Munum Krím Stuart Gill skrifar 21. mars 2015 07:00 Fyrir einu ári hjálpuðu ráðamenn í Kreml til við að setja á svið ólöglega og ólögmæta „þjóðaratkvæðagreiðslu“ á Krímskaga og í beinu framhaldi af henni var héraðið innlimað í Rússland og landamærum í Evrópu þar með breytt með valdi og kynt rækilega undir ólgunni í austurhluta Úkraínu. Hin svokallaða þjóðaratkvæðagreiðsla á Krím, sem var efnt til í flýti á tveimur vikum, var skrípaleikur. Engir óháðir, alþjóðlegir eftirlitsmenn fylgdust með framkvæmdinni. Þess í stað sáu rússneskir hermenn – „litlu grænu mennirnir“ eins og heimamenn nefndu þá – um að hrinda vilja Vladimírs Pútín í framkvæmd. Það ætti enginn að velkjast í vafa um hvaðan þessir vel vopnuðu menn komu. Útbúnaður þeirra, hreimur og þjálfun báru þess öll merki að þeir væru úr rússneska hernum, jafnvel þótt öll einkennismerki hefðu verið fjarlægð af búningum þeirra. Í aðdraganda hinnar svokölluðu þjóðaratkvæðagreiðslu var slökkt á sendum úkraínskra sjónvarpsstöðva á Krím og hver sá sem vogaði sér að andmæla hernámi Rússa sætti beinum ógnunum. Síðan þá hafa ýmsir þeirra sem andmæltu horfið eða þeir fundist látnir; lík eins þeirra sýndi merki um að hafa sætt pyntingum. Allt þetta var gert í nafni þeirrar rakalausu fullyrðingar rússneskra ráðamanna að réttindum rússneskumælandi íbúa Krím væri ógnað af hálfu stjórnvalda í Kiev. Raunar viðurkenndi Pútín sjálfur í viðtali, sem birt var fyrr í þessum mánuði, að hann hefði unnið að undirbúningi innlimunar Krímskaga í Rússland í nokkrar vikur áður en efnt var til hinnar vafasömu þjóðaratkvæðagreiðslu. Á meðan á þessu stóð á sínum tíma hélt hann því statt og stöðugt fram gagnvart alþjóðasamfélaginu að hann væri ekki að íhuga inngöngu Krímskaga í Rússland og þrætti fyrir að rússneskir hermenn væru þar. Við vitum að rússneskumælandi íbúar voru aldrei í neinni hættu á Krím né annars staðar í Úkraínu. Skömmu áður en innlimunin átti sér stað sagði umboðsmaður þjóðernisminnihlutahópa hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, að ekki hefði orðið vart „neinna vísbendinga um ofbeldi eða ógnanir“. Sannleikurinn er sá að skýrslur unnar fyrir Sameinuðu þjóðirnar, mannréttindafulltrúa SÞ og mannréttindafulltrúa Evrópuráðsins sýna að það var fyrst eftir hernám Rússa sem mannréttindi áttu í vök að verjast á Krím. Þjóðernisminnihlutahópar á Krím hafa sérstaklega fengið að kenna á þessu, svo sem hinn tiltölulega fjölmenni hópur Krím-tatara.Ógn við Evrópu alla Það er mikilvægt að ekki sé gert lítið úr þýðingu innlimunar Krím í Rússland. Herskáar aðgerðir Rússa þar og á Donbas-svæðinu eru ekki einvörðungu ógn við Úkraínu heldur líka Evrópu alla. Með því að innlima úkraínskt landsvæði og brjóta þannig friðhelgi landamæra Úkraínu, auk þess að kynda undir ófriði í Austur-Úkraínu með stöðugum sendingum vopna og liðsauka, hafa Rússar stefnt lýðræðisskipan Evrópu í uppnám og þverbrotið gegn leikreglum alþjóðakerfisins á 21. öld. Þessar aðgerðir eru skýlaus brot á margvíslegum alþjóðaskuldbindingum Rússlands, þar á meðal á stofnsáttmála SÞ, lokasamningi Helsinki-ferlis ÖSE og samningi Rússlands og Úkraínu frá árinu 1997 um Svartahafsflotann. Af þessum sökum hefur Rússland verið einangrað í Öryggisráði SÞ og á vettvangi alþjóðasamfélagsins almennt. Af þessu leiðir að öll aðildarríki ESB og bandalagsríki þeirra, þar á meðal Ísland, verða að mæta þeirri ógn sem í aðgerðum Rússlands felst gagnvart gildum okkar og sameiginlegu öryggi. Ekkert ríki, sama hversu voldugt, getur leyft sér að hafa alþjóðalög að engu og komast hjá því að taka afleiðingunum. Við megum ekki sætta okkur við innlimun Krím í Rússland. Staðreyndin er eftir sem áður sú að þetta var ólögleg aðgerð; Krím er áfram hernumið land og þeir íbúar þess sem minnst mega sín líða fyrir gerræðisstefnu Rússa. Það er því miður svo að hefðu Rússar ekki hernumið Krím í fyrra og þvingað íbúa héraðsins til að greiða atkvæði undir byssukjöftum, þá myndu íbúar Krím nú lifa lífi sínu í friði eins og þeir höfðu gert undanfarin 23 ár, án þeirrar ógnar og þess harðræðis sem fylgir hinni ólöglegu innlimun í Rússland. Það er til leið út úr þessu. Rússar geta enn kallað herlið sitt til baka frá Krím og Austur-Úkraínu, virt alþjóðlegar skuldbindingar sínar samkvæmt Minsk-samningunum og leyft úkraínsku þjóðinni að ákveða sjálf framtíð sína. En uns þetta gerist munum við ekki leiða hjá okkur það sem gerðist á Krím. Afstaða okkar er skýr: Innlimun Krím í Rússland er ekki hægt að samþykkja og við munum áfram standa vörð um gildi okkar með þvingunaraðgerðum sem refsa þeim sem ábyrgir eru fyrir að slíta Krím frá Úkraínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Fyrir einu ári hjálpuðu ráðamenn í Kreml til við að setja á svið ólöglega og ólögmæta „þjóðaratkvæðagreiðslu“ á Krímskaga og í beinu framhaldi af henni var héraðið innlimað í Rússland og landamærum í Evrópu þar með breytt með valdi og kynt rækilega undir ólgunni í austurhluta Úkraínu. Hin svokallaða þjóðaratkvæðagreiðsla á Krím, sem var efnt til í flýti á tveimur vikum, var skrípaleikur. Engir óháðir, alþjóðlegir eftirlitsmenn fylgdust með framkvæmdinni. Þess í stað sáu rússneskir hermenn – „litlu grænu mennirnir“ eins og heimamenn nefndu þá – um að hrinda vilja Vladimírs Pútín í framkvæmd. Það ætti enginn að velkjast í vafa um hvaðan þessir vel vopnuðu menn komu. Útbúnaður þeirra, hreimur og þjálfun báru þess öll merki að þeir væru úr rússneska hernum, jafnvel þótt öll einkennismerki hefðu verið fjarlægð af búningum þeirra. Í aðdraganda hinnar svokölluðu þjóðaratkvæðagreiðslu var slökkt á sendum úkraínskra sjónvarpsstöðva á Krím og hver sá sem vogaði sér að andmæla hernámi Rússa sætti beinum ógnunum. Síðan þá hafa ýmsir þeirra sem andmæltu horfið eða þeir fundist látnir; lík eins þeirra sýndi merki um að hafa sætt pyntingum. Allt þetta var gert í nafni þeirrar rakalausu fullyrðingar rússneskra ráðamanna að réttindum rússneskumælandi íbúa Krím væri ógnað af hálfu stjórnvalda í Kiev. Raunar viðurkenndi Pútín sjálfur í viðtali, sem birt var fyrr í þessum mánuði, að hann hefði unnið að undirbúningi innlimunar Krímskaga í Rússland í nokkrar vikur áður en efnt var til hinnar vafasömu þjóðaratkvæðagreiðslu. Á meðan á þessu stóð á sínum tíma hélt hann því statt og stöðugt fram gagnvart alþjóðasamfélaginu að hann væri ekki að íhuga inngöngu Krímskaga í Rússland og þrætti fyrir að rússneskir hermenn væru þar. Við vitum að rússneskumælandi íbúar voru aldrei í neinni hættu á Krím né annars staðar í Úkraínu. Skömmu áður en innlimunin átti sér stað sagði umboðsmaður þjóðernisminnihlutahópa hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, að ekki hefði orðið vart „neinna vísbendinga um ofbeldi eða ógnanir“. Sannleikurinn er sá að skýrslur unnar fyrir Sameinuðu þjóðirnar, mannréttindafulltrúa SÞ og mannréttindafulltrúa Evrópuráðsins sýna að það var fyrst eftir hernám Rússa sem mannréttindi áttu í vök að verjast á Krím. Þjóðernisminnihlutahópar á Krím hafa sérstaklega fengið að kenna á þessu, svo sem hinn tiltölulega fjölmenni hópur Krím-tatara.Ógn við Evrópu alla Það er mikilvægt að ekki sé gert lítið úr þýðingu innlimunar Krím í Rússland. Herskáar aðgerðir Rússa þar og á Donbas-svæðinu eru ekki einvörðungu ógn við Úkraínu heldur líka Evrópu alla. Með því að innlima úkraínskt landsvæði og brjóta þannig friðhelgi landamæra Úkraínu, auk þess að kynda undir ófriði í Austur-Úkraínu með stöðugum sendingum vopna og liðsauka, hafa Rússar stefnt lýðræðisskipan Evrópu í uppnám og þverbrotið gegn leikreglum alþjóðakerfisins á 21. öld. Þessar aðgerðir eru skýlaus brot á margvíslegum alþjóðaskuldbindingum Rússlands, þar á meðal á stofnsáttmála SÞ, lokasamningi Helsinki-ferlis ÖSE og samningi Rússlands og Úkraínu frá árinu 1997 um Svartahafsflotann. Af þessum sökum hefur Rússland verið einangrað í Öryggisráði SÞ og á vettvangi alþjóðasamfélagsins almennt. Af þessu leiðir að öll aðildarríki ESB og bandalagsríki þeirra, þar á meðal Ísland, verða að mæta þeirri ógn sem í aðgerðum Rússlands felst gagnvart gildum okkar og sameiginlegu öryggi. Ekkert ríki, sama hversu voldugt, getur leyft sér að hafa alþjóðalög að engu og komast hjá því að taka afleiðingunum. Við megum ekki sætta okkur við innlimun Krím í Rússland. Staðreyndin er eftir sem áður sú að þetta var ólögleg aðgerð; Krím er áfram hernumið land og þeir íbúar þess sem minnst mega sín líða fyrir gerræðisstefnu Rússa. Það er því miður svo að hefðu Rússar ekki hernumið Krím í fyrra og þvingað íbúa héraðsins til að greiða atkvæði undir byssukjöftum, þá myndu íbúar Krím nú lifa lífi sínu í friði eins og þeir höfðu gert undanfarin 23 ár, án þeirrar ógnar og þess harðræðis sem fylgir hinni ólöglegu innlimun í Rússland. Það er til leið út úr þessu. Rússar geta enn kallað herlið sitt til baka frá Krím og Austur-Úkraínu, virt alþjóðlegar skuldbindingar sínar samkvæmt Minsk-samningunum og leyft úkraínsku þjóðinni að ákveða sjálf framtíð sína. En uns þetta gerist munum við ekki leiða hjá okkur það sem gerðist á Krím. Afstaða okkar er skýr: Innlimun Krím í Rússland er ekki hægt að samþykkja og við munum áfram standa vörð um gildi okkar með þvingunaraðgerðum sem refsa þeim sem ábyrgir eru fyrir að slíta Krím frá Úkraínu.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun