Lífi sem er bjargað verður að gefast tækifæri til að lifa Anna Soffía Óskarsdóttir skrifar 17. mars 2015 00:00 Erfiðum tíma á sjúkrahúsi og í endurhæfingu er lokið. Sá slasaði hlakkar til að takast á við venjulegt líf að nýju. Smám saman hrannast upp erfiðleikar. Líkaminn er í lagi, en tilveran er orðin mikið erfiðari, hlutirnir ganga ekki upp heima eða í vinnunni, fjölskyldan sér breyttan einstakling og vinirnir framtaksleysi og skort á áhuga. Einstaklingurinn reynist óvinnufær, eða flosnar upp úr námi, en það sést engin fötlun utan frá. Framtaksleysi, eirðarleysi, skapsveiflur, skortur á athygli og gleymska eru algengar afleiðingar heilaskaða. Einnig skortur á innsæi í eigið ástand. Að ráða skyndilega ekki við þau verkefni sem áður reyndust einföld veldur andlegri vanlíðan sem sýnir sig í kvíða, þunglyndi og skapsveiflum, auk þess sem heilaskaðinn sjálfur getur orsakað þessi einkenni. Allir þessir þættir geta valdið alvarlegum röskunum í daglegu lífi. Margir einangrast félagslega, glíma við skert sjálfstraust og eiga í erfiðleikum með nýja sjálfsmynd við breyttar lífsaðstæður. Árlega þurfa 50-80 einstaklingar á Íslandi sérhæfða endurhæfingu vegna heilaskaða. Helstu ástæður eru umferðarslys, föll og ofbeldisáverkar. Einnig valda heilablóðfall og sjúkdómar heilaskaða. Lítil úrræði eru í íslenska velferðarkerfinu eftir að bráðameðferð lýkur. Það vantar stað sem býður upp á dagleg viðfangsefni sem hafa tilgang. Þar sem er tækifæri til að leita uppi hvað einstaklingurinn er fær um að gera, þar sem hann getur upplifað að jafnvel lítið vinnuframlag hans skipti máli. Þar sem hann fær tækifæri til að byggja upp nýja jákvæða sjálfsmynd með nýja sýn á styrkleika og kosti.Þörf fyrir Höfuðhús Hovedhuset í Danmörku og hugmyndafræði Club-House hreyfingarinnar er fyrirmynd. Þar kemur fólk og leggur af mörkum það sem það er fært um. Það er þörf fyrir vinnuframlagið, því launaðir starfsmenn eiga ekki að anna öllum störfum. Það þarf að svara í síma, vökva blóm, búa til mat og ganga frá. Skrifstofustörf af ýmsu tagi er hægt að brjóta niður í viðráðanleg verkefni. Tiltekt og fjölbreytt smáverk af ýmsu tagi. Tækifæri til að vinna að áhugamáli eða námi með nauðsynlegum stuðningi. Hvert verk sem tekist er á við getur styrkt sjálfsmyndina: víst get ég dugað til einhvers. Hér er áherslan á að læra og eflast í gegnum vinnuna. Að gera sýnilegt það sem einstaklingurinn getur gert og finna vannýtta hæfileika. Mikilvægast er að eflast skref fyrir skref og uppgötva styrkleika sína. Leggja áherslu á öll litlu verkin í stóra viðfangsefninu og að deila þeim á þátttakendur eftir áhuga og getu. Tilgangur klúbbhúsanna er að rjúfa félagslega einangrun og brúa bilið út í samfélagið á ný. Markmiðin eru að vera hluti af virku vinnusamfélagi, þróa hæfni og félagslega færni, að vera virkur og að eiga innihaldsríkt líf. Lykilorð eru jafnræði og valdefling, að vera þátttakandi og gerandi í eigin lífi. Með réttum stuðningi eykst fólki færni við að sinna viðfangsefnum sem skipta máli. Skuldbinding til að mæta reglulega og leggja sitt af mörkum til starfsemi staðarins er vel til þess fallin að styrkja raunsæjar hugmyndir um eigin getu og möguleika. Það hjálpar einstaklingnum til aukins innsæis gagnvart sjálfum sér og öðrum, eflir sjálfstraust og eykur trú hans á að hafa eitthvað fram að færa. Þannig aukast möguleikar hans á að verða virkur í samfélaginu á ný, í starfi eða námi, í fjölskyldu sinni og félagslífi. Ljóst er að örlítið félag eins og Hugarfar hefur lítið afl til að berjast fyrir þessari starfsemi. En von okkar er að þeir sem ráðstafa opinberu fé sjái þá brýnu þörf sem er fyrir íslenskt Höfuðhús. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Erfiðum tíma á sjúkrahúsi og í endurhæfingu er lokið. Sá slasaði hlakkar til að takast á við venjulegt líf að nýju. Smám saman hrannast upp erfiðleikar. Líkaminn er í lagi, en tilveran er orðin mikið erfiðari, hlutirnir ganga ekki upp heima eða í vinnunni, fjölskyldan sér breyttan einstakling og vinirnir framtaksleysi og skort á áhuga. Einstaklingurinn reynist óvinnufær, eða flosnar upp úr námi, en það sést engin fötlun utan frá. Framtaksleysi, eirðarleysi, skapsveiflur, skortur á athygli og gleymska eru algengar afleiðingar heilaskaða. Einnig skortur á innsæi í eigið ástand. Að ráða skyndilega ekki við þau verkefni sem áður reyndust einföld veldur andlegri vanlíðan sem sýnir sig í kvíða, þunglyndi og skapsveiflum, auk þess sem heilaskaðinn sjálfur getur orsakað þessi einkenni. Allir þessir þættir geta valdið alvarlegum röskunum í daglegu lífi. Margir einangrast félagslega, glíma við skert sjálfstraust og eiga í erfiðleikum með nýja sjálfsmynd við breyttar lífsaðstæður. Árlega þurfa 50-80 einstaklingar á Íslandi sérhæfða endurhæfingu vegna heilaskaða. Helstu ástæður eru umferðarslys, föll og ofbeldisáverkar. Einnig valda heilablóðfall og sjúkdómar heilaskaða. Lítil úrræði eru í íslenska velferðarkerfinu eftir að bráðameðferð lýkur. Það vantar stað sem býður upp á dagleg viðfangsefni sem hafa tilgang. Þar sem er tækifæri til að leita uppi hvað einstaklingurinn er fær um að gera, þar sem hann getur upplifað að jafnvel lítið vinnuframlag hans skipti máli. Þar sem hann fær tækifæri til að byggja upp nýja jákvæða sjálfsmynd með nýja sýn á styrkleika og kosti.Þörf fyrir Höfuðhús Hovedhuset í Danmörku og hugmyndafræði Club-House hreyfingarinnar er fyrirmynd. Þar kemur fólk og leggur af mörkum það sem það er fært um. Það er þörf fyrir vinnuframlagið, því launaðir starfsmenn eiga ekki að anna öllum störfum. Það þarf að svara í síma, vökva blóm, búa til mat og ganga frá. Skrifstofustörf af ýmsu tagi er hægt að brjóta niður í viðráðanleg verkefni. Tiltekt og fjölbreytt smáverk af ýmsu tagi. Tækifæri til að vinna að áhugamáli eða námi með nauðsynlegum stuðningi. Hvert verk sem tekist er á við getur styrkt sjálfsmyndina: víst get ég dugað til einhvers. Hér er áherslan á að læra og eflast í gegnum vinnuna. Að gera sýnilegt það sem einstaklingurinn getur gert og finna vannýtta hæfileika. Mikilvægast er að eflast skref fyrir skref og uppgötva styrkleika sína. Leggja áherslu á öll litlu verkin í stóra viðfangsefninu og að deila þeim á þátttakendur eftir áhuga og getu. Tilgangur klúbbhúsanna er að rjúfa félagslega einangrun og brúa bilið út í samfélagið á ný. Markmiðin eru að vera hluti af virku vinnusamfélagi, þróa hæfni og félagslega færni, að vera virkur og að eiga innihaldsríkt líf. Lykilorð eru jafnræði og valdefling, að vera þátttakandi og gerandi í eigin lífi. Með réttum stuðningi eykst fólki færni við að sinna viðfangsefnum sem skipta máli. Skuldbinding til að mæta reglulega og leggja sitt af mörkum til starfsemi staðarins er vel til þess fallin að styrkja raunsæjar hugmyndir um eigin getu og möguleika. Það hjálpar einstaklingnum til aukins innsæis gagnvart sjálfum sér og öðrum, eflir sjálfstraust og eykur trú hans á að hafa eitthvað fram að færa. Þannig aukast möguleikar hans á að verða virkur í samfélaginu á ný, í starfi eða námi, í fjölskyldu sinni og félagslífi. Ljóst er að örlítið félag eins og Hugarfar hefur lítið afl til að berjast fyrir þessari starfsemi. En von okkar er að þeir sem ráðstafa opinberu fé sjái þá brýnu þörf sem er fyrir íslenskt Höfuðhús.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun