Íslensk menning á aðventu Helga Rut Guðmundsdóttir skrifar 12. desember 2012 06:00 Ég er Íslendingur í útlöndum þessa aðventu, eins og oft áður. Í gegnum netið fylgist maður þó með dægurmálaumræðunni á Íslandi og er áhugavert að skoða hana utan frá. Eins og undanfarnar aðventur hefur rykið verið dustað af umræðunni um kirkjuferðir skóla og sýnist sitt hverjum. Umræðan snýst um trúfrelsi en þá gleymist að slíkir siðir snúast ekki um trúarsannfæringu heldur um menningu. Ég bý í fjölmenningarsamfélagi þar sem ákveðnir trúarhópar eru mjög áberandi bæði hvað hegðun og klæðaburð varðar. Samfélagið er upphaflega kaþólskt og heitir önnur hver gata hér eftir dýrlingi. Maður er daglega minntur á trúar- og menningarlegan bakgrunn svæðisins og ólíkra hópa sem hér búa. Þegar fólk ber trúarlegan bakgrunn utan á sér eða segist vera ákveðinnar trúar þá er það sjaldnast til að játa persónulega trú. Þetta var ég ekki búin að læra fyrir 18 árum síðan. Ég var í tónlistardeild með fólki sem kom víða að. Þar sem ég var nýbúi misskildi ég ef fólk sagði mér í óspurðum fréttum að þau væru gyðingar, kaþólikkar eða mótmælendur. Ég hélt fyrst að þau væru að opinbera trúarlega sannfæringu sína og fannst það sérstakt en var fljót að átta mig á að þarna vildi fólk í stuttu máli gefa mér innsýn í menningarlegan bakgrunn sinn. Ég held til dæmis ekki að neinn af vinum mínum í kórstjórn hafi verið sérstaklega trúhneigður. En tónlistarbakgrunn mátti skýra með þeirri trúarbragðamenningu sem hafði mótað okkur.Ekki trúarofbeldi Heima á Íslandi hefur trúarbragðamenning kristni mótað samfélag og siði öldum saman. Að skilgreina íslenskt samfélag sem kristið er ekki trúarofbeldi. Að afneita kristnum sið sem hluta af íslenskri menningu er í besta falli undarlegt. Öll okkar menning er undir áhrifum frá kristni eins og menn túlkuðu hana og skildu á hverjum tíma. Við finnum kristin minni í öllum þjóðararfi. Ef við viðurkennum það ekki hvernig getum við þá skilið okkur sjálf? Nú á aðventu er mikið um tónleikahald þar sem trúarleg tónlist er í hávegum höfð. Fyrir suma hefur þessi tónlist merkingu sem snertir þeirra persónulegu trú. En margir taka þátt einungis tónlistarinnar vegna og tengja ekki trúarlega tónlist við persónulega sannfæringu. Svo vill til að fullt af þeirri tónlist sem við höfum alist upp við og telst til stórvirkja tónbókmenntanna er af trúarlegum toga. Einstaklingar sem hafa valið sér trúlausa afstöðu í lífinu mæta samt í Kringluna eða í kirkju og syngja hástöfum Hallelúja! því tónlist Händels er óviðjafnanleg og tilheyrir menningu okkar. Ég heyri engan velta fyrir sér meintum áhrifum boðskaparins.Hluti af heilbrigðri sjálfsmynd Hverjum er frjálst að iðka sína trú eða enga trú. Það er óumdeilt í vestrænu samfélagi. En eins og það að fullorðnast felst í að skilja hvað mótaði mann í æsku þá er það hluti af heilbrigðri sjálfsmynd þjóðar að horfast í augu við hvað mótaði hana öldum saman. Að þykjast ætla að dauðhreinsa íslenskt menntakerfi af meintum trúarlegum áhrifum kristni með því að banna kirkjuferðir á aðventu virkar frekar hjáróma í jólaundirbúningnum. Kirkjuferðir á vegum skóla hljóta að vera uppfræðandi fyrir hvern sem elst upp í íslensku samfélagi. Frekar væri ámælisvert ef íslensk börn hefðu ekki tækifæri einu sinni á ári til að skoða heimkynni gamallar trúarhefðar sem lengi hefur mótað okkar samfélag og siði. Það er ekkert hættulegt að heimsækja íslenska kirkju, samkunduhús gyðinga eða mosku. En maður lærir margt um eigin trúarmenningu og annarra með slíkum heimsóknum. Því öll erum við sprottin úr einhverri trúarmenningu. Við þurfum bara að viðurkenna það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Ég er Íslendingur í útlöndum þessa aðventu, eins og oft áður. Í gegnum netið fylgist maður þó með dægurmálaumræðunni á Íslandi og er áhugavert að skoða hana utan frá. Eins og undanfarnar aðventur hefur rykið verið dustað af umræðunni um kirkjuferðir skóla og sýnist sitt hverjum. Umræðan snýst um trúfrelsi en þá gleymist að slíkir siðir snúast ekki um trúarsannfæringu heldur um menningu. Ég bý í fjölmenningarsamfélagi þar sem ákveðnir trúarhópar eru mjög áberandi bæði hvað hegðun og klæðaburð varðar. Samfélagið er upphaflega kaþólskt og heitir önnur hver gata hér eftir dýrlingi. Maður er daglega minntur á trúar- og menningarlegan bakgrunn svæðisins og ólíkra hópa sem hér búa. Þegar fólk ber trúarlegan bakgrunn utan á sér eða segist vera ákveðinnar trúar þá er það sjaldnast til að játa persónulega trú. Þetta var ég ekki búin að læra fyrir 18 árum síðan. Ég var í tónlistardeild með fólki sem kom víða að. Þar sem ég var nýbúi misskildi ég ef fólk sagði mér í óspurðum fréttum að þau væru gyðingar, kaþólikkar eða mótmælendur. Ég hélt fyrst að þau væru að opinbera trúarlega sannfæringu sína og fannst það sérstakt en var fljót að átta mig á að þarna vildi fólk í stuttu máli gefa mér innsýn í menningarlegan bakgrunn sinn. Ég held til dæmis ekki að neinn af vinum mínum í kórstjórn hafi verið sérstaklega trúhneigður. En tónlistarbakgrunn mátti skýra með þeirri trúarbragðamenningu sem hafði mótað okkur.Ekki trúarofbeldi Heima á Íslandi hefur trúarbragðamenning kristni mótað samfélag og siði öldum saman. Að skilgreina íslenskt samfélag sem kristið er ekki trúarofbeldi. Að afneita kristnum sið sem hluta af íslenskri menningu er í besta falli undarlegt. Öll okkar menning er undir áhrifum frá kristni eins og menn túlkuðu hana og skildu á hverjum tíma. Við finnum kristin minni í öllum þjóðararfi. Ef við viðurkennum það ekki hvernig getum við þá skilið okkur sjálf? Nú á aðventu er mikið um tónleikahald þar sem trúarleg tónlist er í hávegum höfð. Fyrir suma hefur þessi tónlist merkingu sem snertir þeirra persónulegu trú. En margir taka þátt einungis tónlistarinnar vegna og tengja ekki trúarlega tónlist við persónulega sannfæringu. Svo vill til að fullt af þeirri tónlist sem við höfum alist upp við og telst til stórvirkja tónbókmenntanna er af trúarlegum toga. Einstaklingar sem hafa valið sér trúlausa afstöðu í lífinu mæta samt í Kringluna eða í kirkju og syngja hástöfum Hallelúja! því tónlist Händels er óviðjafnanleg og tilheyrir menningu okkar. Ég heyri engan velta fyrir sér meintum áhrifum boðskaparins.Hluti af heilbrigðri sjálfsmynd Hverjum er frjálst að iðka sína trú eða enga trú. Það er óumdeilt í vestrænu samfélagi. En eins og það að fullorðnast felst í að skilja hvað mótaði mann í æsku þá er það hluti af heilbrigðri sjálfsmynd þjóðar að horfast í augu við hvað mótaði hana öldum saman. Að þykjast ætla að dauðhreinsa íslenskt menntakerfi af meintum trúarlegum áhrifum kristni með því að banna kirkjuferðir á aðventu virkar frekar hjáróma í jólaundirbúningnum. Kirkjuferðir á vegum skóla hljóta að vera uppfræðandi fyrir hvern sem elst upp í íslensku samfélagi. Frekar væri ámælisvert ef íslensk börn hefðu ekki tækifæri einu sinni á ári til að skoða heimkynni gamallar trúarhefðar sem lengi hefur mótað okkar samfélag og siði. Það er ekkert hættulegt að heimsækja íslenska kirkju, samkunduhús gyðinga eða mosku. En maður lærir margt um eigin trúarmenningu og annarra með slíkum heimsóknum. Því öll erum við sprottin úr einhverri trúarmenningu. Við þurfum bara að viðurkenna það.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun