Er gætt að rétti þínum? 7. desember 2012 07:00 Starf mitt felst í því að gæta að réttindum fólks, meðal annars vegna umferðarslysa. Ég veit því vel að það verður seint sagt að íslenskt tryggingaumhverfi ofali þá sem eiga um sárt að binda vegna slysa. Sumir launþegar eru þó betur settir en annað fólk, þar sem þeir hafa viðbótartryggingavernd vegna bílslysa í sínum kjarasamningi. Tryggingin er þó að hverfa úr kjarasamningum án þess að nokkur veiti því athygli. Til mín leituðu tveir einstaklingar á síðasta ári sem tóku laun eftir sama kjarasamningi og lentu í umferðarslysi sem var bótaskylt eftir reglum umferðarlaga. Rétt rúmir tveir mánuðir voru á milli slysanna og fékk annar aðilinn 30% hækkun á bætur en hinn fékk enga slíka hækkun. Ástæðan var einföld, á milli slysanna hafði viðbótartryggingarvernd vegna umferðarslysa verið tekin út úr kjarasamningnum. Því átti annar aðilinn bótarétt úr slysatryggingu launþega meðan hinn átti engan slíkan rétt. Kjarasamningsrétturinn hafði því verið skertur.Hagur launþega ekki betri Við þetta rifjaðist upp samtal sem ég átti við fulltrúa launþega í mjög stóru stéttarfélagi stuttu eftir efnahagshrunið í október 2008. Ég velti því fyrir mér hvort nokkurt svigrúm væri til launahækkana á Íslandi næstu árin og hvort ekki væri hægt að nota tækifærið til að semja um betri réttindi, svo sem aukna tryggingavernd, styttri vinnuviku og fleiri sumarfrísdaga. Ef gefa ætti þessi auknu réttindi eftir síðar yrði það ekki gert nema gegn launahækkunum. Staða launþega myndi því batna til lengri tíma. Fulltrúinn sagði almennan vilja fyrir launahækkunum, þar sem fjárhagsstaða almennings væri erfið. Ég hafði áhyggjur af tvennu þegar ég hugsaði að launahækkanir yrðu sambærilegar hjá öllum stéttarfélögum: Í fyrsta lagi hvort hækkanir myndu skila sér út í verðlagið og að auki hækka verðtryggðar skuldir þannig að nettó ávinningur af flötum launahækkunum væri enginn. Í öðru lagi hvort ríki og sveitarfélög hefðu takmarkað fjármagn í almennar hækkanir sem myndi leiða af sér hækkun skatta og útsvars. Því miður urðu áhyggjur mínar að veruleika. Þegar litið er til kjarasamnings einstaklinganna sem ég nefndi í upphafi greinarinnar, og þá sérstaklega tímabilsins frá október 2008 til dagsins í dag, má sjá að lægstu laun í samningnum hafa hækkað um 36%, sem er vel, en hæstu launin um 17%. Þess ber að geta að hæstu launin í launatöflunni voru þó ekki hærri en svo að þau voru rétt yfir meðalheildarlaunum Íslendinga. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um tæp 27%, vísitala launa um tæp 24%, vísitala byggingarkostnaðar um tæp 29%, bensín, áfengi og tóbak um rúm 60% og raunskatthlutfall meðallauna hækkað úr 25,5% í 27,7%. Kaupmáttur hefur því ekki aukist heldur minnkað. Almennar launahækkanir hafa því ekki skilað því markmiði að bæta hag launþega. Til að bæta gráu ofan á svart er verið að skerða önnur réttindi í kjarasamningum á sama tíma.Erfitt að ná réttindum aftur Ég er ekki forspár maður og ekki sérfræðingur í hagfræði. Þegar áðurnefndar áhyggjur mínar komu á daginn taldi ég líklegast að ég hefði ekki verið einn um að átta mig á samhengi almennra launahækkana og verðlags- og skattahækkana. Ég vona að þeir fáu heppnu sem enn þá hafa aukna tryggingavernd í sínum kjarasamningum, s.s. í kjarasamningum við ríki og sum sveitarfélög, gefi þessi réttindi ekki eftir án nokkurs endurgjalds. Erfitt er að ná réttindum aftur inn síðar þegar ekkert er til að semja um á móti. Því spyr ég þig, kæri launþegi: Er gætt að rétti þínum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Starf mitt felst í því að gæta að réttindum fólks, meðal annars vegna umferðarslysa. Ég veit því vel að það verður seint sagt að íslenskt tryggingaumhverfi ofali þá sem eiga um sárt að binda vegna slysa. Sumir launþegar eru þó betur settir en annað fólk, þar sem þeir hafa viðbótartryggingavernd vegna bílslysa í sínum kjarasamningi. Tryggingin er þó að hverfa úr kjarasamningum án þess að nokkur veiti því athygli. Til mín leituðu tveir einstaklingar á síðasta ári sem tóku laun eftir sama kjarasamningi og lentu í umferðarslysi sem var bótaskylt eftir reglum umferðarlaga. Rétt rúmir tveir mánuðir voru á milli slysanna og fékk annar aðilinn 30% hækkun á bætur en hinn fékk enga slíka hækkun. Ástæðan var einföld, á milli slysanna hafði viðbótartryggingarvernd vegna umferðarslysa verið tekin út úr kjarasamningnum. Því átti annar aðilinn bótarétt úr slysatryggingu launþega meðan hinn átti engan slíkan rétt. Kjarasamningsrétturinn hafði því verið skertur.Hagur launþega ekki betri Við þetta rifjaðist upp samtal sem ég átti við fulltrúa launþega í mjög stóru stéttarfélagi stuttu eftir efnahagshrunið í október 2008. Ég velti því fyrir mér hvort nokkurt svigrúm væri til launahækkana á Íslandi næstu árin og hvort ekki væri hægt að nota tækifærið til að semja um betri réttindi, svo sem aukna tryggingavernd, styttri vinnuviku og fleiri sumarfrísdaga. Ef gefa ætti þessi auknu réttindi eftir síðar yrði það ekki gert nema gegn launahækkunum. Staða launþega myndi því batna til lengri tíma. Fulltrúinn sagði almennan vilja fyrir launahækkunum, þar sem fjárhagsstaða almennings væri erfið. Ég hafði áhyggjur af tvennu þegar ég hugsaði að launahækkanir yrðu sambærilegar hjá öllum stéttarfélögum: Í fyrsta lagi hvort hækkanir myndu skila sér út í verðlagið og að auki hækka verðtryggðar skuldir þannig að nettó ávinningur af flötum launahækkunum væri enginn. Í öðru lagi hvort ríki og sveitarfélög hefðu takmarkað fjármagn í almennar hækkanir sem myndi leiða af sér hækkun skatta og útsvars. Því miður urðu áhyggjur mínar að veruleika. Þegar litið er til kjarasamnings einstaklinganna sem ég nefndi í upphafi greinarinnar, og þá sérstaklega tímabilsins frá október 2008 til dagsins í dag, má sjá að lægstu laun í samningnum hafa hækkað um 36%, sem er vel, en hæstu launin um 17%. Þess ber að geta að hæstu launin í launatöflunni voru þó ekki hærri en svo að þau voru rétt yfir meðalheildarlaunum Íslendinga. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um tæp 27%, vísitala launa um tæp 24%, vísitala byggingarkostnaðar um tæp 29%, bensín, áfengi og tóbak um rúm 60% og raunskatthlutfall meðallauna hækkað úr 25,5% í 27,7%. Kaupmáttur hefur því ekki aukist heldur minnkað. Almennar launahækkanir hafa því ekki skilað því markmiði að bæta hag launþega. Til að bæta gráu ofan á svart er verið að skerða önnur réttindi í kjarasamningum á sama tíma.Erfitt að ná réttindum aftur Ég er ekki forspár maður og ekki sérfræðingur í hagfræði. Þegar áðurnefndar áhyggjur mínar komu á daginn taldi ég líklegast að ég hefði ekki verið einn um að átta mig á samhengi almennra launahækkana og verðlags- og skattahækkana. Ég vona að þeir fáu heppnu sem enn þá hafa aukna tryggingavernd í sínum kjarasamningum, s.s. í kjarasamningum við ríki og sum sveitarfélög, gefi þessi réttindi ekki eftir án nokkurs endurgjalds. Erfitt er að ná réttindum aftur inn síðar þegar ekkert er til að semja um á móti. Því spyr ég þig, kæri launþegi: Er gætt að rétti þínum?
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun