Skoðun

Válynd veður

Jakob Bragi Hannesson skrifar
Helgi Hálfdánarson sá mikli spekingur; þýðandi Shakespeares á íslensku, ræddi það einhverju sinni, hversu mörg orð í íslensku féllu illa að merkingu sinni. Vor sem á að lýsa gleði og bjartsýni er dapurt í framburði; samtóna orðinu hor og slor. Sá sem fann upp orðið vor á íslensku hafði ekki sömu sýn á gróandann og sá sem fann upp orðið "spring" í ensku. Brunagaddur er oftast á vorin á Íslandi og mörlandinn á því að venjast að vera með hor í nösum og slor á höndum.

 

Á sama hátt er "kona" dapurt orð á íslensku. Í dönsku er mikill kraftbirtingarhljómur í orðinu kona eða ; "kvinde" Það hversu lítill kraftbirtingahljómur er í orðinu "kona" hlýtur að heimfærast upp á almenna vesöld og vosbúð, sem við höfum búið við í þessu guðs volaða landi.

 

Þetta er umhugsunarvert en vonandi er hún "Snorrabúð stekkur". Ef við ætlum á ný að sjá ljósið og "kraftbirtingarhljóm guðdómsins" verðum við að átta okkur á þeirri einföldu staðreynd, að á Íslandi eru aðeins tvær árstíðir; haust og vetur. "Veðurkæti" mörlandans um ókomna framtíð byggist á þeirri uppgötvun og greiningu.




Skoðun

Sjá meira


×