Fátækt – húsnæðis- öryggi allra barna verði forgangsverkefni Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 21. mars 2015 07:00 Heimili sem er öruggt og heilsusamlegt er ein grundvallarforsenda fyrir þroska barna, heilsu þeirra, menntun og félagslíf. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland hefur lögfest, eiga öll börn rétt á að lifa og þroskast og að búa við aðstæður sem stuðla að líkamlegum, andlegum og félagslegum þroska þeirra. Ekki má mismuna börnum vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra, svo sem sökum efnahags foreldra. Börn þurfa aðstöðu og næði á heimili sínu til að vinna heimavinnu, leika sér og geta boðið félögum sínum heim. Börn sem búa við fátækt eru líklegri til að búa ekki við þessar aðstæður. Samkvæmt skýrslu Evrópuhóps Barnaheilla – Save the Children, sem kom síðastliðið vor, kemur fram að um 16% íslenskra barna, eða um 12.000 börn, eiga á hættu að búa við fátækt. Þar kemur jafnframt fram að allt að 30% barnanna búa í húsnæði sem er óviðunandi og jafnvel við mikið þröngbýli. Um 40% barnanna búa við þær aðstæður að húsnæðiskostnaður er fjölskyldunni þungur baggi – og henni jafnvel ofviða. Of stór hluti heimilistekna fer í húsnæðiskostnað og því er fjármagn af skornum skammti til annarra þátta á borð við tómstundir barnanna eða heilsueflingu. Börnin búa í mörgum tilfellum við tíða flutninga, sem gerir það að verkum að þau missa tengsl við gamla félaga og vini og ná ekki að eignast nýja eða verða hluti af hópnum á hverjum stað. Þau eiga því á hættu að verða félagslega einangruð.Allir eigi öruggt heimili Húsnæðismál hafa verið mikið í umræðunni undanfarin misseri á Íslandi, ekki síst vegna mikils kostnaðar barnafjölskyldna og óöryggis á leigumarkaði. Í nýútkominni skýrslu Velferðarvaktar velferðarráðuneytisins, sem Barnaheill eiga sæti í, eru sett fram markmið til að vinna bug á fátækt. Eitt af þeim markmiðum er að stjórnvöld tryggi að allir eigi öruggt heimili, ekki síst að börn búi við tryggt húsnæði til lengri tíma. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hvetja stjórnvöld til að vinna hratt og örugglega að því að ná þessu markmiði. Mikilvægt er að hafa ávallt í huga að börn bera ekki ábyrgð á þeirri stöðu sem þau eru í. Börn sem alast upp við fátækt eru jafnframt líklegri til að búa áfram við fátækt sem fullorðnir einstaklingar. Að alast upp við fátækt hefur víðtæk áhrif á möguleika barna til framtíðar. Bernskan er afar mikilvæg og líður hratt. Því er brýnt að vinna hratt að því að tryggja öllum börnum bestu mögulegu aðstæður til að þroska hæfileika sína og eiga gott líf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Heimili sem er öruggt og heilsusamlegt er ein grundvallarforsenda fyrir þroska barna, heilsu þeirra, menntun og félagslíf. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland hefur lögfest, eiga öll börn rétt á að lifa og þroskast og að búa við aðstæður sem stuðla að líkamlegum, andlegum og félagslegum þroska þeirra. Ekki má mismuna börnum vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra, svo sem sökum efnahags foreldra. Börn þurfa aðstöðu og næði á heimili sínu til að vinna heimavinnu, leika sér og geta boðið félögum sínum heim. Börn sem búa við fátækt eru líklegri til að búa ekki við þessar aðstæður. Samkvæmt skýrslu Evrópuhóps Barnaheilla – Save the Children, sem kom síðastliðið vor, kemur fram að um 16% íslenskra barna, eða um 12.000 börn, eiga á hættu að búa við fátækt. Þar kemur jafnframt fram að allt að 30% barnanna búa í húsnæði sem er óviðunandi og jafnvel við mikið þröngbýli. Um 40% barnanna búa við þær aðstæður að húsnæðiskostnaður er fjölskyldunni þungur baggi – og henni jafnvel ofviða. Of stór hluti heimilistekna fer í húsnæðiskostnað og því er fjármagn af skornum skammti til annarra þátta á borð við tómstundir barnanna eða heilsueflingu. Börnin búa í mörgum tilfellum við tíða flutninga, sem gerir það að verkum að þau missa tengsl við gamla félaga og vini og ná ekki að eignast nýja eða verða hluti af hópnum á hverjum stað. Þau eiga því á hættu að verða félagslega einangruð.Allir eigi öruggt heimili Húsnæðismál hafa verið mikið í umræðunni undanfarin misseri á Íslandi, ekki síst vegna mikils kostnaðar barnafjölskyldna og óöryggis á leigumarkaði. Í nýútkominni skýrslu Velferðarvaktar velferðarráðuneytisins, sem Barnaheill eiga sæti í, eru sett fram markmið til að vinna bug á fátækt. Eitt af þeim markmiðum er að stjórnvöld tryggi að allir eigi öruggt heimili, ekki síst að börn búi við tryggt húsnæði til lengri tíma. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hvetja stjórnvöld til að vinna hratt og örugglega að því að ná þessu markmiði. Mikilvægt er að hafa ávallt í huga að börn bera ekki ábyrgð á þeirri stöðu sem þau eru í. Börn sem alast upp við fátækt eru jafnframt líklegri til að búa áfram við fátækt sem fullorðnir einstaklingar. Að alast upp við fátækt hefur víðtæk áhrif á möguleika barna til framtíðar. Bernskan er afar mikilvæg og líður hratt. Því er brýnt að vinna hratt að því að tryggja öllum börnum bestu mögulegu aðstæður til að þroska hæfileika sína og eiga gott líf.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar