Fagmennska eða fúsk Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar 19. mars 2015 07:00 Óhefðbundnar lækningaaðferðir hafa verið í umræðunni í kjölfar umfjöllunar Kastljóss nú nýverið. Ljóst er að margt er í boði fyrir fólk sem á við alvarleg og ólæknandi líkamleg veikindi að stríða. Líklega mætti taka aðra eins umræðu um þau úrræði sem í boði eru við andlegum veikindum, hvort sem um er að ræða minniháttar krísur eða alvarlegri veikindi sem tekur lengri tíma að ná tökum á. Á þessum vettvangi kennir einnig ýmissa grasa og mikilvægt að leita beint til viðurkenndra fagaðila til að tryggja hámarksárangur. Í þessu greinarkorni hyggst ég fjalla lítillega um störf sálfræðinga og benda á þá miklu þekkingu og reynslu sem sjálfstætt starfandi sálfræðingar búa yfir. Að baki sálfræðiréttindum liggur margra ára háskólanám, starfsþjálfun og handleiðsla. Þá hafa margir sjálfstætt starfandi sálfræðingar byrjað sinn feril á öðrum vettvangi og búa yfir víðtækri reynslu af öðrum störfum, t.d. innan sjúkra- og meðferðarstofnana eða innan skólakerfisins svo eitthvað sé nefnt. Sálfræðingar nota viðurkenndar aðferðir sem rannsóknir sýna að hafi raunveruleg og varanleg áhrif til bata. Má hér nefna hugræna atferlismeðferð (HAM) sem er gagnlegt meðferðarúrræði við ýmsum kvillum, s.s. kvíða og þunglyndi.Þörf á leiðarvísi Sú mýta hefur verið lífseig að til sálfræðinga leiti aðeins þeir sem eigi við mikla vanlíðan að stríða og hafi jafnvel verið lagðir inn á stofnanir vegna andlegra veikinda. Í dag gerir fólk auknar kröfur um vellíðan og virkni og gott getur verið að ræða vandann áður en hann verður óviðráðanlegur. Oft nægja nokkrir tímar hjá sálfræðingi til að koma lífinu á rétta braut. Lífið er margbreytilegt og við erum misjafnlega í stakk búin til að takast á við óvæntar uppákomur vegna skyndilegra breytinga á persónulegum högum. Hér má nefna skilnaði, veikindi, atvinnumissi og annað sem kann að koma fólki úr jafnvægi til lengri eða skemmri tíma. Hlutverk sálfræðings er að hlusta, greina vandann og hjálpa fólki við að setja sér upp markmið og fylgja þeim. Hér notar sálfræðingurinn þekkingu sína og reynslu ásamt úrræðum sem rannsóknir hafa sannað að hafi meðferðargildi. Þess ber einnig að geta að sálfræðingar eru flestir í góðum tengslum við aðrar starfsstéttir svo sem lækna og geta því vísað fólki áfram til frekari meðferðar gerist þess þörf. Af nýlegri umræðu um ýmsar leiðir lækninga er ljóst að þörf er á leiðarvísi fyrir fólk sem þarf á aðstoð að halda og er þessi grein innlegg í þá umræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Óhefðbundnar lækningaaðferðir hafa verið í umræðunni í kjölfar umfjöllunar Kastljóss nú nýverið. Ljóst er að margt er í boði fyrir fólk sem á við alvarleg og ólæknandi líkamleg veikindi að stríða. Líklega mætti taka aðra eins umræðu um þau úrræði sem í boði eru við andlegum veikindum, hvort sem um er að ræða minniháttar krísur eða alvarlegri veikindi sem tekur lengri tíma að ná tökum á. Á þessum vettvangi kennir einnig ýmissa grasa og mikilvægt að leita beint til viðurkenndra fagaðila til að tryggja hámarksárangur. Í þessu greinarkorni hyggst ég fjalla lítillega um störf sálfræðinga og benda á þá miklu þekkingu og reynslu sem sjálfstætt starfandi sálfræðingar búa yfir. Að baki sálfræðiréttindum liggur margra ára háskólanám, starfsþjálfun og handleiðsla. Þá hafa margir sjálfstætt starfandi sálfræðingar byrjað sinn feril á öðrum vettvangi og búa yfir víðtækri reynslu af öðrum störfum, t.d. innan sjúkra- og meðferðarstofnana eða innan skólakerfisins svo eitthvað sé nefnt. Sálfræðingar nota viðurkenndar aðferðir sem rannsóknir sýna að hafi raunveruleg og varanleg áhrif til bata. Má hér nefna hugræna atferlismeðferð (HAM) sem er gagnlegt meðferðarúrræði við ýmsum kvillum, s.s. kvíða og þunglyndi.Þörf á leiðarvísi Sú mýta hefur verið lífseig að til sálfræðinga leiti aðeins þeir sem eigi við mikla vanlíðan að stríða og hafi jafnvel verið lagðir inn á stofnanir vegna andlegra veikinda. Í dag gerir fólk auknar kröfur um vellíðan og virkni og gott getur verið að ræða vandann áður en hann verður óviðráðanlegur. Oft nægja nokkrir tímar hjá sálfræðingi til að koma lífinu á rétta braut. Lífið er margbreytilegt og við erum misjafnlega í stakk búin til að takast á við óvæntar uppákomur vegna skyndilegra breytinga á persónulegum högum. Hér má nefna skilnaði, veikindi, atvinnumissi og annað sem kann að koma fólki úr jafnvægi til lengri eða skemmri tíma. Hlutverk sálfræðings er að hlusta, greina vandann og hjálpa fólki við að setja sér upp markmið og fylgja þeim. Hér notar sálfræðingurinn þekkingu sína og reynslu ásamt úrræðum sem rannsóknir hafa sannað að hafi meðferðargildi. Þess ber einnig að geta að sálfræðingar eru flestir í góðum tengslum við aðrar starfsstéttir svo sem lækna og geta því vísað fólki áfram til frekari meðferðar gerist þess þörf. Af nýlegri umræðu um ýmsar leiðir lækninga er ljóst að þörf er á leiðarvísi fyrir fólk sem þarf á aðstoð að halda og er þessi grein innlegg í þá umræðu.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar