Fleiri fréttir

Grunnskólinn okkar

Oddný Sturludóttir skrifar

Á vormisseri tóku rúmlega 3.000 reykvískir foreldrar þátt í viðhorfskönnun þar sem ánægja þeirra með grunnskólann var mæld. Reykjavíkurborg leggur metnað sinn í umbótastarf og hafa viðhorfskannanir verið lagðar fyrir foreldra grunn- og leikskólabarna um langt skeið. Nú þróum við sambærilegar kannanir vegna frístundaheimila- og félagsmiðstöðvastarfs. Reykjavíkurborg nýtir sér þessar kannanir í öllu gæða- og fagstarfi og tekur niðurstöður þeirra alvarlega. Kannanirnar eru umbótatæki, bæði fyrir skólana og stefnumótun skóla- og frístundaráðs.

Lýðfrelsi og efnahagsmál í fyrsta sæti

Hreggviður Jónsson skrifar

Sumardaginn fyrsta var tilkynnt í Þýskalandi að hagvöxtur væri töluvert meiri en áætlað hefði verið og spáin fyrir næsta ár var einnig bætt. Þetta segir töluvert um styrk Evrópu og evrunnar. Þjóðverjar tóku þann kost að herða stjórn á fjármálum sínum eftir yfirtökuna á gjörsamlega gjaldþrota efnahag A-Þýskalands. Það hefur tekið þá nær 20 ár að ná endum saman, spara og spara. Nú lætur árangurinn ekki á sér standa.

Jón eða séra Jón

Anna Hulda Júlíusdóttir skrifar

Ég vil þakka Jóhannesi Kr. Kristjánssyni fréttamanni og öllu því frábæra fólki sem hefur hugrekki til að stíga fram í dagsljósið og tala um einelti.

Kínamál

Einar Benediktsson skrifar

Nýafstaðin heimsókn forsætisráðherra Kína, Wen Jiabo, er til marks um að risaveldið leggur sig mjög í framkróka um nánari tengsl við Ísland. Þar ræður landlega Íslands við Norðurskautið. Kínverski forsætisráðherrann heimsækir Ísland fyrst á leið sinni til Þýskalands, Svíþjóðar og Póllands sem staðfestingu þess, að Kínverjar líta svo á að aðild að Norðurskautsráðinu skipi smáríkinu Íslandi í flokk með hinum stærri.

Hvers virði eru tengingar? Geta allir unnið?

Magnús Bjarnason skrifar

Evrópusambandið hefur sett sér metnaðarfull markmið hvað varðar endurnýjanlega orku og hyggst sambandið stórauka raforkuvinnslu með endurnýjanlegum orkugjöfum.

Leikur að eldi

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar

Það hefur vart farið framhjá landsmönnum að umfangsmikið málþóf á sér stað á Alþingi þessa dagana.

Innvígð og innmúruð glámskyggni

Torfi H. Tulinius skrifar

Í Silfri Egils þann 6. maí síðastliðinn tók Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, þátt í umræðum um kosningar í nokkrum Evrópuríkjum þar sem öfgahægriflokkar hafa nýlega styrkt sig í sessi. Hann sagði m.a. að ein helsta ástæða fyrir þessari þróun væri sú að stjórnmálamenn hefðu reynst ófærir um að hafa hemil á fjármálakerfinu og þeirri kreppu sem það hefur leitt yfir álfuna. Fjármálastofnanir fengu að græða ótæpilega á bóluárunum en þegar kreppan knúði dyra hefðu vestrænar ríkisstjórnir þjóðnýtt tapið með alvarlegum afleiðingum fyrir efnahag landanna og afkomu íbúanna.

Hvers vegna Þóra?

Inga Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Það eru forsetakosningar í nánd sem hafa eflaust ekki farið framhjá neinum. Vorið er komið og margir mjög frambærilegir frambjóðendur hafa gefið kost á sér. En hvers vegna eru þeir að bjóða sig fram á móti sitjandi forseta sem hefur átt farsælt starf? Getur verið að þjóðin vilji breytingar? Getur verið að þegar sitjandi forseti er kominn á eftirlaunaaldur sé kominn tími á breytingar? Getur líka verið að sú yfirlýsing forseta, að e.t.v. muni hann vilja losna undan embættinu eftir tvö ár, sé ástæða þess að ekki sé svo eftirsóknarvert að kjósa hann? Eða viljum við nýjar kosningar aftur þá og ætlum svo að kvarta yfir því hvað það sé dýrt að halda kosningar? Þessar spurningar leita á mig og urðu kveikja þess að ég sting niður penna.

Það má tala um þetta!

Hildur Jakobína Gísladóttir skrifar

Þegar börn fæðast andvana eða deyja í móðurkviði finna foreldrar þeirra fyrir sárri sorg. Hún varir lengi og eykst og minnkar til skiptis. Þrátt fyrir sorgina þurfa þeir að takast á við raunveruleikann, kveðja barnið og tilkynna aðstandendum og vinum barnsmissinn ásamt því að ljúka ýmsum formsatriðum, eins og dánarvottorði og ganga frá barnaherberginu sem kannski var fullbúið, auk ýmislegs fleira. Verður ekki nógu vel brýnt fyrir fagfólki að vera vel undir það búið að taka á móti foreldrum í þessari erfiðu stöðu. Framkoman við þá getur skipt sköpum fyrir hvernig þeim gengur að vinna úr sorginni. Orðaval þarf að vanda og sýna hlýhug og samkennd auk þess að leiðbeina þeim svo að þeir þurfi sem minnst að hafa fyrir sársaukafullum afgreiðslumálum t.d. í stjórnkerfinu. Fólk man í smáatriðum orð og atvik undir þessum kringumstæðum ekki síður en við hefðbundna barnsfæðingu þegar allt gengur að óskum.

Fyrir fjölskylduna

Björn Valur Gíslason skrifar

Á misjöfnu þrífast börnin best. Eða svo er sagt og í því sambandi oft vísað til þess að blessuð börnin hafi ekkert nema gott af því að upplifa misjafnar aðstæður og mótlæti til að geta notið lífsins betur á fullorðinsárum. Það er jafnvel stundum gefið í skyn í þessu samhengi að forsenda þess að geta liðið vel sé að hafa áður upplifað vansæld og vanlíðan.

Siðferði og veiðistjórnun

Elvar Árni Lund skrifar

Skotveiðifélag Íslands – Skotvís – hefur allt frá stofnun þess barist fyrir siðbót meðal skotveiðimanna á Íslandi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan um miðjan áttunda áratuginn, þegar félagið var stofnað, og er óhætt að segja að vel hafi gengið að koma siðbótinni á. Það er í raun aðdáunarvert að sjá hve frumkvöðlar félagsins voru framsýnir, en til vitnis um það eru siðareglur Skotvís (sjá á www.skotvis.is). Í siðareglunum er farið yfir hvernig góður veiðimaður skuli haga sér gagnvart sjálfum sér, öðru fólki og síðast en ekki síst náttúru landsins. Siðareglurnar eru til halds og trausts fyrir þá sem eru að taka fyrstu skrefin í veiðum og fyrir eldri og reyndari veiðimenn til að spegla sig í og máta sig við.

Hvað skal með „stóra kvótamálið“?

Ólína Þorvarðardóttir skrifar

Mikið er í húfi að vel takist til við umfjöllun frumvarpanna tveggja sem Alþingi hefur nú til meðferðar og kölluð eru „kvótafrumvörpin“. Annað lýtur að stjórn fiskveiða (kvótakerfinu) en hitt að gjaldtökunni fyrir nýtingu auðlindarinnar (veiðigjaldinu). Bæði hafa þau vakið hörð viðbrögð, og ekki er allt frómt sem sagt hefur verið um þau til þessa. Ég vil því gera nánari grein fyrir meginþáttum frumvarpanna og velta upp þeim breytingum á þeim sem ég tel að yrðu til bóta.

Álögur á sjúklinga vegna komu- og umsýslugjalda sérfræðilækna

Guðmundur Magnússon skrifar

Ár er liðið frá því að samningar á milli Sjúkratrygginga Íslands og sérfræðilækna runnu út þann 31. mars 2011. Í kjölfarið og vegna samningsleysis hafa sjúklingar þurft að greiða komu- og umsýslugjald fyrir þjónustu sérfræðilækna á stofum þeirra. Hér er um viðbótargjald að ræða, sem leggst við hluta sjúklings í útlögðum kostnaði. Rétt er að taka fram að ekki allir sérfræðilæknar innheimta slíkt gjald. ÖBÍ hafa borist dæmi um viðbótargjöld á bilinu 500 kr. til 3.500 kr. fyrir hverja komu.

Svartur, hvítur eða grár?

Steinar B. Aðalbjörnsson skrifar

Það er ávallt gaman þegar fólk er ekki sammála. Líf okkar væri hreinlega innantómt ef allir væru alltaf sammála um alla hluti. Mikilvægt er þó að rýna rétt í fræðin þegar kemur að vísindunum og þegar ætlunin er að ráðleggja fólki með heilsu og heilbrigðan lífsstíl.

Forsetakosningar: Rödd frá Bretlandi

Clive Stacey skrifar

Ég er ánægður með að geta minnt lesendur Fréttablaðsins á að ég hef þekkt Ara Trausta Guðmundsson um langan aldur. Þekkt hann sem góðan vin og sérfræðing um mörg, flókin sérsvið vísindanna þar sem mig hefur vantað ráðgjöf þegar skipulagðar eru ferðir breskra ferðamanna og námshópa til Íslands og þær raungerðar.

Samtök meðlagsgreiðenda

Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar

Þann 3. maí sl. voru stofnuð Samtök meðlagsgreiðenda sem hafa það að markmiði að standa vörð um réttindi meðlagsgreiðenda og knýja á um réttarbætur til handa þeim, m.a. með bættri aðkomu þeirra að bótakerfinu. Eins og sakir standa fá meðlagsgreiðendur engar barnabætur og er aðkoma meðlagsgreiðenda að vaxta- og húsaleigubótakerfinu nánast engin þar sem greiðendur meðlaga hafa sömu stöðu og barnslausir einstaklingar, sem ýmist eru einstæðir eða komnir í sambúð. Bætur til handa þeim skerðast því eins og um barnslausa einstaklinga sé að ræða jafnvel þótt meðlög séu aðeins lítill hluti af framfærslu meðlagsgreiðenda.

Talsamband við útlönd

Katrín Jakobsdóttir skrifar

Mér finnst gaman að vera kominn hingað, en það veit enginn um þennan stað,“ sagði hinn heimsfrægi djasstónlistarmaður Chick Corea á sviðinu í Eldborgarsal Hörpu á dögunum. Hann var nokkuð hissa á húsinu og landinu. Listamaðurinn tók vissulega nokkuð djúpt í árinni en víst er Ísland lítið land og alls ekki sjálfgefið að hinn stóri heimur viti af okkur hér í hafinu, jafnvel þó um sé að ræða víðsýnt fólk.

Argumentum ad hominem

Sigurður Gizurarson skrifar

Niðurstaða Landsdóms og viðbrögð Geirs H. Haarde við honum hafa verið til umræðu undanfarna daga. Dómstóllinn sýknaði Geir af öllum ákæruatriðum nema því að hann hefði af stórfelldu gáleysi látið fyrir farast að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni, svo sem boðið er í 17. gr. stjórnarskrárinnar. Eðlilega tók Geir sakfellinguna óstinnt upp. Hann kvaðst reiður yfir niðurstöðunni og álíta ljóst, að pólitísk sjónarmið hefðu laumað sér inn í landsdóminn.

Líf á biðstofunni

Bryndís Björnsdóttir skrifar

Þrítugasta apríl síðastliðinn kom fram viðtal við Kristínu Guðmundsdóttur sem var í þann mund að hefja söfnun fyrir styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans, Líf. Með söfnuninni vill Kristín leggja áherslu á að kvennadeildin bæti aðbúnað kvenna sem hafa misst börn sín á meðgöngu eða í fæðingu. Í viðtalinu kom fram að Kristín hafði nýverið misst tvíburadrengi sína og hafði þurft að ganga í gegnum þá reynslu að sitja á biðstofu kvennadeildar eftir þann missi með óléttum konum sem biðu eftir að komast í sónar.

Mikill virðisauki í áli

Þorsteinn Víglundsson skrifar

Í nýlegri skýrslu Hagfræðistofnunar um framlag áliðnaðar til landsframleiðslu á Íslandi kemur fram að beint og óbeint framlag áliðnaðar nemur um 90 milljörðum króna á ári hverju. Þetta framlag hefur aukinheldur nær tvöfaldast á þeim fjórum árum sem skýrsla Hagfræðistofnunar tekur til.

Viðbrögð við verðbólgu

Jón Steinsson skrifar

Lífleg umræða hefur spunnist undanfarna daga um þá stöðu sem komin er upp varðandi verðbólgu á Íslandi í dag. Verðbólga mælist nú 6,4% og hefur hækkað um 4,5 prósentur frá því í byrjun árs 2011.

Það skiptir máli hverjir stjórna

Guðbjartur Hannesson skrifar

Í nýrri skýrslu sem Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands vann fyrir velferðarráðuneytið eru dregnar saman tölulegar upplýsingar um þróun íslensks samfélags á árunum fyrir og eftir hrun, ljósi varpað á áhrif hrunsins á ólíka tekjuhópa og hvernig stjórnvöldum hefur tekist það ætlunarverk sitt að verja kjör lægstu tekjuhópanna. Niðurstöðurnar eru afgerandi: Snúið hefur verið frá þeim fordæmalausa ójöfnuði sem jókst ört í tíð fyrri stjórnvalda.

Að spýta mórauðu

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Sú var tíðin, að Íslendingar tuggðu munntóbak og spýttu mórauðu. Mórauðastur var víst spýtingur þeirra, sem tuggðu rjól. Menn spýttu gjarna mórauðu þar sem hverjum og einum hentaði. Á götur og gangstíga, í anddyri verslana, fyrir utan aðgangsdyrnar að Hótel Borg og Hótel Íslandi – jafnvel undir borð og bak við mublur. Unz svo kom að landlækni og bæjarstjórn Reykjavíkur, sem þá hét, ofbauð.

Það er töff að nota hjálm

Aðalheiður Dögg Finnsdóttir skrifar

Nú þegar sumardagurinn fyrsti hefur gengið í garð með hækkandi sól og batnandi veðri fylgir óhjákvæmilega aukin útivist, til að mynda hjólreiðar. Alltaf er brýnt fyrir börnum að nota hjálm, sama hvaða farartæki þau kjósa sér, reiðhjól, hjólabretti, línuskauta eða hlaupahjól. Hinir eldri, ábyrgðarfullu, brýna fyrir þeim yngri.

Álögur á sjúklinga vegna komu- og umsýslugjalda

Guðmundur Magnússon og Sigríður Hanna Ingólfsdóttir skrifar

Ár er liðið frá því að samningar á milli Sjúkratrygginga Íslands og sérfræðilækna runnu út þann 31. mars 2011. Í kjölfarið og vegna samningsleysis hafa sjúklingar þurft að greiða komu- og umsýslugjald fyrir þjónustu sérfræðilækna á stofum þeirra. Hér er um viðbótargjald að ræða, sem leggst við hluta sjúklings í útlögðum kostnaði. Rétt er að taka fram að ekki allir sérfræðilæknar innheimta slíkt gjald. ÖBÍ hafa borist dæmi um viðbótargjöld á bilinu 500 kr. til 3.500 kr. fyrir hverja komu.

Skera verktaka úr snörunni

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir skrifar

Prófessorinn og hagfræðingurinn Robert Z Aliber taldi byggingakrananna í borginni fyrir hrun. Hann spáði síðan hruni efnahagskerfisins en spádómar hans fengu lítinn hljómgrunn hjá valdhöfum. Draugabyggingar sem standa auðar víða á höfuðborgarsvæðinu eru minnisvarði þess æðis sem rann á menn í aðdraganda hrunsins. Þessum fasteignum er haldið af markaði vegna þess að ef að þær eru settar í sölu eða leigu hrynur fasteignaverð. Samráð virðist vera meðal fjármálastofnana um að halda þessum fasteignum af markaði. Í mínum huga þýðir þetta að verið er að ráðskast með fasteingaverð og húsaleiguverð. Því vekur þetta spurningar um hvort þetta standist samkeppninslög. Vissulega kemur það sér illa fyrir skulduga húseigendur og eiginfjárstöðu bankanna ef fasteignaverð hrynur en eins og staðan er í dag er verið að færa tap þeirra yfir á þá sem leigja og þá sem eru að kaupa húsnæði í fyrsta skipti eða skipta yfir í stærra húsnæði. Þeir sem græða þó mest á því að bólufasteignaverði sé haldið uppi með markaðsmisnotkun eru fjármálastofnanir og fasteignafélög.

Munaðarlaus þjóð?

Kristín Ómarsdóttir skrifar

Í sumar velur þjóðin, um það bil 330 þúsund manneskjur, forseta sem situr í fjögur ár á Bessastöðum. Þjóðin er reið í dag, segir stjórnmálamaður í sjónvarpinu. Þjóðin er ansi reið í dag, segir stjórnmálamaður í sjónvarpinu. Þjóðin, það er ég, segir vinkona mín. Á þessari frábæru öld sem hófst fyrir ellefu eða tólf árum heyrist oft frasinn: við þurfum leiðtoga. Þjóðin þarf leiðtoga, segir stjórnmálamaður í Silfri Egils.

Sögulegur árangur frönsku Þjóðfylkingarinnar

Torfi H. Tulinius skrifar

Frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, hægrikonan Marine Le Pen, fékk 18% atkvæða í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna sl. sunnudag. Hún nær tvöfaldaði fylgi föður síns, Jean-Marie Le Pen, frá því fyrir fimm árum. Raunar gerði hún betur því hún fékk fleiri atkvæði en hann í kosningunum þar á undan, þegar föður hennar tókst að skjótast fram fyrir sósíalistann Jospin og keppa við Chirac um forsetastólinn í seinni umferð forsetakosninganna 2002.

Evrópusambandið sem breskt vopn

Magnús Árni Magnússon skrifar

Þó vissulega séu vináttutengslin og bræðraböndin sterk, þá má segja að frá lýðveldisstofnun hafi Bretar verið helstu andstæðingar okkar Íslendinga á alþjóðavettvangi. Bresk saga er glæsileg, en því miður í aðra röndina saga valdbeitingar og Bretar hafa sjaldan hikað við að beita hörku, telji þeir það þjóna breskum hagsmunum. Við sem næstu nágrannar þeirra í norðri höfum ekki farið varhluta af því. Við öttum kappi við þá í þorskastríðunum og höfðum sigur þá. Ekki vegna þess að herskipin okkar væru öflugri, heldur vegna þess að þróun á alþjóðavettvangi var hagsmunum okkar hliðholl og fleiri þjóðir lögðust á sveif með okkar málstað.

Nýr LSH – Staðhæfingar

Siv Friðleifsdóttir skrifar

Í nýlegri grein Guðjóns Baldurssonar, eru ýmsar staðhæfingar úr grein minni sem birtist í Fréttablaðinu 26. apríl sl. dregnar í efa. Guðjón nefnir ein sjö atriði. Nú er það svo að við Guðjón erum algjörlega á öndverðum meiði gagnvart uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut. Að hefja ritdeilu við Guðjón, er því svo fjarri mér. Hins vegar ber að taka fram að ég hef fylgst með þessu verkefni um langa tíð og komið að því með einum og öðrum hætti, bæði sem þingmaður og heilbrigðisráðherra og allan þann tíma hef ég verið sannfærð um mikilvægi þess að stíga þau skref sem unnið er að í verkefninu um nýjan Landspítala.

Dansinn í Hruna

Sverrir Hermannsson skrifar

Þær sögur hafa gengið fjöllum hærra að mjög mikil afbrot hafi verið framin í fjármálakerfi þjóðarinnar síðustu tuttugu árin eða svo. Eitt og eitt mál, árlega, sér dagsins ljós fyrir dómstólum og sveitist þá "sérstakur saksóknari“ blóðinu, ásamt liðssafnaði við að rannsaka ávirðingar.

Ávarp á alþjóðadegi fjölmiðlafrelsis

Irina Bokova og Ban Ki-Moon skrifar

Tjáningarfrelsið er á meðal okkar dýrmætustu réttinda. Það liggur til grundvallar öllu öðru frelsi og er ein helsta stoð mannlegrar reisnar. Frjálsir, margradda og óháðir fjölmiðlar eru ómissandi til þess að tjáningarfrelsið fái notið sín. Þetta er inntak Alþjóðlegs dags fjölmiðlafrelsis. Frelsi fjölmiðla felur í sér frelsi til að hafa skoðanir og leita, sækja og miðla upplýsingum og hugmyndum á hvaða hátt sem er og án tillits til landamæra; eins og kveðið er á um í 19. grein Mannréttindayfirlýsingarinnar. Slíkt frelsi er frumskilyrði heilbrigðs og kraftmikils samfélags.

Verður þjóðkirkja að vera íhaldssöm?

Hjalti Hugason og Sigrún Óskarsdóttir skrifar

Við búum í fjölmenningarsamfélagi. Í samfélagi þar sem ólíkir menningarheimar mætast ríður á að búa þannig um hnúta að sátt og samlyndi ríki. Okkur ber því skylda til að ræða hvernig fjölhyggjunni skuli mætt og kosta kapps um að læra af reynslu annarra í því efni.

Eldvarpavirkjun vegvísirinn – ekkert lært af hruninu

Ómar Ragnarsson skrifar

Nýkomin út úr græðgisbólu og hruni, sem kostaði fjármuni, virðumst við nú stefna í afdrifaríkara siðferðishrun sem kosta mun einstæð og óafturkræf verðmæti, m. a. í hlaðvarpa höfuðborgarsvæðisins.

Sex prósent

Magnús Orri Schram skrifar

Það hefur verið gleðilegt að fylgjast með hvernig umsvif og afkoma í sjávarútvegi hafa aukist á síðustu árum. Þar hefur farið saman hátt afurðaverð í erlendri mynt, lágt raungengi krónunnar og góðar gæftir. Mörg af stærstu fyrirtækjunum hafa notað undanfarin ár til þess að grynnka á skuldum í stað þess að fjárfesta. Það var eðlileg ráðstöfun þar sem skuldir hækkuðu mikið við hrunið.

Maður gegn málefni

Sigurður Líndal skrifar

"Og viti menn: hálfu öðru ári síðar sneri Hæstiréttur við blaðinu, þegar svipað mál (Vatneyrarmálið) kom til kasta réttarins. Nú sá Hæstiréttur ekkert athugavert við þá mismunun sem bjó að baki fyrri dóminum 1998.“

Ávísun á góðar fréttir

Kristján B. Jónasson skrifar

Á undanförnum misserum hafa borist dapurlegar fréttir af lestrarkunnáttu íslenskra grunnskólabarna. Vitað er að eina ráðið til að efla lestrarfærni er að börnin lesi meira, en það hefur reynst snúið verk að hvetja þau til þess með samstilltu starfi. Fyrir nokkrum árum var unnin athyglisverð skýrsla um lestrarhvatningu fyrir íslensk börn. Skýrsluhöfundur, Guðlaug Richter, ræddi við fjölda fólks sem unnið hefur að þessum málum og komst að því að vart verður tölu komið á staðbundin átaksverkefni sem ætlað er að auka lestur grunnskólanemenda. Áhrifin geta að sönnu verið mikil á meðan átakinu stendur en vandinn er að engin heildstæð áætlun eða stefnumótun er til um hvernig eigi að halda starfinu við. Ræðararnir eru margir en áratökin ekki samstillt.

Af hverju er löglegur drykkjualdur á Íslandi ekki 16 ára?

Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Samkvæmt íslenskum lögum er óheimilt að selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem eru yngri en 20 ára. Þrátt fyrir að þessi lög séu í gildi sýnir skýrslan "Fyrsta drykkjan 2010“ sem Rannsóknir og greining gerðu fram á það að 49,5% 16 ára ungmenna hafa orðið ölvuð um ævina og 90,1% 19 ára nemenda í menntaskólum hafa orðið ölvaðir um ævina. Þessar niðurstöður eru unnar úr könnun sem lögð var fyrir í öllum menntaskólum landsins.

Verkfræði – tækifæri til framtíðar

Kristinn Andersen skrifar

Verkfræði kemur víða við sögu í samfélagi nútímans. Flestir þekkja til starfa verkfræðinga við hönnun og gerð mannvirkja sem ber fyrir augu í byggð sem óbyggðum. Minna sýnileg, en ekki síður mikilvæg, eru fjölmörg önnur viðfangsefni verkfræðinga, í hönnun orkukerfa, fjarskiptakerfa, hátæknibúnaðar í heilbrigðisþjónustunni, margs konar iðnfyrirtækjum, og svo má lengi telja.

Frasinn "leiða þjóðina saman – sameina þjóðina“

Hannes Bjarnason skrifar

Öll viljum við forsetaframbjóðendurnir sameina þjóðina eða þá leiða þjóðina saman. Öll erum við með þetta á stefnuskrá okkar í einu eða öðru formi. Fagurt og háleitt markmið í sjálfu sér og eitthvað sem við sjálfsagt höldum að hljómi vel í eyrum þjóðarinnar. En er þetta eitthvað annað en frasi sem við, forsetaframbjóðendurnir, æfum inn og sláum bæði til hægri og vinstri með? Get bara svarað því fyrir sjálfan mig en tel mig þó á engan hátt vera svo frábrugðinn hinum forsetaefnunum þegar allt kemur til alls.

Athugasemdir við skrif Sivjar um Landspítalann

Guðjón Baldursson skrifar

Siv Friðleifsdóttir alþingismaður skrifar grein í Fréttablaðið 26. apríl sl. Nokkur atriði í greininni þarfnast skýringa og leiðréttinga við að mínu mati: 1. Þverpólitísk samstaða: Þingmaðurinn segir að um byggingu hins nýja spítala hafi "ríkt þverpólitísk samstaða". Það er ekki rétt. Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins var samþykkt svohljóðandi ályktun: "Landsfundur telur mikilvægt að bæta aðstöðu Landspítalans. Í ljósi efnahagsástandsins telur landsfundur þó fyrirliggjandi hugmyndir um nýbyggingu ótímabærar. Höfuðáherslu beri að leggja á grunnrekstur heilbrigðisstofnana um land allt". Samkvæmt skoðanakönnunum ber Sjálfstæðisflokkurinn nú höfuð og herðar yfir aðra stjórnmálaflokka og komist hann til valda eftir næstu alþingiskosningar og áður en pólitísk ákvörðun verður tekin um framkvæmdina er líklegt að henni verði slegið á frest.

Mannréttindi samkynhneigðra og utanríkisstefnan

Össur Skarphéðinsson skrifar

Mannréttindi eru inngróinn partur af íslensku utanríkisstefnunni. Eitt af því sem ég hef sem utanríkisráðherra lagt vaxandi áherslu á eru mannréttindi þeirra sem hafa aðra kynhneigð og kynvitund en meirihlutinn.

Sjá næstu 50 greinar