Skólastarf í framhaldsskólum í skugga niðurskurðar Aðalheiður Steingrímsdóttir skrifar 7. desember 2012 06:00 Því er oft haldið fram að lítill niðurskurður hafi orðið í velferðarkerfinu og vísað til forgangsröðunar í ríkisfjármálum. Ætli það sé raunin hjá framhaldsskólum landsins sem eru hluti af velferðarkerfinu? Hefur þeim verið hlíft við niðurskurði? Hver er veruleikinn í skólastarfinu? Hér á eftir verða dregnar fram nokkrar staðreyndir til íhugunar fyrir þá sem standa fyrir utan skólakerfið. Verkefni framhaldsskólanna hafa aukist jafnt og þétt á undanförnum árum, einkum vegna fjölgunar nemenda. Þannig voru nemendur í framhaldsskólum árið 2007 samtals 19.096 en 20.235 árið 2011 sem varð tæplega 6% fjölgun. Þessu til viðbótar innrituðust tæplega 1.500 nemendur í skólana haustið 2011 vegna átaksins „Nám er vinnandi vegur“. Rétt er að minna á þá staðreynd að fyrir hrunið haustið 2008 hafði framhaldsskólinn þegar orðið fyrir miklum niðurskurði. Fjárheimildir hans síðan þá hafa þrátt fyrir það ekki verið í samræmi við fjölgun nemenda og aukin verkefni. Á árunum 2007 til 2011 voru fjárheimildir til skólanna skornar niður um rúmlega 18%, reiknað á verðlagi ársins 2011. Í skýrslum OECD um menntamál kemur fram að árleg útgjöld vegna hvers nemanda í íslenskum framhaldsskólum lækkuðu að raunvirði milli áranna 2006 og 2007 og voru þó lág fyrir í alþjóðlegum samanburði. Árið 2008 voru árleg útgjöld á hvern framhaldsskólanemanda í fullu námi á Íslandi að raunvirði 12% undir meðaltalinu í löndum OECD. Eftir 2008 hefur mikill niðurskurður fjár til framhaldsskóla snaraukið vandann sem þegar var fyrir hendi. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2013 kemur fram að uppsafnaður niðurskurður í framhaldsskólakerfinu frá 2009 til 2013 sé rúmlega 4 milljarðar, sem er rúmlega 18% á verðlagi ársins 2013. Í árlegri fjárlagagerð hefur ekki verið tekið tillit til mikillar fjölgunar nemenda og meira skorið niður í rekstri þeirra en stjórnvöld vilja vera láta.Veruleikinn í skólastarfinu Niðurskurðurinn í skólastarfinu birtist þannig að fjöldi nemenda á hvert kennslustarf hefur aukist og námshópar fara sístækkandi en fjöldi kennara hefur ekki þróast í samræmi við fjölgun nemenda. Í rannsókn á starfsumhverfi í framhaldsskólum í byrjun þessa árs, sem um 1.000 félagsmenn KÍ í framhaldsskólum tóku þátt í, kom fram að haustið 2011 voru 90% kennara með fjölmennari námshópa en hópaviðmið segja til um. Sístækkandi námshópar eiga stóran þátt í slæmum starfsaðstæðum nemenda og kennara. Kennarastarfið er erfiðara andlega og streita í starfi jókst um 16 prósent milli áranna 2010 og 2012. Kennarar hafa minna svigrúm til að sinna hverjum nemanda og nota fjölbreytta kennsluhætti og námsmatsaðferðir. Minni einstaklingsbundin samskipti kennara og nemenda í kennslustundum bitna á öllum nemendum en mest á þeim sem þurfa á sérstakri leiðsögn að halda. Námshópar í verklegu námi eru stærri en aðstæður leyfa, og alvarlegar spurningar vakna um öryggiskröfur við slíkar aðstæður. Framhaldsskólar landsins eru rúmlega 30, og höfðu 8 þeirra um helming nemenda árið 2011. Þessir 8 skólar hafa á að skipa rúmlega 20 náms- og starfsráðgjöfum til að sinna nemendunum, sem þýðir um 500 nemendur á hvern náms- og starfsráðgjafa. Í framhaldsskólalögum er kveðið á um rétt nemenda til náms- og starfsráðgjafar. Við slíkar aðstæður er þessi réttur bara í orði en ekki á borði. Til að minnka brotthvarf úr framhaldsskólanámi þarf að rjúfa vítahring slæmra starfsskilyrða nemenda og starfsmanna skólanna. Samfélagið ætlast til mikils af skólunum, þeir eiga því að geta vænst mikils af samfélaginu.Launaþróun félagsmanna KÍ Á árunum 2007 til 2010 dróst meðallaunakostnaður á hvert stöðugildi í framhaldsskólum saman um 15%. Frá 2006 hefur framhaldsskólinn verið að dragast aftur úr launaþróun hefðbundinna háskólamenntaðra viðmiðunarhópa sem starfa hjá ríkinu. Nú munar um 15-16% á dagvinnulaunum og 8-9% á heildarlaunum, framhaldsskólunum í óhag. Framhaldsskólarnir eru í dreifstýrðu launakerfi eins og aðrar ríkisstofnanir. Væntingar um að stofnanasamningar gæfu möguleika á eðlilegri launaþróun gengu ekki eftir. Á næstu árum munu margir starfsmenn í framhaldsskólum láta af störfum vegna aldurs og ráða þarf nýtt fagfólk í staðinn. Það verður aðeins gert með því að framhaldsskólarnir verði samkeppnishæfir í launum. Forgangsmál í kjarasamningum 2014 er að jafna laun í framhaldsskólum launum viðmiðunarhópa og koma á eðlilegri og stöðugri launaþróun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Því er oft haldið fram að lítill niðurskurður hafi orðið í velferðarkerfinu og vísað til forgangsröðunar í ríkisfjármálum. Ætli það sé raunin hjá framhaldsskólum landsins sem eru hluti af velferðarkerfinu? Hefur þeim verið hlíft við niðurskurði? Hver er veruleikinn í skólastarfinu? Hér á eftir verða dregnar fram nokkrar staðreyndir til íhugunar fyrir þá sem standa fyrir utan skólakerfið. Verkefni framhaldsskólanna hafa aukist jafnt og þétt á undanförnum árum, einkum vegna fjölgunar nemenda. Þannig voru nemendur í framhaldsskólum árið 2007 samtals 19.096 en 20.235 árið 2011 sem varð tæplega 6% fjölgun. Þessu til viðbótar innrituðust tæplega 1.500 nemendur í skólana haustið 2011 vegna átaksins „Nám er vinnandi vegur“. Rétt er að minna á þá staðreynd að fyrir hrunið haustið 2008 hafði framhaldsskólinn þegar orðið fyrir miklum niðurskurði. Fjárheimildir hans síðan þá hafa þrátt fyrir það ekki verið í samræmi við fjölgun nemenda og aukin verkefni. Á árunum 2007 til 2011 voru fjárheimildir til skólanna skornar niður um rúmlega 18%, reiknað á verðlagi ársins 2011. Í skýrslum OECD um menntamál kemur fram að árleg útgjöld vegna hvers nemanda í íslenskum framhaldsskólum lækkuðu að raunvirði milli áranna 2006 og 2007 og voru þó lág fyrir í alþjóðlegum samanburði. Árið 2008 voru árleg útgjöld á hvern framhaldsskólanemanda í fullu námi á Íslandi að raunvirði 12% undir meðaltalinu í löndum OECD. Eftir 2008 hefur mikill niðurskurður fjár til framhaldsskóla snaraukið vandann sem þegar var fyrir hendi. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2013 kemur fram að uppsafnaður niðurskurður í framhaldsskólakerfinu frá 2009 til 2013 sé rúmlega 4 milljarðar, sem er rúmlega 18% á verðlagi ársins 2013. Í árlegri fjárlagagerð hefur ekki verið tekið tillit til mikillar fjölgunar nemenda og meira skorið niður í rekstri þeirra en stjórnvöld vilja vera láta.Veruleikinn í skólastarfinu Niðurskurðurinn í skólastarfinu birtist þannig að fjöldi nemenda á hvert kennslustarf hefur aukist og námshópar fara sístækkandi en fjöldi kennara hefur ekki þróast í samræmi við fjölgun nemenda. Í rannsókn á starfsumhverfi í framhaldsskólum í byrjun þessa árs, sem um 1.000 félagsmenn KÍ í framhaldsskólum tóku þátt í, kom fram að haustið 2011 voru 90% kennara með fjölmennari námshópa en hópaviðmið segja til um. Sístækkandi námshópar eiga stóran þátt í slæmum starfsaðstæðum nemenda og kennara. Kennarastarfið er erfiðara andlega og streita í starfi jókst um 16 prósent milli áranna 2010 og 2012. Kennarar hafa minna svigrúm til að sinna hverjum nemanda og nota fjölbreytta kennsluhætti og námsmatsaðferðir. Minni einstaklingsbundin samskipti kennara og nemenda í kennslustundum bitna á öllum nemendum en mest á þeim sem þurfa á sérstakri leiðsögn að halda. Námshópar í verklegu námi eru stærri en aðstæður leyfa, og alvarlegar spurningar vakna um öryggiskröfur við slíkar aðstæður. Framhaldsskólar landsins eru rúmlega 30, og höfðu 8 þeirra um helming nemenda árið 2011. Þessir 8 skólar hafa á að skipa rúmlega 20 náms- og starfsráðgjöfum til að sinna nemendunum, sem þýðir um 500 nemendur á hvern náms- og starfsráðgjafa. Í framhaldsskólalögum er kveðið á um rétt nemenda til náms- og starfsráðgjafar. Við slíkar aðstæður er þessi réttur bara í orði en ekki á borði. Til að minnka brotthvarf úr framhaldsskólanámi þarf að rjúfa vítahring slæmra starfsskilyrða nemenda og starfsmanna skólanna. Samfélagið ætlast til mikils af skólunum, þeir eiga því að geta vænst mikils af samfélaginu.Launaþróun félagsmanna KÍ Á árunum 2007 til 2010 dróst meðallaunakostnaður á hvert stöðugildi í framhaldsskólum saman um 15%. Frá 2006 hefur framhaldsskólinn verið að dragast aftur úr launaþróun hefðbundinna háskólamenntaðra viðmiðunarhópa sem starfa hjá ríkinu. Nú munar um 15-16% á dagvinnulaunum og 8-9% á heildarlaunum, framhaldsskólunum í óhag. Framhaldsskólarnir eru í dreifstýrðu launakerfi eins og aðrar ríkisstofnanir. Væntingar um að stofnanasamningar gæfu möguleika á eðlilegri launaþróun gengu ekki eftir. Á næstu árum munu margir starfsmenn í framhaldsskólum láta af störfum vegna aldurs og ráða þarf nýtt fagfólk í staðinn. Það verður aðeins gert með því að framhaldsskólarnir verði samkeppnishæfir í launum. Forgangsmál í kjarasamningum 2014 er að jafna laun í framhaldsskólum launum viðmiðunarhópa og koma á eðlilegri og stöðugri launaþróun.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun