Af skattpíningu og kúgun atvinnuvega dr. Edward H. Hujibens skrifar 11. desember 2012 06:00 Það heyrist hátt í ferðaþjónustu um þessar mundir og að hluta er það að ósekju. Boðaðar skatta- og gjaldahækkanir á hótel og bílaleigur koma með hrikalega stuttum fyrirvara. Hins vegar hefur öll umræða umfram fyrirvarann fallið í heldur fyrirsjáanlegan og hefðbundinn farveg, ekki síst þar sem nú er kosningavetur. Má draga saman kjarna þeirrar umræðu með orðunum „allar skattahækkanir eru vondar“. Leiðarahöfundar, þingmenn, varamenn þeirra og tilvonandi, sem og flestir hagsmunaðilar í ferðaþjónustu syngja sönginn um að þessar hækkanir herði þannig skrúfur að þessu helsta hjóli efnahagslífsins, svo að það stöðvist eða sem verra er snúist öndvert með samdrætti. Nú er rétt að huga að nokkrum staðreyndum. Starfsleyfum bílaleiga á landinu hefur fjölgað úr 66 árið 2008 í 115 nú árið 2012. Hótelherbergjum fjölgar ört og í sumum stærstu sveitarfélögunum má sjá fyrirhugaða allt að 200% aukningu í framboði rúma. Það er vissulega vöxtur í gestakomum. En svo virðist sem annar hver maður ætli sér að græða á því. Sannarlega er gullgrafaraæði í íslenskri ferðaþjónustu.Grátkór um skilningsleysi Þá má spyrja: Er það ekki skylda hins opinbera að hægja hér á og reyna að koma í veg fyrir bólu sem springur að hætti minkabúa, laxeldis og fjárfestingarbankastarfsemi. Auðvitað þarf að fylgjast með merkjum um hvort hjólin séu að snúast í öndverða átt og auðvitað er aðstöðumunur fyrirtækja á landsbyggð og SV-horni til að taka þessar hækkanir á sig. En grátkór um skilningsleysi hins opinbera verður að taka með fyrirvara og huga að markmiðum frekar en prósentum. Hið opinbera hefur vissulega sýnt ótrúlega tregðu við að átta sig á málefnum greinarinnar með fyrirvaraleysi hækkananna. Þau þurfa að sýna í verki stefnu í ferðamálum samhliða þessum hækkunum. Hins vegar þegar kemur að markmiðum má vel spyrja hvort það sé góð þróun umhverfis- og samfélagslega séð, ef allir gestir til landsins skondrast um það í sínum prívat bíl. Verið er að efla almenningssamgöngur í landinu og ferðafólk getur eflt og styrkt þá þróun innviða. Þeir koma einmitt þegar landsmenn nota slíkar samgöngur hvað minnst og geta þannig styrkt rekstrargrunn þeirra. Öll getum við sæst á að eðlilegra og heilbrigðara er fyrir umhverfi og samfélag, svo ekki sé talað um viðkvæma staði í náttúru landsins, að fólk komi með slíkum samgöngum. Það hlýtur að teljast betra upp á ímynd hins ósnortna að fólk nýti slíka samgöngumáta frekar en að öll plön fyllist af Yaris bílum. Einnig væri æskilegra að boðuð fjárfesting í innviðum áfangastaða gesta fari ekki í malbik fyrir bílaplön. Auk þess má vel spyrja hvort styrking samgönguinnviða sé einmitt ekki forsenda þess að laga árstíðarvanda greinarinnar. Auðvitað svíður alla þegar þeir þurfa borga meira í dag en í gær, en ef við berum gæfu til að ræða þessar breytingar í víðara samhengi en samanburði þess hvað var í krónum í gær og í dag, þá tel ég að meiri sátt geti orðið um þróun ferðaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það heyrist hátt í ferðaþjónustu um þessar mundir og að hluta er það að ósekju. Boðaðar skatta- og gjaldahækkanir á hótel og bílaleigur koma með hrikalega stuttum fyrirvara. Hins vegar hefur öll umræða umfram fyrirvarann fallið í heldur fyrirsjáanlegan og hefðbundinn farveg, ekki síst þar sem nú er kosningavetur. Má draga saman kjarna þeirrar umræðu með orðunum „allar skattahækkanir eru vondar“. Leiðarahöfundar, þingmenn, varamenn þeirra og tilvonandi, sem og flestir hagsmunaðilar í ferðaþjónustu syngja sönginn um að þessar hækkanir herði þannig skrúfur að þessu helsta hjóli efnahagslífsins, svo að það stöðvist eða sem verra er snúist öndvert með samdrætti. Nú er rétt að huga að nokkrum staðreyndum. Starfsleyfum bílaleiga á landinu hefur fjölgað úr 66 árið 2008 í 115 nú árið 2012. Hótelherbergjum fjölgar ört og í sumum stærstu sveitarfélögunum má sjá fyrirhugaða allt að 200% aukningu í framboði rúma. Það er vissulega vöxtur í gestakomum. En svo virðist sem annar hver maður ætli sér að græða á því. Sannarlega er gullgrafaraæði í íslenskri ferðaþjónustu.Grátkór um skilningsleysi Þá má spyrja: Er það ekki skylda hins opinbera að hægja hér á og reyna að koma í veg fyrir bólu sem springur að hætti minkabúa, laxeldis og fjárfestingarbankastarfsemi. Auðvitað þarf að fylgjast með merkjum um hvort hjólin séu að snúast í öndverða átt og auðvitað er aðstöðumunur fyrirtækja á landsbyggð og SV-horni til að taka þessar hækkanir á sig. En grátkór um skilningsleysi hins opinbera verður að taka með fyrirvara og huga að markmiðum frekar en prósentum. Hið opinbera hefur vissulega sýnt ótrúlega tregðu við að átta sig á málefnum greinarinnar með fyrirvaraleysi hækkananna. Þau þurfa að sýna í verki stefnu í ferðamálum samhliða þessum hækkunum. Hins vegar þegar kemur að markmiðum má vel spyrja hvort það sé góð þróun umhverfis- og samfélagslega séð, ef allir gestir til landsins skondrast um það í sínum prívat bíl. Verið er að efla almenningssamgöngur í landinu og ferðafólk getur eflt og styrkt þá þróun innviða. Þeir koma einmitt þegar landsmenn nota slíkar samgöngur hvað minnst og geta þannig styrkt rekstrargrunn þeirra. Öll getum við sæst á að eðlilegra og heilbrigðara er fyrir umhverfi og samfélag, svo ekki sé talað um viðkvæma staði í náttúru landsins, að fólk komi með slíkum samgöngum. Það hlýtur að teljast betra upp á ímynd hins ósnortna að fólk nýti slíka samgöngumáta frekar en að öll plön fyllist af Yaris bílum. Einnig væri æskilegra að boðuð fjárfesting í innviðum áfangastaða gesta fari ekki í malbik fyrir bílaplön. Auk þess má vel spyrja hvort styrking samgönguinnviða sé einmitt ekki forsenda þess að laga árstíðarvanda greinarinnar. Auðvitað svíður alla þegar þeir þurfa borga meira í dag en í gær, en ef við berum gæfu til að ræða þessar breytingar í víðara samhengi en samanburði þess hvað var í krónum í gær og í dag, þá tel ég að meiri sátt geti orðið um þróun ferðaþjónustu.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun