslenskra banka og gerði innlend útlán ódýrari. Ef hins vegar mörg íslensk fyrirtæki færu að færa eigið fé sitt í evrur eða aðra erlenda gjaldmiðla myndi það leiða til þess að hlutabréfamarkaðurinn lenti utan við áhrifasvið peningamálastefnu Seðlabankans að einhverju leyti. Þá væri hægt að kaupa hlutabréf á móti láni í evrum og krónan stæði þar alfarið fyrir utan. Ásgeir segir svo álitamál hversu mikil áhrif peningamálastefna Seðlabankans hafi á hlutabréfamarkað, enda hafi hann hækkað í gegnum allt stýrivaxtahækkunarferli bankans. „Hlutabréfamarkaður virðist hins vegar gríðarlega viðkvæmur fyrir gengi krónunnar. Hann yrði því ef til vill ekki jafnkvikur ef hann væri ekki undir krónunni.“ Ásgeir segir ljóst að krónan sé orðin mjög óvinsæl en er afar vantrúaður á að hér verði tekin upp evra með einhliða aðgerð vegna þess hversu mikill kostnaður yrði því samfara. „Ef við ætluðum að taka upp evruna einhliða yrði íslenska ríkið að taka erlent lán fyrir að minnsta kosti nokkur hundruð milljarða króna, til þess að skipta út peningamagninu sem er í umferð sem væri fremur dýr aðgerð auk þess sem erfitt væri að vera án lánveitenda til þrautavara. Það er efalaust að gengisóstöðugleiki krónunnar er að verða mjög þung byrði á íslensku atvinnulífi sem virðist ætla að þyngjast eftir því sem útrásinni vindur áfram. Hins vegar hefur krónan að einhverju leyti verið gerð að blóraböggli því óstöðugleiki hennar er aðeins endurvarpið af þeirri þenslu sem ríkir í atvinnulífinu.“ Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Óli Kristján Ármannsson skrifar „Frásagnir af andláti krónunnar eru dálítið ýktar,“ segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings og telur að ef til vill hafi verið ofmetin í umræðunni áhrifin af því ef fjármálafyrirtæki færðu eigið fé sitt yfir í erlenda mynt. Taki hins vegar mörg fyrirtæki upp á því að gera upp í evrum segir hann að hlutabréfamarkður hér breytist og færist undan áhrifavaldi Seðlabankans. „Það eitt að innlánsstofnun færði eigið fé sitt í erlenda mynt hefur ekki úrslitaáhrif á miðlun peningastefnu Seðlabankans,“ segir Ásgeir og bendir á að ef erlendur banki myndi kaupa íslenskan, eða hefja starfsemi hér, væri hann með erlent eigið fé. „Eftir stendur að útlán og innlán einstaklinga og fyrirtækja í krónum verða óbreytt. Vaxtaleiðnin í gegnum bankakerfið, frá stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans yfir í ákvörðun um útlánavexti bankanna verður sú hin sama.“ Að sumu leyti segir Ásgeir gæti jafnvel peningamálastefna Seðlabankans virkað betur ef bankarnir væru með erlent eigið fé vegna samspils gengishreyfinga og Basel-reglna um eiginfjárhlutfall banka. En það þýðir að í hvert sinn sem krónan hækkar, lækkar eiginfjárhlutfall bankastofnana mælt í innlendri mynt og kostnaðurinn við innlend útlán eykst á eiginfjárgrunni. Við þetta mun eigið fé í erlendri mynt vinna með peningamálastefnu Seðlabankans og mögulega auka virkni peningamálaðgerða. Þetta er algerlega öfugt við það sem nú er, þar eigið féð er í innlendri mynt en stór hluti efnahagsreiknings í erlendri. Þannig til að mynda jók gengishækkun krónunnar 2004-2005 eiginfjárhlutfall íslenskra banka og gerði innlend útlán ódýrari. Ef hins vegar mörg íslensk fyrirtæki færu að færa eigið fé sitt í evrur eða aðra erlenda gjaldmiðla myndi það leiða til þess að hlutabréfamarkaðurinn lenti utan við áhrifasvið peningamálastefnu Seðlabankans að einhverju leyti. Þá væri hægt að kaupa hlutabréf á móti láni í evrum og krónan stæði þar alfarið fyrir utan. Ásgeir segir svo álitamál hversu mikil áhrif peningamálastefna Seðlabankans hafi á hlutabréfamarkað, enda hafi hann hækkað í gegnum allt stýrivaxtahækkunarferli bankans. „Hlutabréfamarkaður virðist hins vegar gríðarlega viðkvæmur fyrir gengi krónunnar. Hann yrði því ef til vill ekki jafnkvikur ef hann væri ekki undir krónunni.“ Ásgeir segir ljóst að krónan sé orðin mjög óvinsæl en er afar vantrúaður á að hér verði tekin upp evra með einhliða aðgerð vegna þess hversu mikill kostnaður yrði því samfara. „Ef við ætluðum að taka upp evruna einhliða yrði íslenska ríkið að taka erlent lán fyrir að minnsta kosti nokkur hundruð milljarða króna, til þess að skipta út peningamagninu sem er í umferð sem væri fremur dýr aðgerð auk þess sem erfitt væri að vera án lánveitenda til þrautavara. Það er efalaust að gengisóstöðugleiki krónunnar er að verða mjög þung byrði á íslensku atvinnulífi sem virðist ætla að þyngjast eftir því sem útrásinni vindur áfram. Hins vegar hefur krónan að einhverju leyti verið gerð að blóraböggli því óstöðugleiki hennar er aðeins endurvarpið af þeirri þenslu sem ríkir í atvinnulífinu.“
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira