Trúlega best Sverrir Björnsson skrifar 19. mars 2015 07:00 Ég sat á kaffihúsi um daginn, þegar maður á næsta borði hallaði sér að mér og var mikið niðri fyrir. Veistu að það er vera sem fylgist með okkur allan sólarhringinn? Ha, áttu við Öryggisstofnun Bandaríkjanna eða Google? spurði ég. Nei, nei, þessi vera veit ekki bara hvað þú gerir í tölvunni og símanum þínum, hún veit allt sem þú gerir, allan sólarhringinn! Það er frekar óhugnanleg tilhugsun, sagði ég. Nei, nei, það er allt í lagi af því hún er svo góð. Sagði hann. Getur hún fylgst með öllum, öllum í heiminum samtímis? spurði ég frekar vantrúaður. Já, það er ekkert mál fyrir hana, hún veit allt. Hvernig veistu þetta? spurði ég. Það er til bók um hana, sagði hann. Í bókinni segir veran okkur hvernig við eigum að lifa, hvað við megum og hvað við megum ekki. Lifir fólk í alvöru eftir þessu? spurði ég. Já, fullt af fólki fer bókstaflega alveg eftir því sem veran segir. Hefur einhver séð þessa veru? spurði ég. Nei, ekki nokkur lifandi maður en hún hefur samt sést.Í veruleik allan daginn Hvenær var það? spurði ég spenntur. Fyrir nokkur þúsund árum. Já, góðan daginn, hvernig veistu að veran er til? spurði ég. Sonur hennar kom einu sinni í heimsókn og ég bara finn það á mér, í hjarta mér, að veran er til. Það má alls ekki efast og maður á að reyna að fá sem flesta til að trúa á hana, til dæmis með því að kenna börnum í skólum um hana. Er það ekki fulllangt gengið, spyr ég, þar sem enginn veit fyrir víst hvort þessi vera er til? Trúir þú mér ekki? spurði hann sár. Ja, ég á dálítið erfitt með að taka bara þín orð og nokkur þúsund ára gamlan vitnisburð trúanleg í svona mikilvægu máli. Nú fór að hitna í vininum. Það er ekki bara ég, alls konar annað fólk trúir á hana, meira að segja sumir borgarstjórar og það er til fólk sem segir að orð verunnar eigi að vera lögin í landinu. Ha?! Já, og þeir eru tilbúnir að fara í heilagt stríð til að berjast fyrir því. Allir sem trúa á veruna fá nefnilega að hitta hana eftir að þeir eru dánir. Hvernig er það hægt? spurði ég. Þá fer fólk upp í himin og þar er alveg frábært að vera. Himininn? Er þetta geimvera sem þú ert að tala um? Nei, nei, hún býr þar bara en stjórnar öllu á jörðinni. Mér var farið að detta í hug að það væri geðlyfjaskortur í landinu og fór að mjaka mér út. Hann kallaði á eftir mér: Þú manst að gera ekki grín að henni, þá verður þú kannski drepinn. Já, já, ég reyni að varast það, vertu sæll. Mikið var ég feginn þegar ég komst út en kannski er til fleira fólk eins og þessi blessaði maður, sem er í veruleik allan daginn og vill að við stjórnum lífi okkar og samfélagi eftir því. Það má ímynda sér hvað sem er fyrir mér, lífið er vissulega sumum manneskjum svo þungbært eða tilgangslaust að þær geta ekki lifað án vonar um að eitthvað súpergott sé í gangi á bak við tjöldin. En eftir þetta kaffihúsaspjall skil ég betur þá sem vilja algjörlega skilja á milli fantasíu og samfélags; laganna, skólanna og ríkisins. Það er trúlega best. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Ég sat á kaffihúsi um daginn, þegar maður á næsta borði hallaði sér að mér og var mikið niðri fyrir. Veistu að það er vera sem fylgist með okkur allan sólarhringinn? Ha, áttu við Öryggisstofnun Bandaríkjanna eða Google? spurði ég. Nei, nei, þessi vera veit ekki bara hvað þú gerir í tölvunni og símanum þínum, hún veit allt sem þú gerir, allan sólarhringinn! Það er frekar óhugnanleg tilhugsun, sagði ég. Nei, nei, það er allt í lagi af því hún er svo góð. Sagði hann. Getur hún fylgst með öllum, öllum í heiminum samtímis? spurði ég frekar vantrúaður. Já, það er ekkert mál fyrir hana, hún veit allt. Hvernig veistu þetta? spurði ég. Það er til bók um hana, sagði hann. Í bókinni segir veran okkur hvernig við eigum að lifa, hvað við megum og hvað við megum ekki. Lifir fólk í alvöru eftir þessu? spurði ég. Já, fullt af fólki fer bókstaflega alveg eftir því sem veran segir. Hefur einhver séð þessa veru? spurði ég. Nei, ekki nokkur lifandi maður en hún hefur samt sést.Í veruleik allan daginn Hvenær var það? spurði ég spenntur. Fyrir nokkur þúsund árum. Já, góðan daginn, hvernig veistu að veran er til? spurði ég. Sonur hennar kom einu sinni í heimsókn og ég bara finn það á mér, í hjarta mér, að veran er til. Það má alls ekki efast og maður á að reyna að fá sem flesta til að trúa á hana, til dæmis með því að kenna börnum í skólum um hana. Er það ekki fulllangt gengið, spyr ég, þar sem enginn veit fyrir víst hvort þessi vera er til? Trúir þú mér ekki? spurði hann sár. Ja, ég á dálítið erfitt með að taka bara þín orð og nokkur þúsund ára gamlan vitnisburð trúanleg í svona mikilvægu máli. Nú fór að hitna í vininum. Það er ekki bara ég, alls konar annað fólk trúir á hana, meira að segja sumir borgarstjórar og það er til fólk sem segir að orð verunnar eigi að vera lögin í landinu. Ha?! Já, og þeir eru tilbúnir að fara í heilagt stríð til að berjast fyrir því. Allir sem trúa á veruna fá nefnilega að hitta hana eftir að þeir eru dánir. Hvernig er það hægt? spurði ég. Þá fer fólk upp í himin og þar er alveg frábært að vera. Himininn? Er þetta geimvera sem þú ert að tala um? Nei, nei, hún býr þar bara en stjórnar öllu á jörðinni. Mér var farið að detta í hug að það væri geðlyfjaskortur í landinu og fór að mjaka mér út. Hann kallaði á eftir mér: Þú manst að gera ekki grín að henni, þá verður þú kannski drepinn. Já, já, ég reyni að varast það, vertu sæll. Mikið var ég feginn þegar ég komst út en kannski er til fleira fólk eins og þessi blessaði maður, sem er í veruleik allan daginn og vill að við stjórnum lífi okkar og samfélagi eftir því. Það má ímynda sér hvað sem er fyrir mér, lífið er vissulega sumum manneskjum svo þungbært eða tilgangslaust að þær geta ekki lifað án vonar um að eitthvað súpergott sé í gangi á bak við tjöldin. En eftir þetta kaffihúsaspjall skil ég betur þá sem vilja algjörlega skilja á milli fantasíu og samfélags; laganna, skólanna og ríkisins. Það er trúlega best.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar