Umferðaröryggi, mengun og rekstraröryggi Özur Lárusson skrifar 7. desember 2012 06:00 Meðalaldur bílaflotans hér á landi hefur hækkað mikið á síðustu árum enda hrundi bílasala úr 13 þúsundum bíla árið 2008 niður í tæplega þrjú þúsund bíla árið 2009. Heldur hefur salan tekið við sér á síðustu misserum en frá síðasta ári hefur verið gaman að ræða um prósentuaukningu í bílasölu þar sem hún er há. Sama á við um fjölgun nemenda í Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi á Ströndum en þar fjölgaði nemendum í vetur um 50%, fór úr fjórum í sex! Staðreyndin er sú að bílgreinin býr við afar þröngan kost. Innkaupsverð nýrra bíla er hátt sem skýrist af lágu gengi krónunnar og við það bætist svo dýr flutningur til landsins, há vörugjöld og hár virðisaukaskattur.Bílaleigur stærsti viðskiptavinurinn Á síðustu þrem árum hefur endurnýjun bílaflotans verið nánast að helmingi til bílaleigna. Hinn 1. nóvember sl. var búið að nýskrá 6.890 fólksbíla hér á landi, af þeim fóru 3.211 til bílaleigna eða liðlega 46%. Bílaleigubílar eru svo seldir á almennum markaði eftir u.þ.b. ár og eru þeir þá búnir að taka á sig ákveðin afföll sem gerir almenningi auðveldara fyrir að yngja upp heimilisbílinn. Nú er það í umræðunni hjá stjórnvöldum að afnema þann afslátt af vörugjöldum sem bílaleigur hafa haft hingað til svo þær séu samkeppnisfærar. Það mun hafa þau áhrif að verulega dregur úr kaupum bílaleigna á nýjum bílum, eða eins og komið hefur fram um 17-20%. Það mun hafa þau áhrif að samdráttur verður í bílasölu enn á ný en bílaumboð, sem nú eru hægt og bítandi að rétta úr kútnum eftir erfið ár, gætu þurft að fara í enn eina endurskipulagninguna með uppsögnum á starfsfólki og fleira.Óöruggur bílafloti Það er ekki auðvelt fyrir okkur að fylgja eftir þróuninni í bílgreininni. Meðalaldur bíla hér á landi er 12 ár en hann er 8,5 ár í EU-löndunum og mun lægri í flestum þeim löndum sem liggja næst okkur. Það er athyglisvert að þeim löndum sem hafa lægstan meðalaldur bíla hefur að sama skapi tekist best til í því að fækka umferðaróhöppum og slysum á fólki í umferðinni. Íslendingum hefur gengið ágætlega í því að fækka alvarlegum umferðarslysum á síðustu árum og má það fyrst og fremst þakka mikilli fræðslu, og betra ökunámi. Hins vegar sitjum við langt að baki í því að hafa örugga bíla þar sem flotinn er alltof gamall og gætum við gert mun betur í því að fækka slysum með öruggari bílum eins og hefur sýnt sig í þeim löndum þar sem meðalaldur bifreiða er lægri. Að sama skapi gengur okkur hægt að minnka mengun vegna umferðar en samasemmerki er á milli yngri bíla og minni mengunar. Eyðsla og útblástur nýrra bíla er tugum prósenta minni en t.d. tíu ára gamalla bíla og gætum við dregið stórlega úr mengun og eldsneytiseyðslu með því að yngja flotann upp. Fyrirhugaðar breytingar á vörugjaldakerfi á bílum munu þýða að bílaflotinn hér á landi heldur áfram að eldast með slæmum afleiðingum fyrir umhverfið og enn verri afleiðingum fyrir umferðaröryggi. Er það von bílgreinarinnar að stjórnvöld hræri ekki frekar í vörugjaldakerfi á nýjum bílum að sinni svo áfram megi byggja upp greinina eftir hrun og að ekki sé stöðugt verið að breyta rekstrarumhverfi greinarinnar sem gerir allar áætlanir marklausar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Meðalaldur bílaflotans hér á landi hefur hækkað mikið á síðustu árum enda hrundi bílasala úr 13 þúsundum bíla árið 2008 niður í tæplega þrjú þúsund bíla árið 2009. Heldur hefur salan tekið við sér á síðustu misserum en frá síðasta ári hefur verið gaman að ræða um prósentuaukningu í bílasölu þar sem hún er há. Sama á við um fjölgun nemenda í Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi á Ströndum en þar fjölgaði nemendum í vetur um 50%, fór úr fjórum í sex! Staðreyndin er sú að bílgreinin býr við afar þröngan kost. Innkaupsverð nýrra bíla er hátt sem skýrist af lágu gengi krónunnar og við það bætist svo dýr flutningur til landsins, há vörugjöld og hár virðisaukaskattur.Bílaleigur stærsti viðskiptavinurinn Á síðustu þrem árum hefur endurnýjun bílaflotans verið nánast að helmingi til bílaleigna. Hinn 1. nóvember sl. var búið að nýskrá 6.890 fólksbíla hér á landi, af þeim fóru 3.211 til bílaleigna eða liðlega 46%. Bílaleigubílar eru svo seldir á almennum markaði eftir u.þ.b. ár og eru þeir þá búnir að taka á sig ákveðin afföll sem gerir almenningi auðveldara fyrir að yngja upp heimilisbílinn. Nú er það í umræðunni hjá stjórnvöldum að afnema þann afslátt af vörugjöldum sem bílaleigur hafa haft hingað til svo þær séu samkeppnisfærar. Það mun hafa þau áhrif að verulega dregur úr kaupum bílaleigna á nýjum bílum, eða eins og komið hefur fram um 17-20%. Það mun hafa þau áhrif að samdráttur verður í bílasölu enn á ný en bílaumboð, sem nú eru hægt og bítandi að rétta úr kútnum eftir erfið ár, gætu þurft að fara í enn eina endurskipulagninguna með uppsögnum á starfsfólki og fleira.Óöruggur bílafloti Það er ekki auðvelt fyrir okkur að fylgja eftir þróuninni í bílgreininni. Meðalaldur bíla hér á landi er 12 ár en hann er 8,5 ár í EU-löndunum og mun lægri í flestum þeim löndum sem liggja næst okkur. Það er athyglisvert að þeim löndum sem hafa lægstan meðalaldur bíla hefur að sama skapi tekist best til í því að fækka umferðaróhöppum og slysum á fólki í umferðinni. Íslendingum hefur gengið ágætlega í því að fækka alvarlegum umferðarslysum á síðustu árum og má það fyrst og fremst þakka mikilli fræðslu, og betra ökunámi. Hins vegar sitjum við langt að baki í því að hafa örugga bíla þar sem flotinn er alltof gamall og gætum við gert mun betur í því að fækka slysum með öruggari bílum eins og hefur sýnt sig í þeim löndum þar sem meðalaldur bifreiða er lægri. Að sama skapi gengur okkur hægt að minnka mengun vegna umferðar en samasemmerki er á milli yngri bíla og minni mengunar. Eyðsla og útblástur nýrra bíla er tugum prósenta minni en t.d. tíu ára gamalla bíla og gætum við dregið stórlega úr mengun og eldsneytiseyðslu með því að yngja flotann upp. Fyrirhugaðar breytingar á vörugjaldakerfi á bílum munu þýða að bílaflotinn hér á landi heldur áfram að eldast með slæmum afleiðingum fyrir umhverfið og enn verri afleiðingum fyrir umferðaröryggi. Er það von bílgreinarinnar að stjórnvöld hræri ekki frekar í vörugjaldakerfi á nýjum bílum að sinni svo áfram megi byggja upp greinina eftir hrun og að ekki sé stöðugt verið að breyta rekstrarumhverfi greinarinnar sem gerir allar áætlanir marklausar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun