Athugasemdir við skrif Sivjar um Landspítalann Guðjón Baldursson skrifar 2. maí 2012 08:00 Siv Friðleifsdóttir alþingismaður skrifar grein í Fréttablaðið 26. apríl sl. Nokkur atriði í greininni þarfnast skýringa og leiðréttinga við að mínu mati: 1. Þverpólitísk samstaða: Þingmaðurinn segir að um byggingu hins nýja spítala hafi „ríkt þverpólitísk samstaða". Það er ekki rétt. Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins var samþykkt svohljóðandi ályktun: „Landsfundur telur mikilvægt að bæta aðstöðu Landspítalans. Í ljósi efnahagsástandsins telur landsfundur þó fyrirliggjandi hugmyndir um nýbyggingu ótímabærar. Höfuðáherslu beri að leggja á grunnrekstur heilbrigðisstofnana um land allt". Samkvæmt skoðanakönnunum ber Sjálfstæðisflokkurinn nú höfuð og herðar yfir aðra stjórnmálaflokka og komist hann til valda eftir næstu alþingiskosningar og áður en pólitísk ákvörðun verður tekin um framkvæmdina er líklegt að henni verði slegið á frest. 2. Lög nr. 64/2010: Þingmaðurinn fullyrðir að verkefnið byggi á þessum lögum frá 2010. Lögin innihalda hins vegar aðeins heimild til handa ráðherra að „stofna opinbert hlutafélag sem hefur það að markmiði að standa að nauðsynlegum undirbúningi og láta bjóða út byggingu nýs Landspítala, háskólasjúkrahúss við Hringbraut í Reykjavík, og að semja um að ríkið taki bygginguna á langtímaleigu að loknu útboði. Fyrir undirritun samninga að loknu útboði skal leita samþykkis Alþingis með almennum lögum." Alþingi á þannig alveg eftir að fjalla um verkefnið. Sú umræða er ekki hafin, og verður að teljast hæpið að svo stórt mál verði fullrætt á þeim tíma sem eftir er fram að næstu þingkosningum. 3. Viljayfirlýsing lífeyrissjóða: 25 lífeyrissjóðir og hið opinbera undirrituðu viljayfirlýsingu síðla árs 2009 um að lífeyrissjóðirnir fjármögnuðu byggingu hins nýja spítala. Einungis er um að ræða viljayfirlýsingu en ekki samning eða samningsdrög. Ekkert er vitað um mögulega fjármagnsupphæð, greiðslutíma, vaxtastig eða önnur þau atriði sem slík fjármögnun byggir á. Það er heldur alls ekki á vísan að róa að samningar náist yfirleitt um slíka fjármögnun. Ávöxtunarmarkmið lífeyrissjóðanna mun vera 3,5% umfram verðbólgu. Er það ásættanlegt vaxtastig fyrir samningsaðilann, ríkið? Þingmaðurinn segir í grein sinni að okkur ætti ekki að vera neitt að vanbúnaði. Það er auðvitað enginn grundvöllur fyrir slíkri fullyrðingu og í raun ótrúlegt að henni skuli varpað fram með svo marga óvissuþætti í farteskinu eins og ég hef bent á, sbr. gr. 2 og 3. 4. Úrtöluraddir: Þingmaðurinn tekur fram að „þrátt fyrir allan undirbúninginn heyrast ýmsar úrtöluraddir við og við" og á eflaust við skrif greinarhöfundar og annarra þeirra sem dregið hafa fyrrnefndar framkvæmdir í efa. Fyrir hrun bankakerfisins á Íslandi og fjármálakreppuna var talað um að þeir væru með úrtöluraddir sem efuðust um réttmæti stórframkvæmda fyrir lánsfé og óhóflegar lántökur. Eftir hrunið hafa menn lagt áherslu á að ýta undir sparnað og að takast ekki á hendur framkvæmdir nema eiga fyrir þeim. Þær úrtöluraddir sem þingmaðurinn nefnir eru auðvitað skiljanlegar í ljósi sögunnar og margir hljóta að vera úrkula vonar um að lýðræðislega kjörnir fulltrúar þjóðarinnar hafi dregið nokkurn lærdóm af þeim fjárhagslegu hremmingum sem of mikil skuldsetning getur haft í för með sér. 5. Fjárhagsleg hagræðing: Þingmaðurinn fellur, eins og fjölmargir aðrir sem fjallað hafa um byggingu Landspítalans, í þá gryfju að fullyrða að spara megi 2,7 milljarða á ári í rekstri með byggingu hins nýja spítala. Er vísað til títtnefndrar norskrar hagkvæmniathugunar í þessu samhengi. Hver talsmaður hins nýja spítala á fætur öðrum hefur apað þessar tölur upp en enginn veit á hvaða forsendum athugunin byggir. Þetta minnir á nýju fötin keisarans. Hefur þingmaðurinn lesið ofangreinda skýrslu sjálf og/eða látið einhvern aðila sem til slíkra mála þekkir fara yfir hana? Öllum sem um fjármál fjalla er kunnugt um að unnt er að komast að nánast hvaða niðurstöðu sem er með því að gefa sér ákveðnar forsendur. Áhugavert væri að fá óháðan aðila sem gjörþekkir íslenskt efnahagslíf til þess að yfirfara útreikninga sem liggja að baki. Verðbólgustig í landinu er til að mynda núna 6,4%. Ef við búum áfram við hátt verðbólgustig verður að teljast næsta líklegt að nefndur sparnaður af framkvæmdinni verði fljótur að brenna upp vegna hás fjármögnunarkostnaðar. Þá má geta þess að talað var á sínum tíma um fjárhagslegan sparnað af sameiningu Landspítala og Borgarspítala. Sá sparnaður hefur aldrei skilað sér. 6. Skel og launakostnaður: Þingmaðurinn segir í sinni grein að „skelin kosti nánast ekkert í heildarsamhengi miðað við launakostnað, lyfjakostnað og annað slíkt". Með skelinni er átt við bygginguna sjálfa. Þetta er alveg hárrétt athugað hjá þingmanninum en á nákvæmlega sama hátt eru afborganir af lánum nánast ekki neitt í samanburði við fjármagnskostnað, þ.e. vexti, verðbætur og allan annan þann kostnað sem fylgir því að taka lán fyrir allri framkvæmdinni. Það er dýrt að vera fátækur. 7. Úrtölumenn og landsbyggðin: Í lok sinnar greinar heldur þingmaðurinn því fram að nýr spítali „minnki þrýsting á að herða ólina að sjúkrahúsþjónustu um allt land, heldur en hið gagnstæða eins og úrtölumenn hafa haldið fram". Þingmanninum ætti að vera ljóst að verulega hefur verið dregið úr allri sjúkrahússtarfssemi á landsbyggðinni undanfarin ár. Það er kunnara en frá þurfi að segja að þjónustustig landsbyggðarsjúkrahúsanna hefur smám saman verið fært niður og framtíðarsýn stjórnvalda er sú að það verði tvö sjúkrahús á Íslandi, Landspítalinn og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Hin sjúkrahúsin verði öldrunarstofnanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Sjá meira
Siv Friðleifsdóttir alþingismaður skrifar grein í Fréttablaðið 26. apríl sl. Nokkur atriði í greininni þarfnast skýringa og leiðréttinga við að mínu mati: 1. Þverpólitísk samstaða: Þingmaðurinn segir að um byggingu hins nýja spítala hafi „ríkt þverpólitísk samstaða". Það er ekki rétt. Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins var samþykkt svohljóðandi ályktun: „Landsfundur telur mikilvægt að bæta aðstöðu Landspítalans. Í ljósi efnahagsástandsins telur landsfundur þó fyrirliggjandi hugmyndir um nýbyggingu ótímabærar. Höfuðáherslu beri að leggja á grunnrekstur heilbrigðisstofnana um land allt". Samkvæmt skoðanakönnunum ber Sjálfstæðisflokkurinn nú höfuð og herðar yfir aðra stjórnmálaflokka og komist hann til valda eftir næstu alþingiskosningar og áður en pólitísk ákvörðun verður tekin um framkvæmdina er líklegt að henni verði slegið á frest. 2. Lög nr. 64/2010: Þingmaðurinn fullyrðir að verkefnið byggi á þessum lögum frá 2010. Lögin innihalda hins vegar aðeins heimild til handa ráðherra að „stofna opinbert hlutafélag sem hefur það að markmiði að standa að nauðsynlegum undirbúningi og láta bjóða út byggingu nýs Landspítala, háskólasjúkrahúss við Hringbraut í Reykjavík, og að semja um að ríkið taki bygginguna á langtímaleigu að loknu útboði. Fyrir undirritun samninga að loknu útboði skal leita samþykkis Alþingis með almennum lögum." Alþingi á þannig alveg eftir að fjalla um verkefnið. Sú umræða er ekki hafin, og verður að teljast hæpið að svo stórt mál verði fullrætt á þeim tíma sem eftir er fram að næstu þingkosningum. 3. Viljayfirlýsing lífeyrissjóða: 25 lífeyrissjóðir og hið opinbera undirrituðu viljayfirlýsingu síðla árs 2009 um að lífeyrissjóðirnir fjármögnuðu byggingu hins nýja spítala. Einungis er um að ræða viljayfirlýsingu en ekki samning eða samningsdrög. Ekkert er vitað um mögulega fjármagnsupphæð, greiðslutíma, vaxtastig eða önnur þau atriði sem slík fjármögnun byggir á. Það er heldur alls ekki á vísan að róa að samningar náist yfirleitt um slíka fjármögnun. Ávöxtunarmarkmið lífeyrissjóðanna mun vera 3,5% umfram verðbólgu. Er það ásættanlegt vaxtastig fyrir samningsaðilann, ríkið? Þingmaðurinn segir í grein sinni að okkur ætti ekki að vera neitt að vanbúnaði. Það er auðvitað enginn grundvöllur fyrir slíkri fullyrðingu og í raun ótrúlegt að henni skuli varpað fram með svo marga óvissuþætti í farteskinu eins og ég hef bent á, sbr. gr. 2 og 3. 4. Úrtöluraddir: Þingmaðurinn tekur fram að „þrátt fyrir allan undirbúninginn heyrast ýmsar úrtöluraddir við og við" og á eflaust við skrif greinarhöfundar og annarra þeirra sem dregið hafa fyrrnefndar framkvæmdir í efa. Fyrir hrun bankakerfisins á Íslandi og fjármálakreppuna var talað um að þeir væru með úrtöluraddir sem efuðust um réttmæti stórframkvæmda fyrir lánsfé og óhóflegar lántökur. Eftir hrunið hafa menn lagt áherslu á að ýta undir sparnað og að takast ekki á hendur framkvæmdir nema eiga fyrir þeim. Þær úrtöluraddir sem þingmaðurinn nefnir eru auðvitað skiljanlegar í ljósi sögunnar og margir hljóta að vera úrkula vonar um að lýðræðislega kjörnir fulltrúar þjóðarinnar hafi dregið nokkurn lærdóm af þeim fjárhagslegu hremmingum sem of mikil skuldsetning getur haft í för með sér. 5. Fjárhagsleg hagræðing: Þingmaðurinn fellur, eins og fjölmargir aðrir sem fjallað hafa um byggingu Landspítalans, í þá gryfju að fullyrða að spara megi 2,7 milljarða á ári í rekstri með byggingu hins nýja spítala. Er vísað til títtnefndrar norskrar hagkvæmniathugunar í þessu samhengi. Hver talsmaður hins nýja spítala á fætur öðrum hefur apað þessar tölur upp en enginn veit á hvaða forsendum athugunin byggir. Þetta minnir á nýju fötin keisarans. Hefur þingmaðurinn lesið ofangreinda skýrslu sjálf og/eða látið einhvern aðila sem til slíkra mála þekkir fara yfir hana? Öllum sem um fjármál fjalla er kunnugt um að unnt er að komast að nánast hvaða niðurstöðu sem er með því að gefa sér ákveðnar forsendur. Áhugavert væri að fá óháðan aðila sem gjörþekkir íslenskt efnahagslíf til þess að yfirfara útreikninga sem liggja að baki. Verðbólgustig í landinu er til að mynda núna 6,4%. Ef við búum áfram við hátt verðbólgustig verður að teljast næsta líklegt að nefndur sparnaður af framkvæmdinni verði fljótur að brenna upp vegna hás fjármögnunarkostnaðar. Þá má geta þess að talað var á sínum tíma um fjárhagslegan sparnað af sameiningu Landspítala og Borgarspítala. Sá sparnaður hefur aldrei skilað sér. 6. Skel og launakostnaður: Þingmaðurinn segir í sinni grein að „skelin kosti nánast ekkert í heildarsamhengi miðað við launakostnað, lyfjakostnað og annað slíkt". Með skelinni er átt við bygginguna sjálfa. Þetta er alveg hárrétt athugað hjá þingmanninum en á nákvæmlega sama hátt eru afborganir af lánum nánast ekki neitt í samanburði við fjármagnskostnað, þ.e. vexti, verðbætur og allan annan þann kostnað sem fylgir því að taka lán fyrir allri framkvæmdinni. Það er dýrt að vera fátækur. 7. Úrtölumenn og landsbyggðin: Í lok sinnar greinar heldur þingmaðurinn því fram að nýr spítali „minnki þrýsting á að herða ólina að sjúkrahúsþjónustu um allt land, heldur en hið gagnstæða eins og úrtölumenn hafa haldið fram". Þingmanninum ætti að vera ljóst að verulega hefur verið dregið úr allri sjúkrahússtarfssemi á landsbyggðinni undanfarin ár. Það er kunnara en frá þurfi að segja að þjónustustig landsbyggðarsjúkrahúsanna hefur smám saman verið fært niður og framtíðarsýn stjórnvalda er sú að það verði tvö sjúkrahús á Íslandi, Landspítalinn og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Hin sjúkrahúsin verði öldrunarstofnanir.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar