Viðskipti innlent

Gott framboð á ýsu og þorski

Nýveiddur fiskur Ufsi var á meðal fimm fisktegunda sem seldust yfir 20 tonnum á fiskmörkuðum í síðustu viku.
Nýveiddur fiskur Ufsi var á meðal fimm fisktegunda sem seldust yfir 20 tonnum á fiskmörkuðum í síðustu viku. MYND/GVA

Meira framboð var á ýsu og þorski á fiskmörkuðum landsins í síðustu viku miðað við aðrar tegundir. Meðalverðið var í hærri kantinum eða 177,28 krónur fyrir kílóið sem er 38,15 krónum yfir meðalverði síðasta árs, sem hækkaði um 24 prósent á milli ára, að því er fram kemur á vef Fiskifrétta.

Líkt og fyrri vikur seldist mest af ýsu í vikunni, eða 714 tonn, en 164,04 krónur fengust fyrir kílóið af slægðri ýsu.

Þorskur var líkt og áður í öðru sæti yfir mest seldu tegundirnar en 574 tonn seldust af þorski í vikunni og fengust 271,03 krónur fyrir kílóið af slægðum þorski.

Athygli vekur að mjög lítið framboð var á öðrum tegundum og seldust einungis þrjár aðrar þeirra yfir 20 tonnum. Það voru ufsi, steinbítur og keila, sem skiptu með sér næstu þremur sætum yfir mest seldu fisktegundir á mörkuðunum í liðinni viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×