Skólastarf í framhaldsskólum í skugga niðurskurðar Aðalheiður Steingrímsdóttir skrifar 7. desember 2012 06:00 Því er oft haldið fram að lítill niðurskurður hafi orðið í velferðarkerfinu og vísað til forgangsröðunar í ríkisfjármálum. Ætli það sé raunin hjá framhaldsskólum landsins sem eru hluti af velferðarkerfinu? Hefur þeim verið hlíft við niðurskurði? Hver er veruleikinn í skólastarfinu? Hér á eftir verða dregnar fram nokkrar staðreyndir til íhugunar fyrir þá sem standa fyrir utan skólakerfið. Verkefni framhaldsskólanna hafa aukist jafnt og þétt á undanförnum árum, einkum vegna fjölgunar nemenda. Þannig voru nemendur í framhaldsskólum árið 2007 samtals 19.096 en 20.235 árið 2011 sem varð tæplega 6% fjölgun. Þessu til viðbótar innrituðust tæplega 1.500 nemendur í skólana haustið 2011 vegna átaksins „Nám er vinnandi vegur“. Rétt er að minna á þá staðreynd að fyrir hrunið haustið 2008 hafði framhaldsskólinn þegar orðið fyrir miklum niðurskurði. Fjárheimildir hans síðan þá hafa þrátt fyrir það ekki verið í samræmi við fjölgun nemenda og aukin verkefni. Á árunum 2007 til 2011 voru fjárheimildir til skólanna skornar niður um rúmlega 18%, reiknað á verðlagi ársins 2011. Í skýrslum OECD um menntamál kemur fram að árleg útgjöld vegna hvers nemanda í íslenskum framhaldsskólum lækkuðu að raunvirði milli áranna 2006 og 2007 og voru þó lág fyrir í alþjóðlegum samanburði. Árið 2008 voru árleg útgjöld á hvern framhaldsskólanemanda í fullu námi á Íslandi að raunvirði 12% undir meðaltalinu í löndum OECD. Eftir 2008 hefur mikill niðurskurður fjár til framhaldsskóla snaraukið vandann sem þegar var fyrir hendi. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2013 kemur fram að uppsafnaður niðurskurður í framhaldsskólakerfinu frá 2009 til 2013 sé rúmlega 4 milljarðar, sem er rúmlega 18% á verðlagi ársins 2013. Í árlegri fjárlagagerð hefur ekki verið tekið tillit til mikillar fjölgunar nemenda og meira skorið niður í rekstri þeirra en stjórnvöld vilja vera láta.Veruleikinn í skólastarfinu Niðurskurðurinn í skólastarfinu birtist þannig að fjöldi nemenda á hvert kennslustarf hefur aukist og námshópar fara sístækkandi en fjöldi kennara hefur ekki þróast í samræmi við fjölgun nemenda. Í rannsókn á starfsumhverfi í framhaldsskólum í byrjun þessa árs, sem um 1.000 félagsmenn KÍ í framhaldsskólum tóku þátt í, kom fram að haustið 2011 voru 90% kennara með fjölmennari námshópa en hópaviðmið segja til um. Sístækkandi námshópar eiga stóran þátt í slæmum starfsaðstæðum nemenda og kennara. Kennarastarfið er erfiðara andlega og streita í starfi jókst um 16 prósent milli áranna 2010 og 2012. Kennarar hafa minna svigrúm til að sinna hverjum nemanda og nota fjölbreytta kennsluhætti og námsmatsaðferðir. Minni einstaklingsbundin samskipti kennara og nemenda í kennslustundum bitna á öllum nemendum en mest á þeim sem þurfa á sérstakri leiðsögn að halda. Námshópar í verklegu námi eru stærri en aðstæður leyfa, og alvarlegar spurningar vakna um öryggiskröfur við slíkar aðstæður. Framhaldsskólar landsins eru rúmlega 30, og höfðu 8 þeirra um helming nemenda árið 2011. Þessir 8 skólar hafa á að skipa rúmlega 20 náms- og starfsráðgjöfum til að sinna nemendunum, sem þýðir um 500 nemendur á hvern náms- og starfsráðgjafa. Í framhaldsskólalögum er kveðið á um rétt nemenda til náms- og starfsráðgjafar. Við slíkar aðstæður er þessi réttur bara í orði en ekki á borði. Til að minnka brotthvarf úr framhaldsskólanámi þarf að rjúfa vítahring slæmra starfsskilyrða nemenda og starfsmanna skólanna. Samfélagið ætlast til mikils af skólunum, þeir eiga því að geta vænst mikils af samfélaginu.Launaþróun félagsmanna KÍ Á árunum 2007 til 2010 dróst meðallaunakostnaður á hvert stöðugildi í framhaldsskólum saman um 15%. Frá 2006 hefur framhaldsskólinn verið að dragast aftur úr launaþróun hefðbundinna háskólamenntaðra viðmiðunarhópa sem starfa hjá ríkinu. Nú munar um 15-16% á dagvinnulaunum og 8-9% á heildarlaunum, framhaldsskólunum í óhag. Framhaldsskólarnir eru í dreifstýrðu launakerfi eins og aðrar ríkisstofnanir. Væntingar um að stofnanasamningar gæfu möguleika á eðlilegri launaþróun gengu ekki eftir. Á næstu árum munu margir starfsmenn í framhaldsskólum láta af störfum vegna aldurs og ráða þarf nýtt fagfólk í staðinn. Það verður aðeins gert með því að framhaldsskólarnir verði samkeppnishæfir í launum. Forgangsmál í kjarasamningum 2014 er að jafna laun í framhaldsskólum launum viðmiðunarhópa og koma á eðlilegri og stöðugri launaþróun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Sjá meira
Því er oft haldið fram að lítill niðurskurður hafi orðið í velferðarkerfinu og vísað til forgangsröðunar í ríkisfjármálum. Ætli það sé raunin hjá framhaldsskólum landsins sem eru hluti af velferðarkerfinu? Hefur þeim verið hlíft við niðurskurði? Hver er veruleikinn í skólastarfinu? Hér á eftir verða dregnar fram nokkrar staðreyndir til íhugunar fyrir þá sem standa fyrir utan skólakerfið. Verkefni framhaldsskólanna hafa aukist jafnt og þétt á undanförnum árum, einkum vegna fjölgunar nemenda. Þannig voru nemendur í framhaldsskólum árið 2007 samtals 19.096 en 20.235 árið 2011 sem varð tæplega 6% fjölgun. Þessu til viðbótar innrituðust tæplega 1.500 nemendur í skólana haustið 2011 vegna átaksins „Nám er vinnandi vegur“. Rétt er að minna á þá staðreynd að fyrir hrunið haustið 2008 hafði framhaldsskólinn þegar orðið fyrir miklum niðurskurði. Fjárheimildir hans síðan þá hafa þrátt fyrir það ekki verið í samræmi við fjölgun nemenda og aukin verkefni. Á árunum 2007 til 2011 voru fjárheimildir til skólanna skornar niður um rúmlega 18%, reiknað á verðlagi ársins 2011. Í skýrslum OECD um menntamál kemur fram að árleg útgjöld vegna hvers nemanda í íslenskum framhaldsskólum lækkuðu að raunvirði milli áranna 2006 og 2007 og voru þó lág fyrir í alþjóðlegum samanburði. Árið 2008 voru árleg útgjöld á hvern framhaldsskólanemanda í fullu námi á Íslandi að raunvirði 12% undir meðaltalinu í löndum OECD. Eftir 2008 hefur mikill niðurskurður fjár til framhaldsskóla snaraukið vandann sem þegar var fyrir hendi. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2013 kemur fram að uppsafnaður niðurskurður í framhaldsskólakerfinu frá 2009 til 2013 sé rúmlega 4 milljarðar, sem er rúmlega 18% á verðlagi ársins 2013. Í árlegri fjárlagagerð hefur ekki verið tekið tillit til mikillar fjölgunar nemenda og meira skorið niður í rekstri þeirra en stjórnvöld vilja vera láta.Veruleikinn í skólastarfinu Niðurskurðurinn í skólastarfinu birtist þannig að fjöldi nemenda á hvert kennslustarf hefur aukist og námshópar fara sístækkandi en fjöldi kennara hefur ekki þróast í samræmi við fjölgun nemenda. Í rannsókn á starfsumhverfi í framhaldsskólum í byrjun þessa árs, sem um 1.000 félagsmenn KÍ í framhaldsskólum tóku þátt í, kom fram að haustið 2011 voru 90% kennara með fjölmennari námshópa en hópaviðmið segja til um. Sístækkandi námshópar eiga stóran þátt í slæmum starfsaðstæðum nemenda og kennara. Kennarastarfið er erfiðara andlega og streita í starfi jókst um 16 prósent milli áranna 2010 og 2012. Kennarar hafa minna svigrúm til að sinna hverjum nemanda og nota fjölbreytta kennsluhætti og námsmatsaðferðir. Minni einstaklingsbundin samskipti kennara og nemenda í kennslustundum bitna á öllum nemendum en mest á þeim sem þurfa á sérstakri leiðsögn að halda. Námshópar í verklegu námi eru stærri en aðstæður leyfa, og alvarlegar spurningar vakna um öryggiskröfur við slíkar aðstæður. Framhaldsskólar landsins eru rúmlega 30, og höfðu 8 þeirra um helming nemenda árið 2011. Þessir 8 skólar hafa á að skipa rúmlega 20 náms- og starfsráðgjöfum til að sinna nemendunum, sem þýðir um 500 nemendur á hvern náms- og starfsráðgjafa. Í framhaldsskólalögum er kveðið á um rétt nemenda til náms- og starfsráðgjafar. Við slíkar aðstæður er þessi réttur bara í orði en ekki á borði. Til að minnka brotthvarf úr framhaldsskólanámi þarf að rjúfa vítahring slæmra starfsskilyrða nemenda og starfsmanna skólanna. Samfélagið ætlast til mikils af skólunum, þeir eiga því að geta vænst mikils af samfélaginu.Launaþróun félagsmanna KÍ Á árunum 2007 til 2010 dróst meðallaunakostnaður á hvert stöðugildi í framhaldsskólum saman um 15%. Frá 2006 hefur framhaldsskólinn verið að dragast aftur úr launaþróun hefðbundinna háskólamenntaðra viðmiðunarhópa sem starfa hjá ríkinu. Nú munar um 15-16% á dagvinnulaunum og 8-9% á heildarlaunum, framhaldsskólunum í óhag. Framhaldsskólarnir eru í dreifstýrðu launakerfi eins og aðrar ríkisstofnanir. Væntingar um að stofnanasamningar gæfu möguleika á eðlilegri launaþróun gengu ekki eftir. Á næstu árum munu margir starfsmenn í framhaldsskólum láta af störfum vegna aldurs og ráða þarf nýtt fagfólk í staðinn. Það verður aðeins gert með því að framhaldsskólarnir verði samkeppnishæfir í launum. Forgangsmál í kjarasamningum 2014 er að jafna laun í framhaldsskólum launum viðmiðunarhópa og koma á eðlilegri og stöðugri launaþróun.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar