Útflutningur rafmagns - besti kosturinn? Sveinn A. Sæland skrifar 10. desember 2012 06:00 Á undanförnum árum hefur umræðan um lagningu sæstrengs til Evrópu og sala á rafmagni frá Íslandi um hann fengið byr undir vængi. Með tilkomu orkumikils forstjóra árið 2009 hefur Landsvirkjun (LV) gengið í gegnum stefnumörkun þar sem nýtt hlutverk fyrirtækisins er sett fram og áherslur eru aðrar en áður. Til upprifjunar þá byggir stefnumörkunin á þremur meginstoðum: 1. Að stunda skilvirka raforkuvinnslu og framþróun. 2. Að þróa fjölbreyttan viðskiptavinahóp. 3. Að tengjast evrópskum orkumarkaði. Hlutverki LV hefur einnig verið breytt. Hlutverk LV var: „Landsvirkjun er orkufyrirtæki sem leggur grunn að nútíma lífsgæðum.“ Nýtt hlutverk Landsvirkjunar „ . . . er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir. . .“ Boðuð hefur verið mikil sókn til Evrópu með lagningu sæstrengs og sölu á raforku um hann. Í skýrslu sem fyrirtækið GAMMA vann fyrir LV um efnahagsleg áhrif af rekstri og arðssemi LV fram til 2035 kemur ýmislegt fróðlegt í ljós. Gert er ráð fyrir fjárfestingu í orkumannvirkjum og samhliða uppbyggingu iðnaðar fyrir um rúma 900 milljarða króna fram til ársins 2020 og af því er uppbygging í iðnaði um 56%. Til að einfalda hlutina er gert ráð fyrir að innlend fjárfesting sé helmingur upphæðarinnar eða 415 ma. Til viðbótar er gert ráð fyrir að fjárfesting við sæstrenginn nemi um 400 ma króna sem verður líklegast í eigu annarra en ríkisins. Gert ráð fyrir gríðarlegri fjárfestingu á komandi árum sem geti orðið 1.400 ma. sem er nálægt landsframleiðslu ársins 2011!Hagrænu áhrifin Fróðlegra er að skoða arðgreiðslur LV til eigandans, ríkisins þ.e. til okkar þegar slíkri risafjárfestingu er lokið. Þær verða 30-112 ma kr. á ári gangi allt eftir. Samanlagt verða þessi áhrif um 3-6% af landsframleiðslu og 9-14% af tekjum ríkissjóðs. Í skýrslunni eru þessar arðgreiðslur settar í samhengi við nokkra núverandi kostnaðarliði ríkissjóðs. Ofangreindar upphæðir gætu greitt allan kostnað við löggæslu, dómstóla, íþróttir, fangelsi, menningu, framhaldsskóla og háskóla – á hverju ári. Eða farið langleiðina með að borga fyrir heilbrigðiskerfið. Enn hærra klingir fyrir einhverja að heyra að það væri hægt að lækka tekjuskatt um helming eða ýmsa aðra skatta, s.s. eignaskatta. Árið 2030 gætu arðgreiðslurnar staðið fyrir 10% af tekjum ríkissjóðs. Eins og gefur að skilja liggja að baki þessum niðurstöðum mörg EF og margir samverkandi þættir þurfa að falla saman. Skýrsluhöfundar fjalla síðan um „Evrópuverð“ á rafmagni sem virðist eftirsóknarvert og virðist vera einn stærsti hvati þessarar vegferðar. Stóra vandamálið er talið vera alltof lágt orkuverð til stóriðju hér á landi. Samkvæmt áætlunum virðist gert ráð fyrir að verð á raforku til Evrópu verði allt að þrefalt hærra en nú fæst hér á landi. Þá komum við að því sem er hvati þessa greinarkorns. Ekki ætla undirritaðir að setja út á stefnumörkun LV en hins vegar er ætlunin að blanda sér í umræðuna út frá sjónarhorni garðyrkjunnar sem við erum fulltrúar fyrir. Ástæðan er sú að garðyrkjan er ein af mörgum atvinnugreinum sem er í orkusækinni starfssemi og notar u.þ.b. 70 GWst á ári til framleiðslu á grænmeti og blómum í gróðurhúsum.Hver er raunveruleikinn? Það hefur ekki farið fram hjá landsmönnum að rafmagnskostnaður garðyrkjunnar hefur vaxið langt umfram verðlag síðan 2005. Á það reyndar við um kostnað vegna dreifingar orkunnar en raunlækkun hefur orðið á orkunni sjálfri. Unnið hefur verið hörðum höndum að því að auka skilning ráðamanna á nauðsyn á hagkvæmari verðum. Því miður er enn daufheyrst við því á þeim stöðum sem ákvarðanir taka. Það er merkilegt að í þeim kafla skýrslunnar sem fjallar um ruðningsáhrif ofangreindra framkvæmda er hvergi getið áhrifa þeirra á starfssemi sem nú þegar er blómleg hér á landi. Fyrir utan garðyrkjuna eru margar aðrar starfsgreinar sem nota töluvert rafmagn við framleiðslu sína. Nægir að nefna bakara, stórmarkaði, fiskvinnslufyrirtæki o.fl. Hækkun dreifingarkostnaðar rafmagns langt umfram vísitölur á undanförnum árum hefur leitt til versandi samkeppnisstöðu við t.d. innflutt grænmeti. Rekstarkostnaður hefur hækkað verulega og er rafmagnskostnaður orðinn 20-30% af heildarkostnaði í ylrækt og stærsti einstaki kostnaðarliðurinn. Það gleymist að nefna það í skýrslu LV að þreföld hækkun verðs á rafmagni sem á að selja til Evrópu gæti haft svipuð áhrif á orkuverð innanlands. Hvergi er þess getið að hér á landi geti verið eitt verð en síðan seljum við rafmagn til Evrópu á öðru og miklu hærra verði. Öll orkufrek starfssemi þarf því að takast á við miklar hækkanir. Afleiðingin gæti í versta falli verið að fyrirtæki hætti starfssemi og ljóst er hver áhrifin verða á ræktun grænmetis hér á landi.Hvað er þá til ráða? Í fyrsta lagi. Til þess að vera uppbyggilegir leggjum við til að áfram verði haldið á þeirri braut sem LV er á varðandi lausa samninga við stóriðju, þ.e að semja um hækkað verð. Þrátt fyrir allt sýnir skýrsla LV að hægt er að sækja hærra verð til stóriðjunnar á næstu áratugum þegar samningar losna. Verð gæti tvöfaldast á næstu þremur áratugum og má lesa úr skýrslunni að samkeppnishæfni sé þrátt fyrir allt gott. Í öðru lagi móti stjórnvöld sér skýra stefnu í atvinnuuppbyggingu minni og meðalstórra iðnfyrirtækja. Skapa þarf skilyrði sem hvata til stofnunar fyrirtækja og rekstur þeirra. Í þriðja lagi verði verulegu fjármagni veitt til uppbyggingar slíkrar starfssemi. Ef ætlunin er að ríkið og einkaaðilar veiti 500 milljarða króna í fjárfestingar, samkvæmt skýrslu LV, væri hægt að stofna sérstaka fjárfestingasjóði með álitlegum upphæðum til að standa að atvinnuuppbyggingunni. Í fjórða lagi yrði núverandi starfssemi orkusækinna fyrirtækja tryggð með hagkvæmum samningum um notkun raforku. Nýtum orkuna til framleiðslu á vöru til útflutnings í stað þess að flytja orkuna ónýtta út. Það er svipað og að hvetja til aukins útflutnings á óunnum fiski til áframhaldandi vinnslu. Garðyrkjan hefur t.d. sýnt fram á með útreikningum að hægt er að lækka raforkukostnað til framleiðenda. Það má heldur ekki gleyma því að fyrirtæki í orkusæknum greinum veita mörg þúsundum manns atvinnu. Hvað vinnst með tillögunum? 1. Raforkuverð til stóriðju þróast nær verði í Evrópu án þess að missa samkeppnisforskot. Arðssemi LV til langs tíma eykst og það skilar meira af sér til þjóðarbúsins. 2. Áhrif stóriðjunnar í orkunotkun minnkar en annar iðnaður eykur hlut sinn. Einhver stóriðjufyrirtæki munu hugsanlega, en ekki örugglega, flytja starfssemi sína héðan. Ef það gerist losnar um rafmagn til nota í annan iðnað. 3. Uppbygging smáiðnaðar minni og meðalstórra fyrirtækja s.s. tölvuvera. Tekjur af orkusölu verða hærri en til stóriðju. Staðsetning minni og meðalstórra fyrirtækja er ekki bundin við fjölmennustu búsetusvæðin heldur geta verið í fámennari sveitarfélögum og styrkt þar með byggð. Aukum virðisauka við framleiðslu innanlands í stað þess að flytja hann út. 4. Fjölgun starfa. Ekki er gerð tilraun til að slá fram neinni tölu en ljóst að hún yrði töluverð. 5. Styrkum fótum rennt undir fyrirtæki sem þegar eru í rekstri. Hvati búinn til svo auka megi framleiðslu og fjölga störfum. 6. Gjaldeyrissparnaður. Ef aðeins eru skoðaðar tölur um innflutning á grænmeti þá hleypur hann á milljörðum króna árlega. Með hagkvæmari rekstrarskilyrðum er kominn hvati til aukinnar framleiðslu, fleiri starfa og minni gjaldeyrisnotkunar. Ekki er verið að leggja til að hrekja núverandi stóriðju úr landi heldur hækka verð til hennar í átt til verðs í Evrópu án þess að sú hækkun yfirfærist á aðra eins og óhjákvæmilegt er ef hér kemur sæstrengur. Áherslan er lögð á uppbyggingu smærri fyrirtækja og að hlúa að þeim fyrirtækjum sem starfa nú þegar hér á landi. Rauði þráðurinn í málflutningi okkar er hvernig við viljum sjá Ísland til framtíðar og hvernig við öflum þjóðartekna. Að náttúrugæði séu nýtt hér á landi til atvinnusköpunar og að framlegð hennar birtist í formi útflutnings eða til að spara gjaldeyri. Til lengri tíma eykst hagur ríkissjóðs með auknum skatttekjum af starfssemi og sköttum starfsmanna auk minni gjaldeyrisnotkunar. Nýtum raforkuna, þessa mikilvægu auðlind okkar, til sóknar í atvinnumálum innanlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur umræðan um lagningu sæstrengs til Evrópu og sala á rafmagni frá Íslandi um hann fengið byr undir vængi. Með tilkomu orkumikils forstjóra árið 2009 hefur Landsvirkjun (LV) gengið í gegnum stefnumörkun þar sem nýtt hlutverk fyrirtækisins er sett fram og áherslur eru aðrar en áður. Til upprifjunar þá byggir stefnumörkunin á þremur meginstoðum: 1. Að stunda skilvirka raforkuvinnslu og framþróun. 2. Að þróa fjölbreyttan viðskiptavinahóp. 3. Að tengjast evrópskum orkumarkaði. Hlutverki LV hefur einnig verið breytt. Hlutverk LV var: „Landsvirkjun er orkufyrirtæki sem leggur grunn að nútíma lífsgæðum.“ Nýtt hlutverk Landsvirkjunar „ . . . er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir. . .“ Boðuð hefur verið mikil sókn til Evrópu með lagningu sæstrengs og sölu á raforku um hann. Í skýrslu sem fyrirtækið GAMMA vann fyrir LV um efnahagsleg áhrif af rekstri og arðssemi LV fram til 2035 kemur ýmislegt fróðlegt í ljós. Gert er ráð fyrir fjárfestingu í orkumannvirkjum og samhliða uppbyggingu iðnaðar fyrir um rúma 900 milljarða króna fram til ársins 2020 og af því er uppbygging í iðnaði um 56%. Til að einfalda hlutina er gert ráð fyrir að innlend fjárfesting sé helmingur upphæðarinnar eða 415 ma. Til viðbótar er gert ráð fyrir að fjárfesting við sæstrenginn nemi um 400 ma króna sem verður líklegast í eigu annarra en ríkisins. Gert ráð fyrir gríðarlegri fjárfestingu á komandi árum sem geti orðið 1.400 ma. sem er nálægt landsframleiðslu ársins 2011!Hagrænu áhrifin Fróðlegra er að skoða arðgreiðslur LV til eigandans, ríkisins þ.e. til okkar þegar slíkri risafjárfestingu er lokið. Þær verða 30-112 ma kr. á ári gangi allt eftir. Samanlagt verða þessi áhrif um 3-6% af landsframleiðslu og 9-14% af tekjum ríkissjóðs. Í skýrslunni eru þessar arðgreiðslur settar í samhengi við nokkra núverandi kostnaðarliði ríkissjóðs. Ofangreindar upphæðir gætu greitt allan kostnað við löggæslu, dómstóla, íþróttir, fangelsi, menningu, framhaldsskóla og háskóla – á hverju ári. Eða farið langleiðina með að borga fyrir heilbrigðiskerfið. Enn hærra klingir fyrir einhverja að heyra að það væri hægt að lækka tekjuskatt um helming eða ýmsa aðra skatta, s.s. eignaskatta. Árið 2030 gætu arðgreiðslurnar staðið fyrir 10% af tekjum ríkissjóðs. Eins og gefur að skilja liggja að baki þessum niðurstöðum mörg EF og margir samverkandi þættir þurfa að falla saman. Skýrsluhöfundar fjalla síðan um „Evrópuverð“ á rafmagni sem virðist eftirsóknarvert og virðist vera einn stærsti hvati þessarar vegferðar. Stóra vandamálið er talið vera alltof lágt orkuverð til stóriðju hér á landi. Samkvæmt áætlunum virðist gert ráð fyrir að verð á raforku til Evrópu verði allt að þrefalt hærra en nú fæst hér á landi. Þá komum við að því sem er hvati þessa greinarkorns. Ekki ætla undirritaðir að setja út á stefnumörkun LV en hins vegar er ætlunin að blanda sér í umræðuna út frá sjónarhorni garðyrkjunnar sem við erum fulltrúar fyrir. Ástæðan er sú að garðyrkjan er ein af mörgum atvinnugreinum sem er í orkusækinni starfssemi og notar u.þ.b. 70 GWst á ári til framleiðslu á grænmeti og blómum í gróðurhúsum.Hver er raunveruleikinn? Það hefur ekki farið fram hjá landsmönnum að rafmagnskostnaður garðyrkjunnar hefur vaxið langt umfram verðlag síðan 2005. Á það reyndar við um kostnað vegna dreifingar orkunnar en raunlækkun hefur orðið á orkunni sjálfri. Unnið hefur verið hörðum höndum að því að auka skilning ráðamanna á nauðsyn á hagkvæmari verðum. Því miður er enn daufheyrst við því á þeim stöðum sem ákvarðanir taka. Það er merkilegt að í þeim kafla skýrslunnar sem fjallar um ruðningsáhrif ofangreindra framkvæmda er hvergi getið áhrifa þeirra á starfssemi sem nú þegar er blómleg hér á landi. Fyrir utan garðyrkjuna eru margar aðrar starfsgreinar sem nota töluvert rafmagn við framleiðslu sína. Nægir að nefna bakara, stórmarkaði, fiskvinnslufyrirtæki o.fl. Hækkun dreifingarkostnaðar rafmagns langt umfram vísitölur á undanförnum árum hefur leitt til versandi samkeppnisstöðu við t.d. innflutt grænmeti. Rekstarkostnaður hefur hækkað verulega og er rafmagnskostnaður orðinn 20-30% af heildarkostnaði í ylrækt og stærsti einstaki kostnaðarliðurinn. Það gleymist að nefna það í skýrslu LV að þreföld hækkun verðs á rafmagni sem á að selja til Evrópu gæti haft svipuð áhrif á orkuverð innanlands. Hvergi er þess getið að hér á landi geti verið eitt verð en síðan seljum við rafmagn til Evrópu á öðru og miklu hærra verði. Öll orkufrek starfssemi þarf því að takast á við miklar hækkanir. Afleiðingin gæti í versta falli verið að fyrirtæki hætti starfssemi og ljóst er hver áhrifin verða á ræktun grænmetis hér á landi.Hvað er þá til ráða? Í fyrsta lagi. Til þess að vera uppbyggilegir leggjum við til að áfram verði haldið á þeirri braut sem LV er á varðandi lausa samninga við stóriðju, þ.e að semja um hækkað verð. Þrátt fyrir allt sýnir skýrsla LV að hægt er að sækja hærra verð til stóriðjunnar á næstu áratugum þegar samningar losna. Verð gæti tvöfaldast á næstu þremur áratugum og má lesa úr skýrslunni að samkeppnishæfni sé þrátt fyrir allt gott. Í öðru lagi móti stjórnvöld sér skýra stefnu í atvinnuuppbyggingu minni og meðalstórra iðnfyrirtækja. Skapa þarf skilyrði sem hvata til stofnunar fyrirtækja og rekstur þeirra. Í þriðja lagi verði verulegu fjármagni veitt til uppbyggingar slíkrar starfssemi. Ef ætlunin er að ríkið og einkaaðilar veiti 500 milljarða króna í fjárfestingar, samkvæmt skýrslu LV, væri hægt að stofna sérstaka fjárfestingasjóði með álitlegum upphæðum til að standa að atvinnuuppbyggingunni. Í fjórða lagi yrði núverandi starfssemi orkusækinna fyrirtækja tryggð með hagkvæmum samningum um notkun raforku. Nýtum orkuna til framleiðslu á vöru til útflutnings í stað þess að flytja orkuna ónýtta út. Það er svipað og að hvetja til aukins útflutnings á óunnum fiski til áframhaldandi vinnslu. Garðyrkjan hefur t.d. sýnt fram á með útreikningum að hægt er að lækka raforkukostnað til framleiðenda. Það má heldur ekki gleyma því að fyrirtæki í orkusæknum greinum veita mörg þúsundum manns atvinnu. Hvað vinnst með tillögunum? 1. Raforkuverð til stóriðju þróast nær verði í Evrópu án þess að missa samkeppnisforskot. Arðssemi LV til langs tíma eykst og það skilar meira af sér til þjóðarbúsins. 2. Áhrif stóriðjunnar í orkunotkun minnkar en annar iðnaður eykur hlut sinn. Einhver stóriðjufyrirtæki munu hugsanlega, en ekki örugglega, flytja starfssemi sína héðan. Ef það gerist losnar um rafmagn til nota í annan iðnað. 3. Uppbygging smáiðnaðar minni og meðalstórra fyrirtækja s.s. tölvuvera. Tekjur af orkusölu verða hærri en til stóriðju. Staðsetning minni og meðalstórra fyrirtækja er ekki bundin við fjölmennustu búsetusvæðin heldur geta verið í fámennari sveitarfélögum og styrkt þar með byggð. Aukum virðisauka við framleiðslu innanlands í stað þess að flytja hann út. 4. Fjölgun starfa. Ekki er gerð tilraun til að slá fram neinni tölu en ljóst að hún yrði töluverð. 5. Styrkum fótum rennt undir fyrirtæki sem þegar eru í rekstri. Hvati búinn til svo auka megi framleiðslu og fjölga störfum. 6. Gjaldeyrissparnaður. Ef aðeins eru skoðaðar tölur um innflutning á grænmeti þá hleypur hann á milljörðum króna árlega. Með hagkvæmari rekstrarskilyrðum er kominn hvati til aukinnar framleiðslu, fleiri starfa og minni gjaldeyrisnotkunar. Ekki er verið að leggja til að hrekja núverandi stóriðju úr landi heldur hækka verð til hennar í átt til verðs í Evrópu án þess að sú hækkun yfirfærist á aðra eins og óhjákvæmilegt er ef hér kemur sæstrengur. Áherslan er lögð á uppbyggingu smærri fyrirtækja og að hlúa að þeim fyrirtækjum sem starfa nú þegar hér á landi. Rauði þráðurinn í málflutningi okkar er hvernig við viljum sjá Ísland til framtíðar og hvernig við öflum þjóðartekna. Að náttúrugæði séu nýtt hér á landi til atvinnusköpunar og að framlegð hennar birtist í formi útflutnings eða til að spara gjaldeyri. Til lengri tíma eykst hagur ríkissjóðs með auknum skatttekjum af starfssemi og sköttum starfsmanna auk minni gjaldeyrisnotkunar. Nýtum raforkuna, þessa mikilvægu auðlind okkar, til sóknar í atvinnumálum innanlands.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar