Lýðræðið skrumskælt Guðmundur Gunnarsson skrifar 11. desember 2012 06:00 Íslendingar kusu um framtíðina 20. okt. síðastliðinn. Fréttin um kosningarnar fór víða, og niðurstaðan ekki síður. Margir töldu að á Íslandi væri samfélag þar sem lýðræði virkaði í alvöru, væri ekki kæft eða skrumskælt af þingmönnum og gæslumönnum sérhagsmuna. Erlendir fjölmiðlar sendu fréttamenn til Íslands til þess að fjalla um byltinguna sem íslenska þjóðin framkallaði 2009 með því að stilla sér upp fyrir framan Alþingishúsið og hrekja sitjandi ríkisstjórn frá völdum og reka frá stjórnendur Seðlabankans sem höfðu gert hann gjaldþrota. Hún valdi síðan 25 einstaklinga úr 530 frambjóðendum og fól þeim að vinna úr samþykktum 1000 manna þjóðfundar og 800 blaðsíðna skýrslu Stjórnlaganefndar og setja stjórnmálamönnum nýjar leikreglur með því að skrifa nýja stjórnarskrá.Innri hugsun ábótavant Sú von vaknaði að stjórnmálamenn ætluðu loks að taka vilja þjóðarinnar alvarlega, ekki síst eftir að Rannsóknarskýrslan birti þann fáránleika sem leitt hafði íslenska þjóð fram af björgunum. Innri hugsun íslensks samfélags var verulega ábótavant. Þess vegna þurfti nýja stjórnarskrá. Í öllum lýðræðisríkjum lúta stjórnmálamenn án nokkurra skilyrða niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslna. Þar gildir hið eina að öllum sé tryggður aðgangur að kjörklefa til þess að nýta sér vald sitt. Talsmenn íslensku valdastéttarinnar skrumskæla lýðræðið og tilkynna þjóðinni að gagnslaust sé að kjósa í ráðgefandi kosningum. Þjóðin verði að átta sig á því að valdið liggi hjá þeim, ekki þjóðinni. Hér birtist sá fáránleiki sem íslensk valdastétt hefur búið íslenskri þjóð. Vald sem ekki er sprottið frá þjóðinni verður aldrei annað en ofbeldi. Vilji þjóðarinnar er vilji samfélagsheildarinnar og fer saman við almannahagsmuni. Stjórnvald sem vill kallast réttmætt verður hverju sinni að lúta skilyrðislaust niðurstöðum í þjóðaratkvæðagreiðslum. Þar er málið lagt undir alla þjóðina og úrslitin eru í höndum meirihluta þeirra sem mæta á kjörstað.Sýndarveruleiki Nú eru 16 mánuðir liðnir síðan Stjórnlagaráð skilaði frumvarpi um nýja stjórnarskrá. Allir, ekki síst sitjandi stjórnmálamenn, hafa haft tækifæri til þess að koma fram með athugsemdir. Þeir stjórnmálaflokkar sem hafa verið hvað lengst við völd á Íslandi berjast gegn endurnýjun stjórnarskrárinnar. Nú er skyndilega stillt upp sýndarveruleika í Háskólanum þar sem einungis fá að koma fram þeir sem tala máli valdastéttarinnar. Þessa dagana opinberast hvernig valdastéttin berst purkunarlaust fyrir sínu og þeir sem fá að njóta hergóssins vilja ekki missa sinn hlut. Breytingar á gildandi stjórnarskrá verði til þess eins að þeir missi tökin á íslensku samfélagi. Það sé hættulegt að þjóðin fái að segja sitt álit. Það sé rán frá þeim sem hefur tekist að draga til sín öll völd og auð þjóðarinnar. Íslensk þjóð er að gera tilraun til valdaráns hjá sitjandi valdastétt, hrópa örvæntingafullir málsvarar valdastéttarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Sjá meira
Íslendingar kusu um framtíðina 20. okt. síðastliðinn. Fréttin um kosningarnar fór víða, og niðurstaðan ekki síður. Margir töldu að á Íslandi væri samfélag þar sem lýðræði virkaði í alvöru, væri ekki kæft eða skrumskælt af þingmönnum og gæslumönnum sérhagsmuna. Erlendir fjölmiðlar sendu fréttamenn til Íslands til þess að fjalla um byltinguna sem íslenska þjóðin framkallaði 2009 með því að stilla sér upp fyrir framan Alþingishúsið og hrekja sitjandi ríkisstjórn frá völdum og reka frá stjórnendur Seðlabankans sem höfðu gert hann gjaldþrota. Hún valdi síðan 25 einstaklinga úr 530 frambjóðendum og fól þeim að vinna úr samþykktum 1000 manna þjóðfundar og 800 blaðsíðna skýrslu Stjórnlaganefndar og setja stjórnmálamönnum nýjar leikreglur með því að skrifa nýja stjórnarskrá.Innri hugsun ábótavant Sú von vaknaði að stjórnmálamenn ætluðu loks að taka vilja þjóðarinnar alvarlega, ekki síst eftir að Rannsóknarskýrslan birti þann fáránleika sem leitt hafði íslenska þjóð fram af björgunum. Innri hugsun íslensks samfélags var verulega ábótavant. Þess vegna þurfti nýja stjórnarskrá. Í öllum lýðræðisríkjum lúta stjórnmálamenn án nokkurra skilyrða niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslna. Þar gildir hið eina að öllum sé tryggður aðgangur að kjörklefa til þess að nýta sér vald sitt. Talsmenn íslensku valdastéttarinnar skrumskæla lýðræðið og tilkynna þjóðinni að gagnslaust sé að kjósa í ráðgefandi kosningum. Þjóðin verði að átta sig á því að valdið liggi hjá þeim, ekki þjóðinni. Hér birtist sá fáránleiki sem íslensk valdastétt hefur búið íslenskri þjóð. Vald sem ekki er sprottið frá þjóðinni verður aldrei annað en ofbeldi. Vilji þjóðarinnar er vilji samfélagsheildarinnar og fer saman við almannahagsmuni. Stjórnvald sem vill kallast réttmætt verður hverju sinni að lúta skilyrðislaust niðurstöðum í þjóðaratkvæðagreiðslum. Þar er málið lagt undir alla þjóðina og úrslitin eru í höndum meirihluta þeirra sem mæta á kjörstað.Sýndarveruleiki Nú eru 16 mánuðir liðnir síðan Stjórnlagaráð skilaði frumvarpi um nýja stjórnarskrá. Allir, ekki síst sitjandi stjórnmálamenn, hafa haft tækifæri til þess að koma fram með athugsemdir. Þeir stjórnmálaflokkar sem hafa verið hvað lengst við völd á Íslandi berjast gegn endurnýjun stjórnarskrárinnar. Nú er skyndilega stillt upp sýndarveruleika í Háskólanum þar sem einungis fá að koma fram þeir sem tala máli valdastéttarinnar. Þessa dagana opinberast hvernig valdastéttin berst purkunarlaust fyrir sínu og þeir sem fá að njóta hergóssins vilja ekki missa sinn hlut. Breytingar á gildandi stjórnarskrá verði til þess eins að þeir missi tökin á íslensku samfélagi. Það sé hættulegt að þjóðin fái að segja sitt álit. Það sé rán frá þeim sem hefur tekist að draga til sín öll völd og auð þjóðarinnar. Íslensk þjóð er að gera tilraun til valdaráns hjá sitjandi valdastétt, hrópa örvæntingafullir málsvarar valdastéttarinnar.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar