Athugasemdir við skrif Sivjar um Landspítalann Guðjón Baldursson skrifar 2. maí 2012 08:00 Siv Friðleifsdóttir alþingismaður skrifar grein í Fréttablaðið 26. apríl sl. Nokkur atriði í greininni þarfnast skýringa og leiðréttinga við að mínu mati: 1. Þverpólitísk samstaða: Þingmaðurinn segir að um byggingu hins nýja spítala hafi „ríkt þverpólitísk samstaða". Það er ekki rétt. Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins var samþykkt svohljóðandi ályktun: „Landsfundur telur mikilvægt að bæta aðstöðu Landspítalans. Í ljósi efnahagsástandsins telur landsfundur þó fyrirliggjandi hugmyndir um nýbyggingu ótímabærar. Höfuðáherslu beri að leggja á grunnrekstur heilbrigðisstofnana um land allt". Samkvæmt skoðanakönnunum ber Sjálfstæðisflokkurinn nú höfuð og herðar yfir aðra stjórnmálaflokka og komist hann til valda eftir næstu alþingiskosningar og áður en pólitísk ákvörðun verður tekin um framkvæmdina er líklegt að henni verði slegið á frest. 2. Lög nr. 64/2010: Þingmaðurinn fullyrðir að verkefnið byggi á þessum lögum frá 2010. Lögin innihalda hins vegar aðeins heimild til handa ráðherra að „stofna opinbert hlutafélag sem hefur það að markmiði að standa að nauðsynlegum undirbúningi og láta bjóða út byggingu nýs Landspítala, háskólasjúkrahúss við Hringbraut í Reykjavík, og að semja um að ríkið taki bygginguna á langtímaleigu að loknu útboði. Fyrir undirritun samninga að loknu útboði skal leita samþykkis Alþingis með almennum lögum." Alþingi á þannig alveg eftir að fjalla um verkefnið. Sú umræða er ekki hafin, og verður að teljast hæpið að svo stórt mál verði fullrætt á þeim tíma sem eftir er fram að næstu þingkosningum. 3. Viljayfirlýsing lífeyrissjóða: 25 lífeyrissjóðir og hið opinbera undirrituðu viljayfirlýsingu síðla árs 2009 um að lífeyrissjóðirnir fjármögnuðu byggingu hins nýja spítala. Einungis er um að ræða viljayfirlýsingu en ekki samning eða samningsdrög. Ekkert er vitað um mögulega fjármagnsupphæð, greiðslutíma, vaxtastig eða önnur þau atriði sem slík fjármögnun byggir á. Það er heldur alls ekki á vísan að róa að samningar náist yfirleitt um slíka fjármögnun. Ávöxtunarmarkmið lífeyrissjóðanna mun vera 3,5% umfram verðbólgu. Er það ásættanlegt vaxtastig fyrir samningsaðilann, ríkið? Þingmaðurinn segir í grein sinni að okkur ætti ekki að vera neitt að vanbúnaði. Það er auðvitað enginn grundvöllur fyrir slíkri fullyrðingu og í raun ótrúlegt að henni skuli varpað fram með svo marga óvissuþætti í farteskinu eins og ég hef bent á, sbr. gr. 2 og 3. 4. Úrtöluraddir: Þingmaðurinn tekur fram að „þrátt fyrir allan undirbúninginn heyrast ýmsar úrtöluraddir við og við" og á eflaust við skrif greinarhöfundar og annarra þeirra sem dregið hafa fyrrnefndar framkvæmdir í efa. Fyrir hrun bankakerfisins á Íslandi og fjármálakreppuna var talað um að þeir væru með úrtöluraddir sem efuðust um réttmæti stórframkvæmda fyrir lánsfé og óhóflegar lántökur. Eftir hrunið hafa menn lagt áherslu á að ýta undir sparnað og að takast ekki á hendur framkvæmdir nema eiga fyrir þeim. Þær úrtöluraddir sem þingmaðurinn nefnir eru auðvitað skiljanlegar í ljósi sögunnar og margir hljóta að vera úrkula vonar um að lýðræðislega kjörnir fulltrúar þjóðarinnar hafi dregið nokkurn lærdóm af þeim fjárhagslegu hremmingum sem of mikil skuldsetning getur haft í för með sér. 5. Fjárhagsleg hagræðing: Þingmaðurinn fellur, eins og fjölmargir aðrir sem fjallað hafa um byggingu Landspítalans, í þá gryfju að fullyrða að spara megi 2,7 milljarða á ári í rekstri með byggingu hins nýja spítala. Er vísað til títtnefndrar norskrar hagkvæmniathugunar í þessu samhengi. Hver talsmaður hins nýja spítala á fætur öðrum hefur apað þessar tölur upp en enginn veit á hvaða forsendum athugunin byggir. Þetta minnir á nýju fötin keisarans. Hefur þingmaðurinn lesið ofangreinda skýrslu sjálf og/eða látið einhvern aðila sem til slíkra mála þekkir fara yfir hana? Öllum sem um fjármál fjalla er kunnugt um að unnt er að komast að nánast hvaða niðurstöðu sem er með því að gefa sér ákveðnar forsendur. Áhugavert væri að fá óháðan aðila sem gjörþekkir íslenskt efnahagslíf til þess að yfirfara útreikninga sem liggja að baki. Verðbólgustig í landinu er til að mynda núna 6,4%. Ef við búum áfram við hátt verðbólgustig verður að teljast næsta líklegt að nefndur sparnaður af framkvæmdinni verði fljótur að brenna upp vegna hás fjármögnunarkostnaðar. Þá má geta þess að talað var á sínum tíma um fjárhagslegan sparnað af sameiningu Landspítala og Borgarspítala. Sá sparnaður hefur aldrei skilað sér. 6. Skel og launakostnaður: Þingmaðurinn segir í sinni grein að „skelin kosti nánast ekkert í heildarsamhengi miðað við launakostnað, lyfjakostnað og annað slíkt". Með skelinni er átt við bygginguna sjálfa. Þetta er alveg hárrétt athugað hjá þingmanninum en á nákvæmlega sama hátt eru afborganir af lánum nánast ekki neitt í samanburði við fjármagnskostnað, þ.e. vexti, verðbætur og allan annan þann kostnað sem fylgir því að taka lán fyrir allri framkvæmdinni. Það er dýrt að vera fátækur. 7. Úrtölumenn og landsbyggðin: Í lok sinnar greinar heldur þingmaðurinn því fram að nýr spítali „minnki þrýsting á að herða ólina að sjúkrahúsþjónustu um allt land, heldur en hið gagnstæða eins og úrtölumenn hafa haldið fram". Þingmanninum ætti að vera ljóst að verulega hefur verið dregið úr allri sjúkrahússtarfssemi á landsbyggðinni undanfarin ár. Það er kunnara en frá þurfi að segja að þjónustustig landsbyggðarsjúkrahúsanna hefur smám saman verið fært niður og framtíðarsýn stjórnvalda er sú að það verði tvö sjúkrahús á Íslandi, Landspítalinn og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Hin sjúkrahúsin verði öldrunarstofnanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Siv Friðleifsdóttir alþingismaður skrifar grein í Fréttablaðið 26. apríl sl. Nokkur atriði í greininni þarfnast skýringa og leiðréttinga við að mínu mati: 1. Þverpólitísk samstaða: Þingmaðurinn segir að um byggingu hins nýja spítala hafi „ríkt þverpólitísk samstaða". Það er ekki rétt. Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins var samþykkt svohljóðandi ályktun: „Landsfundur telur mikilvægt að bæta aðstöðu Landspítalans. Í ljósi efnahagsástandsins telur landsfundur þó fyrirliggjandi hugmyndir um nýbyggingu ótímabærar. Höfuðáherslu beri að leggja á grunnrekstur heilbrigðisstofnana um land allt". Samkvæmt skoðanakönnunum ber Sjálfstæðisflokkurinn nú höfuð og herðar yfir aðra stjórnmálaflokka og komist hann til valda eftir næstu alþingiskosningar og áður en pólitísk ákvörðun verður tekin um framkvæmdina er líklegt að henni verði slegið á frest. 2. Lög nr. 64/2010: Þingmaðurinn fullyrðir að verkefnið byggi á þessum lögum frá 2010. Lögin innihalda hins vegar aðeins heimild til handa ráðherra að „stofna opinbert hlutafélag sem hefur það að markmiði að standa að nauðsynlegum undirbúningi og láta bjóða út byggingu nýs Landspítala, háskólasjúkrahúss við Hringbraut í Reykjavík, og að semja um að ríkið taki bygginguna á langtímaleigu að loknu útboði. Fyrir undirritun samninga að loknu útboði skal leita samþykkis Alþingis með almennum lögum." Alþingi á þannig alveg eftir að fjalla um verkefnið. Sú umræða er ekki hafin, og verður að teljast hæpið að svo stórt mál verði fullrætt á þeim tíma sem eftir er fram að næstu þingkosningum. 3. Viljayfirlýsing lífeyrissjóða: 25 lífeyrissjóðir og hið opinbera undirrituðu viljayfirlýsingu síðla árs 2009 um að lífeyrissjóðirnir fjármögnuðu byggingu hins nýja spítala. Einungis er um að ræða viljayfirlýsingu en ekki samning eða samningsdrög. Ekkert er vitað um mögulega fjármagnsupphæð, greiðslutíma, vaxtastig eða önnur þau atriði sem slík fjármögnun byggir á. Það er heldur alls ekki á vísan að róa að samningar náist yfirleitt um slíka fjármögnun. Ávöxtunarmarkmið lífeyrissjóðanna mun vera 3,5% umfram verðbólgu. Er það ásættanlegt vaxtastig fyrir samningsaðilann, ríkið? Þingmaðurinn segir í grein sinni að okkur ætti ekki að vera neitt að vanbúnaði. Það er auðvitað enginn grundvöllur fyrir slíkri fullyrðingu og í raun ótrúlegt að henni skuli varpað fram með svo marga óvissuþætti í farteskinu eins og ég hef bent á, sbr. gr. 2 og 3. 4. Úrtöluraddir: Þingmaðurinn tekur fram að „þrátt fyrir allan undirbúninginn heyrast ýmsar úrtöluraddir við og við" og á eflaust við skrif greinarhöfundar og annarra þeirra sem dregið hafa fyrrnefndar framkvæmdir í efa. Fyrir hrun bankakerfisins á Íslandi og fjármálakreppuna var talað um að þeir væru með úrtöluraddir sem efuðust um réttmæti stórframkvæmda fyrir lánsfé og óhóflegar lántökur. Eftir hrunið hafa menn lagt áherslu á að ýta undir sparnað og að takast ekki á hendur framkvæmdir nema eiga fyrir þeim. Þær úrtöluraddir sem þingmaðurinn nefnir eru auðvitað skiljanlegar í ljósi sögunnar og margir hljóta að vera úrkula vonar um að lýðræðislega kjörnir fulltrúar þjóðarinnar hafi dregið nokkurn lærdóm af þeim fjárhagslegu hremmingum sem of mikil skuldsetning getur haft í för með sér. 5. Fjárhagsleg hagræðing: Þingmaðurinn fellur, eins og fjölmargir aðrir sem fjallað hafa um byggingu Landspítalans, í þá gryfju að fullyrða að spara megi 2,7 milljarða á ári í rekstri með byggingu hins nýja spítala. Er vísað til títtnefndrar norskrar hagkvæmniathugunar í þessu samhengi. Hver talsmaður hins nýja spítala á fætur öðrum hefur apað þessar tölur upp en enginn veit á hvaða forsendum athugunin byggir. Þetta minnir á nýju fötin keisarans. Hefur þingmaðurinn lesið ofangreinda skýrslu sjálf og/eða látið einhvern aðila sem til slíkra mála þekkir fara yfir hana? Öllum sem um fjármál fjalla er kunnugt um að unnt er að komast að nánast hvaða niðurstöðu sem er með því að gefa sér ákveðnar forsendur. Áhugavert væri að fá óháðan aðila sem gjörþekkir íslenskt efnahagslíf til þess að yfirfara útreikninga sem liggja að baki. Verðbólgustig í landinu er til að mynda núna 6,4%. Ef við búum áfram við hátt verðbólgustig verður að teljast næsta líklegt að nefndur sparnaður af framkvæmdinni verði fljótur að brenna upp vegna hás fjármögnunarkostnaðar. Þá má geta þess að talað var á sínum tíma um fjárhagslegan sparnað af sameiningu Landspítala og Borgarspítala. Sá sparnaður hefur aldrei skilað sér. 6. Skel og launakostnaður: Þingmaðurinn segir í sinni grein að „skelin kosti nánast ekkert í heildarsamhengi miðað við launakostnað, lyfjakostnað og annað slíkt". Með skelinni er átt við bygginguna sjálfa. Þetta er alveg hárrétt athugað hjá þingmanninum en á nákvæmlega sama hátt eru afborganir af lánum nánast ekki neitt í samanburði við fjármagnskostnað, þ.e. vexti, verðbætur og allan annan þann kostnað sem fylgir því að taka lán fyrir allri framkvæmdinni. Það er dýrt að vera fátækur. 7. Úrtölumenn og landsbyggðin: Í lok sinnar greinar heldur þingmaðurinn því fram að nýr spítali „minnki þrýsting á að herða ólina að sjúkrahúsþjónustu um allt land, heldur en hið gagnstæða eins og úrtölumenn hafa haldið fram". Þingmanninum ætti að vera ljóst að verulega hefur verið dregið úr allri sjúkrahússtarfssemi á landsbyggðinni undanfarin ár. Það er kunnara en frá þurfi að segja að þjónustustig landsbyggðarsjúkrahúsanna hefur smám saman verið fært niður og framtíðarsýn stjórnvalda er sú að það verði tvö sjúkrahús á Íslandi, Landspítalinn og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Hin sjúkrahúsin verði öldrunarstofnanir.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun