Það má tala um þetta! Hildur Jakobína Gísladóttir skrifar 8. maí 2012 06:00 Þegar börn fæðast andvana eða deyja í móðurkviði finna foreldrar þeirra fyrir sárri sorg. Hún varir lengi og eykst og minnkar til skiptis. Þrátt fyrir sorgina þurfa þeir að takast á við raunveruleikann, kveðja barnið og tilkynna aðstandendum og vinum barnsmissinn ásamt því að ljúka ýmsum formsatriðum, eins og dánarvottorði og ganga frá barnaherberginu sem kannski var fullbúið, auk ýmislegs fleira. Verður ekki nógu vel brýnt fyrir fagfólki að vera vel undir það búið að taka á móti foreldrum í þessari erfiðu stöðu. Framkoman við þá getur skipt sköpum fyrir hvernig þeim gengur að vinna úr sorginni. Orðaval þarf að vanda og sýna hlýhug og samkennd auk þess að leiðbeina þeim svo að þeir þurfi sem minnst að hafa fyrir sársaukafullum afgreiðslumálum t.d. í stjórnkerfinu. Fólk man í smáatriðum orð og atvik undir þessum kringumstæðum ekki síður en við hefðbundna barnsfæðingu þegar allt gengur að óskum. Foreldrar í þessum aðstæðum þurfa á leiðbeiningum að halda um hvað sé best að gera. Það þarf að upplýsa þá um möguleika sem í boði eru varðandi það að kveðja barnið með þeim hætti að þeir verði eins sáttir og hægt er og sjái ekki eftir neinu síðar meir. Eftirfarandi er vert fyrir fagfólk að hafa í huga:Virða og hafa skilning á hugsanlegri bón foreldra um að fá álit annars læknis á fósturgreiningunniAðskilja sængurkonuna frá barnshafandi konum og grátandi ungbörnum sbr. reynslusögu í fjölmiðlum sl. vikuÚtskýra fæðingarferlið fyrir fram og leyfa foreldrum að spyrja spurningaSegja frá hvernig búast megi við að barnið líti út við fæðinguRæða óskir foreldra um kveðjustundir og athafnirHvetja foreldra til að líta á barnið sitt eftir fæðingu og halda á þvíHvetja foreldra til að taka myndir af barninu – ef þeir vilja það ekki gæti starfsfólk sjúkrahússins tekið mynd og geymt hana þannig að foreldrarnir gætu komið síðar og fengið hana ef þeir sjá sig um höndHvetja foreldra til að taka þátt í að baða barnið og klæða eftir andvana fæðinguLeyfa foreldrum að fá barnið þegar þeir vilja meðan á innlögn stendurGefa foreldrum hárlokk, þrykkja fótspor á blað, geyma gögn og gefa foreldrum úlnliðsmerki með upplýsingum um barnið eins og gert er við hefðbundna fæðinguHalda litla kveðjustund í kapellu sjúkrahússinsLáta félagsráðgjafa sjúkrahússins sjá um að senda dánarvottorð eða staðfestingu á andvana fæðingu til Tryggingastofnunar (þannig að foreldrar í sorg þurfi ekki að útskýra eða rökræða við starfsmann TR um hvernig andlát barnsins bar að)Hvetja foreldra til að skrifa niður spurningar sem vakna áður en þeir koma í eftirskoðunHringja eftir 3 -6 mánuði og kanna líðan foreldra m.t.t. áfallastreituröskunarÞessi ráð kosta ekki mikið og ef þau væru fast verklag á hverri kvennadeild myndi það auðvelda foreldrum að ganga í gegnum raun þessa þannig að sorgarferlið gangi sem eðlilegast fyrir sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar börn fæðast andvana eða deyja í móðurkviði finna foreldrar þeirra fyrir sárri sorg. Hún varir lengi og eykst og minnkar til skiptis. Þrátt fyrir sorgina þurfa þeir að takast á við raunveruleikann, kveðja barnið og tilkynna aðstandendum og vinum barnsmissinn ásamt því að ljúka ýmsum formsatriðum, eins og dánarvottorði og ganga frá barnaherberginu sem kannski var fullbúið, auk ýmislegs fleira. Verður ekki nógu vel brýnt fyrir fagfólki að vera vel undir það búið að taka á móti foreldrum í þessari erfiðu stöðu. Framkoman við þá getur skipt sköpum fyrir hvernig þeim gengur að vinna úr sorginni. Orðaval þarf að vanda og sýna hlýhug og samkennd auk þess að leiðbeina þeim svo að þeir þurfi sem minnst að hafa fyrir sársaukafullum afgreiðslumálum t.d. í stjórnkerfinu. Fólk man í smáatriðum orð og atvik undir þessum kringumstæðum ekki síður en við hefðbundna barnsfæðingu þegar allt gengur að óskum. Foreldrar í þessum aðstæðum þurfa á leiðbeiningum að halda um hvað sé best að gera. Það þarf að upplýsa þá um möguleika sem í boði eru varðandi það að kveðja barnið með þeim hætti að þeir verði eins sáttir og hægt er og sjái ekki eftir neinu síðar meir. Eftirfarandi er vert fyrir fagfólk að hafa í huga:Virða og hafa skilning á hugsanlegri bón foreldra um að fá álit annars læknis á fósturgreiningunniAðskilja sængurkonuna frá barnshafandi konum og grátandi ungbörnum sbr. reynslusögu í fjölmiðlum sl. vikuÚtskýra fæðingarferlið fyrir fram og leyfa foreldrum að spyrja spurningaSegja frá hvernig búast megi við að barnið líti út við fæðinguRæða óskir foreldra um kveðjustundir og athafnirHvetja foreldra til að líta á barnið sitt eftir fæðingu og halda á þvíHvetja foreldra til að taka myndir af barninu – ef þeir vilja það ekki gæti starfsfólk sjúkrahússins tekið mynd og geymt hana þannig að foreldrarnir gætu komið síðar og fengið hana ef þeir sjá sig um höndHvetja foreldra til að taka þátt í að baða barnið og klæða eftir andvana fæðinguLeyfa foreldrum að fá barnið þegar þeir vilja meðan á innlögn stendurGefa foreldrum hárlokk, þrykkja fótspor á blað, geyma gögn og gefa foreldrum úlnliðsmerki með upplýsingum um barnið eins og gert er við hefðbundna fæðinguHalda litla kveðjustund í kapellu sjúkrahússinsLáta félagsráðgjafa sjúkrahússins sjá um að senda dánarvottorð eða staðfestingu á andvana fæðingu til Tryggingastofnunar (þannig að foreldrar í sorg þurfi ekki að útskýra eða rökræða við starfsmann TR um hvernig andlát barnsins bar að)Hvetja foreldra til að skrifa niður spurningar sem vakna áður en þeir koma í eftirskoðunHringja eftir 3 -6 mánuði og kanna líðan foreldra m.t.t. áfallastreituröskunarÞessi ráð kosta ekki mikið og ef þau væru fast verklag á hverri kvennadeild myndi það auðvelda foreldrum að ganga í gegnum raun þessa þannig að sorgarferlið gangi sem eðlilegast fyrir sig.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar