Dagur Norðurlanda Eygló Harðardóttir skrifar 21. mars 2015 07:00 Á degi Norðurlanda, 23. mars 1962, undirrituðu fulltrúar norrænu þjóðríkjanna samstarfssáttmála í Helsinki og mörkuðu þar með upphafið að svæðasamstarfi fimm fullvalda ríkja sem á sér enga hliðstæðu í heiminum í dag. Fyrir Ísland var undirritun Helsinkisáttmálans mikið gæfuspor, aðgangur opnaðist að sameiginlegum norrænum vinnumarkaði, norrænu velferðarkerfi og æðri menntastofnunum. Norræna ráðherranefndin er vettvangur norræna ríkisstjórnarsamstarfsins en á síðasta ári var komið að Íslandi að gegna þar formennsku. Á formennskuárinu lögðum við áherslu á nokkur stór verkefni sem eru öll til þriggja ára, 2014-2016. Verkefnin ganga vel Stærsta verkefnið er Norræna lífhagkerfið, eða NordBio. Það fjallar í stuttu máli um mikilvægi þess að nýta sem best lifandi auðlindir okkar og að sem minnst fari í súginn. Þetta krefst nýskapandi hugsunar; úrgangur verður að auðlind sem hægt er að nýta til verðmætasköpunar. Um leið nýtur umhverfið góðs og atvinnutækifæri skapast í byggðum landsins. Kennslufræðitilraunin BioPhilia byggir á samnefndu listaverki söngkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur. Áhersla er lögð á að brjóta upp hefðbundnar kennsluaðferðir með því að tvinna saman vísindi og listir. Norræna velferðarvaktin byggir á samnefndu verkefni sem sett var hér á laggir strax eftir efnahagshrunið 2009. Efnahagskreppur og vár á Norðurlöndum undanfarna áratugi verða rannsakaðar og viðbragðsstyrkur norrænu velferðarkerfanna í alvarlegum fjármálaþrengingum verður metinn. Norræni spilunarlistinn er menningarverkefni þar sem markmiðið er að kynna norræna popptónlist jafnt innan Norðurlanda sem utan. Verkefnið nýtir netið til þess að ná til almennings en miðstöð þess er á heimasíðu þar sem kynningin fer fram. Viðtökur hafa farið langt fram út björtustu vonum. Ofangreind verkefni ganga mjög vel og stefna í að skila góðum árangri fyrir íbúa Norðurlandanna. Þau eru dæmi um jákvæðan framgang norrænnar samvinnu. Nýlegar áskoranir Nýlegar áskoranir er einnig að finna í norrænu samstarfi um þessar mundir sem finna þarf lausn á og vil ég nefna tvær þeirra, stöðu upplýsingaskrifstofa í Rússlandi og aukna þörf fyrir ráðstefnutúlkun. Undanfarin 20 ár hefur Norræna ráðherranefndin rekið upplýsingaskrifstofur í Rússlandi. Nýverið hafa rússnesk stjórnvöld með hertum reglum þrengt mjög að starfsemi skrifstofanna. Rekstrarumhverfi skrifstofanna er nú orðið óviðunandi og hafa samstarfsráðherrar Norðurlanda því ákveðið að loka þeim. Ákvörðunin var allt annað en auðveld en vonast er til að hægt verði að hefja starfsemi á ný í framtíðinni. Samstarfstungumál norræns samstarfs eru danska, norska og sænska. Þess vegna er mikilvægt að ekki verði dregið úr kennslu í þessum tungumálum hér á landi. Á norrænum fundum verður þörf á færum íslenskum ráðstefnutúlkum í framtíðinni. En vegna fjárskorts var ekki boðið upp á ráðstefnutúlkanám við Háskóla Íslands á þessu skólaári. Starfshópur hefur nú verið skipaður um þetta málefni og vona ég að niðurstaða hans verði að kennsla geti hafist á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Sjá meira
Á degi Norðurlanda, 23. mars 1962, undirrituðu fulltrúar norrænu þjóðríkjanna samstarfssáttmála í Helsinki og mörkuðu þar með upphafið að svæðasamstarfi fimm fullvalda ríkja sem á sér enga hliðstæðu í heiminum í dag. Fyrir Ísland var undirritun Helsinkisáttmálans mikið gæfuspor, aðgangur opnaðist að sameiginlegum norrænum vinnumarkaði, norrænu velferðarkerfi og æðri menntastofnunum. Norræna ráðherranefndin er vettvangur norræna ríkisstjórnarsamstarfsins en á síðasta ári var komið að Íslandi að gegna þar formennsku. Á formennskuárinu lögðum við áherslu á nokkur stór verkefni sem eru öll til þriggja ára, 2014-2016. Verkefnin ganga vel Stærsta verkefnið er Norræna lífhagkerfið, eða NordBio. Það fjallar í stuttu máli um mikilvægi þess að nýta sem best lifandi auðlindir okkar og að sem minnst fari í súginn. Þetta krefst nýskapandi hugsunar; úrgangur verður að auðlind sem hægt er að nýta til verðmætasköpunar. Um leið nýtur umhverfið góðs og atvinnutækifæri skapast í byggðum landsins. Kennslufræðitilraunin BioPhilia byggir á samnefndu listaverki söngkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur. Áhersla er lögð á að brjóta upp hefðbundnar kennsluaðferðir með því að tvinna saman vísindi og listir. Norræna velferðarvaktin byggir á samnefndu verkefni sem sett var hér á laggir strax eftir efnahagshrunið 2009. Efnahagskreppur og vár á Norðurlöndum undanfarna áratugi verða rannsakaðar og viðbragðsstyrkur norrænu velferðarkerfanna í alvarlegum fjármálaþrengingum verður metinn. Norræni spilunarlistinn er menningarverkefni þar sem markmiðið er að kynna norræna popptónlist jafnt innan Norðurlanda sem utan. Verkefnið nýtir netið til þess að ná til almennings en miðstöð þess er á heimasíðu þar sem kynningin fer fram. Viðtökur hafa farið langt fram út björtustu vonum. Ofangreind verkefni ganga mjög vel og stefna í að skila góðum árangri fyrir íbúa Norðurlandanna. Þau eru dæmi um jákvæðan framgang norrænnar samvinnu. Nýlegar áskoranir Nýlegar áskoranir er einnig að finna í norrænu samstarfi um þessar mundir sem finna þarf lausn á og vil ég nefna tvær þeirra, stöðu upplýsingaskrifstofa í Rússlandi og aukna þörf fyrir ráðstefnutúlkun. Undanfarin 20 ár hefur Norræna ráðherranefndin rekið upplýsingaskrifstofur í Rússlandi. Nýverið hafa rússnesk stjórnvöld með hertum reglum þrengt mjög að starfsemi skrifstofanna. Rekstrarumhverfi skrifstofanna er nú orðið óviðunandi og hafa samstarfsráðherrar Norðurlanda því ákveðið að loka þeim. Ákvörðunin var allt annað en auðveld en vonast er til að hægt verði að hefja starfsemi á ný í framtíðinni. Samstarfstungumál norræns samstarfs eru danska, norska og sænska. Þess vegna er mikilvægt að ekki verði dregið úr kennslu í þessum tungumálum hér á landi. Á norrænum fundum verður þörf á færum íslenskum ráðstefnutúlkum í framtíðinni. En vegna fjárskorts var ekki boðið upp á ráðstefnutúlkanám við Háskóla Íslands á þessu skólaári. Starfshópur hefur nú verið skipaður um þetta málefni og vona ég að niðurstaða hans verði að kennsla geti hafist á ný.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun