Lífi sem er bjargað verður að gefast tækifæri til að lifa Anna Soffía Óskarsdóttir skrifar 17. mars 2015 00:00 Erfiðum tíma á sjúkrahúsi og í endurhæfingu er lokið. Sá slasaði hlakkar til að takast á við venjulegt líf að nýju. Smám saman hrannast upp erfiðleikar. Líkaminn er í lagi, en tilveran er orðin mikið erfiðari, hlutirnir ganga ekki upp heima eða í vinnunni, fjölskyldan sér breyttan einstakling og vinirnir framtaksleysi og skort á áhuga. Einstaklingurinn reynist óvinnufær, eða flosnar upp úr námi, en það sést engin fötlun utan frá. Framtaksleysi, eirðarleysi, skapsveiflur, skortur á athygli og gleymska eru algengar afleiðingar heilaskaða. Einnig skortur á innsæi í eigið ástand. Að ráða skyndilega ekki við þau verkefni sem áður reyndust einföld veldur andlegri vanlíðan sem sýnir sig í kvíða, þunglyndi og skapsveiflum, auk þess sem heilaskaðinn sjálfur getur orsakað þessi einkenni. Allir þessir þættir geta valdið alvarlegum röskunum í daglegu lífi. Margir einangrast félagslega, glíma við skert sjálfstraust og eiga í erfiðleikum með nýja sjálfsmynd við breyttar lífsaðstæður. Árlega þurfa 50-80 einstaklingar á Íslandi sérhæfða endurhæfingu vegna heilaskaða. Helstu ástæður eru umferðarslys, föll og ofbeldisáverkar. Einnig valda heilablóðfall og sjúkdómar heilaskaða. Lítil úrræði eru í íslenska velferðarkerfinu eftir að bráðameðferð lýkur. Það vantar stað sem býður upp á dagleg viðfangsefni sem hafa tilgang. Þar sem er tækifæri til að leita uppi hvað einstaklingurinn er fær um að gera, þar sem hann getur upplifað að jafnvel lítið vinnuframlag hans skipti máli. Þar sem hann fær tækifæri til að byggja upp nýja jákvæða sjálfsmynd með nýja sýn á styrkleika og kosti.Þörf fyrir Höfuðhús Hovedhuset í Danmörku og hugmyndafræði Club-House hreyfingarinnar er fyrirmynd. Þar kemur fólk og leggur af mörkum það sem það er fært um. Það er þörf fyrir vinnuframlagið, því launaðir starfsmenn eiga ekki að anna öllum störfum. Það þarf að svara í síma, vökva blóm, búa til mat og ganga frá. Skrifstofustörf af ýmsu tagi er hægt að brjóta niður í viðráðanleg verkefni. Tiltekt og fjölbreytt smáverk af ýmsu tagi. Tækifæri til að vinna að áhugamáli eða námi með nauðsynlegum stuðningi. Hvert verk sem tekist er á við getur styrkt sjálfsmyndina: víst get ég dugað til einhvers. Hér er áherslan á að læra og eflast í gegnum vinnuna. Að gera sýnilegt það sem einstaklingurinn getur gert og finna vannýtta hæfileika. Mikilvægast er að eflast skref fyrir skref og uppgötva styrkleika sína. Leggja áherslu á öll litlu verkin í stóra viðfangsefninu og að deila þeim á þátttakendur eftir áhuga og getu. Tilgangur klúbbhúsanna er að rjúfa félagslega einangrun og brúa bilið út í samfélagið á ný. Markmiðin eru að vera hluti af virku vinnusamfélagi, þróa hæfni og félagslega færni, að vera virkur og að eiga innihaldsríkt líf. Lykilorð eru jafnræði og valdefling, að vera þátttakandi og gerandi í eigin lífi. Með réttum stuðningi eykst fólki færni við að sinna viðfangsefnum sem skipta máli. Skuldbinding til að mæta reglulega og leggja sitt af mörkum til starfsemi staðarins er vel til þess fallin að styrkja raunsæjar hugmyndir um eigin getu og möguleika. Það hjálpar einstaklingnum til aukins innsæis gagnvart sjálfum sér og öðrum, eflir sjálfstraust og eykur trú hans á að hafa eitthvað fram að færa. Þannig aukast möguleikar hans á að verða virkur í samfélaginu á ný, í starfi eða námi, í fjölskyldu sinni og félagslífi. Ljóst er að örlítið félag eins og Hugarfar hefur lítið afl til að berjast fyrir þessari starfsemi. En von okkar er að þeir sem ráðstafa opinberu fé sjái þá brýnu þörf sem er fyrir íslenskt Höfuðhús. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Sjá meira
Erfiðum tíma á sjúkrahúsi og í endurhæfingu er lokið. Sá slasaði hlakkar til að takast á við venjulegt líf að nýju. Smám saman hrannast upp erfiðleikar. Líkaminn er í lagi, en tilveran er orðin mikið erfiðari, hlutirnir ganga ekki upp heima eða í vinnunni, fjölskyldan sér breyttan einstakling og vinirnir framtaksleysi og skort á áhuga. Einstaklingurinn reynist óvinnufær, eða flosnar upp úr námi, en það sést engin fötlun utan frá. Framtaksleysi, eirðarleysi, skapsveiflur, skortur á athygli og gleymska eru algengar afleiðingar heilaskaða. Einnig skortur á innsæi í eigið ástand. Að ráða skyndilega ekki við þau verkefni sem áður reyndust einföld veldur andlegri vanlíðan sem sýnir sig í kvíða, þunglyndi og skapsveiflum, auk þess sem heilaskaðinn sjálfur getur orsakað þessi einkenni. Allir þessir þættir geta valdið alvarlegum röskunum í daglegu lífi. Margir einangrast félagslega, glíma við skert sjálfstraust og eiga í erfiðleikum með nýja sjálfsmynd við breyttar lífsaðstæður. Árlega þurfa 50-80 einstaklingar á Íslandi sérhæfða endurhæfingu vegna heilaskaða. Helstu ástæður eru umferðarslys, föll og ofbeldisáverkar. Einnig valda heilablóðfall og sjúkdómar heilaskaða. Lítil úrræði eru í íslenska velferðarkerfinu eftir að bráðameðferð lýkur. Það vantar stað sem býður upp á dagleg viðfangsefni sem hafa tilgang. Þar sem er tækifæri til að leita uppi hvað einstaklingurinn er fær um að gera, þar sem hann getur upplifað að jafnvel lítið vinnuframlag hans skipti máli. Þar sem hann fær tækifæri til að byggja upp nýja jákvæða sjálfsmynd með nýja sýn á styrkleika og kosti.Þörf fyrir Höfuðhús Hovedhuset í Danmörku og hugmyndafræði Club-House hreyfingarinnar er fyrirmynd. Þar kemur fólk og leggur af mörkum það sem það er fært um. Það er þörf fyrir vinnuframlagið, því launaðir starfsmenn eiga ekki að anna öllum störfum. Það þarf að svara í síma, vökva blóm, búa til mat og ganga frá. Skrifstofustörf af ýmsu tagi er hægt að brjóta niður í viðráðanleg verkefni. Tiltekt og fjölbreytt smáverk af ýmsu tagi. Tækifæri til að vinna að áhugamáli eða námi með nauðsynlegum stuðningi. Hvert verk sem tekist er á við getur styrkt sjálfsmyndina: víst get ég dugað til einhvers. Hér er áherslan á að læra og eflast í gegnum vinnuna. Að gera sýnilegt það sem einstaklingurinn getur gert og finna vannýtta hæfileika. Mikilvægast er að eflast skref fyrir skref og uppgötva styrkleika sína. Leggja áherslu á öll litlu verkin í stóra viðfangsefninu og að deila þeim á þátttakendur eftir áhuga og getu. Tilgangur klúbbhúsanna er að rjúfa félagslega einangrun og brúa bilið út í samfélagið á ný. Markmiðin eru að vera hluti af virku vinnusamfélagi, þróa hæfni og félagslega færni, að vera virkur og að eiga innihaldsríkt líf. Lykilorð eru jafnræði og valdefling, að vera þátttakandi og gerandi í eigin lífi. Með réttum stuðningi eykst fólki færni við að sinna viðfangsefnum sem skipta máli. Skuldbinding til að mæta reglulega og leggja sitt af mörkum til starfsemi staðarins er vel til þess fallin að styrkja raunsæjar hugmyndir um eigin getu og möguleika. Það hjálpar einstaklingnum til aukins innsæis gagnvart sjálfum sér og öðrum, eflir sjálfstraust og eykur trú hans á að hafa eitthvað fram að færa. Þannig aukast möguleikar hans á að verða virkur í samfélaginu á ný, í starfi eða námi, í fjölskyldu sinni og félagslífi. Ljóst er að örlítið félag eins og Hugarfar hefur lítið afl til að berjast fyrir þessari starfsemi. En von okkar er að þeir sem ráðstafa opinberu fé sjái þá brýnu þörf sem er fyrir íslenskt Höfuðhús.
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar