Lýðfrelsi og efnahagsmál í fyrsta sæti Hreggviður Jónsson skrifar 9. maí 2012 06:00 Sumardaginn fyrsta var tilkynnt í Þýskalandi að hagvöxtur væri töluvert meiri en áætlað hefði verið og spáin fyrir næsta ár var einnig bætt. Þetta segir töluvert um styrk Evrópu og evrunnar. Þjóðverjar tóku þann kost að herða stjórn á fjármálum sínum eftir yfirtökuna á gjörsamlega gjaldþrota efnahag A-Þýskalands. Það hefur tekið þá nær 20 ár að ná endum saman, spara og spara. Nú lætur árangurinn ekki á sér standa. Á meðan evran hefur núna lengi verið á svipuðu róli hefur gullið hrapað um 15%. Þannig að fjárfesting í gulli er ekki eins ljómandi góð og sumir halda. Kínverski forsætisráðherrann Win Jiabao, sem heimsótti Ísland, hélt einnig til Þýskalands. Ferðin var ekki út í bláinn, heldur afleiðing af sterku sambandi Þýskalands og Kína í gjaldeyris- og efnahagsmálum. Kínverjar hafa gert sér grein fyrir því að sterk evra þýðir áframhaldandi stöðugan útflutning frá Kína til sterkasta útflutningssvæðis þeirra, þar sem þeir fá besta verðið. Það væri betur, ef menn gerðu sér almennt grein fyrir þessum staðreyndum, hvað varðar útflutning frá Íslandi. Hér á landi er í sífellu verið að klifa á að evran sé svo vond. Hún er ekki verri en svo að við seljum nánast allar okkar afurðir í evrum og á evrusvæðinu. Af hverju? Ástæðan er augljós, þar fáum við hæsta verðið fyrir afurðir okkar. Félli evran yrði fjöldagjaldþrot á Íslandi. Það getur ekki verið tilviljun, að Kaupfélag Skagfirðinga og Samherji eru nú að kaupa eitt af olíufélögum landsins. Þetta er ágóðinn af sölu afurða þeirra í Evrópu. Hagnaðurinn af evrunni. Hitt er að væntanlega er hér um hringamyndun að ræða og a.m.k. í USA væri slíkt stöðvað. Menn hafa hrópað í stórum kór, hve evran væri að fara illa með löndin í suðri, eins og Grikkland. Er þetta rétt? Nei, sannleikurinn er nefnilega sá, að þessar þjóðir hafa lifað um efni fram um árabil, tekið lán á lán ofan til að halda uppi hærri lífsskilyrðum, en þjóðin getur borið. Nú er komið skuldadögunum. Grikkir hafa, sem dæmi, fjölgað opinberum störfum um helming síðasta tug ára og greitt hærri laun, en ríkið réði við. Eitt dæmið er ríkisjárnbrautin, þar vinna fimm sinnum fleiri starfsmenn, en hjá Svíum, sem eru með svipaðan rekstur á járnbrautum. En ekki er þetta nægilegt, heldur greiddu Grikkir helmingi hærri laun en Svíar gera! Þannig er spillingin grasserandi hjá Grikkjum, þar sem aðeins hluti af sköttunum er innheimtur. Er nokkur furða, að gerðar séu lágmarkskröfur til Grikkja þegar kemur að hjálp við þá? Og þeir hafa fengið 75% af skuldum bankanna strikaðar út. Það vantar lýðfrelsi og festu hjá þessum þjóðum og Íslendingum líka. Án lýðfrelsis er lýðræðið tómt snakk. Við erum búin að fá nóg af hagsmunasósíalisma Sjálfstæðisflokksins og viljum alvöru lýðfrelsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Sumardaginn fyrsta var tilkynnt í Þýskalandi að hagvöxtur væri töluvert meiri en áætlað hefði verið og spáin fyrir næsta ár var einnig bætt. Þetta segir töluvert um styrk Evrópu og evrunnar. Þjóðverjar tóku þann kost að herða stjórn á fjármálum sínum eftir yfirtökuna á gjörsamlega gjaldþrota efnahag A-Þýskalands. Það hefur tekið þá nær 20 ár að ná endum saman, spara og spara. Nú lætur árangurinn ekki á sér standa. Á meðan evran hefur núna lengi verið á svipuðu róli hefur gullið hrapað um 15%. Þannig að fjárfesting í gulli er ekki eins ljómandi góð og sumir halda. Kínverski forsætisráðherrann Win Jiabao, sem heimsótti Ísland, hélt einnig til Þýskalands. Ferðin var ekki út í bláinn, heldur afleiðing af sterku sambandi Þýskalands og Kína í gjaldeyris- og efnahagsmálum. Kínverjar hafa gert sér grein fyrir því að sterk evra þýðir áframhaldandi stöðugan útflutning frá Kína til sterkasta útflutningssvæðis þeirra, þar sem þeir fá besta verðið. Það væri betur, ef menn gerðu sér almennt grein fyrir þessum staðreyndum, hvað varðar útflutning frá Íslandi. Hér á landi er í sífellu verið að klifa á að evran sé svo vond. Hún er ekki verri en svo að við seljum nánast allar okkar afurðir í evrum og á evrusvæðinu. Af hverju? Ástæðan er augljós, þar fáum við hæsta verðið fyrir afurðir okkar. Félli evran yrði fjöldagjaldþrot á Íslandi. Það getur ekki verið tilviljun, að Kaupfélag Skagfirðinga og Samherji eru nú að kaupa eitt af olíufélögum landsins. Þetta er ágóðinn af sölu afurða þeirra í Evrópu. Hagnaðurinn af evrunni. Hitt er að væntanlega er hér um hringamyndun að ræða og a.m.k. í USA væri slíkt stöðvað. Menn hafa hrópað í stórum kór, hve evran væri að fara illa með löndin í suðri, eins og Grikkland. Er þetta rétt? Nei, sannleikurinn er nefnilega sá, að þessar þjóðir hafa lifað um efni fram um árabil, tekið lán á lán ofan til að halda uppi hærri lífsskilyrðum, en þjóðin getur borið. Nú er komið skuldadögunum. Grikkir hafa, sem dæmi, fjölgað opinberum störfum um helming síðasta tug ára og greitt hærri laun, en ríkið réði við. Eitt dæmið er ríkisjárnbrautin, þar vinna fimm sinnum fleiri starfsmenn, en hjá Svíum, sem eru með svipaðan rekstur á járnbrautum. En ekki er þetta nægilegt, heldur greiddu Grikkir helmingi hærri laun en Svíar gera! Þannig er spillingin grasserandi hjá Grikkjum, þar sem aðeins hluti af sköttunum er innheimtur. Er nokkur furða, að gerðar séu lágmarkskröfur til Grikkja þegar kemur að hjálp við þá? Og þeir hafa fengið 75% af skuldum bankanna strikaðar út. Það vantar lýðfrelsi og festu hjá þessum þjóðum og Íslendingum líka. Án lýðfrelsis er lýðræðið tómt snakk. Við erum búin að fá nóg af hagsmunasósíalisma Sjálfstæðisflokksins og viljum alvöru lýðfrelsi.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar