Ávarp á alþjóðadegi fjölmiðlafrelsis Irina Bokova og Ban Ki-Moon skrifar 3. maí 2012 11:00 Tjáningarfrelsið er á meðal okkar dýrmætustu réttinda. Það liggur til grundvallar öllu öðru frelsi og er ein helsta stoð mannlegrar reisnar. Frjálsir, margradda og óháðir fjölmiðlar eru ómissandi til þess að tjáningarfrelsið fái notið sín. Þetta er inntak Alþjóðlegs dags fjölmiðlafrelsis. Frelsi fjölmiðla felur í sér frelsi til að hafa skoðanir og leita, sækja og miðla upplýsingum og hugmyndum á hvaða hátt sem er og án tillits til landamæra; eins og kveðið er á um í 19. grein Mannréttindayfirlýsingarinnar. Slíkt frelsi er frumskilyrði heilbrigðs og kraftmikils samfélags. Umbreytingarnar í Arabaheiminum hafa sýnt hversu sterkt afl felst í þránni eftir réttindum þegar nýir og gamlir fjölmiðlar eru virkjaðir. Nýfengið fjölmiðlafrelsi gefur fyrirheit um umbreytingu samfélaga í krafti gagnsæis og reikningsskila. Það opnar nýjar leiðir til samskipta og til að deila upplýsingum og þekkingu. Öflugar nýjar raddir sem áður fengu ekki að heyrast, hasla sér völl, ekki síst á meðal hinna yngri. Af þessum sökum er Alþjóðadagur fjölmiðlafrelsis í ár helgaður þemanu Nýjar raddir: Fjölmiðlafrelsi í þágu þjóðfélagsbreytinga. Fjölmiðlafrelsi er líka ógnað víða um heim. Á síðasta ári fordæmdi UNESCO morð sextíu og tveggja blaðamanna sem týndu lífi vegna starfa sinna. Þessir blaðamenn ættu ekki að gleymast og draga ber fremjendur ódæðisverkanna til ábyrgðar. Fjölmiðlun færist í æ ríkari mæli inn á netið og á sama tíma sæta vefblaðamenn, þar á meðal bloggarar, ofríki og árásum og eru jafnvel drepnir starfa sinna vegna. Þá verður að vernda rétt eins og starfsmenn hefðbundinna fjölmiðla. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna þinguðu í fyrsta skipti um öryggi blaðamanna og refsileysi ofsækjenda þeirra 13. og 14. september 2011. Þar var tekin saman áætlun um hvernig Sameinuðu þjóðirnar gætu skapað frjálsara og öruggara umhverfi fyrir blaðamenn og fjölmiðlastarfsmenn hvarvetna í heiminum. Á sama tíma munum við halda áfram að styrkja lagalegar stoðir frjálsra, margradda og óháðra fjölmiðla, sérstaklega í ríkjum sem ganga í gegnum umbreytingar eða endurreisn eftir átök. Við verðum sérstaklega að leggja ungu fólki lið til þess að þróa með sér gagnrýnt viðhorf og fjölmiðlalæsi, nú á tímum upplýsingaofgnóttar. Alþjóðadagurinn er okkar tækifæri til að draga fánann að húni í baráttunni við að efla fjölmiðlafrelsi. Við hvetjum ríki, atvinnufjölmiðla og óháð félagasamtök til að taka höndum saman við Sameinuðu þjóðirnar í þeirri viðleitni að efla tjáningarfrelsi jafnt á netinu sem utan þess í samræmi við alþjóðlega viðurkennd grundvallarsjónarmið. Þetta er hryggjarstykki einstaklingsréttinda, grunnur heilbrigðra samfélaga og afl í þágu félagslegra breytinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Tjáningarfrelsið er á meðal okkar dýrmætustu réttinda. Það liggur til grundvallar öllu öðru frelsi og er ein helsta stoð mannlegrar reisnar. Frjálsir, margradda og óháðir fjölmiðlar eru ómissandi til þess að tjáningarfrelsið fái notið sín. Þetta er inntak Alþjóðlegs dags fjölmiðlafrelsis. Frelsi fjölmiðla felur í sér frelsi til að hafa skoðanir og leita, sækja og miðla upplýsingum og hugmyndum á hvaða hátt sem er og án tillits til landamæra; eins og kveðið er á um í 19. grein Mannréttindayfirlýsingarinnar. Slíkt frelsi er frumskilyrði heilbrigðs og kraftmikils samfélags. Umbreytingarnar í Arabaheiminum hafa sýnt hversu sterkt afl felst í þránni eftir réttindum þegar nýir og gamlir fjölmiðlar eru virkjaðir. Nýfengið fjölmiðlafrelsi gefur fyrirheit um umbreytingu samfélaga í krafti gagnsæis og reikningsskila. Það opnar nýjar leiðir til samskipta og til að deila upplýsingum og þekkingu. Öflugar nýjar raddir sem áður fengu ekki að heyrast, hasla sér völl, ekki síst á meðal hinna yngri. Af þessum sökum er Alþjóðadagur fjölmiðlafrelsis í ár helgaður þemanu Nýjar raddir: Fjölmiðlafrelsi í þágu þjóðfélagsbreytinga. Fjölmiðlafrelsi er líka ógnað víða um heim. Á síðasta ári fordæmdi UNESCO morð sextíu og tveggja blaðamanna sem týndu lífi vegna starfa sinna. Þessir blaðamenn ættu ekki að gleymast og draga ber fremjendur ódæðisverkanna til ábyrgðar. Fjölmiðlun færist í æ ríkari mæli inn á netið og á sama tíma sæta vefblaðamenn, þar á meðal bloggarar, ofríki og árásum og eru jafnvel drepnir starfa sinna vegna. Þá verður að vernda rétt eins og starfsmenn hefðbundinna fjölmiðla. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna þinguðu í fyrsta skipti um öryggi blaðamanna og refsileysi ofsækjenda þeirra 13. og 14. september 2011. Þar var tekin saman áætlun um hvernig Sameinuðu þjóðirnar gætu skapað frjálsara og öruggara umhverfi fyrir blaðamenn og fjölmiðlastarfsmenn hvarvetna í heiminum. Á sama tíma munum við halda áfram að styrkja lagalegar stoðir frjálsra, margradda og óháðra fjölmiðla, sérstaklega í ríkjum sem ganga í gegnum umbreytingar eða endurreisn eftir átök. Við verðum sérstaklega að leggja ungu fólki lið til þess að þróa með sér gagnrýnt viðhorf og fjölmiðlalæsi, nú á tímum upplýsingaofgnóttar. Alþjóðadagurinn er okkar tækifæri til að draga fánann að húni í baráttunni við að efla fjölmiðlafrelsi. Við hvetjum ríki, atvinnufjölmiðla og óháð félagasamtök til að taka höndum saman við Sameinuðu þjóðirnar í þeirri viðleitni að efla tjáningarfrelsi jafnt á netinu sem utan þess í samræmi við alþjóðlega viðurkennd grundvallarsjónarmið. Þetta er hryggjarstykki einstaklingsréttinda, grunnur heilbrigðra samfélaga og afl í þágu félagslegra breytinga.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar