Af hverju er ástandið svona á Íslandi? Benóný Harðarson skrifar 20. mars 2015 09:58 Á Íslandi gætum við öll haft það ágætt. Við eigum frábærar auðlindir, til dæmis fiskinn og orkuna, ár hvert eykst ferðamannastraumurinn til Íslands um tugi prósenta og reglulega koma fréttir um nýsköpunarfyrirtæki sem eru fremst allra í sínum geira. Miðað við þessa mynd sem ég dreg upp ætti allt að vera í sómanum. En svo er því miður ekki. Gunnar Bragi utanríkisráðherra fer með eitthvað bréf til Evrópu sem enginn skilur og veit ekki einu sinni sjálfur hvort hann sé búinn að draga umsóknina um inngöngu í ESB til baka eða ekki. Hér eru allir kjarasamningar að losna, von er á holskeflu af verkföllum og átökum á vinnumarkaði, ungt fólk sér ekki fram á það að geta flutt í eigið húsnæði, hvað þá að stofna fjölskyldu, íslensk fyrirtæki geta ekki borgað samkeppnishæf laun, ríka fólkið verður ríkara og fátæka fólkið verður fátækara og virðing fyrir náttúru Íslands er engin. Hér á að virkja allt sem hægt er að virkja og Sjálfstæðisflokkurinn mokar peningum í vildarvini og nánustu fjölskyldu. Ekkert af þessu á að koma okkur á óvart, þú kennir ekki gömlum hundi að sitja. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn berjast alltaf fyrir þá ríku og sterku; útgerðarmenn og þá efnameiri. Ef við viljum breyta þessu og viljum t.d. fá sanngjarnt verð fyrir fiskveiðiauðlindina og orkuna okkar og ef viljum halda áfram að fá ferðamenn til að skoða náttúru okkar verðum við að koma þessum tveimur flokkum frá völdum. Ef við viljum að þjóðin fái að taka ákvörðun um ESB og fái að kjósa um málið þarf núverandi ríkisstjórn að víkja. Ríkisstjórnin hefur heldur ekki sýnt neinn vilja til að höggva á hnúta á milli atvinnurekanda og launþega og húsnæðismálin eru í algjörum ólestri. Eygló Harðar, sem sést svo lítið í umræðunni að maður gleymir oft að sé ráðherra, hefur ekki gert neitt til að stuðla að því að ungt fólk geti flutt í sómasamlegt húsnæði og stofnað fjölskyldur. Allar rannsóknir sýna vaxandi ójöfnuð í landinu, sem segir sig sjálft þegar skattar á útgerðarmenn eru lækkaðir. Þá verður meira eftir fyrir þá efnameiri. Á sama tíma eru skattar á matvæli hækkaðir, sem bitnar á þeim sem minnst hafa á milli handanna. Núverandi ríkisstjórn hefur augljóslega það markmið að vinna aðeins í þágu ríka fólksins. Það er engin leið að virkja sig út úr þeim vandamálum sem við búum við núna. Sú orka sem í dag fer í stóriðju fer fyrir skammarlega lága upphæð. Við skulum frekar búa í hreinu landi sem er að mestu leyti óspillt og passa upp á hálendið okkar. Það væri viturlegra að selja ferðamönnum aðgang að óspilltum náttúruperlum heldur en stóriðju. Svo að þetta sé gerlegt þurfum við að henda Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum í burtu, við getum ekki látið okkur bjóða þetta lengur. Það eru kosningar næst árið 2017 á Íslandi en ég er skíthræddur um að þá sé búið að gera of mikinn skaða fyrir okkur sem þjóð með þessa „litlu kalla“ við völd. Ef við viljum réttlátt samfélag sem býður upp á jöfn tækifæri allra, sem passar upp á það að allir eigi rétt á menntun og heilbrigðisþjónustu, þurfum við að koma ríkisstjórninni frá. Ef við viljum að samfélagið taki framförum, að ungt fólk geti keypt sér húsnæði á Íslandi en ekki í öðrum ríkjum Evrópu, og ef við viljum koma í veg fyrir spillingu Bjarna Ben og ættar hans þurfum við að koma þessari ríkisstjórn frá helst í dag - því hver veit hvað þeir geta mokað í sig miklum peningum á morgun! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Á Íslandi gætum við öll haft það ágætt. Við eigum frábærar auðlindir, til dæmis fiskinn og orkuna, ár hvert eykst ferðamannastraumurinn til Íslands um tugi prósenta og reglulega koma fréttir um nýsköpunarfyrirtæki sem eru fremst allra í sínum geira. Miðað við þessa mynd sem ég dreg upp ætti allt að vera í sómanum. En svo er því miður ekki. Gunnar Bragi utanríkisráðherra fer með eitthvað bréf til Evrópu sem enginn skilur og veit ekki einu sinni sjálfur hvort hann sé búinn að draga umsóknina um inngöngu í ESB til baka eða ekki. Hér eru allir kjarasamningar að losna, von er á holskeflu af verkföllum og átökum á vinnumarkaði, ungt fólk sér ekki fram á það að geta flutt í eigið húsnæði, hvað þá að stofna fjölskyldu, íslensk fyrirtæki geta ekki borgað samkeppnishæf laun, ríka fólkið verður ríkara og fátæka fólkið verður fátækara og virðing fyrir náttúru Íslands er engin. Hér á að virkja allt sem hægt er að virkja og Sjálfstæðisflokkurinn mokar peningum í vildarvini og nánustu fjölskyldu. Ekkert af þessu á að koma okkur á óvart, þú kennir ekki gömlum hundi að sitja. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn berjast alltaf fyrir þá ríku og sterku; útgerðarmenn og þá efnameiri. Ef við viljum breyta þessu og viljum t.d. fá sanngjarnt verð fyrir fiskveiðiauðlindina og orkuna okkar og ef viljum halda áfram að fá ferðamenn til að skoða náttúru okkar verðum við að koma þessum tveimur flokkum frá völdum. Ef við viljum að þjóðin fái að taka ákvörðun um ESB og fái að kjósa um málið þarf núverandi ríkisstjórn að víkja. Ríkisstjórnin hefur heldur ekki sýnt neinn vilja til að höggva á hnúta á milli atvinnurekanda og launþega og húsnæðismálin eru í algjörum ólestri. Eygló Harðar, sem sést svo lítið í umræðunni að maður gleymir oft að sé ráðherra, hefur ekki gert neitt til að stuðla að því að ungt fólk geti flutt í sómasamlegt húsnæði og stofnað fjölskyldur. Allar rannsóknir sýna vaxandi ójöfnuð í landinu, sem segir sig sjálft þegar skattar á útgerðarmenn eru lækkaðir. Þá verður meira eftir fyrir þá efnameiri. Á sama tíma eru skattar á matvæli hækkaðir, sem bitnar á þeim sem minnst hafa á milli handanna. Núverandi ríkisstjórn hefur augljóslega það markmið að vinna aðeins í þágu ríka fólksins. Það er engin leið að virkja sig út úr þeim vandamálum sem við búum við núna. Sú orka sem í dag fer í stóriðju fer fyrir skammarlega lága upphæð. Við skulum frekar búa í hreinu landi sem er að mestu leyti óspillt og passa upp á hálendið okkar. Það væri viturlegra að selja ferðamönnum aðgang að óspilltum náttúruperlum heldur en stóriðju. Svo að þetta sé gerlegt þurfum við að henda Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum í burtu, við getum ekki látið okkur bjóða þetta lengur. Það eru kosningar næst árið 2017 á Íslandi en ég er skíthræddur um að þá sé búið að gera of mikinn skaða fyrir okkur sem þjóð með þessa „litlu kalla“ við völd. Ef við viljum réttlátt samfélag sem býður upp á jöfn tækifæri allra, sem passar upp á það að allir eigi rétt á menntun og heilbrigðisþjónustu, þurfum við að koma ríkisstjórninni frá. Ef við viljum að samfélagið taki framförum, að ungt fólk geti keypt sér húsnæði á Íslandi en ekki í öðrum ríkjum Evrópu, og ef við viljum koma í veg fyrir spillingu Bjarna Ben og ættar hans þurfum við að koma þessari ríkisstjórn frá helst í dag - því hver veit hvað þeir geta mokað í sig miklum peningum á morgun!
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar