Viðskipti erlent

Einstakt sjónvarp

Hönnuðurinn Jeffrey Link við hlið viðhafnarútgáfu flatsjónvarpsins frá Philips.
Hönnuðurinn Jeffrey Link við hlið viðhafnarútgáfu flatsjónvarpsins frá Philips. MYND/AFP

Hollenski viðtækja- og tækniframleiðandinn Philips kynnti sérstaka viðhafnarútgáfu af Philips Ambilight flatsjónvarpinu á árlegu tæknisýningunni í Las Vegas í Bandaríkjunum á sunnudag um síðustu helgi.

Tilefnið er að fyrirtækið hefur selt milljón sjónvörp af þessari gerð.

Hönnuðurinn Jeffrey Link á heiðurinn að viðhafnarútgáfunni sem er skreytt 2.200 eðaldemöntum.

Ekkert hefur verið gefið uppi um hvort sjónvarpið, sem er einstakt í sinni röð, fari í almenna sölu en Philips hefur neitað að gefa verðið upp. Hins vegar má gera ráð fyrir að viðtækið muni kosta skildinginn og vel það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×