Viðskipti innlent

Úr Kaupthing í Kaupthing

Iceland Review sendir reglulega smáfréttir og pistla á ensku út á öldur netsins. Einn pistill þessa dagana er smá yfirferð á því helsta sem hefur verið að gerast í rólegri tíð hér norður á Fróni.

„John Cleese seems to be everywhere in the country. Not literally of course, but his face is plastered on huge billboards for KB Bank (excuse me, Kaupthing – another Icelandic bank has re-branded itself).“ er meðal þess sem er títt. Vandinn er bara sá að enginn í útlöndum þekkir fyrirbærið KB Bank. Kaupþing hefur frá upphafi heitið Kaupthing á erlendum mörkuðum og ef einhver kannast við KB skammstöfunina, þá eru það þeir örfáu útlendingar sem kunna að kannast við Kaupfélag Borgfirðinga.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×