Fleiri fréttir

Íslensk menning á aðventu

Helga Rut Guðmundsdóttir skrifar

Ég er Íslendingur í útlöndum þessa aðventu, eins og oft áður. Í gegnum netið fylgist maður þó með dægurmálaumræðunni á Íslandi og er áhugavert að skoða hana utan frá. Eins og undanfarnar aðventur hefur rykið verið dustað af umræðunni um kirkjuferðir skóla og sýnist sitt hverjum. Umræðan snýst um trúfrelsi en þá gleymist að slíkir siðir snúast ekki um trúarsannfæringu heldur um menningu.

Mögulegir áhrifaþættir atvika í heilbrigðisþjónustu

Helga Bragadóttir skrifar

Í ljósi frétta undanfarna daga um atvik og álag í heilbrigðisþjónustunni, ekki síst á Landspítala, viljum við deila með lesendum vitneskju okkar um mögulega áhrifaþætti atvika (mistaka og nærmistaka) í heilbrigðisþjónustu. Undanfarin ár höfum við í rannsóknum okkar skoðað vinnu og vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Rannsóknarniðurstöðurnar hafa dregið skýrt fram hversu margflókin sú þjónusta er sem veitt er við rúmbeð sjúklings. Um leið og vinna hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða krefst nákvæmni og athygli felur hún í sér álag sem er líkamlegt og ekki síður félagslegt og andlegt. Eitt af því sem einkennir vinnu þessara fagstétta eru tíðar truflanir sem tengjast samskiptum.

Birta eða myrkur !

Steingrímur J. Sigfússon skrifar

"Inni er bjart við yl og söng úti svarta myrkur.“

Óhugnanleg staða FS

Ísak Ernir Kristinsson skrifar

Upp er komin sú staða að stjórnendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja standa frammi fyrir enn einum niðurskurðinum. Komið er að þolmörkum í niðurskurði á flestum stöðum og þ.a.l. er eina ráðið að fækka starfsfólki og nemendum. Ef ekkert verður að gert mun þurfa að segja upp 12 til 14 stöðugildum og fækka nemendum um 200. Ótrúlegt en satt. FS hefur úr að moða 942 nemendaígildum samkvæmt fjárlögum, en nú stunda rúmlega 1.100 nemendur nám við skólann. Samkvæmt lögum frá Alþingi þurfa framhaldsskólarnir að veita öllum þeim nemendum sem þess óska og hafa ekki náð 18 ára aldri skólavist. En fjárlög eru öðrum lögum æðri. Þar af leiðandi sjáum við fram á það að skólinn muni ekki geta veitt þessum nemendum skólavist þó þeir óski eftir henni. Þeir þurfa þá annaðhvort að sækja sína menntun til annarra framhaldsskóla eða leita annarra leiða. Ekki er mikla vinnu að fá fyrir þennan aldurshóp á svæðinu og ekki eiga þessir aðilar rétt á atvinnuleysisbótum. Þeir þurfa því að vera á framfærslu foreldranna og mæla göturnar. Er það eitthvað sem við viljum? Viljum við ekki frekar að þeir nemi og séu með rútínu á sínu lífi? Svari hver fyrir sig.

Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt…og öfugt

Jenný Gunnarsdóttir skrifar

Föðursystir mín er með MS-sjúkdóminn. Um daginn átti hún orðið það erfitt með gang að hún fékk P-merki í bílinn sinn til að mega leggja í stæði merkt fötluðum. Það var erfitt skref að stíga að horfast í augu við ástandið á þennan hátt, en þetta hefur samt létt henni lífið þegar hún þarf að brasa með innkaupapokana í hálkunni. Þegar fjölskyldan var að stappa í hana stálinu með að þiggja þetta merki hefði ég aldrei getað trúað því sem átti eftir að eiga sér stað. Um daginn var frænka mín að leggja bílnum sínum í P-merkt stæði við Bónus. Eldri kona bankaði á húddið á bílnum og frænka mín steig út. Byrjaði konan þá að kalla hana aumingja og kerfisfræðing og sagði henni að það væri ekkert að henni, hún væri bara að misnota kerfið. Ég trúði því varla þegar ég frétti af þessu. Þetta var dropinn sem fyllti mælinn, en undanfarið hef ég mikið velt því fyrir mér sem mig langar að setja hérna niður á blað. Aðalmálið er, af hverju vill fólk rífa aðra niður frekar en byggja fólk upp? Af hverju ákvað þessi kona við Bónus að það væri bráðnauðsynlegt að hella sér þarna yfir ókunnuga manneskju, sem hún vissi ekkert um? Hún þekkir frænku mína ekki og veit ekkert um hennar aðstæður. Samt fannst henni hún knúin til að ausa þessum fordómum og neikvæðni yfir saklausa manneskju.

Enn hoggið í sama knérunn

Jórunn Tómasdóttir skrifar

Eins og málin horfa við þessa stundina benda allar líkur til þess að Fjölbrautaskóli Suðurnesja sé nauðbeygður til að draga saman seglin, synja nemendum um skólavist á næstu önnum og segja upp starfsfólki. Hver er ástæðan? Skólastjórnendur FS og menntamálaráðuneytið greinir á um þær. Ráðuneyti telur sig ekki geta aðhafst, að sinni, til að mæta þeim vanda sem fulltrúar skólans hafa kynnt og ekki sé unnt að bregðast við breytingum miðað við þær forsendur sem fyrir liggja.

Af skattpíningu og kúgun atvinnuvega

dr. Edward H. Hujibens skrifar

Það heyrist hátt í ferðaþjónustu um þessar mundir og að hluta er það að ósekju. Boðaðar skatta- og gjaldahækkanir á hótel og bílaleigur koma með hrikalega stuttum fyrirvara. Hins vegar hefur öll umræða umfram fyrirvarann fallið í heldur fyrirsjáanlegan og hefðbundinn farveg, ekki síst þar sem nú er kosningavetur. Má draga saman kjarna þeirrar umræðu með orðunum „allar skattahækkanir eru vondar“.

Lýðræðið skrumskælt

Guðmundur Gunnarsson skrifar

Íslendingar kusu um framtíðina 20. okt. síðastliðinn. Fréttin um kosningarnar fór víða, og niðurstaðan ekki síður. Margir töldu að á Íslandi væri samfélag þar sem lýðræði virkaði í alvöru, væri ekki kæft eða skrumskælt af þingmönnum og gæslumönnum sérhagsmuna. Erlendir fjölmiðlar sendu fréttamenn til Íslands til þess að fjalla um byltinguna sem íslenska þjóðin framkallaði 2009 með því að stilla sér upp fyrir framan Alþingishúsið og hrekja sitjandi ríkisstjórn frá völdum og reka frá stjórnendur Seðlabankans sem höfðu gert hann gjaldþrota. Hún valdi síðan 25 einstaklinga úr 530 frambjóðendum og fól þeim að vinna úr samþykktum 1000 manna þjóðfundar og 800 blaðsíðna skýrslu Stjórnlaganefndar og setja stjórnmálamönnum nýjar leikreglur með því að skrifa nýja stjórnarskrá.

Að meta hjúkrunarfræðinga að verðleikum

Ragnhildur I. Bjarnadóttir skrifar

Undanfarið hafa umræður um launakjör hjúkrunarfræðinga verið áberandi í fjölmiðlum, meðal annars greinar þar sem hjúkrunarfræðingar lýsa aðstæðum sínum og upplifunum af starfinu. Þessar greinar hafa vakið athygli á hinu mikilvæga hlutverki hjúkrunarfræðinga við að hlúa að og hjúkra sjúkum. Eins hafa höfundarnir minnt á að vegna vaktaálags og slakra launakjara getur starfið stangast á við önnur hlutverk þeirra, til dæmis sem foreldrar, makar og við rekstur heimilis. Þetta er þó ekki nema lítill hluti af ástæðunum fyrir því að kjarabætur hjúkrunarfræðinga eru brýnar.

Grunnskólinn. Fagmennska eða fúsk?

Arnar Ævarsson skrifar

Hlutverk og staða grunnskólans þarfnast skoðunar. Skilvirkt skólakerfi á að vera staðreynd á Íslandi, en ekki eilífur draumur.

„Hart í bak“

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Ein af aðalpersónunum í leikritinu Hart í bak eftir Jökul Jakobsson er "Strandkapteinninn“. Kapteinn þessi er sagður hafa kallað: "Hart í bak!“ til rórmannsins um leið og kapteinninn renndi skipi sínu á fullum dampi upp á sker. Leikrit Jökuls fjallar ekki um strandið heldur um framvindu mála eftir strand.

Greiðslukortasvik og varnir gegn þeim

Bergsveinn Sampsted skrifar

Kortasvik eru núorðið meðal algengustu glæpa í fjármálakerfum heimsins. Á Íslandi eru slík afbrot þó enn fátíð en full ástæða er til að hafa varann á, sérstaklega varðandi hraðbanka, netviðskipti og símgreiðslur.

Kirkjan mótmælir kynbundnu ofbeldi!

Arna Ýrr Sigurðardóttir skrifar

Það hefur ekki ríkt nein lognmolla í kringum kirkjuna á undanförnum misserum. Reglulega birtast í fjölmiðlum fréttir af einstaklingum innan kirkjunnar sem hafa misnotað vald sitt með kúgun og ofbeldi. Jafnvel æðstu ráðamenn hafa orðið uppvísir að slíku, bæði innan íslensku þjóðkirkjunnar og kaþólsku kirkjunnar. Og þetta á ekki bara við hér á landi, heldur víða um heim. Alls staðar rísa upp einstaklingar sem hafa kjark til að segja sögu sína, sögu af því hvernig níðst var á þeim á stöðum sem áttu að veita öruggt skjól. Og þetta gerist ekki bara innan kirkjunnar, heldur víða í félagasamtökum, t.d. í íþróttahreyfingunni og skátahreyfingunni.

Verður heilbrigðisstarfsfólk klónað?

Auður Finnbogadóttir skrifar

Síðustu viku hef ég verið sorgmædd og hrædd. Laugardaginn 1. desember fékk yndislegi dregurinn minn, Finnbogi Örn sem er 11 ára, heilablóðfall. Hann lamaðist hægra megin og missti málið sitt. Finnbogi Örn hefur oft háð baráttu á sinni stuttu ævi. Hann er með Down‘s heilkenni, hann fór í hjartaaðgerð þriggja mánaða í London og aðra í Lundi í apríl sl. svo við höfum meiri reynslu en við kærum okkur um vegna veikinda.

Framgangskerfi hjúkrunarfræðinga

Sigurveig Magnúsdóttir skrifar

Ég hef tilheyrt hjúkrunarstéttinni frá árinu 2006 og þar af unnið í fimm ár á Landspítalanum. Þar sem ég hef aldrei tilheyrt annarri stétt hef ég hugleitt hvort starfsþróun annarra stétta sé með sama móti og hjá hjúkrunarfræðingum Landspítalans.

Ferðaþjónustan sameinist gegn kynferðisofbeldi á börnum

Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar

Öll börn heimsins eiga rétt á vernd gegn kynferðislegu ofbeldi, þau eiga rétt á vernd gegn hvers kyns kynferðislegu hátterni, vændi og klámi. Slíkt er tilgreint í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og í íslenskum lögum.

Af vísindalegri fáfræði um græðara

Gunnlaugur Sigurðsson skrifar

Sannarlega er öfundsvert það fólk sem nýtur blíðviðris og góðrar tíðar án þess að kvíða því vonda veðri og ótíð sem hlýtur að binda enda á sæluna fyrr eða síðar. Ég er ekki þannig en mér hefur samt tekist að draga talsvert úr kvíðanum fyrir verri tíð með markvissri viðleitni til að sætta mig við vont veður þegar það loksins brestur á og sjá fegurðina í austan hreti og hvassviðri jafnvel og fagna norðan nepjunni sem býður mín utandyra að morgni og fer köldum höndum sínum inn undir klæðin og frostrigningunni sem sleikir vanga minn eins og vingjarnlegur hundur sem hefur verið að lepja krapavatn. Þetta hefur tekist bærilega, kvíðinn er minni og árangurinn sá að ég nýt betur bæði góðviðris og lakari tíðar og er umfram allt orðinn mun mildari í dómum mínum um vont veður en áður og að því leyti sjálfur örlítið skárri í umgengni við mína nánustu og jafnvel fleiri.

Hver vill verða öryrki?

Grétar Pétur Geirsson skrifar

Af og til kemur upp umræða um mikla fjölgun öryrkja. Oftar en ekki er látið að því liggja að fólk geti sótt um örorkulífeyri alveg eins og sótt er um atvinnuleysisbætur, málið sé svo einfalt. Því fer fjarri að hlutirnir gangi þannig fyrir sig. Fram þarf að fara nokkuð ítarlegt læknisfræðilegt mat. Svo er það spurningin hver vill verða öryrki?

Útflutningur rafmagns – besti kosturinn?

Sveinn A. Sæland skrifar

Á undanförnum árum hefur umræðan um lagningu sæstrengs til Evrópu og sala á rafmagni frá Íslandi um hann fengið byr undir vængi. Með tilkomu orkumikils forstjóra árið 2009 hefur Landsvirkjun (LV) gengið í gegnum stefnumörkun þar sem nýtt hlutverk fyrirtækisins er sett fram og áherslur eru aðrar en áður.

Útgerðarmenn innheimta 92% veiðigjald

Kristinn H. Gunnarsson skrifar

Mikil orrusta stendur yfir um skiptingu arðsins sem fiskimiðin gefa af sér. Sjávarútvegurinn gefur af sér 35-45 milljarða króna árlega svo það er eftir miklu að slægjast. Um 75% af þessari fjárhæð fara til 18 stærstu fyrirtækjanna.

Útflutningur rafmagns - besti kosturinn?

Sveinn A. Sæland skrifar

Á undanförnum árum hefur umræðan um lagningu sæstrengs til Evrópu og sala á rafmagni frá Íslandi um hann fengið byr undir vængi. Með tilkomu orkumikils forstjóra árið 2009 hefur Landsvirkjun (LV) gengið í gegnum stefnumörkun þar sem nýtt hlutverk fyrirtækisins er sett fram og áherslur eru aðrar en áður. Til upprifjunar þá byggir stefnumörkunin á þremur meginstoðum: 1. Að stunda skilvirka raforkuvinnslu og framþróun. 2. Að þróa fjölbreyttan viðskiptavinahóp. 3. Að tengjast evrópskum orkumarkaði.

Kynbundið ofbeldi er mál sem snertir alla

Kynbundið ofbeldi heldur áfram að vera mest langvarandi en samt minnst viðurkennda mannréttindabrot í heiminum. Það er mál sem snertir alla menningarheima, kynþætti, trúarbrögð, og félags- og efnahagslegar stöður. Birtingarform kynbundins ofbeldis eru nauðganir, heimilisofbeldi, kynferðisleg árás, mansal á konum og stúlkum, vændi, limlestingar á kynfærum kvenna, kynferðisleg áreitni og nauðungarhjónabönd.

Heimilisofbeldi þrífst í skjóli þagnarinnar

Borghildur Dóra Björnsdóttir skrifar

Því miður hef ég ekki heyrt nægilega umræðu um heimilisofbeldi í samfélaginu eða í fjölmiðlum, hún þarf að vera meiri. Það þarf fræðslu um heimilisofbeldi í skólum og í samfélaginu öllu. Það er svo margt sem við vitum ekki um það og svo margt sem er í felum. Heimilisofbeldi er nær okkur en við höldum. Það kemur fram í ólíkum myndum, líkamlegu ofbeldi, vanrækslu, andlegu- og kynferðislegu ofbeldi. Ég hef horft upp á heimilisofbeldi, vitað um manneskjur sem hafa lent í því og einnig hef ég lent í flestum þáttum þess sjálf.

Frelsið mun gjöra yður sanna

Finnur Þór Vilhjálmsson skrifar

Því fylgir jafnan einkennileg blanda af kátínu, furðu og ónotum að lesa frásagnir af boðunarsamkomum langt leiddra hægrimanna. (Með því á ég bara við jaðarhópinn sem heldur fastar í ósýnilegu höndina en eigin skynsemi.) Í viðskipta- og atvinnulífshluta Morgunblaðsins 20. nóvember sl. var viðtal vegna stólræðu innflutts farandpredikara frá fyrirheitnalandi þessa hóps yfir innvígðum á dögunum. (Og blaðamanni Morgunblaðsins, ef gera ber einhvern skilsmun þar á.) Sá var Daniel nokkur Mitchell, bandarískur starfsmaður Cato Institute í Washington DC, USA, og pípa nú kannski strax reykskynjarar hjá mörgum en látum gott heita og höldum áfram. (Bara sem smjörþefur þá var eftirfarandi bók efst á lista nýrra og forvitnilegra á heimasíðu Cato Institute um miðja vikuna: The Financial Crisis and the Free Market Cure: Why Pure Capitalism is the World Economy's Only Hope.)

Útrýmum kynbundu ofbeldi!

Jóhanna Sigurðardóttir skrifar

Einn allra stærsti áfanginn í sögu jafnréttisbaráttunnar á síðustu áratugum felst óneitanlega í að þögnin um kynbundið ofbeldi hefur verið rofin og jafnframt hefur baráttan gegn því verið sett á dagskrá grasrótarsamtaka, stjórnmálanna og samfélagsins alls. Við vitum að á meðan kynbundið ofbeldi er við lýði eru mannréttindi og velferð, líf og heilsa fótum troðin. Í hvert einasta skipti sem fórnarlömb stíga fram og greina frá ofbeldinu og ná eyrum samfélagsins höfum við færst nær markmiðum okkar um samfélag án ofbeldis, samfélag virðingar fyrir mannréttindum allra og reisn og almennrar velferðar.

Mikilvægi hluta- bréfaskráninga

Páll Harðarson skrifar

Velmegun Íslands í gegnum tíðina hefur verið nátengd því hvernig atvinnulífinu reiðir af. Örfá af stærri fyrirtækjum landsins sem gegna stóru hlutverki sem atvinnuveitendur eru nú á hlutabréfamarkaði en þau hafa að miklu leyti fjármagnað sinn vöxt í gegnum kauphöll. Hlutabréfamarkaðurinn er núna að glæðast, en einhverra hluta vegna hefur það verið útbreiddur misskilningur að einungis stór fyrirtæki eigi erindi inn á markað. Við sjáum það svo á nýskráningum og á þeim sem hafa áætlanir um að koma á markað að um er að ræða fyrirtæki í stærri kantinum, frekar en ekki. En þetta er ekki staðreyndin þegar litið er til annarra markaða á Norðurlöndunum. Hvers vegna koma ekki fleiri smá og millistór fyrirtæki á markað hér og njóta þeirra vaxtarmöguleika sem þar er boðið upp á?

Alþjóðasamvinna um heilbrigðismál

Ingimar Einarsson skrifar

Ríki heims hafa átt með sér víðtækt samstarf um heilbrigðismál um langt skeið. Með undirritun stofnskrár Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) 22. júlí 1946 og formlegri stofnunar hennar 7. apríl 1948 tók WHO yfir verkefni og hlutverk Heilbrigðisnefndar Þjóðabandalagsins ásamt fleiri viðfangsefnum. Alls var um að ræða 43 alþjóðasamninga um heilbrigðismál og a.m.k. 7 alþjóðlegar stofnanir sem hin nýja alþjóðasamvinnustofnun um heilbrigðismál tók yfir.

Vernd barna óháð landamærum

Halla Gunnarsdóttir skrifar

Síðastliðið sumar voru gerðar breytingar á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Breytingarnar létu ekki mikið yfir sér en fólu í sér þýðingarmikið skref í alþjóðlegri baráttu gegn ofbeldi gegn börnum. Þar á meðal var gerð sú breyting að mögulegt er að sækja til saka íslenskan ríkisborgara eða einstakling sem býr hér á landi fyrir brot gegn barni utan landsteinanna, óháð því hvort brotið sætir refsingu í því landi sem það er framið.

Úrtölufólkið og spýjan

Sr. Örn Bárður Jónsson skrifar

Hvað ef landnámsmennirnir forðum daga hefuðu snúið við og sagt "Þetta er bara vesen. Hættum við að leita á vit nýrrar framtíðar“?

Er gætt að rétti þínum?

Starf mitt felst í því að gæta að réttindum fólks, meðal annars vegna umferðarslysa. Ég veit því vel að það verður seint sagt að íslenskt tryggingaumhverfi ofali þá sem eiga um sárt að binda vegna slysa. Sumir launþegar eru þó betur settir en annað fólk, þar sem þeir hafa viðbótartryggingavernd vegna bílslysa í sínum kjarasamningi. Tryggingin er þó að hverfa úr kjarasamningum án þess að nokkur veiti því athygli.

Ert þú barnið mitt?

Helga Vala Helgadótttir skrifar

Nú liggur fyrir á Alþingi löngu tímabært frumvarp til breytinga á barnalögum. Um er að ræða slíka réttarbót að ótrúlegt er að hún sé ekki fyrir löngu afgreidd. Örlítil breyting á 10. gr. barnalaga, sem segir til um hverjir geti átt aðild að faðernismáli.

„Af barna munni og brjóstmylkinga býrðu þér lof“

Aldís Schram skrifar

Lítil stúlka hefur verið svívirt af kaþólskum kirkjuþjónum Landakotsskólans. Sem foreldrarnir treystu fyrir í þeirri trú að þar yrði hún í öruggum höndum, þarna sem hún var í klerksins Georges höndum, hans öfugugga höndum, sem auðmýktu hana, kúguðu og saurguðu hana; þessa kirkjunnar þjóns sem átti að leggja hendur yfir hana en lagði hendur á hana; þessa séra sem átti að að auðsýna henni gæsku Guðs en svipti hana sakleysinu, barndóminum, meydóminum; þarna í þessum kaþólska skóla þar sem hún leið kynferðisofbeldi af skólastjórans Georges hendi, aftur og aftur, dag eftir dag, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár.

Skólastarf í framhaldsskólum í skugga niðurskurðar

Aðalheiður Steingrímsdóttir skrifar

Því er oft haldið fram að lítill niðurskurður hafi orðið í velferðarkerfinu og vísað til forgangsröðunar í ríkisfjármálum. Ætli það sé raunin hjá framhaldsskólum landsins sem eru hluti af velferðarkerfinu? Hefur þeim verið hlíft við niðurskurði? Hver er veruleikinn í skólastarfinu? Hér á eftir verða dregnar fram nokkrar staðreyndir til íhugunar fyrir þá sem standa fyrir utan skólakerfið.

„Það mikilvægasta er ósýnilegt berum augum“

Auðbjörg Reynisdóttir skrifar

Fyrirsögnin að ofan eru orð litla prinsins í samnefndri bók frá 1943 eftir Antoine De Saint-Exupéry. Ég naut þess að lesa bókina fyrir son minn er hann var yngri enda með betri barnabókum sem skrifaðar hafa verið. Prinsinn varaði vin sinn við því að það mikilvægasta færi fram hjá honum ef hann ekki horfði og hlustaði með hjartanu. „Maður sér ekki vel nema með hjartanu“ endurtók hann í sífellu. Hvað átti prinsinn við? Nú langar mig að segja aðra sögu úr heilbrigðiskerfinu í framhaldi af grein minni hér í blaðinu 16. þessa mánaðar og viðtali við mig þann sautjánda.

Spámaður snýr aftur!

Steingrímur J. Sigfússon skrifar

Fræg er innkoma hins danska Lars Christensen í umræður um íslensk efnahagsmál árið 2006. Lars karlinn var ekki sleginn blindu á ójafnvægið, skuldsetninguna og hætturnar í íslensku efnahagsbólunni eins og flestir hér heima. Hann horfði á mælana, kannaði undirliggjandi hagvísa og dró sínar ályktanir um að hér stefndi í óefni og reyndist sannspár eins og við þekkjum. Nýfrjálshyggju- og útrásarliðið á Íslandi tók gagnrýni hans illa eins og yfirleitt öllu og öllum sem ekki tóku þátt í lofgerðarsöngnum um íslensku snilldina. Lars þótti vera veisluspillir sem stýrðist af litlu öðru en sérstakri tegund af danskri öfund og var þannig afgreiddur út úr umræðunni.

Gull

Gunnar Hansson skrifar

Hvað segir maður við barn sem vinnur allan daginn niðri í þrjátíu metra djúpri holu í svartamyrkri og kæfandi hita? Þar sem súrefni er það lítið að erfitt er að anda? Holan er þröng og eina leiðin út er að klifra upp eftir reipi sem virðist við það að slitna í sundur. Allt í kring eru eins holur með fleiri vinnandi börnum í. Þetta er gullnáma. Börnin eru ódýrt vinnuafl.

Helstu átakamál samfélagsins má rekja til íslensku krónunnar

Upphrópanir um reikningaskil milli kynslóða eru ekki nýlunda á Íslandi. Meðal þess sem rætt hefur verið um í því sambandi er kynslóðin sem fékk lánin sín að gjöf, þ.e. að þeir sem voru í réttum stjórnmálaflokkum á árunum fyrir verðtryggingu gátu margir hverjir fengið óverðtryggð "lán“ til kaupa á íbúð sem þeir þurftu aldrei að borga til baka nema að óverulegu leyti, þar sem verðbólgan sá um að gera lánin verðlaus áður en þau voru að fullu greidd.

Umferðaröryggi, mengun og rekstraröryggi

Özur Lárusson skrifar

Meðalaldur bílaflotans hér á landi hefur hækkað mikið á síðustu árum enda hrundi bílasala úr 13 þúsundum bíla árið 2008 niður í tæplega þrjú þúsund bíla árið 2009. Heldur hefur salan tekið við sér á síðustu misserum en frá síðasta ári hefur verið gaman að ræða um prósentuaukningu í bílasölu þar sem hún er há. Sama á við um fjölgun nemenda í Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi á Ströndum en þar fjölgaði nemendum í vetur um 50%, fór úr fjórum í sex!

Spennufíklar í sæstrengsspreng

Jón Helgi og Rúnar Þórarinssynir skrifar

Fyrir rúmum tveimur áratugum var byggt vatnsraforkuver á S-Grænlandi m.a. með túrbínum framleiddum á Ystafelli í Mývatnssveit. Orkuverið virtist hagkvæmt og lyftistöng fyrir byggðalagið. Eins og með alla framleiðslu í Grænlandi á þeim tíma þurftu eigendurnir að borga 15% af framleiðslugjaldinu í nýlenduskatt til danska ríkisins.

Enn betri reglugerð

Svandís Svavarsdóttir skrifar

Árið 2010 hófst endurskoðun byggingarreglugerðar á grundvelli nýrra mannvirkjalaga en í nefndinni áttu sæti einn verkfræðingur og tveir arkitektar. Því næst voru 60 sérfræðingar tilnefndir af rúmlega 15 hagsmunaaðilum og átta samráðshópar fjölluðu um mismunandi kafla en í hverjum hópi voru haldnir minnst átta fundir. Um er að ræða yfirgripsmikið verk sem margir hafa komið að og lá reglugerðin fyrir um síðustu áramót í núverandi mynd.

Fjórir ráðherrar – ekkert að frétta?

Sverrir Bollason skrifar

Spurt er: Hve litlu geta fjórir ráðherrar komið í verk á einu ári? Svarið má glöggt sjá á árangri vinnu ráðherranefndar í lánsveðsmálum sem var skipuð í febrúar síðastliðnum. Tillögur nefndarinnar áttu að liggja fyrir strax í mars, þar sem hin sérstaka ráðherranefnd átti að útfæra leiðir til að mæta lánsveðshópnum, en ekkert bólar á þeim.

Er fótbolti fyrir alla?

Kristinn Þór Sigurjónsson skrifar

Þjóðfélagsleg áhrif af öflugu íþróttastarfi eru að flestra mati jákvæð þó að það sé oft á tíðum erfitt að benda með óyggjandi hætti á þau. Heilbrigt líferni, félagsleg tengsl og samhugur þjóðar þegar „strákarnir okkar“ koma heim með silfurpeninga eru allt atriði sem eru bein eða óbein afleiðing íþróttastarfs, sama hvaða íþrótt um er að ræða. Á ráðstefnu sem bar yfirskriftina „Skipta íþróttir máli?“ sem haldin var á vegum ÍSÍ og Háskóla Íslands þann 28. nóvember síðastliðinn voru mörg atriði sem komu fram sem benda til jákvæðra áhrifa, en einnig neikvæðra.

Ísland: Nyrsta Afríkuríkið?

Vilhjálmur Egilsson skrifar

Á fundi Samtaka atvinnulífsins um skattamál þann 9. nóvember sl. gat ég þess að í hópi erlendra fjárfesta væri rætt um Ísland sem nyrsta Afríkuríkið. Ástæðu slíkrar nafngiftar má rekja til ýmissa ákvarðana stjórnvalda og atburða sem hér hafa gerst. Bjarni Gíslason, upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar, skrifaði grein í Fréttablaðið þann 27. nóvember sem ekki er hægt að skilja öðruvísi en svo að hann móðgist fyrir hönd Afríku vegna samanburðarins. Í Afríku þurfi ekki að vantreysta orðum allra manna og Eþíópía, Malaví og Úganda eru nefnd til sögunnar en almennt hvatt til fjárfestinga í álfunni. Tilefni er til þess að ræða nokkuð um hvað veldur því að menn taka svona til orða um Ísland.

Umræða um lífræn matvæli á villigötum?

Sverrir Örn Gunnarsson skrifar

Fréttir hafa birst bæði á visir.is og á mbl.is um að lífræn matvæli séu ekki hollari en hefðbundin matvæli. Þó er vitnað í niðurstöður sem sýna að miklu minna af skordýraeitri finnst í lífrænum matvælum en þeim hefðbundnu, sem skiptir í raun og veru mjög miklu máli. Um var að ræða aðeins tveggja ára rannsókn um næringargildi tiltekinna matvæla og rannsóknin tekur þar af leiðandi ekki til greina hugsanlegar langtímaafleiðingar, t.d. af neyslu á skordýraeitri (rannsókn á vegum Stanford-háskólans). Þessu má líkja við rannsóknir á skaðsemi reykinga, sem eru kannski ekki svo miklar til skamms tíma, en til langs tíma, það þarf ekki að spyrja að því. Þannig að það er stór galli á rannsókn sem er að bera saman matvæli en spannar aðeins tvö ár.

Þarf lygamæli á bankastjóra Íslandsbanka?

Jón Þorvarðarson skrifar

Nýleg frétt sem ber yfirskriftina "Segir Íslandsbanka flæktan í fyrirlitlegan hugmyndastuld“ vakti mikla athygli enda raðaði hún sér í fyrsta sæti á Visir.is þann dag sem hún birtist. Fréttin fjallar um stuld bankans á vígorðinu "Reiknaðu með okkur“ sem ég kynnti fyrir Birnu Einarsdóttur og hennar nánasta samstarfsfólki, bæði skriflega og munnlega. Og eins og kunnugt er tók fjármögnunarþjónusta bankans (Ergo) upp umrætt vígorð og beitti sömu hugmyndafræði og ég hafði rækilega kynnt fyrir bankanum.

Sjá næstu 50 greinar