Mögulegir áhrifaþættir atvika í heilbrigðisþjónustu Helga Bragadóttir skrifar 12. desember 2012 06:00 Í ljósi frétta undanfarna daga um atvik og álag í heilbrigðisþjónustunni, ekki síst á Landspítala, viljum við deila með lesendum vitneskju okkar um mögulega áhrifaþætti atvika (mistaka og nærmistaka) í heilbrigðisþjónustu. Undanfarin ár höfum við í rannsóknum okkar skoðað vinnu og vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Rannsóknarniðurstöðurnar hafa dregið skýrt fram hversu margflókin sú þjónusta er sem veitt er við rúmbeð sjúklings. Um leið og vinna hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða krefst nákvæmni og athygli felur hún í sér álag sem er líkamlegt og ekki síður félagslegt og andlegt. Eitt af því sem einkennir vinnu þessara fagstétta eru tíðar truflanir sem tengjast samskiptum. Ljóst er að þjónusta sjúklinga verður æ flóknari eftir því sem tækni og framförum í þjónustu fleygir fram. Þessu fylgir flókið samspil margs konar þjónustu og samskipti þeirra fjölmörgu einstaklinga sem koma að þjónustu sjúklinganna. Starf hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða er af þessum sökum erilsamt og getur falið í sér truflanir sem ógna öryggi þjónustunnar sem innt er af hendi.Fjöltefli Rannsóknir okkar hafa til dæmis sýnt að hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar sem starfa á bráðalegudeildum fara á hverri klukkustund að jafnaði í um 16 ferðir innan deildarinnar vegna ýmissa erinda þeirra á herbergi sjúklinga eða annað og tengist umönnun sjúklinga. Þessi fjöldi ferða endurspeglar eril sem einkennir dagleg störf á bráðalegudeildum á Landspítala í því húsnæði og við þær aðstæður sem þjónustan býr við. Sjúklingar sem þurfa á sjúkrahúsþjónustu að halda hafa flóknar þarfir sem kalla á flókna þjónustu sem útheimtir einbeitingu og alúð. Það eru ekki eingöngu tíðar ferðir milli staða sem flækja vinnu við bráðahjúkrun, heldur einnig sú staðreynd að hver hjúkrunarfræðingur og sjúkraliði er að sinna mörgum sjúklingum í senn og vinna með mörgum aðilum. Vinnu hjúkrunarfræðinga hefur verið líkt við fjöltefli. Það sem vantar þó inn í þessa samlíkingu er að hjúkrun snýst um lifandi einstaklinga í kviku umhverfi þar sem ástand einstakra sjúklinga getur breyst snögglega og ástand sjúklingahópsins einnig. Ofan á þetta bætist síðan áreiti úr umhverfinu sem er ýmist nauðsynlegt eða ekki. Miðað við rannsóknarniðurstöður okkar er líklegt að hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar eigi fullt í fangi með að einbeita sér að störfum sínum enda einkennist vinna þeirra einnig af tíðum óvæntum samskiptum sem raska flæði þjónustunnar eða geta beinlínis truflað þjónustuna. Í mörgum tilvikum er um ítrekaðar og margþættar truflanir og tafir að ræða. Dæmi um þetta er að hjúkrunarfræðingur sem er að taka til lyf er snögglega beðinn um að koma til sjúklings þar sem ástand hans hefur breyst skyndilega og á leiðinni til þess sjúklings er hjúkrunarfræðingurinn stöðvaður af samstarfsmanni sem gefur honum upplýsingar um eða óskar eftir sérstakri ráðgjöf vegna annars sjúklings. Truflanir af þessum toga raska verulega flæði verkefna og auka hættu á að eitthvað fari úrskeiðis.Truflanir Lyfjagjafir hjúkrunarfræðinga eru eitt af þeim verkefnum sem krefjast mikillar einbeitingar og hjúkrunarfræðingar verja um 17% af vinnutíma sínum til slíkra verkefna. Í niðurstöðum okkar kom í ljós að lyfjavinna hjúkrunarfræðinga er rofin að meðaltali 11 sinnum á hverri vakt. Truflanir af þessum toga geta ógnað nákvæmni vinnubragða og þar með öryggi þjónustunnar. Rannsóknir erlendis hafa sýnt að truflanir við lyfjagjafir geta aukið líkur á mistökum um allt að 12%. Þegar hjúkrunarfræðingur er truflaður við lyfjagjöf reynir fyrst og fremst á þekkingu og einbeitingu hjúkrunarfræðingsins og færni hans í að greina og forgangsraða verkefnum, auk hinnar verklegu og tæknilegu færni. Öruggt samspil allra þessara þátta er afar mikilvægt í hjúkrun og allri heilbrigðisþjónustu. Í rannsóknum okkar koma fram mýmörg dæmi sem lýsa afar flóknum aðstæðum og flóknum ferlum á bráðalegudeildum þar sem frávik geta varðað gæði þjónustunnar sem og öryggi sjúklinga og starfsfólks. Niðurstöður rannsókna okkar hafa staðfest að styrkja þarf enn frekar fagmennsku í heilbrigðisþjónustunni, þannig að þekking og færni starfsmanna njóti sín og nýtist sem best fyrir velferð sjúklinganna. Vinna á bráðalegudeildum er einnig háð mörgum þáttum í starfsumhverfinu svo sem upplýsingaflæði, húsnæði og annarri aðstöðu auk verklags og menningu. Meðal þessara þátta er margt sem starfsfólk hefur lítil eða engin bein áhrif á. Í umbótavinnu er því algerlega nauðsynlegt að skoða og greina kerfið í heild sinni, allt frá starfsmanninum og vinnu hans, hans nánasta vinnuumhverfi, lög og reglugerðir, og samstarf hinna ólíku hluta kerfisins. Að draga einn þátt út og einblína á hann varðandi atvik í heilbrigðisþjónustu er eins og að ganga upp að fíl og lýsa eingöngu þeim hluta fílsins sem blasir við beint fyrir framan augu manns. Við skorum á kollega okkar í heilbrigðisvísindum, heilbrigðisstarfsmenn, stjórnendur og ráðamenn þjóðarinnar að falla ekki í þá gryfju að velja þröngt sjónarhorn og lýsa eingöngu þeim hluta kerfisins sem blasir við hverju sinni. Mikilvægt er að víkka sjónarhornið þannig að umræðan varpi ljósi á velferðarkerfið í heild sinni. Brýnt er að takast á við viðfangsefnin á heildrænan hátt, greina alla mögulega áhrifaþætti atvika í heilbrigðisþjónustunni og vinna að úrbótum á þeim grunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í ljósi frétta undanfarna daga um atvik og álag í heilbrigðisþjónustunni, ekki síst á Landspítala, viljum við deila með lesendum vitneskju okkar um mögulega áhrifaþætti atvika (mistaka og nærmistaka) í heilbrigðisþjónustu. Undanfarin ár höfum við í rannsóknum okkar skoðað vinnu og vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Rannsóknarniðurstöðurnar hafa dregið skýrt fram hversu margflókin sú þjónusta er sem veitt er við rúmbeð sjúklings. Um leið og vinna hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða krefst nákvæmni og athygli felur hún í sér álag sem er líkamlegt og ekki síður félagslegt og andlegt. Eitt af því sem einkennir vinnu þessara fagstétta eru tíðar truflanir sem tengjast samskiptum. Ljóst er að þjónusta sjúklinga verður æ flóknari eftir því sem tækni og framförum í þjónustu fleygir fram. Þessu fylgir flókið samspil margs konar þjónustu og samskipti þeirra fjölmörgu einstaklinga sem koma að þjónustu sjúklinganna. Starf hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða er af þessum sökum erilsamt og getur falið í sér truflanir sem ógna öryggi þjónustunnar sem innt er af hendi.Fjöltefli Rannsóknir okkar hafa til dæmis sýnt að hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar sem starfa á bráðalegudeildum fara á hverri klukkustund að jafnaði í um 16 ferðir innan deildarinnar vegna ýmissa erinda þeirra á herbergi sjúklinga eða annað og tengist umönnun sjúklinga. Þessi fjöldi ferða endurspeglar eril sem einkennir dagleg störf á bráðalegudeildum á Landspítala í því húsnæði og við þær aðstæður sem þjónustan býr við. Sjúklingar sem þurfa á sjúkrahúsþjónustu að halda hafa flóknar þarfir sem kalla á flókna þjónustu sem útheimtir einbeitingu og alúð. Það eru ekki eingöngu tíðar ferðir milli staða sem flækja vinnu við bráðahjúkrun, heldur einnig sú staðreynd að hver hjúkrunarfræðingur og sjúkraliði er að sinna mörgum sjúklingum í senn og vinna með mörgum aðilum. Vinnu hjúkrunarfræðinga hefur verið líkt við fjöltefli. Það sem vantar þó inn í þessa samlíkingu er að hjúkrun snýst um lifandi einstaklinga í kviku umhverfi þar sem ástand einstakra sjúklinga getur breyst snögglega og ástand sjúklingahópsins einnig. Ofan á þetta bætist síðan áreiti úr umhverfinu sem er ýmist nauðsynlegt eða ekki. Miðað við rannsóknarniðurstöður okkar er líklegt að hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar eigi fullt í fangi með að einbeita sér að störfum sínum enda einkennist vinna þeirra einnig af tíðum óvæntum samskiptum sem raska flæði þjónustunnar eða geta beinlínis truflað þjónustuna. Í mörgum tilvikum er um ítrekaðar og margþættar truflanir og tafir að ræða. Dæmi um þetta er að hjúkrunarfræðingur sem er að taka til lyf er snögglega beðinn um að koma til sjúklings þar sem ástand hans hefur breyst skyndilega og á leiðinni til þess sjúklings er hjúkrunarfræðingurinn stöðvaður af samstarfsmanni sem gefur honum upplýsingar um eða óskar eftir sérstakri ráðgjöf vegna annars sjúklings. Truflanir af þessum toga raska verulega flæði verkefna og auka hættu á að eitthvað fari úrskeiðis.Truflanir Lyfjagjafir hjúkrunarfræðinga eru eitt af þeim verkefnum sem krefjast mikillar einbeitingar og hjúkrunarfræðingar verja um 17% af vinnutíma sínum til slíkra verkefna. Í niðurstöðum okkar kom í ljós að lyfjavinna hjúkrunarfræðinga er rofin að meðaltali 11 sinnum á hverri vakt. Truflanir af þessum toga geta ógnað nákvæmni vinnubragða og þar með öryggi þjónustunnar. Rannsóknir erlendis hafa sýnt að truflanir við lyfjagjafir geta aukið líkur á mistökum um allt að 12%. Þegar hjúkrunarfræðingur er truflaður við lyfjagjöf reynir fyrst og fremst á þekkingu og einbeitingu hjúkrunarfræðingsins og færni hans í að greina og forgangsraða verkefnum, auk hinnar verklegu og tæknilegu færni. Öruggt samspil allra þessara þátta er afar mikilvægt í hjúkrun og allri heilbrigðisþjónustu. Í rannsóknum okkar koma fram mýmörg dæmi sem lýsa afar flóknum aðstæðum og flóknum ferlum á bráðalegudeildum þar sem frávik geta varðað gæði þjónustunnar sem og öryggi sjúklinga og starfsfólks. Niðurstöður rannsókna okkar hafa staðfest að styrkja þarf enn frekar fagmennsku í heilbrigðisþjónustunni, þannig að þekking og færni starfsmanna njóti sín og nýtist sem best fyrir velferð sjúklinganna. Vinna á bráðalegudeildum er einnig háð mörgum þáttum í starfsumhverfinu svo sem upplýsingaflæði, húsnæði og annarri aðstöðu auk verklags og menningu. Meðal þessara þátta er margt sem starfsfólk hefur lítil eða engin bein áhrif á. Í umbótavinnu er því algerlega nauðsynlegt að skoða og greina kerfið í heild sinni, allt frá starfsmanninum og vinnu hans, hans nánasta vinnuumhverfi, lög og reglugerðir, og samstarf hinna ólíku hluta kerfisins. Að draga einn þátt út og einblína á hann varðandi atvik í heilbrigðisþjónustu er eins og að ganga upp að fíl og lýsa eingöngu þeim hluta fílsins sem blasir við beint fyrir framan augu manns. Við skorum á kollega okkar í heilbrigðisvísindum, heilbrigðisstarfsmenn, stjórnendur og ráðamenn þjóðarinnar að falla ekki í þá gryfju að velja þröngt sjónarhorn og lýsa eingöngu þeim hluta kerfisins sem blasir við hverju sinni. Mikilvægt er að víkka sjónarhornið þannig að umræðan varpi ljósi á velferðarkerfið í heild sinni. Brýnt er að takast á við viðfangsefnin á heildrænan hátt, greina alla mögulega áhrifaþætti atvika í heilbrigðisþjónustunni og vinna að úrbótum á þeim grunni.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun