Íslensk menning á aðventu Helga Rut Guðmundsdóttir skrifar 12. desember 2012 06:00 Ég er Íslendingur í útlöndum þessa aðventu, eins og oft áður. Í gegnum netið fylgist maður þó með dægurmálaumræðunni á Íslandi og er áhugavert að skoða hana utan frá. Eins og undanfarnar aðventur hefur rykið verið dustað af umræðunni um kirkjuferðir skóla og sýnist sitt hverjum. Umræðan snýst um trúfrelsi en þá gleymist að slíkir siðir snúast ekki um trúarsannfæringu heldur um menningu. Ég bý í fjölmenningarsamfélagi þar sem ákveðnir trúarhópar eru mjög áberandi bæði hvað hegðun og klæðaburð varðar. Samfélagið er upphaflega kaþólskt og heitir önnur hver gata hér eftir dýrlingi. Maður er daglega minntur á trúar- og menningarlegan bakgrunn svæðisins og ólíkra hópa sem hér búa. Þegar fólk ber trúarlegan bakgrunn utan á sér eða segist vera ákveðinnar trúar þá er það sjaldnast til að játa persónulega trú. Þetta var ég ekki búin að læra fyrir 18 árum síðan. Ég var í tónlistardeild með fólki sem kom víða að. Þar sem ég var nýbúi misskildi ég ef fólk sagði mér í óspurðum fréttum að þau væru gyðingar, kaþólikkar eða mótmælendur. Ég hélt fyrst að þau væru að opinbera trúarlega sannfæringu sína og fannst það sérstakt en var fljót að átta mig á að þarna vildi fólk í stuttu máli gefa mér innsýn í menningarlegan bakgrunn sinn. Ég held til dæmis ekki að neinn af vinum mínum í kórstjórn hafi verið sérstaklega trúhneigður. En tónlistarbakgrunn mátti skýra með þeirri trúarbragðamenningu sem hafði mótað okkur.Ekki trúarofbeldi Heima á Íslandi hefur trúarbragðamenning kristni mótað samfélag og siði öldum saman. Að skilgreina íslenskt samfélag sem kristið er ekki trúarofbeldi. Að afneita kristnum sið sem hluta af íslenskri menningu er í besta falli undarlegt. Öll okkar menning er undir áhrifum frá kristni eins og menn túlkuðu hana og skildu á hverjum tíma. Við finnum kristin minni í öllum þjóðararfi. Ef við viðurkennum það ekki hvernig getum við þá skilið okkur sjálf? Nú á aðventu er mikið um tónleikahald þar sem trúarleg tónlist er í hávegum höfð. Fyrir suma hefur þessi tónlist merkingu sem snertir þeirra persónulegu trú. En margir taka þátt einungis tónlistarinnar vegna og tengja ekki trúarlega tónlist við persónulega sannfæringu. Svo vill til að fullt af þeirri tónlist sem við höfum alist upp við og telst til stórvirkja tónbókmenntanna er af trúarlegum toga. Einstaklingar sem hafa valið sér trúlausa afstöðu í lífinu mæta samt í Kringluna eða í kirkju og syngja hástöfum Hallelúja! því tónlist Händels er óviðjafnanleg og tilheyrir menningu okkar. Ég heyri engan velta fyrir sér meintum áhrifum boðskaparins.Hluti af heilbrigðri sjálfsmynd Hverjum er frjálst að iðka sína trú eða enga trú. Það er óumdeilt í vestrænu samfélagi. En eins og það að fullorðnast felst í að skilja hvað mótaði mann í æsku þá er það hluti af heilbrigðri sjálfsmynd þjóðar að horfast í augu við hvað mótaði hana öldum saman. Að þykjast ætla að dauðhreinsa íslenskt menntakerfi af meintum trúarlegum áhrifum kristni með því að banna kirkjuferðir á aðventu virkar frekar hjáróma í jólaundirbúningnum. Kirkjuferðir á vegum skóla hljóta að vera uppfræðandi fyrir hvern sem elst upp í íslensku samfélagi. Frekar væri ámælisvert ef íslensk börn hefðu ekki tækifæri einu sinni á ári til að skoða heimkynni gamallar trúarhefðar sem lengi hefur mótað okkar samfélag og siði. Það er ekkert hættulegt að heimsækja íslenska kirkju, samkunduhús gyðinga eða mosku. En maður lærir margt um eigin trúarmenningu og annarra með slíkum heimsóknum. Því öll erum við sprottin úr einhverri trúarmenningu. Við þurfum bara að viðurkenna það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég er Íslendingur í útlöndum þessa aðventu, eins og oft áður. Í gegnum netið fylgist maður þó með dægurmálaumræðunni á Íslandi og er áhugavert að skoða hana utan frá. Eins og undanfarnar aðventur hefur rykið verið dustað af umræðunni um kirkjuferðir skóla og sýnist sitt hverjum. Umræðan snýst um trúfrelsi en þá gleymist að slíkir siðir snúast ekki um trúarsannfæringu heldur um menningu. Ég bý í fjölmenningarsamfélagi þar sem ákveðnir trúarhópar eru mjög áberandi bæði hvað hegðun og klæðaburð varðar. Samfélagið er upphaflega kaþólskt og heitir önnur hver gata hér eftir dýrlingi. Maður er daglega minntur á trúar- og menningarlegan bakgrunn svæðisins og ólíkra hópa sem hér búa. Þegar fólk ber trúarlegan bakgrunn utan á sér eða segist vera ákveðinnar trúar þá er það sjaldnast til að játa persónulega trú. Þetta var ég ekki búin að læra fyrir 18 árum síðan. Ég var í tónlistardeild með fólki sem kom víða að. Þar sem ég var nýbúi misskildi ég ef fólk sagði mér í óspurðum fréttum að þau væru gyðingar, kaþólikkar eða mótmælendur. Ég hélt fyrst að þau væru að opinbera trúarlega sannfæringu sína og fannst það sérstakt en var fljót að átta mig á að þarna vildi fólk í stuttu máli gefa mér innsýn í menningarlegan bakgrunn sinn. Ég held til dæmis ekki að neinn af vinum mínum í kórstjórn hafi verið sérstaklega trúhneigður. En tónlistarbakgrunn mátti skýra með þeirri trúarbragðamenningu sem hafði mótað okkur.Ekki trúarofbeldi Heima á Íslandi hefur trúarbragðamenning kristni mótað samfélag og siði öldum saman. Að skilgreina íslenskt samfélag sem kristið er ekki trúarofbeldi. Að afneita kristnum sið sem hluta af íslenskri menningu er í besta falli undarlegt. Öll okkar menning er undir áhrifum frá kristni eins og menn túlkuðu hana og skildu á hverjum tíma. Við finnum kristin minni í öllum þjóðararfi. Ef við viðurkennum það ekki hvernig getum við þá skilið okkur sjálf? Nú á aðventu er mikið um tónleikahald þar sem trúarleg tónlist er í hávegum höfð. Fyrir suma hefur þessi tónlist merkingu sem snertir þeirra persónulegu trú. En margir taka þátt einungis tónlistarinnar vegna og tengja ekki trúarlega tónlist við persónulega sannfæringu. Svo vill til að fullt af þeirri tónlist sem við höfum alist upp við og telst til stórvirkja tónbókmenntanna er af trúarlegum toga. Einstaklingar sem hafa valið sér trúlausa afstöðu í lífinu mæta samt í Kringluna eða í kirkju og syngja hástöfum Hallelúja! því tónlist Händels er óviðjafnanleg og tilheyrir menningu okkar. Ég heyri engan velta fyrir sér meintum áhrifum boðskaparins.Hluti af heilbrigðri sjálfsmynd Hverjum er frjálst að iðka sína trú eða enga trú. Það er óumdeilt í vestrænu samfélagi. En eins og það að fullorðnast felst í að skilja hvað mótaði mann í æsku þá er það hluti af heilbrigðri sjálfsmynd þjóðar að horfast í augu við hvað mótaði hana öldum saman. Að þykjast ætla að dauðhreinsa íslenskt menntakerfi af meintum trúarlegum áhrifum kristni með því að banna kirkjuferðir á aðventu virkar frekar hjáróma í jólaundirbúningnum. Kirkjuferðir á vegum skóla hljóta að vera uppfræðandi fyrir hvern sem elst upp í íslensku samfélagi. Frekar væri ámælisvert ef íslensk börn hefðu ekki tækifæri einu sinni á ári til að skoða heimkynni gamallar trúarhefðar sem lengi hefur mótað okkar samfélag og siði. Það er ekkert hættulegt að heimsækja íslenska kirkju, samkunduhús gyðinga eða mosku. En maður lærir margt um eigin trúarmenningu og annarra með slíkum heimsóknum. Því öll erum við sprottin úr einhverri trúarmenningu. Við þurfum bara að viðurkenna það.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun