Viðskipti innlent

Ný stjórn FME tekin við

Viðskiptaráðherra hefur skipað nýja stjórn Fjármálaeftirlitsins til næstu fjögurra ára. Skipunin tók gildi fyrsta þessa mánaðar.

Í aðalstjórn sitja Lárus Finnbogason, löggiltur endurskoðandi, sem er formaður stjórnar, Sigríður Thorlacius lögfræðingur, varaformaður stjórnar og Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri.

Í varastjórn eru Kjartan Gunnarsson skrifstofustjóri, Þuríður Jónsdóttir héraðsdómslögmaður og Sigríður Logadóttir, aðallögfræðingur Seðlabankans.

Stefán Svavarsson, löggiltur endurskoðandi, sem verið hafði stjórnarformaður frá ársbyrjun 2001, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórninni. Í tilkynningu viðskiptaráðuneytisins eru honum færðar „bestu þakkir fyrir frábært starf í þágu Fjármálaeftirlitsins“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×