Innvígð og innmúruð glámskyggni Torfi H. Tulinius skrifar 8. maí 2012 06:00 Í Silfri Egils þann 6. maí síðastliðinn tók Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, þátt í umræðum um kosningar í nokkrum Evrópuríkjum þar sem öfgahægriflokkar hafa nýlega styrkt sig í sessi. Hann sagði m.a. að ein helsta ástæða fyrir þessari þróun væri sú að stjórnmálamenn hefðu reynst ófærir um að hafa hemil á fjármálakerfinu og þeirri kreppu sem það hefur leitt yfir álfuna. Fjármálastofnanir fengu að græða ótæpilega á bóluárunum en þegar kreppan knúði dyra hefðu vestrænar ríkisstjórnir þjóðnýtt tapið með alvarlegum afleiðingum fyrir efnahag landanna og afkomu íbúanna. Það er ekki hægt að vera ósammála því. Aftur á móti er ástæða til að andmæla ályktun Styrmis um að þetta sýni að enginn munur sé lengur á hægri stefnu og vinstri í stjórnmálum. Það nægir að líta á árangur sitjandi ríkisstjórnar á Íslandi til að sannfærast um að sá munur er mikill. Klassísk hægri leið út úr kreppu felst í niðurskurði á velferðarkerfinu og lækkun á sköttum í því skyni að örva hagvöxt. Ef til vill skilar þessi aðferð árangri en hún eykur bæði ójöfnuð og tilfinningu fyrir óréttlæti. Á móti vinnur sú tilfinning gegn samhug og ógnar friðnum í samfélaginu. Jafnaðarmenn skera líka niður, en hlífa velferðarkerfinu og þeim sem minnst mega sín með aðgerðum í skattamálum og bótum sem vinna gegn sárustu afleiðingum kreppunnar. Þannig standa þeir vörð um kaupmátt hinna tekjulægstu. Hinir tekjuhærri draga saman seglin og leggja meira til sameiginlegra sjóða. Það er bæði réttlátt og efnahagslega skynsamlegt. Lágtekjuhóparnir eyða launum sínum innanlands og því fer nánast allt sem gert er í þeirra þágu aftur út í hagkerfið með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á hagvöxt. Nýbirt skýrsla Þjóðmálastofnunar eftir þá Stefán Ólafsson og Arnald Sölva Kristjánsson staðfestir að hægri stefna sú sem hér var rekin af Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki um árabil leiddi til ójöfnuðar. Hún sannar líka að fjármálahrunið 2008 varð til þess að lífskjör Íslendinga drógust saman um tugi prósentustiga. Fyrst og fremst segir hún okkur að aðferðir jafnaðarmanna séu bæði réttlátari og efnahagslega skynsamlegri en þær sem hægri menn hafa upp á að bjóða, því hún sýnir með óyggjandi hætti að hagur þeirra sem minnst bera úr býtum hefur verið varinn. Það er því umtalsverður munur á hægri og vinstri, ekki síst sá að hægri stefnan beið eftirminnilegt skipbrot hér á landi. Ef til vill er til of mikils mælst að innmúraður og innvígður talsmaður hennar um árabil geti séð það eða vilji viðurkenna það. Aftur á móti eru aðrir beðnir um að opna augu fyrir því að það skiptir máli hverjir stjórna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Sjá meira
Í Silfri Egils þann 6. maí síðastliðinn tók Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, þátt í umræðum um kosningar í nokkrum Evrópuríkjum þar sem öfgahægriflokkar hafa nýlega styrkt sig í sessi. Hann sagði m.a. að ein helsta ástæða fyrir þessari þróun væri sú að stjórnmálamenn hefðu reynst ófærir um að hafa hemil á fjármálakerfinu og þeirri kreppu sem það hefur leitt yfir álfuna. Fjármálastofnanir fengu að græða ótæpilega á bóluárunum en þegar kreppan knúði dyra hefðu vestrænar ríkisstjórnir þjóðnýtt tapið með alvarlegum afleiðingum fyrir efnahag landanna og afkomu íbúanna. Það er ekki hægt að vera ósammála því. Aftur á móti er ástæða til að andmæla ályktun Styrmis um að þetta sýni að enginn munur sé lengur á hægri stefnu og vinstri í stjórnmálum. Það nægir að líta á árangur sitjandi ríkisstjórnar á Íslandi til að sannfærast um að sá munur er mikill. Klassísk hægri leið út úr kreppu felst í niðurskurði á velferðarkerfinu og lækkun á sköttum í því skyni að örva hagvöxt. Ef til vill skilar þessi aðferð árangri en hún eykur bæði ójöfnuð og tilfinningu fyrir óréttlæti. Á móti vinnur sú tilfinning gegn samhug og ógnar friðnum í samfélaginu. Jafnaðarmenn skera líka niður, en hlífa velferðarkerfinu og þeim sem minnst mega sín með aðgerðum í skattamálum og bótum sem vinna gegn sárustu afleiðingum kreppunnar. Þannig standa þeir vörð um kaupmátt hinna tekjulægstu. Hinir tekjuhærri draga saman seglin og leggja meira til sameiginlegra sjóða. Það er bæði réttlátt og efnahagslega skynsamlegt. Lágtekjuhóparnir eyða launum sínum innanlands og því fer nánast allt sem gert er í þeirra þágu aftur út í hagkerfið með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á hagvöxt. Nýbirt skýrsla Þjóðmálastofnunar eftir þá Stefán Ólafsson og Arnald Sölva Kristjánsson staðfestir að hægri stefna sú sem hér var rekin af Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki um árabil leiddi til ójöfnuðar. Hún sannar líka að fjármálahrunið 2008 varð til þess að lífskjör Íslendinga drógust saman um tugi prósentustiga. Fyrst og fremst segir hún okkur að aðferðir jafnaðarmanna séu bæði réttlátari og efnahagslega skynsamlegri en þær sem hægri menn hafa upp á að bjóða, því hún sýnir með óyggjandi hætti að hagur þeirra sem minnst bera úr býtum hefur verið varinn. Það er því umtalsverður munur á hægri og vinstri, ekki síst sá að hægri stefnan beið eftirminnilegt skipbrot hér á landi. Ef til vill er til of mikils mælst að innmúraður og innvígður talsmaður hennar um árabil geti séð það eða vilji viðurkenna það. Aftur á móti eru aðrir beðnir um að opna augu fyrir því að það skiptir máli hverjir stjórna.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar