Viðskipti innlent

Peningaskápurinn...

Final countdown

Umræðan um evruna er á fleygiferð og kannski meiri ferð en henni er hollt á köflum. Þannig var umræðan búin að flytja uppgjör Kaupþings í evrur, en ekki verður af því á árinu. Vilji er örugglega til þess í fjármálastöfnunum að fara slíka leið þegar fram líða stundir.

Ljóst er að það gerist ekki fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Einhverjir voru þeirrar skoðunar að Kaupþingsmaðurinn Ármann Þorvaldsson hefði tækifæri í veislu sinni að ári að senda skýr skilaboð inn á markaðiinn ef hann fengi hljómsveitina Europe til að spila í partíinu. Þá væri væntanlega hafið „final countdown" á evruvæðingunni.

Flugraunir í Færeyjum

Fimm fyrrum starfsmenn færeyska flugfélagsins Faroe Jet stefna að því að setja á laggirnar nýtt flugfélag í Færeyjum. Fyrir liggur í lok þessa mánaðar hvort fjármagn fæst til rekstursins.

Faroe Jet, sem sett var á laggirnar í desember árið 2005 til höfuðs færeyska flugfélagsins Atlantic Airways og ætlaði að fljúga einni vél tvisvar á dag á milli Voga í Færeyjum og Kaupmannahafnar í Danmörku, var úrskurðað gjaldþrota í desember í fyrra og misstu 25 manns vinnuna. Allir höfðu Þeir höfðu allir áður unnið hjá Atlantic Airways. Færeyska ríkisútvarpið hafði eftir Hans Meinhard á Høgabóli, einum stærsta fjárfestinum, í vikubyrjun að hann reikni með mikilli eftirspurn eftir ferðum með vélum félagsins.

 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×