Viðskipti erlent

Hluthafar gegn yfirtöku Vodafone

höfuðstöðvar Essar. Minnihlutahópur í indverska farsímafélaginu Hutchison Essar er í oddastöðu og getur fellt öll tilboð í meirihluta félagsins.
höfuðstöðvar Essar. Minnihlutahópur í indverska farsímafélaginu Hutchison Essar er í oddastöðu og getur fellt öll tilboð í meirihluta félagsins. MYND/AFP

Hluthafahópurinn State Street, sem fer með 1,7 prósenta hlut í breska farsímarisanum Vodafone, vill að félagið falli frá yfirtökutilraunum í 67 prósenta hlut indverska farsímafélagsins Hutchison Essar.

Ástæðan er aðkoma indverska fjárfestahópsins Hinduja Group í yfirtökubaráttu um hlutinn og óttast State Street að baráttan geti orðið Vodafone kostnaðarsöm.

Breska viðskiptablaðið Financial Times segir fimmtán framkvæmdastjóra hjá Vodafone hafa flogið austur til Mumbai á Indlandi um síðustu helgi ásamt fulltrúum frá endurskoðendafyrirtækinu Ernst & Young til að glugga í bækur Hutchison Essar og sjá fjárhagsstöðu þessa fjórða stærsta farsímafyrirtækis á Indlandi. Aðrir bjóðendur hafa fram til þessa ekki fengið að skoða bækurnar þrátt fyrir ítrekaðar óskir um slíkt.

Vodafone lýsti fyrst félaga yfir áhuga á kaupum á hlut Hutchison Whampoa í indverska farsímafélaginu.

Nokkur farsímafélög víða um heim hafa lýst yfir áhuga á kaupum á hlutnum, þar á meðal hinn helmingurinn af félaginu, Essar, sem er í oddastöðu með 33 prósenta eignarhlut. Fari svo að hluturinn verði seldur Vodafone er hugsanlegt að Essar leiti til dómsstóla til að hnekkja ákvörðuninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×