Grunnskólinn. Fagmennska eða fúsk? Arnar Ævarsson skrifar 11. desember 2012 06:00 Hlutverk og staða grunnskólans þarfnast skoðunar. Skilvirkt skólakerfi á að vera staðreynd á Íslandi, en ekki eilífur draumur. Góður skóli – Slæmur skóli? Einu upplýsingarnar sem liggja fyrir til að meta gæði skóla er útkoma á samræmdum prófum. Annað mat á skólastarfi er mjög takmarkað. Innra mat á skólastarfi er framkvæmt með mjög mismunandi hætti og ljóst að þar liggja tækifæri til að gera betur. Þekkingu innan skóla til að framkvæma og nýta innra mat með skilvirkum hætti er oft ábótavant. Stjórnendur og ekki síður kennara vantar faglegan stuðning við mat á skólastarfi. Ytra mat er lítið sem ekkert, sex skólar á ári á vegum ráðuneytis menntamála. Það tæki um þrjátíu ár að meta alla skóla með þessu áframhaldi. Starfshættir kennara í kennslustofunni hafa aldrei verið metnir formlega hjá 70% kennara, aldrei. Með lagabreytingu 2008 á grunnskólalögum, var úttekt á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla færð frá ráðuneyti menntamála til skólanefnda sveitarfélaga. Skólanefndir eiga að tryggja að innra mat í grunnskólum sé framkvæmt samkvæmt lögum, og eiga líka að leggja mat á að það sé gert með fullnægjandi hætti, allt á sömu hendi. Skólanefndir eru beggja vegna borðsins sem er furðulegt í ljósi þess að fyrir lagabreytingu þá hafði ítrekað meirihluti sjálfsmatsskýrslna ekki staðist úttekt menntamálaráðuneytis, úrskurðaður ófullnægjandi. Get ekki séð faglega réttlætingu á hví úttektin var færð til þeirra sem höfðu áður ekki fullnægt þeirri skyldu sem af þeim var ætlast samkvæmt lögum. Þetta er 2007 bragur á eftirliti menntamála.Upphaf skólagöngu Fyrsta/fyrstu ár nemenda í skólanum eru mikilvæg. Mikilvæg til að byggja upp jákvætt viðmót nemenda fyrir námi. Að líða vel í skólanum er mikilvægt. Hollendingar fara áhugaverða leið en sonur minn fjögurra ára er þeirrar gæfu aðnjótandi að stíga sín fyrstu spor á sinni skólagöngu hér í Hollandi. Skólaskylda er frá fimm ára aldri en börn mega byrja fjögurra ára, langflest gera það. Foreldrar geta valið skóla fyrir sitt barn, ekki bundnir hverfi né gerð skóla. Hollenska leiðin tekst á við þann fjölbreytileika sem býr í hverju barni og gefur barninu tíma til að finna sig, standa í lappirnar frá byrjun, öllum. Fyrstu tvö árin eru hugsuð til að undirbúa nemendur, kenna grunn í lestri, stærðfræði o.þ.h. en ekki síður að styrkja þau félagslega og kveikja áhuga og forvitni nemenda fyrir skóla/námi. Markmiðið er að allir nemendur verði tilbúnir til að takast á við námið að fullu fyrir 3. bekk, þá 6 ára gömul hér. Barnið er miðpunkturinn í öllu ferlinu og unnið með þarfir þess í nánu samstarfi við foreldra. Að byggja góðan grunn er lykilatriði til að ná árangri. Hollendingar státa einnig af langri hefð í mati á skólastarfi, frá 1801 hefur skipulagt ytra mat á skólastarfi verið í framkvæmd. Allir skólar eru metnir á fjögurra ára fresti af ytra mati. Skólar eru merktir sem „slakir“ skólar ef ástæða er til, enginn feluleikur. Upplýsingar eru öllum aðgengilegar á heimasíðu menntamála og skóla. Þú sem foreldri ert vel upplýstur um stöðu og gæði skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Sjá meira
Hlutverk og staða grunnskólans þarfnast skoðunar. Skilvirkt skólakerfi á að vera staðreynd á Íslandi, en ekki eilífur draumur. Góður skóli – Slæmur skóli? Einu upplýsingarnar sem liggja fyrir til að meta gæði skóla er útkoma á samræmdum prófum. Annað mat á skólastarfi er mjög takmarkað. Innra mat á skólastarfi er framkvæmt með mjög mismunandi hætti og ljóst að þar liggja tækifæri til að gera betur. Þekkingu innan skóla til að framkvæma og nýta innra mat með skilvirkum hætti er oft ábótavant. Stjórnendur og ekki síður kennara vantar faglegan stuðning við mat á skólastarfi. Ytra mat er lítið sem ekkert, sex skólar á ári á vegum ráðuneytis menntamála. Það tæki um þrjátíu ár að meta alla skóla með þessu áframhaldi. Starfshættir kennara í kennslustofunni hafa aldrei verið metnir formlega hjá 70% kennara, aldrei. Með lagabreytingu 2008 á grunnskólalögum, var úttekt á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla færð frá ráðuneyti menntamála til skólanefnda sveitarfélaga. Skólanefndir eiga að tryggja að innra mat í grunnskólum sé framkvæmt samkvæmt lögum, og eiga líka að leggja mat á að það sé gert með fullnægjandi hætti, allt á sömu hendi. Skólanefndir eru beggja vegna borðsins sem er furðulegt í ljósi þess að fyrir lagabreytingu þá hafði ítrekað meirihluti sjálfsmatsskýrslna ekki staðist úttekt menntamálaráðuneytis, úrskurðaður ófullnægjandi. Get ekki séð faglega réttlætingu á hví úttektin var færð til þeirra sem höfðu áður ekki fullnægt þeirri skyldu sem af þeim var ætlast samkvæmt lögum. Þetta er 2007 bragur á eftirliti menntamála.Upphaf skólagöngu Fyrsta/fyrstu ár nemenda í skólanum eru mikilvæg. Mikilvæg til að byggja upp jákvætt viðmót nemenda fyrir námi. Að líða vel í skólanum er mikilvægt. Hollendingar fara áhugaverða leið en sonur minn fjögurra ára er þeirrar gæfu aðnjótandi að stíga sín fyrstu spor á sinni skólagöngu hér í Hollandi. Skólaskylda er frá fimm ára aldri en börn mega byrja fjögurra ára, langflest gera það. Foreldrar geta valið skóla fyrir sitt barn, ekki bundnir hverfi né gerð skóla. Hollenska leiðin tekst á við þann fjölbreytileika sem býr í hverju barni og gefur barninu tíma til að finna sig, standa í lappirnar frá byrjun, öllum. Fyrstu tvö árin eru hugsuð til að undirbúa nemendur, kenna grunn í lestri, stærðfræði o.þ.h. en ekki síður að styrkja þau félagslega og kveikja áhuga og forvitni nemenda fyrir skóla/námi. Markmiðið er að allir nemendur verði tilbúnir til að takast á við námið að fullu fyrir 3. bekk, þá 6 ára gömul hér. Barnið er miðpunkturinn í öllu ferlinu og unnið með þarfir þess í nánu samstarfi við foreldra. Að byggja góðan grunn er lykilatriði til að ná árangri. Hollendingar státa einnig af langri hefð í mati á skólastarfi, frá 1801 hefur skipulagt ytra mat á skólastarfi verið í framkvæmd. Allir skólar eru metnir á fjögurra ára fresti af ytra mati. Skólar eru merktir sem „slakir“ skólar ef ástæða er til, enginn feluleikur. Upplýsingar eru öllum aðgengilegar á heimasíðu menntamála og skóla. Þú sem foreldri ert vel upplýstur um stöðu og gæði skóla.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar