Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar 10. september 2025 10:32 Umræðan um námsmat í grunnskólum á Íslandi hefur lengi verið föst í tveimur andstæðum sjónarmiðum. Annars vegar eru þeir sem telja að próf eigi ekki heima í skólastarfi, þar sem þau valdi streitu og dragi úr gleði og sköpun. Hins vegar eru þeir sem vilja endurvekja samræmd próf til að tryggja einsleita og hlutlæga mælingu á frammistöðu. En hvorug þessara leiða þjónar raunverulega hagsmunum barnanna. Að sleppa öllu námsmati er óraunhæft – rétt eins og enginn læknir myndi sleppa því að mæla hæð eða hlusta á hjarta barnsins. Tækninýjungar í menntun bjóða nú upp á þriðju leiðina, leið sem sameinar kosti beggja sjónarmiða án þess að endurtaka gömlu vandamálin. Rauntíma innsýn eykur gæði náms Með tilkomu menntatækni hafa skólar nú aðgang að verkfærum sem gera kleift að fylgjast með námsframvindu nemenda í rauntíma. Nemendur leysa verkefni sem eru hluti af daglegu námi, hvort sem er í tölvuleik, stafrænu námsefni eða í formi einfaldra æfinga á spjaldtölvu eða í tölvu. Á sama tíma safnar kerfið gögnum um hvernig nemendum gengur. Þetta eru ekki próf í hefðbundnum skilningi. Það er engin prófstofa, ekki innbyggður kvíðavaldandi þáttur. Fyrir barnið er þetta einfaldlega verkefni sem það vinnur hvort sem er. Fyrir kennarann er þetta lifandi yfirsýn yfir stöðu bekkjarins. Snemmtæk íhlutun verður möguleg Ein helsta styrkleiki slíks námsmats er að það gerir snemmtæka íhlutun raunhæfa. Ef nemandi glímir við grunnatriði eins og samlagningu eða lestrarfærni, kemur það í ljós strax, ekki árum síðar. Kennari getur gripið strax til aðgerða og veitt viðeigandi stuðning áður en vandinn verður djúpstæður. Í núverandi kerfi birtast fyrstu formlegu mælingarnar ekki fyrr en í fjórða bekk. Með rauntíma námsmati má fyrirbyggja að nemendur dragist aftur úr og efla sjálfstraust þeirra frá upphafi. Kennarar reyna þó langflestir að fylgjast náið með námsframvindu nemenda dagsdaglega og bregðast við stöðu barna, þó svo kerfið bjóði ekki upp á samræmda mælingu fyrr en í fjórða bekk. En í dag er þetta mjög tímafrekt ferli fyrir kennara. Það þýðir í samhengi raunverulegs daglegs skólastarfs með öllum þeim óvæntu uppákomum og alvarlegu málum sem upp koma, að kennarar þurfa oft á tíðum að sinna þessum þætti í óborgaðri yfirvinnu. Minna um próf, meira um leiðsögn Menntatæknin leysir ekki kennarann af hólmi. Bætir vinnuumhverfi kennara og styrkir hann. Gögnin sem safnast varpa ljósi á mynstur í náminu, en kennarinn setur þau í samhengi, ræðir við barnið og leggur inn næstu skref. Þetta þýðir að kennarinn getur veitt einstaklingsmiðaða leiðsögn í bekk þar sem hæfni nemenda er ólík. Nemendur sem standa sterkt fá krefjandi verkefni, á meðan þeir sem eiga í erfiðleikum fá stuðning áður en þeir dragast aftur úr. Réttlátara námsmat Rauntíma námsmat getur líka orðið réttlátara. Í stað þess að frammistaða barns ráðist af einum degi og einni prófstund, byggist matið á heildarmynd sem safnast yfir lengri tíma. Þannig fær hvert barn að sýna hæfni sína á eigin hraða. Það er sanngjarnara, mannúðlegra og gefur betri mynd af því sem skiptir máli: hvort barnið skilur efnið, hvort það er að ná tökum á hugtökunum, og hvar þarf að styðja betur. Ný framtíðarsýn Í stað þess að festast í gamalli deilu um próf eða ekki próf, þurfum við að líta til nýrrar leiðar. Menntatæknin gerir okkur kleift að þróa námsmat og í raun sett upp innra og ytra gæðamat sem er bæði nákvæmt og umhyggjusamt. Það er ekki aðeins mælitæki heldur leiðsögutæki. Með því að nýta þessa möguleika getur íslenskt skólakerfi orðið brautryðjandi í að skapa námsumhverfi þar sem snemmtæk íhlutun er sjálfsögð, þar sem hver nemandi fær stuðning á réttum tíma og þar sem námsmat er ekki hindrun heldur brú til að komast áfram. Þetta er sú framtíð sem börnin okkar eiga skilið. Höfundur er formaður Samtaka menntatæknifyrirtækja, IEI. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um námsmat í grunnskólum á Íslandi hefur lengi verið föst í tveimur andstæðum sjónarmiðum. Annars vegar eru þeir sem telja að próf eigi ekki heima í skólastarfi, þar sem þau valdi streitu og dragi úr gleði og sköpun. Hins vegar eru þeir sem vilja endurvekja samræmd próf til að tryggja einsleita og hlutlæga mælingu á frammistöðu. En hvorug þessara leiða þjónar raunverulega hagsmunum barnanna. Að sleppa öllu námsmati er óraunhæft – rétt eins og enginn læknir myndi sleppa því að mæla hæð eða hlusta á hjarta barnsins. Tækninýjungar í menntun bjóða nú upp á þriðju leiðina, leið sem sameinar kosti beggja sjónarmiða án þess að endurtaka gömlu vandamálin. Rauntíma innsýn eykur gæði náms Með tilkomu menntatækni hafa skólar nú aðgang að verkfærum sem gera kleift að fylgjast með námsframvindu nemenda í rauntíma. Nemendur leysa verkefni sem eru hluti af daglegu námi, hvort sem er í tölvuleik, stafrænu námsefni eða í formi einfaldra æfinga á spjaldtölvu eða í tölvu. Á sama tíma safnar kerfið gögnum um hvernig nemendum gengur. Þetta eru ekki próf í hefðbundnum skilningi. Það er engin prófstofa, ekki innbyggður kvíðavaldandi þáttur. Fyrir barnið er þetta einfaldlega verkefni sem það vinnur hvort sem er. Fyrir kennarann er þetta lifandi yfirsýn yfir stöðu bekkjarins. Snemmtæk íhlutun verður möguleg Ein helsta styrkleiki slíks námsmats er að það gerir snemmtæka íhlutun raunhæfa. Ef nemandi glímir við grunnatriði eins og samlagningu eða lestrarfærni, kemur það í ljós strax, ekki árum síðar. Kennari getur gripið strax til aðgerða og veitt viðeigandi stuðning áður en vandinn verður djúpstæður. Í núverandi kerfi birtast fyrstu formlegu mælingarnar ekki fyrr en í fjórða bekk. Með rauntíma námsmati má fyrirbyggja að nemendur dragist aftur úr og efla sjálfstraust þeirra frá upphafi. Kennarar reyna þó langflestir að fylgjast náið með námsframvindu nemenda dagsdaglega og bregðast við stöðu barna, þó svo kerfið bjóði ekki upp á samræmda mælingu fyrr en í fjórða bekk. En í dag er þetta mjög tímafrekt ferli fyrir kennara. Það þýðir í samhengi raunverulegs daglegs skólastarfs með öllum þeim óvæntu uppákomum og alvarlegu málum sem upp koma, að kennarar þurfa oft á tíðum að sinna þessum þætti í óborgaðri yfirvinnu. Minna um próf, meira um leiðsögn Menntatæknin leysir ekki kennarann af hólmi. Bætir vinnuumhverfi kennara og styrkir hann. Gögnin sem safnast varpa ljósi á mynstur í náminu, en kennarinn setur þau í samhengi, ræðir við barnið og leggur inn næstu skref. Þetta þýðir að kennarinn getur veitt einstaklingsmiðaða leiðsögn í bekk þar sem hæfni nemenda er ólík. Nemendur sem standa sterkt fá krefjandi verkefni, á meðan þeir sem eiga í erfiðleikum fá stuðning áður en þeir dragast aftur úr. Réttlátara námsmat Rauntíma námsmat getur líka orðið réttlátara. Í stað þess að frammistaða barns ráðist af einum degi og einni prófstund, byggist matið á heildarmynd sem safnast yfir lengri tíma. Þannig fær hvert barn að sýna hæfni sína á eigin hraða. Það er sanngjarnara, mannúðlegra og gefur betri mynd af því sem skiptir máli: hvort barnið skilur efnið, hvort það er að ná tökum á hugtökunum, og hvar þarf að styðja betur. Ný framtíðarsýn Í stað þess að festast í gamalli deilu um próf eða ekki próf, þurfum við að líta til nýrrar leiðar. Menntatæknin gerir okkur kleift að þróa námsmat og í raun sett upp innra og ytra gæðamat sem er bæði nákvæmt og umhyggjusamt. Það er ekki aðeins mælitæki heldur leiðsögutæki. Með því að nýta þessa möguleika getur íslenskt skólakerfi orðið brautryðjandi í að skapa námsumhverfi þar sem snemmtæk íhlutun er sjálfsögð, þar sem hver nemandi fær stuðning á réttum tíma og þar sem námsmat er ekki hindrun heldur brú til að komast áfram. Þetta er sú framtíð sem börnin okkar eiga skilið. Höfundur er formaður Samtaka menntatæknifyrirtækja, IEI.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar