Hvers virði eru tengingar? Geta allir unnið? Magnús Bjarnason skrifar 9. maí 2012 11:00 Evrópusambandið hefur sett sér metnaðarfull markmið hvað varðar endurnýjanlega orku og hyggst sambandið stórauka raforkuvinnslu með endurnýjanlegum orkugjöfum. Evrópusambandið vill þannig skerpa á samkeppnishæfni og sjálfstæði álfunnar í orkumálum til langs tíma og á sama tíma draga úr mengun. Innan ramma Evrópusambandsins hefur sérhvert aðildarland þannig sett sér sjálfstætt og lagalega bindandi markmið fyrir árið 2020 um vinnslu raforku með endurnýjanlegum hætti. Það sem gerir þessa þróun í Evrópu sérstaklega spennandi fyrir íslenska raforkuvinnslu er að aðildarríki mega flytja inn raforku sem unnin er með endurnýjanlegum orkugjöfum og telja sér hana til tekna varðandi áðurnefnd 2020 markmið. Kostnaður margra Evrópusambandsríkja við að byggja upp endurnýjanlega raforkuvinnslu innanlands er mikill og því hefur verið komið á tímabundnu styrkjakerfi með það að markmiði að lágmarka fjárhagslega áhættu fjárfesta í endurnýjanlegri orku og tryggja afkomu þeirra. Það er ekki síst þetta styrkjakerfi sem gerir það að verkum að lagning rafstrengs frá Íslandi er mjög líklega orðin fjárhagslega fýsileg. Þannig er mögulega hægt að fá enn hærra verð fyrir íslenska endurnýjanlega orku en greitt er fyrir raforku á evrópskum mörkuðum í dag. Þess ber að geta að um 67% orkunotkunar á Íslandi í dag á uppruna í endurnýjanlegum auðlindum en 2020 markmið fyrir Ísland getur um að það hlutfall skuli vera að minnsta kosti 64% árið 2020. Lagning rafstrengs frá Íslandi hefði minni áhrif á raforkuframboð á Íslandi en ætla mætti í fyrstu en fyrir því eru nokkrar ástæður. Fyrst ber að nefna að þar sem Ísland er eyland er raforkuvinnslugeta vatnsorkuvera hönnuð þannig að hægt sé að uppfylla gerða samninga jafnvel í þurrum árum. Af þessum sökum er almennt umframorka í íslenska raforkukerfinu sem hægt væri að nýta eftir að einangrun kerfisins væri rofin. Þá myndi aðgengi að evrópsku raforkuverði gera dýrari kosti í vatns- og jarðvarmaorku arðbæra svo og opna á metnaðarfulla uppbyggingu vindorkuvera. Þessu til viðbótar myndi áþreifanleg tenging auka öryggi kaupenda þar sem hægt yrði að flytja inn orku ef meiriháttar áföll yrðu í rekstri íslenska raforkukerfisins, til dæmis vegna náttúruhamfara eða stórfelldra bilana. Rafstrengur þyrfti ekki að þýða að verð á raforku til íslenskra heimila myndi hækka. Lítill hluti íslenskrar raforkuvinnslu er til þess að mæta eftirspurn íslenskra heimila og hægt er með tiltölulega einföldum aðgerðum að stýra verði til almennings. Þá hefur Landsvirkjun sett sér þá stefnu að bjóða iðnfyrirtækjum ávallt samkeppnishæfasta raforkuverð í Evrópu og langtímasamninga Myndin að neðan sýnir hugsanlega þróun raforkusölu Landsvirkjunar fram til 2025. Hér er gert ráð fyrir því að raforkusala fyrirtækisins aukist um 70% á þessum tíma og að raforkan komi frá nýjum vatnsorkuvirkjunum, jarðvarmavirkjunum, vindorkuverum og bættri nýtingu orkuauðlinda. Gert er ráð fyrir að 700 MW rafstrengur til Evrópu komi í gagnið fyrir 2020 og að Landsvirkjun vinni um tvo þriðjuhluta þeirrar orku sem flutt er um strenginn. Gert er ráð fyrir öflugum stuðningi við núverandi viðskiptavini auk uppbyggingar nýrra raforkukrefjandi atvinnugreina, s.s. gagnavera. Ef þessi sviðsmynd yrði að veruleika myndi áhættudreifing Landsvirkjunar gjörbreytast frá því sem nú er og myndi viðskiptavinahópur fyrirtækisins þannig samanstanda af sterkum álfyrirtækjum, öðrum fjölbreyttum iðnfyrirtækjum, evrópskum raforkumarkaði svo og almennum íslenskum raforkumarkaði.Tengingar eru sífellt mikilvægari forsendur framfara. Margt bendir til þess að áþreifanleg tenging Íslands við evrópska raforkumarkaði sé arðsöm og hefði slík tenging vafalaust mikil áhrif hérlendis. Frekari uppbygging íslensks raforkukerfis, jafnt fyrir sæstreng og iðnað, myndi skapa þúsundir starfa og þekkingu í endurnýjanlegum orkuiðnaði en slík þekking verður sífellt eftirsóttari í heiminum. Læra yrði af mistökum sem hafa verið gerð, til dæmis í Suður-Evrópu, þar sem ekki hefur verið tekið nægilega mikið tillit til þarfa iðnfyrirtækja og burtséð frá því hvort rafstrengur yrði lagður frá Íslandi eða ekki mun Landsvirkjun ávallt bjóða samkeppnishæfustu raforkusölusamninga Evrópu. Þannig mun iðnaði á Íslandi standa til boða langtímasamningar um 100% græna orku á hagstæðasta verði sem finnst í Evrópu. Allir geta unnið. Með rafstreng frá Íslandi færist Evrópa skrefi nær metnaðarfullum markmiðum um aukna raforkuvinnslu með endurnýjanlegum orkuauðlindum sem og treystir þannig efnahag, öryggi og umhverfi álfunnar til lengri tíma litið. Fjölbreyttur viðskiptavinahópur sem samanstendur af sterkum álfyrirtækjum, öðrum fjölbreyttum iðnfyrirtækjum, almennum íslenskum neytendamarkaði og evrópskum raforkumarkaði er sérlega áhugaverð framtíðarsýn fyrir íslenska raforkuvinnslu og myndi skila sér í betri nýtingu kerfisins, sem aftur skapar forsendur fyrir betri þjónustu við viðskiptavini og aukinni arðsemi allra í virðiskeðjunni. Þessu til viðbótar hefði áþreifanleg tenging Íslands við Evrópu án efa í för með sér ýmis jákvæð hliðaráhrif sem erfitt er að sjá fyrir eins og dæmin sanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Hvers virði eru tengingar? Geta allir unnið? New York borg ákvað árið 1810 að leggja Erie skipaskurðinn frá landamærum Kanada til Hudson fljótsins. 26. apríl 2012 06:00 Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Sjá meira
Evrópusambandið hefur sett sér metnaðarfull markmið hvað varðar endurnýjanlega orku og hyggst sambandið stórauka raforkuvinnslu með endurnýjanlegum orkugjöfum. Evrópusambandið vill þannig skerpa á samkeppnishæfni og sjálfstæði álfunnar í orkumálum til langs tíma og á sama tíma draga úr mengun. Innan ramma Evrópusambandsins hefur sérhvert aðildarland þannig sett sér sjálfstætt og lagalega bindandi markmið fyrir árið 2020 um vinnslu raforku með endurnýjanlegum hætti. Það sem gerir þessa þróun í Evrópu sérstaklega spennandi fyrir íslenska raforkuvinnslu er að aðildarríki mega flytja inn raforku sem unnin er með endurnýjanlegum orkugjöfum og telja sér hana til tekna varðandi áðurnefnd 2020 markmið. Kostnaður margra Evrópusambandsríkja við að byggja upp endurnýjanlega raforkuvinnslu innanlands er mikill og því hefur verið komið á tímabundnu styrkjakerfi með það að markmiði að lágmarka fjárhagslega áhættu fjárfesta í endurnýjanlegri orku og tryggja afkomu þeirra. Það er ekki síst þetta styrkjakerfi sem gerir það að verkum að lagning rafstrengs frá Íslandi er mjög líklega orðin fjárhagslega fýsileg. Þannig er mögulega hægt að fá enn hærra verð fyrir íslenska endurnýjanlega orku en greitt er fyrir raforku á evrópskum mörkuðum í dag. Þess ber að geta að um 67% orkunotkunar á Íslandi í dag á uppruna í endurnýjanlegum auðlindum en 2020 markmið fyrir Ísland getur um að það hlutfall skuli vera að minnsta kosti 64% árið 2020. Lagning rafstrengs frá Íslandi hefði minni áhrif á raforkuframboð á Íslandi en ætla mætti í fyrstu en fyrir því eru nokkrar ástæður. Fyrst ber að nefna að þar sem Ísland er eyland er raforkuvinnslugeta vatnsorkuvera hönnuð þannig að hægt sé að uppfylla gerða samninga jafnvel í þurrum árum. Af þessum sökum er almennt umframorka í íslenska raforkukerfinu sem hægt væri að nýta eftir að einangrun kerfisins væri rofin. Þá myndi aðgengi að evrópsku raforkuverði gera dýrari kosti í vatns- og jarðvarmaorku arðbæra svo og opna á metnaðarfulla uppbyggingu vindorkuvera. Þessu til viðbótar myndi áþreifanleg tenging auka öryggi kaupenda þar sem hægt yrði að flytja inn orku ef meiriháttar áföll yrðu í rekstri íslenska raforkukerfisins, til dæmis vegna náttúruhamfara eða stórfelldra bilana. Rafstrengur þyrfti ekki að þýða að verð á raforku til íslenskra heimila myndi hækka. Lítill hluti íslenskrar raforkuvinnslu er til þess að mæta eftirspurn íslenskra heimila og hægt er með tiltölulega einföldum aðgerðum að stýra verði til almennings. Þá hefur Landsvirkjun sett sér þá stefnu að bjóða iðnfyrirtækjum ávallt samkeppnishæfasta raforkuverð í Evrópu og langtímasamninga Myndin að neðan sýnir hugsanlega þróun raforkusölu Landsvirkjunar fram til 2025. Hér er gert ráð fyrir því að raforkusala fyrirtækisins aukist um 70% á þessum tíma og að raforkan komi frá nýjum vatnsorkuvirkjunum, jarðvarmavirkjunum, vindorkuverum og bættri nýtingu orkuauðlinda. Gert er ráð fyrir að 700 MW rafstrengur til Evrópu komi í gagnið fyrir 2020 og að Landsvirkjun vinni um tvo þriðjuhluta þeirrar orku sem flutt er um strenginn. Gert er ráð fyrir öflugum stuðningi við núverandi viðskiptavini auk uppbyggingar nýrra raforkukrefjandi atvinnugreina, s.s. gagnavera. Ef þessi sviðsmynd yrði að veruleika myndi áhættudreifing Landsvirkjunar gjörbreytast frá því sem nú er og myndi viðskiptavinahópur fyrirtækisins þannig samanstanda af sterkum álfyrirtækjum, öðrum fjölbreyttum iðnfyrirtækjum, evrópskum raforkumarkaði svo og almennum íslenskum raforkumarkaði.Tengingar eru sífellt mikilvægari forsendur framfara. Margt bendir til þess að áþreifanleg tenging Íslands við evrópska raforkumarkaði sé arðsöm og hefði slík tenging vafalaust mikil áhrif hérlendis. Frekari uppbygging íslensks raforkukerfis, jafnt fyrir sæstreng og iðnað, myndi skapa þúsundir starfa og þekkingu í endurnýjanlegum orkuiðnaði en slík þekking verður sífellt eftirsóttari í heiminum. Læra yrði af mistökum sem hafa verið gerð, til dæmis í Suður-Evrópu, þar sem ekki hefur verið tekið nægilega mikið tillit til þarfa iðnfyrirtækja og burtséð frá því hvort rafstrengur yrði lagður frá Íslandi eða ekki mun Landsvirkjun ávallt bjóða samkeppnishæfustu raforkusölusamninga Evrópu. Þannig mun iðnaði á Íslandi standa til boða langtímasamningar um 100% græna orku á hagstæðasta verði sem finnst í Evrópu. Allir geta unnið. Með rafstreng frá Íslandi færist Evrópa skrefi nær metnaðarfullum markmiðum um aukna raforkuvinnslu með endurnýjanlegum orkuauðlindum sem og treystir þannig efnahag, öryggi og umhverfi álfunnar til lengri tíma litið. Fjölbreyttur viðskiptavinahópur sem samanstendur af sterkum álfyrirtækjum, öðrum fjölbreyttum iðnfyrirtækjum, almennum íslenskum neytendamarkaði og evrópskum raforkumarkaði er sérlega áhugaverð framtíðarsýn fyrir íslenska raforkuvinnslu og myndi skila sér í betri nýtingu kerfisins, sem aftur skapar forsendur fyrir betri þjónustu við viðskiptavini og aukinni arðsemi allra í virðiskeðjunni. Þessu til viðbótar hefði áþreifanleg tenging Íslands við Evrópu án efa í för með sér ýmis jákvæð hliðaráhrif sem erfitt er að sjá fyrir eins og dæmin sanna.
Hvers virði eru tengingar? Geta allir unnið? New York borg ákvað árið 1810 að leggja Erie skipaskurðinn frá landamærum Kanada til Hudson fljótsins. 26. apríl 2012 06:00
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun