Viðskipti innlent

Greiðslur hækka um sjö prósent

Þorgeir Eyjólfsson. Þorgeir er forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Þorgeir Eyjólfsson. Þorgeir er forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.

Stefnt er að því að hækka lífeyrisréttindi sjóðfélaga Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um sjö prósent eða sem nemur 11,8 milljörðum króna. Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að gera töllugum um hækkunina til aðildarsamtaka sjóðsins.

Hækkunin er umfram verðlag, en lífeyrissjóðsgreiðslur eru verðtryggðar og leiðréttar mánaðarlega. Á vef sjóðsins kemur fram að á 10 árum hafi réttindi sjóðsfélaga verið um 21,1 prósent umfram verðlagsbreytingar. Að sögn Þorgeirs Eyjólfssonar forstjóra lífeyrissjóðsins hækka greiðslur til lífeyrisþega strax um næstu mánaðamót.

Ákvörðunin um hækkun réttinda er sögð tekin í ljósi góðrar raunávöxtunar sjóðsins á síðasta ári, sem hafi verið annað besta rekstrarár í sögu lífeyrissjóðsins með liðlega 12 prósenta raunávöxtun. Tryggingafræðileg staða sjóðsins er sögð hafa styrkst verulega. Við áramót námu eignir sjóðsins 240 milljörðum króna og höfðu hækkað um 26 prósent á árinu.

„Eignir umfram heildarskuldbindingar að meðtöldum framtíðarréttindum námu 32 milljörðum eða 7,9 prósentum,“ segir sjóðurinn, en þrátt fyrir hækkun er staða sjóðsins sögðu munu verða jákvæð um 4,9 prósent, eða liðlega 20 milljarða að henni afstaðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×