Dalvík – Indland norðursins Haukur R. Hauksson skrifar 21. mars 2015 07:00 Hingað til hafa bláfátækir Indverjar verið stórtækastir í því að rífa niður gömul og úrelt skip með handaflinu einu. Vegna óásættanlegra vinnuaðstæðna hefur ESB ákveðið að flytja þurfi starfsemina og þá dettur mönnum helst í hug ósnortnasta land Evrópu og taka til þess ca. 50 hektara lands við sjávarsíðuna. Sprengja kletta, steypa plön og viðlegukanta og girða af svæðið. Reisa svo eldspúandi bræðsluverksmiðju með tilheyrandi sjónmengun, hávaða og brennsluilmi er leggur yfir nágrennið. Það segir sig sjálft að þessi starfsemi fengi hvergi landvist annars staðar í Evrópu, svo vitlausir eru menn ekki. Halda svo að ekki þurfi að fara í umhverfismat – þótt einn vegspotti í Teigaskóg og nokkrar hríslur þar séu reyndar enn í slíku mati.Hvað hrífur? Lofað er 100 til 120 láglaunastörfum við niðurrif og bræðslu úreltra skipa. Svíinn vill fá full yfirráð yfir svæðinu og trúlega fara fram á að það verði tollfrítt. Annars þyrfti m.a. að tollafgreiða hvert skip. Af þessari starfsemi fengjust lítil eða engin gjöld, hvorki hafnargjöld né fasteignagjöld. Hagnaðurinn fer auðvitað til heimastöðva fyrirtækisins og þar greiðast skattar og skyldur. Spyrja má hvað TS Shipping ætlar að borga fyrir 50 hektara lands og rafmagnið. Eða má ekki spyrja að því? Af hverju er TS Shipping ekki einu sinni skráð með síma í Svíþjóð? Hvar er það yfirleitt skráð? Hvað er nákvæmlega á bak við þetta fyrirtæki?Vinnslan Gert er ráð fyrir að hingað komi árlega um það bil 60 úrelt skip til niðurrifs. Það er eins gott að þau haldist á floti meðan þau bíða niðurrifs. Hver ber ábyrgðina á hugsanlegu mengunarslysi ef slíkt gerist? Allur togarafloti Íslendinga telst um 50 skip, svo menn átti sig á magninu. Hvað fylgir þessum skipum þegar þau eru dregin að landi og opnuð? Ómælt magn af botngróðri og sjávardýrum, sveppum og jarðvegspöddum? Hvernig höndla menn það? Þá sleppa rotturnar í land, fegnar frelsinu. Við komu til landsins gerir tollurinn athugasemd við ósoðnar pulsur eða notaða veiðistöng. Hvaða matarúrgangar, mengaður fatnaður og annað slíkt skyldi leynast í yfirgefnu skipi? Skip er ekki bara stál. Hvað með öll spilliefnin, svo sem olíu, glussa, rafgeymasýrur og tugi annarra spilliefna? Í flestum eldri skipum voru innréttingarnar úr asbesti (vegna brunahættu). Hvernig á að höndla það og hvar á að urða öll þessi spilliefni sem eru í tonnum talin og á hvers kostnað?Verðfall eigna Ef Dalvíkurbyggð ætlar að bjóða gestum og gangandi upp á slíka sjónmengun, loftmengun, hávaða og reykspúandi bræðsluverksmiðju og hér um ræðir, umvafin fjallháum haugum af brotajárni og spilliefnum, með tugi ryðdalla úti fyrir ströndinni, gef ég lítið fyrir vinsældir staðarins. Eins er spurning hvort þetta fari vel við vinnslu sjávarafurða í næsta nágrenni. Ég fullyrði að verðfall yrði á öllum fasteignum á Dalvík og ódýrt yrði að kaupa sér sæluhús í Hrísey með brennsluilm í kaupbæti í réttri vindátt. Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, hlýtur að hafa meiri metnað fyrir hönd síns fólks en þetta. Ekki sleppa TS Shipping við að svara öllum spurningum, hvorki hvað varðar framkvæmdina, fjármögnunina, skattamálin, arðsemina né ábyrgðina, og ekki síst hverjir þeir eru. Um þetta allt þarf að leggja fram áreiðanleg gögn, ekki orðagjálfur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Hingað til hafa bláfátækir Indverjar verið stórtækastir í því að rífa niður gömul og úrelt skip með handaflinu einu. Vegna óásættanlegra vinnuaðstæðna hefur ESB ákveðið að flytja þurfi starfsemina og þá dettur mönnum helst í hug ósnortnasta land Evrópu og taka til þess ca. 50 hektara lands við sjávarsíðuna. Sprengja kletta, steypa plön og viðlegukanta og girða af svæðið. Reisa svo eldspúandi bræðsluverksmiðju með tilheyrandi sjónmengun, hávaða og brennsluilmi er leggur yfir nágrennið. Það segir sig sjálft að þessi starfsemi fengi hvergi landvist annars staðar í Evrópu, svo vitlausir eru menn ekki. Halda svo að ekki þurfi að fara í umhverfismat – þótt einn vegspotti í Teigaskóg og nokkrar hríslur þar séu reyndar enn í slíku mati.Hvað hrífur? Lofað er 100 til 120 láglaunastörfum við niðurrif og bræðslu úreltra skipa. Svíinn vill fá full yfirráð yfir svæðinu og trúlega fara fram á að það verði tollfrítt. Annars þyrfti m.a. að tollafgreiða hvert skip. Af þessari starfsemi fengjust lítil eða engin gjöld, hvorki hafnargjöld né fasteignagjöld. Hagnaðurinn fer auðvitað til heimastöðva fyrirtækisins og þar greiðast skattar og skyldur. Spyrja má hvað TS Shipping ætlar að borga fyrir 50 hektara lands og rafmagnið. Eða má ekki spyrja að því? Af hverju er TS Shipping ekki einu sinni skráð með síma í Svíþjóð? Hvar er það yfirleitt skráð? Hvað er nákvæmlega á bak við þetta fyrirtæki?Vinnslan Gert er ráð fyrir að hingað komi árlega um það bil 60 úrelt skip til niðurrifs. Það er eins gott að þau haldist á floti meðan þau bíða niðurrifs. Hver ber ábyrgðina á hugsanlegu mengunarslysi ef slíkt gerist? Allur togarafloti Íslendinga telst um 50 skip, svo menn átti sig á magninu. Hvað fylgir þessum skipum þegar þau eru dregin að landi og opnuð? Ómælt magn af botngróðri og sjávardýrum, sveppum og jarðvegspöddum? Hvernig höndla menn það? Þá sleppa rotturnar í land, fegnar frelsinu. Við komu til landsins gerir tollurinn athugasemd við ósoðnar pulsur eða notaða veiðistöng. Hvaða matarúrgangar, mengaður fatnaður og annað slíkt skyldi leynast í yfirgefnu skipi? Skip er ekki bara stál. Hvað með öll spilliefnin, svo sem olíu, glussa, rafgeymasýrur og tugi annarra spilliefna? Í flestum eldri skipum voru innréttingarnar úr asbesti (vegna brunahættu). Hvernig á að höndla það og hvar á að urða öll þessi spilliefni sem eru í tonnum talin og á hvers kostnað?Verðfall eigna Ef Dalvíkurbyggð ætlar að bjóða gestum og gangandi upp á slíka sjónmengun, loftmengun, hávaða og reykspúandi bræðsluverksmiðju og hér um ræðir, umvafin fjallháum haugum af brotajárni og spilliefnum, með tugi ryðdalla úti fyrir ströndinni, gef ég lítið fyrir vinsældir staðarins. Eins er spurning hvort þetta fari vel við vinnslu sjávarafurða í næsta nágrenni. Ég fullyrði að verðfall yrði á öllum fasteignum á Dalvík og ódýrt yrði að kaupa sér sæluhús í Hrísey með brennsluilm í kaupbæti í réttri vindátt. Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, hlýtur að hafa meiri metnað fyrir hönd síns fólks en þetta. Ekki sleppa TS Shipping við að svara öllum spurningum, hvorki hvað varðar framkvæmdina, fjármögnunina, skattamálin, arðsemina né ábyrgðina, og ekki síst hverjir þeir eru. Um þetta allt þarf að leggja fram áreiðanleg gögn, ekki orðagjálfur.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar