Spámaður snýr aftur! Steingrímur J. Sigfússon skrifar 7. desember 2012 06:00 Fræg er innkoma hins danska Lars Christensen í umræður um íslensk efnahagsmál árið 2006. Lars karlinn var ekki sleginn blindu á ójafnvægið, skuldsetninguna og hætturnar í íslensku efnahagsbólunni eins og flestir hér heima. Hann horfði á mælana, kannaði undirliggjandi hagvísa og dró sínar ályktanir um að hér stefndi í óefni og reyndist sannspár eins og við þekkjum. Nýfrjálshyggju- og útrásarliðið á Íslandi tók gagnrýni hans illa eins og yfirleitt öllu og öllum sem ekki tóku þátt í lofgerðarsöngnum um íslensku snilldina. Lars þótti vera veisluspillir sem stýrðist af litlu öðru en sérstakri tegund af danskri öfund og var þannig afgreiddur út úr umræðunni.Áhugi erlendra fjárfesta vaxandi Nú er Lars mættur hingað í annað sinn eftir hrun með Íslandsgreiningu sína og samstarfsmanna hjá Danske Bank í farteskinu. Hin fyrri, fyrir einu og hálfu ári eða svo, var fremur jákvæð í garð þess árangurs sem þá hafði náðst frá hruni og rímaði ekki illa við skrif mín um landris í efnahagsmálum. Ekki tók nú stjórnarandstaðan beinlínis kollhnís af gleði vegna fyrri heimsóknar Lars Christensen hingað eftir hrun ef ég man rétt, enda boðaði hún svartnætti dag eftir dag. En hver er í hnotskurn boðskapur Lars Christensen í nýrri greiningu hans? „Þetta gæti verið betra en er nú ekki svo slæmt“ (lausleg þýðing á yfirskrift kynningar hans á fundi VÍB). Á Íslandi er hagvöxtur meiri og verður að öllum líkindum meiri á næsta ári en á a.m.k. þremur hinna Norðurlandaríkjanna og nær flest öllum ríkjum Evrópu. Atvinnuleysi er minnkandi og hefur lækkað hraðar en Lars og félagar reiknuðu með í síðustu spá. Hér er kominn viðunandi stöðugleiki, fjármálakerfið komið í gang, grunnur einkaneyslu er þokkalega traustur og fjárfestingar þokast upp á við. Lars hefur ekki tiltakanlegar áhyggjur af verðbólgu og telur ekki þörf fyrir meira peningalegt aðhald nema síður sé. Áhugi erlendra fjárfesta fer vaxandi á Íslandi þó að höft á fjármagnshreyfingar fæli frá og ofan af þeim telur Lars þurfa að vinda svo fljótt sem auðið er.Ekki afgreiddur sem vinstri „agent“ Sem sagt, að mati hins danska spámanns er efnahagslífið á réttri leið. Og ekki verður maðurinn afgreiddur sem vinstri „agent“ eða málpípa ríkisstjórnarinnar. Lars lýsir sjálfum sér sem hörðum markaðssinna og höllum undir kenningar Milton Friedman. Nei, þetta er sami maður og sagði okkur til syndanna 2006 og reyndist því miður hafa rétt fyrir sér. Er ef til vill ástæða til að taka mark á honum nú eða eigum við að afgreiða hann aftur úr umræðunni með ódýrum hætti og fylgja leiðsögn Bjarna Ben og Sigmund Davíðs í efnahagsmálum um að heimurinn sé að farast? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Fræg er innkoma hins danska Lars Christensen í umræður um íslensk efnahagsmál árið 2006. Lars karlinn var ekki sleginn blindu á ójafnvægið, skuldsetninguna og hætturnar í íslensku efnahagsbólunni eins og flestir hér heima. Hann horfði á mælana, kannaði undirliggjandi hagvísa og dró sínar ályktanir um að hér stefndi í óefni og reyndist sannspár eins og við þekkjum. Nýfrjálshyggju- og útrásarliðið á Íslandi tók gagnrýni hans illa eins og yfirleitt öllu og öllum sem ekki tóku þátt í lofgerðarsöngnum um íslensku snilldina. Lars þótti vera veisluspillir sem stýrðist af litlu öðru en sérstakri tegund af danskri öfund og var þannig afgreiddur út úr umræðunni.Áhugi erlendra fjárfesta vaxandi Nú er Lars mættur hingað í annað sinn eftir hrun með Íslandsgreiningu sína og samstarfsmanna hjá Danske Bank í farteskinu. Hin fyrri, fyrir einu og hálfu ári eða svo, var fremur jákvæð í garð þess árangurs sem þá hafði náðst frá hruni og rímaði ekki illa við skrif mín um landris í efnahagsmálum. Ekki tók nú stjórnarandstaðan beinlínis kollhnís af gleði vegna fyrri heimsóknar Lars Christensen hingað eftir hrun ef ég man rétt, enda boðaði hún svartnætti dag eftir dag. En hver er í hnotskurn boðskapur Lars Christensen í nýrri greiningu hans? „Þetta gæti verið betra en er nú ekki svo slæmt“ (lausleg þýðing á yfirskrift kynningar hans á fundi VÍB). Á Íslandi er hagvöxtur meiri og verður að öllum líkindum meiri á næsta ári en á a.m.k. þremur hinna Norðurlandaríkjanna og nær flest öllum ríkjum Evrópu. Atvinnuleysi er minnkandi og hefur lækkað hraðar en Lars og félagar reiknuðu með í síðustu spá. Hér er kominn viðunandi stöðugleiki, fjármálakerfið komið í gang, grunnur einkaneyslu er þokkalega traustur og fjárfestingar þokast upp á við. Lars hefur ekki tiltakanlegar áhyggjur af verðbólgu og telur ekki þörf fyrir meira peningalegt aðhald nema síður sé. Áhugi erlendra fjárfesta fer vaxandi á Íslandi þó að höft á fjármagnshreyfingar fæli frá og ofan af þeim telur Lars þurfa að vinda svo fljótt sem auðið er.Ekki afgreiddur sem vinstri „agent“ Sem sagt, að mati hins danska spámanns er efnahagslífið á réttri leið. Og ekki verður maðurinn afgreiddur sem vinstri „agent“ eða málpípa ríkisstjórnarinnar. Lars lýsir sjálfum sér sem hörðum markaðssinna og höllum undir kenningar Milton Friedman. Nei, þetta er sami maður og sagði okkur til syndanna 2006 og reyndist því miður hafa rétt fyrir sér. Er ef til vill ástæða til að taka mark á honum nú eða eigum við að afgreiða hann aftur úr umræðunni með ódýrum hætti og fylgja leiðsögn Bjarna Ben og Sigmund Davíðs í efnahagsmálum um að heimurinn sé að farast?
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun