Hvernig er rennslið í rörinu? Lára Sigurðardóttir skrifar 19. mars 2015 07:00 Maður þarf ekki að líta í margar innkaupakörfur til að átta sig á því að hvatvísi sér ansi oft um að velja í matinn. Flestir vita hvaða mat þeir ættu að velja en þegar áreitið í umhverfinu er mikið eða þreyta byrgir sýn getur verið erfitt fyrir rökhugsunina að ráða för. „Ruslfæði“ endar einhvern veginn allt of oft í meltingarveginum.Rörið flytur eldsneyti og byggingarefni Miðað við óhollustuna sem fólk lætur ofan í sig ímyndar maður sér að meltingarvegurinn sé einhvers konar flutningsrör fyrir fæðuna, sem hann að hluta til er. Auk þess að flytja fæðuna er aðalstarf meltingarvegarins að brjóta niður matinn í smæstu einingar næringarefna fyrir líkamann, sem þarf eldsneyti og byggingarefni til endurnýjunar og viðhalds. Ef líkaminn fær ekki nauðsynleg næringarefni (vatn, kolvetni, fitu, prótein, vítamín og steinefni) getur hann haft verra af.Meðfædd leti? Eitt frægasta dæmi sögunnar um næringarskort er frá rannsóknum skoska læknisins James Lind (1716-1794) sem er oft nefndur frumkvöðull næringarfræðinnar. Hann gerði tilraunir á sjómönnum sem fengu skyrbjúg á langferðum sínum. Einkenni skyrbjúgs eru almenn þreyta (sumir læknar töldu sjómennina þjást af meðfæddri leti), öndunarfærasýkingar, stoðkerfisverkir, þunglyndi, blæðingar frá húð og bólgur í gómum. Tennur geta losnað og sjúklingarnir fá krampa og deyja að lokum ef þeir fá ekki meðferð. James tók fljótt eftir því að skyrbjúgssjúklingar sem fengu sítrónur og appelsínur sýndu undraverð batamerki og uppgötvaði þar með C-vítamínskort sem orsök skyrbjúgs. Eftir það voru alltaf til C-vítamínríkir ávextir í skipunum.Eitt er að vita Kannanir sýna að meirihluti fólks er meðvitaður um að það ætti að borða að minnsta kosti fimm ávexti og grænmeti á dag – um það bil 500 grömm, jafnt af hvoru og sem fjölbreyttast litaval – en mjög fáir fara eftir því. Sömuleiðis eru sífellt fleiri rannsóknir sem sýna að fæði hefur áhrif á fjölda sjúkdóma, eins og krabbamein. Sem dæmi eru sterkar vísbendingar um að trefjaríkt fæði, ávextir, grænmeti og baunir sé verndandi fyrir ristilkrabbamein en rautt kjöt og unnar kjötvörur auki áhættuna. Í því samhengi er miðað við að borða ekki meira en sem nemur 500 grömmum af rauðu kjöti á viku og sem minnst af kjötáleggi. Síðan er áfengi og tóbak áhættuþáttur fyrir ristilkrabbamein, eins og margir vita. Við borðum oft af gömlum vana og án þess að hugsa almennilega hvaða afleiðingar það getur haft. Bragðlaukarnir eiga líka sinn þátt. Skemmdur matur er beiskur og býr til minni um að forðast hann en sætur matur lætur okkur líða vel og við munum því fyrst eftir honum þegar við erum svöng eða döpur. Það kostar undirbúning að ýta hvatvísinni frá og hleypa rökhugsuninni að. Rökhugsunin er ekki ólík vöðva að því leyti að hún þreytist eftir mikla notkun og til að hvatvísin nái ekki stjórninni þurfum við að gera áætlun. Skrifa innkaupalista og ákveða að kaupa ekkert umfram það sem er á listanum. Einnig er gagnlegt að velja skráargatsmerktar vörur en þær segja þér að þú ert að velja hollustu vöruna í hverjum flokki. Til dæmis ef þú kaupir skráargatsmerkt brauð þá geturðu verið viss um að fá mikið af trefjum. Það tekur örfáar mínútur að undirbúa innkaupin en þær eru dýrmæt fjárfesting í nytsamlegu eldsneyti og sterkum byggingarefnum sem borga til baka með bættri líðan og heilbrigðara lífi ævilangt.Kynntu þér heilbrigt líf ámottumars.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Maður þarf ekki að líta í margar innkaupakörfur til að átta sig á því að hvatvísi sér ansi oft um að velja í matinn. Flestir vita hvaða mat þeir ættu að velja en þegar áreitið í umhverfinu er mikið eða þreyta byrgir sýn getur verið erfitt fyrir rökhugsunina að ráða för. „Ruslfæði“ endar einhvern veginn allt of oft í meltingarveginum.Rörið flytur eldsneyti og byggingarefni Miðað við óhollustuna sem fólk lætur ofan í sig ímyndar maður sér að meltingarvegurinn sé einhvers konar flutningsrör fyrir fæðuna, sem hann að hluta til er. Auk þess að flytja fæðuna er aðalstarf meltingarvegarins að brjóta niður matinn í smæstu einingar næringarefna fyrir líkamann, sem þarf eldsneyti og byggingarefni til endurnýjunar og viðhalds. Ef líkaminn fær ekki nauðsynleg næringarefni (vatn, kolvetni, fitu, prótein, vítamín og steinefni) getur hann haft verra af.Meðfædd leti? Eitt frægasta dæmi sögunnar um næringarskort er frá rannsóknum skoska læknisins James Lind (1716-1794) sem er oft nefndur frumkvöðull næringarfræðinnar. Hann gerði tilraunir á sjómönnum sem fengu skyrbjúg á langferðum sínum. Einkenni skyrbjúgs eru almenn þreyta (sumir læknar töldu sjómennina þjást af meðfæddri leti), öndunarfærasýkingar, stoðkerfisverkir, þunglyndi, blæðingar frá húð og bólgur í gómum. Tennur geta losnað og sjúklingarnir fá krampa og deyja að lokum ef þeir fá ekki meðferð. James tók fljótt eftir því að skyrbjúgssjúklingar sem fengu sítrónur og appelsínur sýndu undraverð batamerki og uppgötvaði þar með C-vítamínskort sem orsök skyrbjúgs. Eftir það voru alltaf til C-vítamínríkir ávextir í skipunum.Eitt er að vita Kannanir sýna að meirihluti fólks er meðvitaður um að það ætti að borða að minnsta kosti fimm ávexti og grænmeti á dag – um það bil 500 grömm, jafnt af hvoru og sem fjölbreyttast litaval – en mjög fáir fara eftir því. Sömuleiðis eru sífellt fleiri rannsóknir sem sýna að fæði hefur áhrif á fjölda sjúkdóma, eins og krabbamein. Sem dæmi eru sterkar vísbendingar um að trefjaríkt fæði, ávextir, grænmeti og baunir sé verndandi fyrir ristilkrabbamein en rautt kjöt og unnar kjötvörur auki áhættuna. Í því samhengi er miðað við að borða ekki meira en sem nemur 500 grömmum af rauðu kjöti á viku og sem minnst af kjötáleggi. Síðan er áfengi og tóbak áhættuþáttur fyrir ristilkrabbamein, eins og margir vita. Við borðum oft af gömlum vana og án þess að hugsa almennilega hvaða afleiðingar það getur haft. Bragðlaukarnir eiga líka sinn þátt. Skemmdur matur er beiskur og býr til minni um að forðast hann en sætur matur lætur okkur líða vel og við munum því fyrst eftir honum þegar við erum svöng eða döpur. Það kostar undirbúning að ýta hvatvísinni frá og hleypa rökhugsuninni að. Rökhugsunin er ekki ólík vöðva að því leyti að hún þreytist eftir mikla notkun og til að hvatvísin nái ekki stjórninni þurfum við að gera áætlun. Skrifa innkaupalista og ákveða að kaupa ekkert umfram það sem er á listanum. Einnig er gagnlegt að velja skráargatsmerktar vörur en þær segja þér að þú ert að velja hollustu vöruna í hverjum flokki. Til dæmis ef þú kaupir skráargatsmerkt brauð þá geturðu verið viss um að fá mikið af trefjum. Það tekur örfáar mínútur að undirbúa innkaupin en þær eru dýrmæt fjárfesting í nytsamlegu eldsneyti og sterkum byggingarefnum sem borga til baka með bættri líðan og heilbrigðara lífi ævilangt.Kynntu þér heilbrigt líf ámottumars.is.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun