Ávísun á góðar fréttir Kristján B. Jónasson skrifar 2. maí 2012 08:00 Á undanförnum misserum hafa borist dapurlegar fréttir af lestrarkunnáttu íslenskra grunnskólabarna. Vitað er að eina ráðið til að efla lestrarfærni er að börnin lesi meira, en það hefur reynst snúið verk að hvetja þau til þess með samstilltu starfi. Fyrir nokkrum árum var unnin athyglisverð skýrsla um lestrarhvatningu fyrir íslensk börn. Skýrsluhöfundur, Guðlaug Richter, ræddi við fjölda fólks sem unnið hefur að þessum málum og komst að því að vart verður tölu komið á staðbundin átaksverkefni sem ætlað er að auka lestur grunnskólanemenda. Áhrifin geta að sönnu verið mikil á meðan átakinu stendur en vandinn er að engin heildstæð áætlun eða stefnumótun er til um hvernig eigi að halda starfinu við. Ræðararnir eru margir en áratökin ekki samstillt. Kjölfesta lestrarhvatningar er til í íslenskum grunnskólum og á henni gæti starfið byggst. Þar væri róið stöðugt og án afláts og í takt. Þetta eru skólabókasöfnin sem okkur ber að efla með öllum ráðum. Það fylgdi líka sögunni að á góðæristímanum hefði – svo mótsagnakennt sem það nú er – hallað undan fæti hjá þeim og brekkan orðið bröttust þegar sveitarfélög voru leyst undan lagalegri skyldu til að reka bókasöfn í grunnskólum árið 2008. Nú þegar því máli hefur verið kippt í liðinn og lagaskyldan orðin söm og sú skylda sveitarfélaga að reka almenningsbókasöfn, blasir eigi að síður við að hafi góðærið verið slæmt tók ekki betra við í kreppu. Brynhildur Þórarinsdóttir, rithöfundur og lektor við Háskólann á Akureyri, kynnti á tólftu Þjóðarspegilsráðstefnunni í október 2011 nýja rannsókn um stöðu skólabókasafna. Hún skoðaði sérstaklega söfnin sem fengu styrk úr Skólasafnasjóði, sem Félag íslenskra bókaútgefenda kom á koppinn árið 2010 í því skyni að vekja athygli á stöðu skólabókasafna og veita styrki til bókakaupa. Í ljós kom að á árunum 2009 og 2010 voru fjárveitingar til safnanna skornar rösklega niður. Dæmi voru um að ekki hefði verið eytt svo mikið sem einni krónu til bókakaupa á sumum söfnum á þessum tíma. Ef skólabókasafn hefur eitt árið 800.000 krónur til bókakaupa en næstu tvö árin aðeins 50.000 krónur eða jafnvel ekkert, þá dregst safnið aftur úr. Það nær ekki að verða sér úti um nýjar, áhugaverðar bækur. Fyrir vikið er ekki sjálfsagt mál að nýjustu útgáfurnar rati til allra barna í sumum árgöngum. Fjármuna til Skólasafnasjóðs er aflað með 100 króna framlagi af andvirði hverrar „Ávísunar á lestur" sem þessa dagana berast inn á heimili landsmanna. Hver ávísun gildir sem 1.000 króna afsláttur ef keyptar eru bækur fyrir 3.500 krónur eða hærri upphæð. Hægt er að hafa áhrif á hvaða skólar fá fé úr sjóðnum með því að skrifa nafn skólans á ávísunina. Með því að nota ávísunina geta foreldrar í senn bætt bókakost heimilisins og stutt við bakið á bókasafni síns skóla. Þannig hvetja þeir til lestrar jafnt heima sem í skólanum og gera sitt til að færa okkur einn daginn góðar fréttir af lestrarkunnáttu grunnskólanemenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Á undanförnum misserum hafa borist dapurlegar fréttir af lestrarkunnáttu íslenskra grunnskólabarna. Vitað er að eina ráðið til að efla lestrarfærni er að börnin lesi meira, en það hefur reynst snúið verk að hvetja þau til þess með samstilltu starfi. Fyrir nokkrum árum var unnin athyglisverð skýrsla um lestrarhvatningu fyrir íslensk börn. Skýrsluhöfundur, Guðlaug Richter, ræddi við fjölda fólks sem unnið hefur að þessum málum og komst að því að vart verður tölu komið á staðbundin átaksverkefni sem ætlað er að auka lestur grunnskólanemenda. Áhrifin geta að sönnu verið mikil á meðan átakinu stendur en vandinn er að engin heildstæð áætlun eða stefnumótun er til um hvernig eigi að halda starfinu við. Ræðararnir eru margir en áratökin ekki samstillt. Kjölfesta lestrarhvatningar er til í íslenskum grunnskólum og á henni gæti starfið byggst. Þar væri róið stöðugt og án afláts og í takt. Þetta eru skólabókasöfnin sem okkur ber að efla með öllum ráðum. Það fylgdi líka sögunni að á góðæristímanum hefði – svo mótsagnakennt sem það nú er – hallað undan fæti hjá þeim og brekkan orðið bröttust þegar sveitarfélög voru leyst undan lagalegri skyldu til að reka bókasöfn í grunnskólum árið 2008. Nú þegar því máli hefur verið kippt í liðinn og lagaskyldan orðin söm og sú skylda sveitarfélaga að reka almenningsbókasöfn, blasir eigi að síður við að hafi góðærið verið slæmt tók ekki betra við í kreppu. Brynhildur Þórarinsdóttir, rithöfundur og lektor við Háskólann á Akureyri, kynnti á tólftu Þjóðarspegilsráðstefnunni í október 2011 nýja rannsókn um stöðu skólabókasafna. Hún skoðaði sérstaklega söfnin sem fengu styrk úr Skólasafnasjóði, sem Félag íslenskra bókaútgefenda kom á koppinn árið 2010 í því skyni að vekja athygli á stöðu skólabókasafna og veita styrki til bókakaupa. Í ljós kom að á árunum 2009 og 2010 voru fjárveitingar til safnanna skornar rösklega niður. Dæmi voru um að ekki hefði verið eytt svo mikið sem einni krónu til bókakaupa á sumum söfnum á þessum tíma. Ef skólabókasafn hefur eitt árið 800.000 krónur til bókakaupa en næstu tvö árin aðeins 50.000 krónur eða jafnvel ekkert, þá dregst safnið aftur úr. Það nær ekki að verða sér úti um nýjar, áhugaverðar bækur. Fyrir vikið er ekki sjálfsagt mál að nýjustu útgáfurnar rati til allra barna í sumum árgöngum. Fjármuna til Skólasafnasjóðs er aflað með 100 króna framlagi af andvirði hverrar „Ávísunar á lestur" sem þessa dagana berast inn á heimili landsmanna. Hver ávísun gildir sem 1.000 króna afsláttur ef keyptar eru bækur fyrir 3.500 krónur eða hærri upphæð. Hægt er að hafa áhrif á hvaða skólar fá fé úr sjóðnum með því að skrifa nafn skólans á ávísunina. Með því að nota ávísunina geta foreldrar í senn bætt bókakost heimilisins og stutt við bakið á bókasafni síns skóla. Þannig hvetja þeir til lestrar jafnt heima sem í skólanum og gera sitt til að færa okkur einn daginn góðar fréttir af lestrarkunnáttu grunnskólanemenda.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar