Viðskipti innlent

Miðstöð Samskipa í Belgíu

Samskip hefur tekið upp samstarf við hafnaryfirvöld í í Zeebrugge í Belgíu um uppbyggingu gámamiðstöðvar vegna aukinna umsvifa Evrópuflutninga Samskipa í samstarfi við belgíska gámalöndunarfyrirtækið PSA HNN.

Vikulegar siglingar Samskipa á milli Zeebrugge og hafna á Írlandi hefjast í þessum mánuði en áform eru uppi um enn frekari flutninga til og frá Zeebrugge.

Í tilkynningu frá Samskipum er haft eftir Ásbirni Gíslasyni, forstjóra fyrirtækisins, að Rotterdam verði eftir sem áður þungamiðja í Evrópuflutningum Samskipa en vegna aukinna umsvifa hafi orðið brýnt að hefja markvissa uppbyggingu annarra gámamiðstöðva á meginlandinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×