Ertu verktaki eða launþegi? Vala Valtýsdóttir skrifar 18. mars 2015 07:00 Nú um þessar mundir þurfa einstaklingar að fara að huga að hinni árlegu skattframtalsgerð. Oft hafa fyrirtæki samið við einstaklinga um að þeir séu verktakar hjá viðkomandi en ekki launþegar. Hér þurfa menn að staldra við því að það er ekki á þeirra valdi að ákveða hver skattaleg staða þeirra er, þ.e. hvort þeir eru skattlagðir sem verktakar eða launþegar. Skattyfirvöld hafa ríkar heimildir til að meta starfssambandið og skattleggja eftir því hvort þau telja vera um að ræða. Verulegur munur er á því hvort einhver teljist launþegi eða verktaki. Verktaki hefur með höndum sjálfstæða starfsemi. Hann hefur mikið frjálsræði í sínum störfum og ræður t.d. innan vissra marka hvenær hann vinnur verkið og hvort hann vinnur það einn eða með öðrum. Alla jafna er frekar einfalt að kanna hvort einhver sé verktaki eða launþegi. Þau atriði sem benda til þess að frekar sé um að ræða launað starf en verktaka eru til dæmis; að viðkomandi beri engan kostnað af verkinu/starfseminni; starfsstöð hans er hjá verkkaupa sem skaffar honum þau tæki og tól sem hann þarf til að vinna verkið; hann vinnur fyrir einn eða fáa verkkaupa og fær greidda þóknun þegar hann tekur orlof og í veikindum. Hér skiptir ekki máli hvort einstaklingurinn fær greitt fyrir verkið beint eða í gegnum félag. Ef einstaklingur hefur fengið greitt fyrir starf sitt sem verktaki en staða hans er í raun eins og um launþega sé að ræða þá geta skattyfirvöld endurákvarðað skatta viðkomandi. Þá má gera ráð fyrir að skattyfirvöld hafni framtöldum kostnaði og stofn til greiðslu skatta hækki sem því nemur. Ef viðkomandi „verktaki“ hefur verið skráður á virðisaukaskattsskrá og innheimt virðisaukaskatt má gera ráð fyrir að skattyfirvöld hafni öllum innskatti „verktakans“ þar sem ekki verður talið að hann hafi með höndum sjálfstæða starfsemi. Auk þessa má gera ráð fyrir að skattyfirvöld taki upp skattskil verkkaupans þannig að innskatti verkkaupa af reikningum „verktaka“ verði hafnað. Jafnframt má ætla að skattyfirvöld leggi tryggingagjald á „laun“ verktakans. Auk þess bera verkkaupinn (launagreiðandinn) og verktakinn (launþeginn) sameiginlega ábyrgð á vangreiddri staðgreiðslu skatta. Að telja rangt fram í þá veru sem hér hefur verið tæpt á getur haft verulegar fjárhagslegar afleiðingar fyrir „verktakann“ og „verkkaupann“. En þar með er ekki öll sagan sögð. Samningssambandið getur líka valdið fjárhagslegu tjóni í öðrum tilvikum eins og t.d. ef verktakinn slasast við störf og hefur ekki sjálfur tryggt sig eins og almennt er skylt ef viðkomandi hefði verið launþegi verkkaupa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Nú um þessar mundir þurfa einstaklingar að fara að huga að hinni árlegu skattframtalsgerð. Oft hafa fyrirtæki samið við einstaklinga um að þeir séu verktakar hjá viðkomandi en ekki launþegar. Hér þurfa menn að staldra við því að það er ekki á þeirra valdi að ákveða hver skattaleg staða þeirra er, þ.e. hvort þeir eru skattlagðir sem verktakar eða launþegar. Skattyfirvöld hafa ríkar heimildir til að meta starfssambandið og skattleggja eftir því hvort þau telja vera um að ræða. Verulegur munur er á því hvort einhver teljist launþegi eða verktaki. Verktaki hefur með höndum sjálfstæða starfsemi. Hann hefur mikið frjálsræði í sínum störfum og ræður t.d. innan vissra marka hvenær hann vinnur verkið og hvort hann vinnur það einn eða með öðrum. Alla jafna er frekar einfalt að kanna hvort einhver sé verktaki eða launþegi. Þau atriði sem benda til þess að frekar sé um að ræða launað starf en verktaka eru til dæmis; að viðkomandi beri engan kostnað af verkinu/starfseminni; starfsstöð hans er hjá verkkaupa sem skaffar honum þau tæki og tól sem hann þarf til að vinna verkið; hann vinnur fyrir einn eða fáa verkkaupa og fær greidda þóknun þegar hann tekur orlof og í veikindum. Hér skiptir ekki máli hvort einstaklingurinn fær greitt fyrir verkið beint eða í gegnum félag. Ef einstaklingur hefur fengið greitt fyrir starf sitt sem verktaki en staða hans er í raun eins og um launþega sé að ræða þá geta skattyfirvöld endurákvarðað skatta viðkomandi. Þá má gera ráð fyrir að skattyfirvöld hafni framtöldum kostnaði og stofn til greiðslu skatta hækki sem því nemur. Ef viðkomandi „verktaki“ hefur verið skráður á virðisaukaskattsskrá og innheimt virðisaukaskatt má gera ráð fyrir að skattyfirvöld hafni öllum innskatti „verktakans“ þar sem ekki verður talið að hann hafi með höndum sjálfstæða starfsemi. Auk þessa má gera ráð fyrir að skattyfirvöld taki upp skattskil verkkaupans þannig að innskatti verkkaupa af reikningum „verktaka“ verði hafnað. Jafnframt má ætla að skattyfirvöld leggi tryggingagjald á „laun“ verktakans. Auk þess bera verkkaupinn (launagreiðandinn) og verktakinn (launþeginn) sameiginlega ábyrgð á vangreiddri staðgreiðslu skatta. Að telja rangt fram í þá veru sem hér hefur verið tæpt á getur haft verulegar fjárhagslegar afleiðingar fyrir „verktakann“ og „verkkaupann“. En þar með er ekki öll sagan sögð. Samningssambandið getur líka valdið fjárhagslegu tjóni í öðrum tilvikum eins og t.d. ef verktakinn slasast við störf og hefur ekki sjálfur tryggt sig eins og almennt er skylt ef viðkomandi hefði verið launþegi verkkaupa.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun