Þola ekki umsóknina Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 22. mars 2015 19:03 Hið sérkennilega mál í kringum uppsagnarbréfið /könnunarbréfið/ slitabréfið/ núllstillingarbrefið, eða hvað nú skal kalla bréfið sem utanríkisráðherra Íslands sendi ESB um fyrir skömmu sýnir fyrst og fremst eftirfarandi: Ríkisstjórn Íslands er notuð sem verkfæri í höndum pínulítils hóps manna sem getur ekki þolað þá staðreynd að aðildarumsókn Íslands að ESB sé til yfirhöfuð. Þess vegna er öllum meðulum beitt til þess að eyðileggja umsóknina og allt sem henni tengist. Á sama tíma hafa þeir flokkar sem standa að ríkisstjórninni gjörsamlega tapað trúverðugleikanum í málinu með því að svíkja blákalt þau loforð sem gefin voru fyrir kosningar um að leyfa þjóðinni að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort halda eigi áfram samningaviðræðum við ESB. Meira að segja sagði utanríkisráðherra það í viðtali í þættinum í Eyjunni á Stöð tvö að beinlínis hefði verið samið um það eftir kosningar af fulltrúum flokkanna að standa ekki við gefin loforð. Það er svo greinilegt að það stóð aldrei til að halda neina þjóðaratkvæðagreiðslu. Er hægt að hugsa sér meiri vanvirðingu gagnvart kjósendum? Sami utanríkisráðherra lét þau orð falla á sínum tíma að hann vonaðist til þess að Ísland gengi aldrei í Evrópusambandið. Í Kastljósi þann 18. mars síðastliðinn sagði hann einnig að ,,allt væri í báli og brandi í Evrópusambandinu, ekki bara efnahagslega, heldur á öllum sviðum." Þetta eru staðlausir stafir, en vissulega glímir Evrópa við ákveðin vandamál, rétt eins og margar aðrar þjóðir, meðal annars Íslendingar. Á sama tíma segist utanríkisráðherra ekki óska ESB neins ills og talar fjálglega um það hvað Evrópusambandið sé nú mikilvægur viðskiptaaðili Íslands og hann voni að álfan rétti úr kútnum. Hvernig á að skilja svona tvískinnungsmálflutning? Það er að mínu mati ekki hægt að hafa utanríkisráðherra sem talar á þessum nótum um vinaþjóðir okkar. Sennilega er skýringanna að leita í einhvers konar djúpstæðri fyrirlitningu á Evrópusambandinu og því sem það stendur fyrir. Það dylst engum sem fylgist með Evrópumálum að til dæmis flestir áhrifamenn innan Framsóknarflokksins láta í ljósi með reglulegum hætti djúpa andúð sína á Evrópusambandinu. Meðal annars sagði Vigdís Hauksdóttir fyrir skömmu að Íslendingar myndu ,,taka niður fyrir sig" með því að ganga í Evrópusambandið. Kjarni málsins er þessi: Lítill hópur harðra ESB-andstæðinga þolir ekki tilvist aðildarumsóknarinnar og vill gera allt til þess að koma henni fyrir kattarnef eins og sagt er. Hvað sem það kostar. Þessi sami hópur vill á sama tíma ekki leyfa þjóðinni að kjósa um framhald málsins og það er forræðishyggja. Gerum kröfu um að lýðræðið sé virt, sem og kosningaloforð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Hið sérkennilega mál í kringum uppsagnarbréfið /könnunarbréfið/ slitabréfið/ núllstillingarbrefið, eða hvað nú skal kalla bréfið sem utanríkisráðherra Íslands sendi ESB um fyrir skömmu sýnir fyrst og fremst eftirfarandi: Ríkisstjórn Íslands er notuð sem verkfæri í höndum pínulítils hóps manna sem getur ekki þolað þá staðreynd að aðildarumsókn Íslands að ESB sé til yfirhöfuð. Þess vegna er öllum meðulum beitt til þess að eyðileggja umsóknina og allt sem henni tengist. Á sama tíma hafa þeir flokkar sem standa að ríkisstjórninni gjörsamlega tapað trúverðugleikanum í málinu með því að svíkja blákalt þau loforð sem gefin voru fyrir kosningar um að leyfa þjóðinni að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort halda eigi áfram samningaviðræðum við ESB. Meira að segja sagði utanríkisráðherra það í viðtali í þættinum í Eyjunni á Stöð tvö að beinlínis hefði verið samið um það eftir kosningar af fulltrúum flokkanna að standa ekki við gefin loforð. Það er svo greinilegt að það stóð aldrei til að halda neina þjóðaratkvæðagreiðslu. Er hægt að hugsa sér meiri vanvirðingu gagnvart kjósendum? Sami utanríkisráðherra lét þau orð falla á sínum tíma að hann vonaðist til þess að Ísland gengi aldrei í Evrópusambandið. Í Kastljósi þann 18. mars síðastliðinn sagði hann einnig að ,,allt væri í báli og brandi í Evrópusambandinu, ekki bara efnahagslega, heldur á öllum sviðum." Þetta eru staðlausir stafir, en vissulega glímir Evrópa við ákveðin vandamál, rétt eins og margar aðrar þjóðir, meðal annars Íslendingar. Á sama tíma segist utanríkisráðherra ekki óska ESB neins ills og talar fjálglega um það hvað Evrópusambandið sé nú mikilvægur viðskiptaaðili Íslands og hann voni að álfan rétti úr kútnum. Hvernig á að skilja svona tvískinnungsmálflutning? Það er að mínu mati ekki hægt að hafa utanríkisráðherra sem talar á þessum nótum um vinaþjóðir okkar. Sennilega er skýringanna að leita í einhvers konar djúpstæðri fyrirlitningu á Evrópusambandinu og því sem það stendur fyrir. Það dylst engum sem fylgist með Evrópumálum að til dæmis flestir áhrifamenn innan Framsóknarflokksins láta í ljósi með reglulegum hætti djúpa andúð sína á Evrópusambandinu. Meðal annars sagði Vigdís Hauksdóttir fyrir skömmu að Íslendingar myndu ,,taka niður fyrir sig" með því að ganga í Evrópusambandið. Kjarni málsins er þessi: Lítill hópur harðra ESB-andstæðinga þolir ekki tilvist aðildarumsóknarinnar og vill gera allt til þess að koma henni fyrir kattarnef eins og sagt er. Hvað sem það kostar. Þessi sami hópur vill á sama tíma ekki leyfa þjóðinni að kjósa um framhald málsins og það er forræðishyggja. Gerum kröfu um að lýðræðið sé virt, sem og kosningaloforð!
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar