Kirkjan mótmælir kynbundnu ofbeldi! Arna Ýrr Sigurðardóttir skrifar 11. desember 2012 06:00 Það hefur ekki ríkt nein lognmolla í kringum kirkjuna á undanförnum misserum. Reglulega birtast í fjölmiðlum fréttir af einstaklingum innan kirkjunnar sem hafa misnotað vald sitt með kúgun og ofbeldi. Jafnvel æðstu ráðamenn hafa orðið uppvísir að slíku, bæði innan íslensku þjóðkirkjunnar og kaþólsku kirkjunnar. Og þetta á ekki bara við hér á landi, heldur víða um heim. Alls staðar rísa upp einstaklingar sem hafa kjark til að segja sögu sína, sögu af því hvernig níðst var á þeim á stöðum sem áttu að veita öruggt skjól. Og þetta gerist ekki bara innan kirkjunnar, heldur víða í félagasamtökum, t.d. í íþróttahreyfingunni og skátahreyfingunni.Vonbrigði með kirkjuna Margir hafa orðið fyrir vonbrigðum með kirkjuna og kristna trú. Ein vinkona mín sagði við mig í gær: „Manni finnst það ennþá verra þegar svona gerist í kirkjum, maður á að geta treyst því að þar sé allt í lagi.“ Og það er að sjálfsögðu alveg rétt, kristin kirkja ber ábyrgð á því að veita öllum skjól sem til hennar leita, þar eiga allir að finna sig örugga. En kirkjan hefur því miður vaknað upp við þann vonda draum á síðustu árum að þar, eins og annars staðar hafa menn komist til valda og áhrifa sem hafa misnotað stöðu sína og beitt konur og börn ofbeldi. Þetta er staðreynd sem kirkjan hefur þurft að glíma við, og hefur sú glíma oft á tíðum verið mjög sársaukafull.Skila þarf sakavottorði En nauðsynleg er hún og ég tel að hún hafi skilað sterkara kirkjusamfélagi sem horfst hefur í augu við raunveruleikann í auðmýkt og gert ýmislegt til að hindra það að kynbundið ofbeldi eigi sér stað í starfi kirkjunnar. Íslenska þjóðkirkjan hefur gripið til ýmissa ráðstafana. Öll þau sem sækjast eftir að starfa með börnum og unglingum þurfa að skila sakavottorði, fagráð um meðferð kynferðisbrota er starfandi innan kirkjunnar og hefur orðið að fyrirmynd varðandi slíkt starf, auk þess er kirkjan aðili að framkvæmdaáætlun Lútherska heimssambandsins um að vinna gegn kynbundnu ofbeldi.Ofbeldi á hvergi að líðast En síðast en ekki síst verður það að koma skýrt fram í allri boðun kirkjunnar, að sem lærisveinar Jesú Krists verðum við alltaf að taka okkur stöðu með þeim sem þurfa að þola hvers konar ofbeldi og kúgun. Það er óásættanlegt að gefa afslátt af þeirri afstöðu. Ofbeldi er synd og á hvergi að líðast, það er alveg skýrt. Kirkjan mótmælir því hverskonar kynbundnu ofbeldi og fylgir þar fordæmi Jesú Krists, sem kom fram við konur sem jafningja, af virðingu og kærleika, og sem leyfði börnunum að koma til sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Sjá meira
Það hefur ekki ríkt nein lognmolla í kringum kirkjuna á undanförnum misserum. Reglulega birtast í fjölmiðlum fréttir af einstaklingum innan kirkjunnar sem hafa misnotað vald sitt með kúgun og ofbeldi. Jafnvel æðstu ráðamenn hafa orðið uppvísir að slíku, bæði innan íslensku þjóðkirkjunnar og kaþólsku kirkjunnar. Og þetta á ekki bara við hér á landi, heldur víða um heim. Alls staðar rísa upp einstaklingar sem hafa kjark til að segja sögu sína, sögu af því hvernig níðst var á þeim á stöðum sem áttu að veita öruggt skjól. Og þetta gerist ekki bara innan kirkjunnar, heldur víða í félagasamtökum, t.d. í íþróttahreyfingunni og skátahreyfingunni.Vonbrigði með kirkjuna Margir hafa orðið fyrir vonbrigðum með kirkjuna og kristna trú. Ein vinkona mín sagði við mig í gær: „Manni finnst það ennþá verra þegar svona gerist í kirkjum, maður á að geta treyst því að þar sé allt í lagi.“ Og það er að sjálfsögðu alveg rétt, kristin kirkja ber ábyrgð á því að veita öllum skjól sem til hennar leita, þar eiga allir að finna sig örugga. En kirkjan hefur því miður vaknað upp við þann vonda draum á síðustu árum að þar, eins og annars staðar hafa menn komist til valda og áhrifa sem hafa misnotað stöðu sína og beitt konur og börn ofbeldi. Þetta er staðreynd sem kirkjan hefur þurft að glíma við, og hefur sú glíma oft á tíðum verið mjög sársaukafull.Skila þarf sakavottorði En nauðsynleg er hún og ég tel að hún hafi skilað sterkara kirkjusamfélagi sem horfst hefur í augu við raunveruleikann í auðmýkt og gert ýmislegt til að hindra það að kynbundið ofbeldi eigi sér stað í starfi kirkjunnar. Íslenska þjóðkirkjan hefur gripið til ýmissa ráðstafana. Öll þau sem sækjast eftir að starfa með börnum og unglingum þurfa að skila sakavottorði, fagráð um meðferð kynferðisbrota er starfandi innan kirkjunnar og hefur orðið að fyrirmynd varðandi slíkt starf, auk þess er kirkjan aðili að framkvæmdaáætlun Lútherska heimssambandsins um að vinna gegn kynbundnu ofbeldi.Ofbeldi á hvergi að líðast En síðast en ekki síst verður það að koma skýrt fram í allri boðun kirkjunnar, að sem lærisveinar Jesú Krists verðum við alltaf að taka okkur stöðu með þeim sem þurfa að þola hvers konar ofbeldi og kúgun. Það er óásættanlegt að gefa afslátt af þeirri afstöðu. Ofbeldi er synd og á hvergi að líðast, það er alveg skýrt. Kirkjan mótmælir því hverskonar kynbundnu ofbeldi og fylgir þar fordæmi Jesú Krists, sem kom fram við konur sem jafningja, af virðingu og kærleika, og sem leyfði börnunum að koma til sín.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar