Viðskipti erlent

Nýir margmiðlunarsímar

lófatölva frá nokia Finnski farsímaframleiðandinn Nokia býst við mikilli söluaukningu á næstu árum á lófatölvum og farsímum sem styðja við margmiðlunartækni og hafa ýmsan innbyggðan tækjabúnað.
lófatölva frá nokia Finnski farsímaframleiðandinn Nokia býst við mikilli söluaukningu á næstu árum á lófatölvum og farsímum sem styðja við margmiðlunartækni og hafa ýmsan innbyggðan tækjabúnað.

Finnski farsímaframleiðandinn Nokia kynnti þrjá nýja og næfurþunna margmiðlunarfarsíma og lófatölvu undir merkjum fyrirtækisins á tæknisýningunni í Las Vegas í Bandaríkjunum um síðustu helgi.

Farsímarnir, sem eru í svokallaðri N-seríu, eru talsvert minni en fyrri gerðir símanna. Þeir eru 13,7 millimetrar í þvermál og koma á markað á fyrsta fjórðungi þessa árs. Samkvæmt Nokia seldust tæplega 40 milljónir farsíma af þessari gerð á síðasta ári en stefnt er að því að selja allt að 280 milljónir margmiðlunarfarsíma á næstu tveimur árum.

Símarnir ráða við tónlist á mp3-formi, geta ráfað um netið og eru með tveggja megadíla innbyggða myndavél. Þá munu dýrari gerðir símanna hafa innbyggða myndbandsupptökuvél.

Nokia kynnti sömuleiðis nýja handtölvu á tæknisýningunni. Tölvan, sem sömuleiðis er hluti af N-seríu Nokia, keyrir á stýrikerfi frá Linux. Vafri tölvunnar þykir léttur í vöfum auk þess sem tölvan er með innbyggða vefmyndavél sem styður við Wi-Fi-tækni.

Þá stefnir Nokia sömuleiðis á að samhæfa tölvuna samskiptaforritinu Skype, sem gerir tölvunotendum kleift að hringja á milli tölva með lágum tilkostnaði. Tölva þessi kemur fljótlega á markað í Bandaríkjunum og í Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×