Nýtt ár hjá bahá'íum 21. mars Böðvar Jónsson skrifar 17. mars 2015 13:02 Tímatal bahá‘í trúar hefst árið 1844 og upphaf hvers árs er á vorjafndægri, þannig lýkur 21. mars næstkomandi árinu 171 og árið 172 tekur við. Á skala mannkynssögunnar er 171 ár ekki langur tími og er hér um er að ræða yngstu opinberuðu trúarbrögð mannkynsins.Úr sögu trúarinnar á íslandi Trúarinnar er fyrst getið á íslensku í blaðinu Ísafold árið 1896. Árið 1908 skrifar Þórhallur Bjarnason, biskup mjög lofsamlega grein um trúna í Nýja kirkjublaðið. Á aðfangadag 1915 skrifar séra Matthías Jochumsson grein í blaðið Íslendingur undir yfirskriftinni Hussein Ali messias Persa þar sem hann fjallar um opinberanda trúarinnar og trúna sjálfa með mjög jákvæðum hætti. Fyrsti bahá‘íinn á Íslandi var Hólmfríður Árnadóttir, kennari, en hún kynntist trúnni 1924 og þýddi fyrstu bókina sem gefin var út á íslensku. Í þeirri bók er fjallað um uppruna og eðli trúarinnar. Í bahá‘í trú eru ekki prestar heldur eru 9 manna ráð sem annast málefni trúarinnar á svæðisbundnum, þjóðlegum og alþjóðlegum vettvangi. Á Íslandi var slíkt ráð kosið í fyrsta sinn árið 1965 og var það svæðisráð fyrir Reykjavík. Þjóðarráð fyrir Ísland var kosið í fyrsta skipti 1972. Hópur bahá‘i á hverjum stað talar um sig sem samfélag en ekki söfnuð. Þjóðarmiðstöð bahá‘í samfélagsins á Íslandi er í dag á Öldugötu 2 í Reykjavík. Á árunum um og upp úr 1970 var oft og iðulega fjallað um trúna í hinum ýmsu blöðum hér á landi, kannski vegna þess að á þeim tíma var hún að festa rætur í íslensku samfélagi. Minna hefur farið fyrir slíkri umfjöllun síðustu áratugi en vegna mikillar umfjöllunar undanfarið um trú og trúarbrögð er við hæfi að rifja upp hvað bahá‘í trú stendur fyrir.Bahá‘í trú er alheimstrú Trúin á rætur að rekja til Íran sem þá nefndist Persía. Samkvæmt alþjóðlegri tölfræði telst bahá‘í trúin, landfræðilega séð, næst útbreiddust trúarbragða mannkyns, næst á eftir kristni. Segja má að fylgjendurnir séu þverskurður af mannkyninu því þeir eiga uppruna sinn meðal allra þjóða, þjóðflokka og starfsstétta og koma frá ólíkustu menningarsvæðum. Á upphafsárum trúarinnar urðu fylgjendur hennar fyrir miklum og grimmilegum ofsóknum og mega enn í dag þola ofsóknir í Íran og fleiri islömskum löndum. Nefna má tilhæfulausar fangelsanir og sviftingu eðlilegustu mannréttinda öllu tagi jafnvel skólagöngu í opinberum skólum. Standi átrúendurnir fyrir kennslu á eigin heimilum er slíkt tafarlaust stöðvað, bækur gerðar upptækar og kennarar fangelsaðir eða jafnvel teknir af lífi eins og gerðist 1983. Aðsetur trúarinnar á heimsvísu eru í landinu helga. Þau tengsl eru sérstök því þar hvíla í jörð þrjár höfuðpersónur trúarinnar, þar eru helgustu staðir hennar og miðstöð pílagrímsferða en því til viðbótar er þar einnig staðsett varanlegt stjórnsetur hennar sem annast hnattræna umsjón málefna þessa víðfeðma samfélags. Bahá‘í trú er algerlega ópólitísk og átrúendurnir blanda sér ekki í þær hörmulegu deilur og ofbeldisverk sem ógna heiminum en vísa fremur til þess að vandamálið sem mannkynið stendur frammi fyrir sé fyrst og fremst andlegt í eðli sínu og benda á það sem rit trúar þeirra halda á lofti sem læknislyfi í þeim þrengingum sem við blasa.Verkefni bahá‘í samfélaga Bahá‘í samfélög um allan heim vinna að sameiginlegu verkefni, sem felst í að þróa smátt og smátt bætt heimsástand og styrkja samfélagsuppbyggingu. Um allan heim standa samfélög fyrir barna og unglingafræðslu sem fram fer í hópum og miðar að styrkingu persónuleikans þar sem siðfræði er grunnstoðin sem sótt er meðal annars í trúarlega texta. Einstakir átrúendur bjóða upp á helgistundir á heimilum sínum og fyrir þá sem náð hafa fullorðinsaldri er boðið upp á leshringi þar sem hópur skoðar í sameiningu sögu trúarbragðanna og það sem þau standa fyrir. Þessi verkefni eru öllum opin. Samneytið fylgjendum allra trúarbragða í anda vináttu og bræðralags (úr bahá‘í ritum) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Böðvar Jónsson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Tímatal bahá‘í trúar hefst árið 1844 og upphaf hvers árs er á vorjafndægri, þannig lýkur 21. mars næstkomandi árinu 171 og árið 172 tekur við. Á skala mannkynssögunnar er 171 ár ekki langur tími og er hér um er að ræða yngstu opinberuðu trúarbrögð mannkynsins.Úr sögu trúarinnar á íslandi Trúarinnar er fyrst getið á íslensku í blaðinu Ísafold árið 1896. Árið 1908 skrifar Þórhallur Bjarnason, biskup mjög lofsamlega grein um trúna í Nýja kirkjublaðið. Á aðfangadag 1915 skrifar séra Matthías Jochumsson grein í blaðið Íslendingur undir yfirskriftinni Hussein Ali messias Persa þar sem hann fjallar um opinberanda trúarinnar og trúna sjálfa með mjög jákvæðum hætti. Fyrsti bahá‘íinn á Íslandi var Hólmfríður Árnadóttir, kennari, en hún kynntist trúnni 1924 og þýddi fyrstu bókina sem gefin var út á íslensku. Í þeirri bók er fjallað um uppruna og eðli trúarinnar. Í bahá‘í trú eru ekki prestar heldur eru 9 manna ráð sem annast málefni trúarinnar á svæðisbundnum, þjóðlegum og alþjóðlegum vettvangi. Á Íslandi var slíkt ráð kosið í fyrsta sinn árið 1965 og var það svæðisráð fyrir Reykjavík. Þjóðarráð fyrir Ísland var kosið í fyrsta skipti 1972. Hópur bahá‘i á hverjum stað talar um sig sem samfélag en ekki söfnuð. Þjóðarmiðstöð bahá‘í samfélagsins á Íslandi er í dag á Öldugötu 2 í Reykjavík. Á árunum um og upp úr 1970 var oft og iðulega fjallað um trúna í hinum ýmsu blöðum hér á landi, kannski vegna þess að á þeim tíma var hún að festa rætur í íslensku samfélagi. Minna hefur farið fyrir slíkri umfjöllun síðustu áratugi en vegna mikillar umfjöllunar undanfarið um trú og trúarbrögð er við hæfi að rifja upp hvað bahá‘í trú stendur fyrir.Bahá‘í trú er alheimstrú Trúin á rætur að rekja til Íran sem þá nefndist Persía. Samkvæmt alþjóðlegri tölfræði telst bahá‘í trúin, landfræðilega séð, næst útbreiddust trúarbragða mannkyns, næst á eftir kristni. Segja má að fylgjendurnir séu þverskurður af mannkyninu því þeir eiga uppruna sinn meðal allra þjóða, þjóðflokka og starfsstétta og koma frá ólíkustu menningarsvæðum. Á upphafsárum trúarinnar urðu fylgjendur hennar fyrir miklum og grimmilegum ofsóknum og mega enn í dag þola ofsóknir í Íran og fleiri islömskum löndum. Nefna má tilhæfulausar fangelsanir og sviftingu eðlilegustu mannréttinda öllu tagi jafnvel skólagöngu í opinberum skólum. Standi átrúendurnir fyrir kennslu á eigin heimilum er slíkt tafarlaust stöðvað, bækur gerðar upptækar og kennarar fangelsaðir eða jafnvel teknir af lífi eins og gerðist 1983. Aðsetur trúarinnar á heimsvísu eru í landinu helga. Þau tengsl eru sérstök því þar hvíla í jörð þrjár höfuðpersónur trúarinnar, þar eru helgustu staðir hennar og miðstöð pílagrímsferða en því til viðbótar er þar einnig staðsett varanlegt stjórnsetur hennar sem annast hnattræna umsjón málefna þessa víðfeðma samfélags. Bahá‘í trú er algerlega ópólitísk og átrúendurnir blanda sér ekki í þær hörmulegu deilur og ofbeldisverk sem ógna heiminum en vísa fremur til þess að vandamálið sem mannkynið stendur frammi fyrir sé fyrst og fremst andlegt í eðli sínu og benda á það sem rit trúar þeirra halda á lofti sem læknislyfi í þeim þrengingum sem við blasa.Verkefni bahá‘í samfélaga Bahá‘í samfélög um allan heim vinna að sameiginlegu verkefni, sem felst í að þróa smátt og smátt bætt heimsástand og styrkja samfélagsuppbyggingu. Um allan heim standa samfélög fyrir barna og unglingafræðslu sem fram fer í hópum og miðar að styrkingu persónuleikans þar sem siðfræði er grunnstoðin sem sótt er meðal annars í trúarlega texta. Einstakir átrúendur bjóða upp á helgistundir á heimilum sínum og fyrir þá sem náð hafa fullorðinsaldri er boðið upp á leshringi þar sem hópur skoðar í sameiningu sögu trúarbragðanna og það sem þau standa fyrir. Þessi verkefni eru öllum opin. Samneytið fylgjendum allra trúarbragða í anda vináttu og bræðralags (úr bahá‘í ritum)
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar