Fleiri fréttir

Að setja sér markmið og láta draumana rætast

Steinar Almarsson og Benedikt Gestsson skrifar

Klúbburinn Geysir er hvorki sjúkrastofnun né meðferðarheimili. Samt sem áður er í Klúbbnum Geysi að finna verkfæri til að vinna að því að bæta hag klúbbfélaga, sem allir eiga það sameiginlegt að hafa orðið fyrir skakkaföllum á lífsleiðinni af völdum geðraskana eða geðsjúkdóma.

Brýnt kjaramál

Elín Björg Jónsdóttir skrifar

Fjölskylduvænt samfélag er á meðal mikilvægustu og brýnustu stefnumála BSRB. Slíkt samfélag byggjum við ekki upp nema umfangsmiklar breytingar verði á stöðu launafólks hvað varðar samspil fjölskyldu og atvinnu.

Fyrrverandi olíumálaráðherrann

Sigurjón M. Egilsson skrifar

Samfylkingin segir nú að það hafi verið mistök að vilja olíuvinnslu á Drekasvæðinu.

Ennþá hönd í hönd!

Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði skrifar

"Tilfinningin um að norrænu þjóðirnar eigi samleið, hefur á síðustu árum orðið sífellt sterkari og samvinnann milli þeirra náð yfir æ fleiri svið þjóðlífsins. Fjölmargir þjóðfélagshópar hafa einnig sannfærst um að samstaða og samstarf milli norrænu þjóðanna gagnist þeim öllum.“

Íbúðir fyrir alla

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar

Samfylkingin er í forystu í húsnæðismálunum. Árangurinn má m.a. sjá í Reykjavík þar sem á þriðja þúsund íbúðir eru, eða munu fara, í byggingu á næstu árum í samvinnu við félög sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða.

Þola ekki umsóknina

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Hið sérkennilega mál í kringum uppsagnarbréfið /könnunarbréfið/ slitabréfið/ núllstillingarbrefið, eða hvað nú skal kalla bréfið sem utanríkisráðherra Íslands sendi ESB um fyrir skömmu sýnir fyrst og fremst eftirfarandi: Ríkisstjórn Íslands er notuð sem verkfæri í höndum pínulítils hóps manna sem getur ekki þolað þá staðreynd að aðildarumsókn Íslands að ESB sé til yfirhöfuð.

Munum Krím

Stuart Gill skrifar

Fyrir einu ári hjálpuðu ráðamenn í Kreml til við að setja á svið ólöglega og ólögmæta „þjóðaratkvæðagreiðslu“ á Krímskaga og í beinu framhaldi af henni var héraðið innlimað í Rússland og landamærum í Evrópu þar með breytt með valdi

Andlegir torfbæir

Finnur Þór Vilhjálmsson skrifar

Í sígildri ritgerð, Why I Write, setti George Orwell fram kjarnyrta skilgreiningu á góðum texta: Good prose is like a windowpane. Góður texti er eins og gluggarúða. Merkinguna þarf varla að útskýra en fyrir siðasakir má nefna að texti á að gera augljóst að hverju sjónum er beint,

Fátækt – húsnæðis- öryggi allra barna verði forgangsverkefni

Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar

Heimili sem er öruggt og heilsusamlegt er ein grundvallarforsenda fyrir þroska barna, heilsu þeirra, menntun og félagslíf. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland hefur lögfest, eiga öll börn rétt á að lifa og þroskast og að búa við aðstæður

Dalvík – Indland norðursins

Haukur R. Hauksson skrifar

Hingað til hafa bláfátækir Indverjar verið stórtækastir í því að rífa niður gömul og úrelt skip með handaflinu einu. Vegna óásættanlegra vinnuaðstæðna hefur ESB ákveðið að flytja þurfi starfsemina og þá dettur mönnum helst í hug ósnortnasta land Evrópu

Dagur Norðurlanda

Eygló Harðardóttir skrifar

Á degi Norðurlanda, 23. mars 1962, undirrituðu fulltrúar norrænu þjóðríkjanna samstarfssáttmála í Helsinki og mörkuðu þar með upphafið að svæðasamstarfi fimm fullvalda ríkja sem á sér enga hliðstæðu í heiminum í dag.

Verstöðin Ísland

Þröstur Ólafsson skrifar

Með krónuna í farteskinu munum við ekki geta aflétt öllum höftum af gjaldeyrisviðskiptum eða leyft frjálst flæði fjármagns milli landa. Engum nema vitleysingi dytti í hug að róa á árabáti til Bretlands.

Af hverju er ástandið svona á Íslandi?

Benóný Harðarson skrifar

Á Íslandi gætum við öll haft það ágætt. Við eigum frábærar auðlindir, til dæmis fiskinn og orkuna, ár hvert eykst ferðamannastraumurinn til Íslands um tugi prósenta og reglulega koma fréttir um nýsköpunarfyrirtæki sem eru fremst allra í sínum geira.

Frelsi

Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir skrifar

Merkilegt með minningar og af hverju ákveðnar minningar lifa með okkur ævina á enda. Ein af mínum minningum átti sér stað þegar við fjölskyldan vorum að horfa á vestrann í sjónvarpi allra landsmanna á laugardagskvöldi í upphafi níunda áratugarins.

Á lífið ekki lengur að njóta vafans?

Snorri Snorrason skrifar

Oft er rætt um fæðuöryggi, en hvað með lífið sjálft? Læknar og sérfræðingar innan heilbrigðiskerfisins telja að mínútur geti skipt sköpum milli lífs og dauða. Eigum við leikmennirnir ekki að treysta mati þeirra?

Menntun – réttlátara samfélag

Ólafur Hjörtur Sigurjónsson skrifar

Vaxandi tekjumunur meðal þjóða heimsins hefur víðtæk áhrif á samfélag okkar og efnahag. Aukið misrétti veldur efnahagslegum samdrætti og helsta skýringin er sú að sá hluti samfélagsins sem stendur höllum fæti getur ekki fjárfest í menntun.

Um kolefnisspor og hlýnun jarðar

Jón Skafti Gestsson skrifar

"Ljóst er að aðgerða er þörf ef draga á úr losun gróðurhúsalofttegunda en til þess að hægt sé að grípa til aðgerða þarf að skilgreina vandamálið og koma mælikvarða á þá þætti sem hafa áhrif á hlýnun jarðar,“ skrifar hagfræðingur.

Þróun áhættuþátta langvinnra sjúkdóma í framhaldsskólum framtíðar?

Janus Guðlaugsson skrifar

Opið bréf til ráðherra mennta- og menningarmála, ráðherra velferðar og landlæknis. Börn og unglingar sem hreyfa sig lítið, hafa lítið þrek og of hátt hlutfall fitu í líkama eru líklegri en aðrir til að þróa með sér áhættuþætti tengda hjarta- og æðasjúkdómum. Með daglegri hreyfingu og réttri næringu er hægt að koma í veg fyrir

Af samvisku presta

Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Íslenska þjóðkirkjan er í fararbroddi meðal kirkna er láta sig varða mannréttindi hinsegin fólks. Sú viðurkenning sem 113 prestum og guðfræðingum var veitt af Samtökunum '78 í kjölfar setningar einna hjúskaparlaga árið 2010 ber vott um þann víðtæka stuðning

Hvernig er rennslið í rörinu?

Lára Sigurðardóttir skrifar

Maður þarf ekki að líta í margar innkaupakörfur til að átta sig á því að hvatvísi sér ansi oft um að velja í matinn. Flestir vita hvaða mat þeir ættu að velja en þegar áreitið í umhverfinu er mikið eða þreyta byrgir sýn getur verið erfitt

Trúlega best

Sverrir Björnsson skrifar

Ég sat á kaffihúsi um daginn, þegar maður á næsta borði hallaði sér að mér og var mikið niðri fyrir. Veistu að það er vera sem fylgist með okkur allan sólarhringinn? Ha, áttu við Öryggisstofnun Bandaríkjanna eða Google? spurði ég.

Framtíðarsýn í skipulagsmálum

Sigrún Magnúsdóttir skrifar

Landsskipulagsstefna er nýtt og spennandi skipulagsverkfæri sem er ætlað að stuðla að sjálfbærri þróun, skilvirkri áætlanagerð og vera sveitarstjórnum leiðarljós við skipulagsgerð, en felur ekki í sér fyrirmæli um nákvæma útfærslu.

Gjaldmiðill í hjólastól

Þröstur Ólafsson skrifar

Það er samdóma álit flestra þeirra sem fjalla um efnahagsmál af skynsamlegu viti að samkeppni sé helsti drifkraftur öflugs viðskiptalífs og velmegunar í markaðstengdum hagkerfum.

Fagmennska eða fúsk

Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar

Óhefðbundnar lækningaaðferðir hafa verið í umræðunni í kjölfar umfjöllunar Kastljóss nú nýverið. Ljóst er að margt er í boði fyrir fólk sem á við alvarleg og ólæknandi líkamleg veikindi að stríða.

Samþykktu fyrir 23. mars

Elsa Lára Arnardóttir skrifar

69 þúsund umsóknir bárust frá 105 þúsund einstaklingum um skuldaleiðréttingu á verðtryggðum húsnæðislánum. Frestur til að samþykkja leiðréttinguna rennur út þann 23. mars nk.

Afnema á skerðingu lífeyris aldraðra

Björgvin Guðmundsson skrifar

Hver eru helstu baráttumál eldri borgara í dag? Á aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík 20. febrúar sl. voru þessi tvö mál efst á lista kjaramála: Afnám skerðingar lífeyris aldraðra frá almannatryggingum vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Og leiðrétting lífeyris vegna kjaragliðnunar krepputímans.

Erum við tilbúin fyrir næstu iðnbyltingu?

Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Í síðustu viku héldu Samtök iðnaðarins sitt árlega Iðnþing undir yfirskriftinni "Erum við tilbúin fyrir næstu iðnbyltingu?“

Ertu verktaki eða launþegi?

Vala Valtýsdóttir skrifar

Nú um þessar mundir þurfa einstaklingar að fara að huga að hinni árlegu skattframtalsgerð. Oft hafa fyrirtæki samið við einstaklinga um að þeir séu verktakar hjá viðkomandi en ekki launþegar.

Á makrílnum skuluð þið þekkja þá

Atli Hermannsson skrifar

Fyrir aðeins þremur árum varð makríll nokkuð óvænt að verðmætum nytjastofni hér við land. Við það skapaðist líka einstakt tækifæri til að innleiða ný og markaðsvænni aðferðir við úthlutun á veiðiheimildum. En tækifærið var ekki nýtt

Starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun

Jóhanna Einarsdóttir skrifar

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var undirritaður af Íslands hálfu árið 2007. Tilgangur samningsins er að tryggja fötluðu fólki mannréttindi til jafns við aðra þjóðfélagsþegna.

Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu fyrir hvern?

Birgir Guðjónsson skrifar

Prófessor við HÍ hefur sem oftar farið mikinn við að rægja einkarekstur í heilbrigðiskerfinu og verið fylgt eftir af lektor og alþingismönnum á vinstri væng. Engin tilraun er gerð til að skilgreina gæði.

Douze Points

Snæbjörn Brynjarsson skrifar

Íslenska þjóðin. Hvað vill hún eiginlega? Undanfarið hef ég heyrt marga túlka vilja hennar. Þjóðin kaus víst yfir sig flokka sem eru á móti ESB aðild en lofuðu þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður.

Nýtt ár hjá bahá'íum 21. mars

Böðvar Jónsson skrifar

Tímatal bahá'í trúar hefst árið 1844 og upphaf hvers árs er á vorjafndægri, þannig lýkur 21. mars næstkomandi árinu 171 og árið 172 tekur við.

Válynd veður

Jakob Bragi Hannesson skrifar

Helgi Hálfdánarson sá mikli spekingur; þýðandi Shakespeares á íslensku, ræddi það einhverju sinni, hversu mörg orð í íslensku féllu illa að merkingu sinni.

Vín í búð?

Björg Árnadóttir skrifar

Ágætar ástæður liggja að baki því að sumir vilja selja áfengi í matvöruverslunum, allt frá heimspekirökum um frelsi einstaklingsins til margskonar hagkvæmnisraka. Í mínum huga vega þó þyngra rökin fyrir óbreyttu ástandi við sölu áfengis

Þurfti ráðherra ráðgjöf um bréfið til Brussel?

Brjánn Jónasson skrifar

Að veðrinu undanskildu hafa fréttir um tvö mál vakið verðskuldaða athygli undanfarið. Annars vegar fjölluðu fjölmiðlar um kostnað innanríkisráðuneytisins við ráðgjöf á sviði almannatengsla. Hins vegar hafa verið fluttar fréttir af bréfi utanríkisráðherra til stækkunarstjóra ESB í Brussel.

Forsetinn verði fátæk eða fötluð

Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar

Nei, ég ætla ekki í framboð. En ég vil fá forseta sem hefur fengið á sig brotsjói. Sem skilur hvað er að vera fátæk. Sem hefur aftur og aftur gengið eða skellt hjólastólnum á lokaðar dyr.

Hagsmunabarátta á Alþingi

Ögmundur Jónasson skrifar

Pistlahöfundur Fréttablaðsins, Sif Sigmarsdóttir rithöfundur, skrifar mikinn vandlætingarpistil um framgöngu mína í deilum um áfengisfrumvarpið á þingi, síðastliðinn föstudag.

Lífi sem er bjargað verður að gefast tækifæri til að lifa

Anna Soffía Óskarsdóttir skrifar

Erfiðum tíma á sjúkrahúsi og í endurhæfingu er lokið. Sá slasaði hlakkar til að takast á við venjulegt líf að nýju. Smám saman hrannast upp erfiðleikar. Líkaminn er í lagi, en tilveran er orðin mikið erfiðari,

Það þarf stjórnlagadómstól til að sporna við gerræði

Þorkell Helgason skrifar

Undanfarna daga hefur verið deilt um grundvallarþætti lýðræðisins, um þingræðið og framkvæmdarvaldið í tilefni þess að ríkisstjórnin hefur – að því er virðist – afturkallað umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

Hvernig á að skipa dómara?

Skúli Magnússon skrifar

Í nýlegum tillögum að millidómstigi er gert ráð fyrir grundvallarbreytingu við skipan dómara. Samkvæmt núgildandi reglum tekur fimm manna dómnefnd afstöðu til þess hvaða umsækjandi um dómarastöðu sé hæfastur.

Sjúkdómsgreiningardeildin

Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson skrifar

Nýverið kunngjörði greiningardeild Ríkislögreglustjóra mat sitt á líkunum á ekki svo útilokuðum hryðjuverkum.

Heilaskaði og tjáskipti

Þórunn Hanna Halldórsdóttir skrifar

Heilaskaði getur haft margvísleg áhrif á tjáskiptafærni einstaklingsins.

Sjá næstu 50 greinar