Vín í búð? Björg Árnadóttir skrifar 17. mars 2015 07:00 Ágætar ástæður liggja að baki því að sumir vilja selja áfengi í matvöruverslunum, allt frá heimspekirökum um frelsi einstaklingsins til margskonar hagkvæmnisraka. Í mínum huga vega þó þyngra rökin fyrir óbreyttu ástandi við sölu áfengis, lýðheilsurökin og þau rök að samfélag skuli taka tillit til sinna veikustu einstaklinga. Stærstu heilbrigðisvandamál heims tengjast ofneyslu á mat og vanabindandi efnum, löglegum og ólöglegum. Fyrir utan fræðslu og forvarnir virðist neyslustýring og skert aðgengi fólks að vörunni vera áhrifaríkasta aðferðin til að lágmarka skaðann af neyslu hennar. Ég man þá tíð þegar alls staðar var reykt, jafnvel í skólastofum. Síðar var skorin upp herör gegn reykingum, tóbak gert ósýnilegt í búðum og reykingar útlægar á sífellt fleiri stöðum. Auðvitað fannst reykingamönnum að sér þrengt, en langar einhvern aftur til þess tíma þegar þjóðin lyktaði af tóbaksreyk vegna beinna og óbeinna reykinga? Reykingar eru reyndar að því leyti öðruvísi en áfengisneysla að flesta sem reykja langar að hætta vegna skaðsemi efnisins á meðan fæstir sem drekka telja sér það skaðlegt. Meirihluti fólks getur notið rauðvínsglassins með steikinni og sett svo tappann í flöskuna. Hins vegar verður talsvert stórum hluta þjóðarinnar ekki sjálfrátt um leið og áfengi kemst inn í æðar hans. Og reyndar nægir að áfengið komist inn í hugsun alkóhólistans til að rugla dómgreind hans, til dæmis þegar hann kaupir sér umrædda steik í matvörubúðinni. Erfitt er að segja nákvæmlega hversu stór hann er þessi hluti þjóðarinnar sem getur ekki sett tappann í flöskuna eftir fyrsta glasið, en þeir eru fleiri en við höldum.Aldrei mikill áhugi Það er örugglega ekki of varlega áætlað að helmingur þjóðarinnar þjáist – á beinan eða óbeinan hátt – vegna sjúkdómsins alkóhólisma. Líklega er það vegna þess sem aldrei hefur verið mikill áhugi meðal þjóðarinnar á að fá vín í venjulegar búðir. Þetta er stærri hluti þjóðarinnar en svo að fram hjá honum verði horft. „En eru ekki líka margir með hjarta- og æðasjúkdóma?“ getur fólk sagt „eigum við líka að setja feitt kjöt í sérverslanir?“ Nei, það þurfum við blessunarlega ekki að gera vegna þess að samband hjartasjúklingsins við kjötið sitt er ekki eins líffræðilega og tilfinningalega flókið og samband alkóhólistans við vínið, en hann getur eftir margra ára edrúmennsku skyndilega gengið aftur inn í heim neyslunnar vegna utanaðkomandi áreitis sem kallað er fíknvaki og getur verið í formi vínflösku sem stillt hefur verið upp á seljandi hátt við hliðina á steikinni. „En af hverju ættum við sem getum drukkið eins og siðað fólk að taka tillit til fyllibyttanna?“ spyrja hinir sömu. Svarið er einfaldlega það að alkóhólistinn þarfnast hjálpar samfélagsins á sama hátt og allir aðrir sjúklingar. Enginn á að vera einn í veikindum sínum. Hvers vegna skyldu stjórnvöld ákveða að stilla upp fíknvökum fyrir veikt fólk eins víða og hægt er? Hvers vegna skyldum við hverfa frá þeirri leið til áfengissölu sem fólk er tiltölulega ánægt með og sem þykir til fyrirmyndar af lýðheilsuástæðum? Áfengisneysla er stórt félagslegt vandamál hérlendis en líkamlegir sjúkdómar eins og skorpulifur urðu ekki þekktir fyrr en með aukinni dagdrykkju sem hófst í lok síðustu aldar. Því skyldu stjórnvöld hvetja til hinnar hættulegu dagdrykkju? Þó að bjórdós líti ekki hættulega út í hillunni vita allt of margir að þessi dós getur markað upphafið að endalokunum. Ég er hrædd um að margir hryggist ef breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak ná fram að ganga. En auðvitað eru það bara „tilfinningarök“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Ágætar ástæður liggja að baki því að sumir vilja selja áfengi í matvöruverslunum, allt frá heimspekirökum um frelsi einstaklingsins til margskonar hagkvæmnisraka. Í mínum huga vega þó þyngra rökin fyrir óbreyttu ástandi við sölu áfengis, lýðheilsurökin og þau rök að samfélag skuli taka tillit til sinna veikustu einstaklinga. Stærstu heilbrigðisvandamál heims tengjast ofneyslu á mat og vanabindandi efnum, löglegum og ólöglegum. Fyrir utan fræðslu og forvarnir virðist neyslustýring og skert aðgengi fólks að vörunni vera áhrifaríkasta aðferðin til að lágmarka skaðann af neyslu hennar. Ég man þá tíð þegar alls staðar var reykt, jafnvel í skólastofum. Síðar var skorin upp herör gegn reykingum, tóbak gert ósýnilegt í búðum og reykingar útlægar á sífellt fleiri stöðum. Auðvitað fannst reykingamönnum að sér þrengt, en langar einhvern aftur til þess tíma þegar þjóðin lyktaði af tóbaksreyk vegna beinna og óbeinna reykinga? Reykingar eru reyndar að því leyti öðruvísi en áfengisneysla að flesta sem reykja langar að hætta vegna skaðsemi efnisins á meðan fæstir sem drekka telja sér það skaðlegt. Meirihluti fólks getur notið rauðvínsglassins með steikinni og sett svo tappann í flöskuna. Hins vegar verður talsvert stórum hluta þjóðarinnar ekki sjálfrátt um leið og áfengi kemst inn í æðar hans. Og reyndar nægir að áfengið komist inn í hugsun alkóhólistans til að rugla dómgreind hans, til dæmis þegar hann kaupir sér umrædda steik í matvörubúðinni. Erfitt er að segja nákvæmlega hversu stór hann er þessi hluti þjóðarinnar sem getur ekki sett tappann í flöskuna eftir fyrsta glasið, en þeir eru fleiri en við höldum.Aldrei mikill áhugi Það er örugglega ekki of varlega áætlað að helmingur þjóðarinnar þjáist – á beinan eða óbeinan hátt – vegna sjúkdómsins alkóhólisma. Líklega er það vegna þess sem aldrei hefur verið mikill áhugi meðal þjóðarinnar á að fá vín í venjulegar búðir. Þetta er stærri hluti þjóðarinnar en svo að fram hjá honum verði horft. „En eru ekki líka margir með hjarta- og æðasjúkdóma?“ getur fólk sagt „eigum við líka að setja feitt kjöt í sérverslanir?“ Nei, það þurfum við blessunarlega ekki að gera vegna þess að samband hjartasjúklingsins við kjötið sitt er ekki eins líffræðilega og tilfinningalega flókið og samband alkóhólistans við vínið, en hann getur eftir margra ára edrúmennsku skyndilega gengið aftur inn í heim neyslunnar vegna utanaðkomandi áreitis sem kallað er fíknvaki og getur verið í formi vínflösku sem stillt hefur verið upp á seljandi hátt við hliðina á steikinni. „En af hverju ættum við sem getum drukkið eins og siðað fólk að taka tillit til fyllibyttanna?“ spyrja hinir sömu. Svarið er einfaldlega það að alkóhólistinn þarfnast hjálpar samfélagsins á sama hátt og allir aðrir sjúklingar. Enginn á að vera einn í veikindum sínum. Hvers vegna skyldu stjórnvöld ákveða að stilla upp fíknvökum fyrir veikt fólk eins víða og hægt er? Hvers vegna skyldum við hverfa frá þeirri leið til áfengissölu sem fólk er tiltölulega ánægt með og sem þykir til fyrirmyndar af lýðheilsuástæðum? Áfengisneysla er stórt félagslegt vandamál hérlendis en líkamlegir sjúkdómar eins og skorpulifur urðu ekki þekktir fyrr en með aukinni dagdrykkju sem hófst í lok síðustu aldar. Því skyldu stjórnvöld hvetja til hinnar hættulegu dagdrykkju? Þó að bjórdós líti ekki hættulega út í hillunni vita allt of margir að þessi dós getur markað upphafið að endalokunum. Ég er hrædd um að margir hryggist ef breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak ná fram að ganga. En auðvitað eru það bara „tilfinningarök“.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar